Stríðsreksturinn sagður valda stórfelldri losun Kjartan Kjartansson skrifar 14. nóvember 2022 23:20 Rússneskur og úkraínskur skriðdreki í Donetsk í Austur-Úkraínu. Vísir/EPA Innrás Rússa í Úkraínu hefur leitt til gríðarlegrar losunar á gróðurhúsalofttegundum, að sögn fulltrúa Úkraínu á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. Þeir segjast safna upplýsingum um „umhverfisglæpi“ Rússa. Ruslan Strilets, umhverfisráðherra Úkraínu, fullyrðir að stríðsreksturinn hafi leitt beint til losunar á 33 milljónum tonna af gróðurhúsalofttegundum. Breska ríkisútvarpið BBC segir það jafnast á við losun um sextán milljón bíla í tvö ár. Úkraínumenn telja þar með losun vegna skógarelda og elda sem eru kveiktir vegna landbúnaðar auk olíu sem hefur verið brennt í árásum á stórar birgðarstöðvar. „Rússland hefur breytt náttúruverndarsvæðum okkar í herstöðvar. Rússland gerir allt sem það getur til þess að stytta sjóndeildarhring okkar og ykkar. Vegna stríðsins þurfum við að gera enn meira til þess að sigrast á loftslagsvánni,“ sagði Strilets á COP27-ráðstefnunni í Sharm el-Sheikh í Egyptalandi. Hann heldur því einnig fram að endurbygging Úkraínu eigi eftir að kalla á enn frekari losun, allt að 49 milljónir tonna koltvísýrings. Rússar ættu að bera ábyrgð á þeirri losun. Stjórnvöld í Kænugarði safna upplýsingum í sarpinn um það sem þau telja umhverfisglæpi Rússa, alls um tvö þúsund talsins. Saka þau Rússa um að eyða skógum, losa eiturgufur og skemma vatnsveitur. Hyggjast þau leita réttar síns og krefja Rússa bóta. Loftslagsmál Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Rússland Hernaður Tengdar fréttir Rússar reyna að innlima losun hernumdra svæða Tilraunir Rússa til þess að innlima landsvæði sem þeir hafa hernumið í Úkraínu taka á sig ýmsar myndir. Nú þurfa úkraínsk stjórnvöld að verjast því að Rússar reyni að taka ábyrgð á losun gróðurhúsalofttegunda á hernumndu svæðunum á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. 19. október 2022 12:29 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Funda áfram á morgun Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Fleiri fréttir Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Sjá meira
Ruslan Strilets, umhverfisráðherra Úkraínu, fullyrðir að stríðsreksturinn hafi leitt beint til losunar á 33 milljónum tonna af gróðurhúsalofttegundum. Breska ríkisútvarpið BBC segir það jafnast á við losun um sextán milljón bíla í tvö ár. Úkraínumenn telja þar með losun vegna skógarelda og elda sem eru kveiktir vegna landbúnaðar auk olíu sem hefur verið brennt í árásum á stórar birgðarstöðvar. „Rússland hefur breytt náttúruverndarsvæðum okkar í herstöðvar. Rússland gerir allt sem það getur til þess að stytta sjóndeildarhring okkar og ykkar. Vegna stríðsins þurfum við að gera enn meira til þess að sigrast á loftslagsvánni,“ sagði Strilets á COP27-ráðstefnunni í Sharm el-Sheikh í Egyptalandi. Hann heldur því einnig fram að endurbygging Úkraínu eigi eftir að kalla á enn frekari losun, allt að 49 milljónir tonna koltvísýrings. Rússar ættu að bera ábyrgð á þeirri losun. Stjórnvöld í Kænugarði safna upplýsingum í sarpinn um það sem þau telja umhverfisglæpi Rússa, alls um tvö þúsund talsins. Saka þau Rússa um að eyða skógum, losa eiturgufur og skemma vatnsveitur. Hyggjast þau leita réttar síns og krefja Rússa bóta.
Loftslagsmál Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Rússland Hernaður Tengdar fréttir Rússar reyna að innlima losun hernumdra svæða Tilraunir Rússa til þess að innlima landsvæði sem þeir hafa hernumið í Úkraínu taka á sig ýmsar myndir. Nú þurfa úkraínsk stjórnvöld að verjast því að Rússar reyni að taka ábyrgð á losun gróðurhúsalofttegunda á hernumndu svæðunum á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. 19. október 2022 12:29 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Funda áfram á morgun Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Fleiri fréttir Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Sjá meira
Rússar reyna að innlima losun hernumdra svæða Tilraunir Rússa til þess að innlima landsvæði sem þeir hafa hernumið í Úkraínu taka á sig ýmsar myndir. Nú þurfa úkraínsk stjórnvöld að verjast því að Rússar reyni að taka ábyrgð á losun gróðurhúsalofttegunda á hernumndu svæðunum á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. 19. október 2022 12:29