Segir tímabært að binda enda á átökin en á forsendum Úkraínumanna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. nóvember 2022 08:03 Selenskí, sem heimsótti Kherson í gær, ítrekaði í ávarpi sínu á G20-fundinum að forsenda viðræðna væri að allt herlið Rússa hörfaði frá landinu. AP/Bernat Armangue Það er tímabært að binda enda á átökin í Úkraínu, sagði Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti þegar hann ávarpaði leiðtoga G20-ríkjanna um fjarfundabúnað, á ráðstefnu leiðtoganna í Balí. „Ég er sannfærður um að komið sé að þeim tíma að það verður og er mögulegt að binda enda á tortímingarstríð Rússa. Þúsundum lífa yrði bjargað,“ sagði Selenskí en ítrekaði að allar viðræður yrðu að eiga sér stað á þeim forsendum að Úkraína héldi yfirráðum yfir landamærum sínum. Forsetinn sagði ekkert afsaka hótanir Rússa um kjarnorkustríð og þakkaði G19-ríkjunum, það er að segja G20 án Rússa, fyrir að gefa það skýrt til kynna. Þá sagði hann Rússa hafa unnið að smíðum geislamengandi sprengju í Zaporizhzhia-kjarnorkuverinu, sem gæti sprungið þá og þegar. Selenskí sakaði Rússa einnig um að hyggjast vopnvæða kuldann með stöðugum árásum á orkuinnviði landsins. Þessu ætti að svara með verðþaki á útflutningsvörur Rússa. Meðal leiðtoga á fundinum eru Joe Biden Bandaríkjaforseti og Xi Jinping, forseti Kína. Þeir funduðu í gær, þar sem Bandaríkjamenn sögðu þá hafa verið sammála um að kjarnorkustríð mætti aldrei brjótast út. Ekkert var minnst á þetta í umfjöllun Kínverja um fundinn. Bandaríkjamenn segjast sannfærðir um að fundurinn muni fordæma stríðsátökin og þau áhrif sem þau hafa haft á efnahag ríkja um heim allan og stöðugleika almennt. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sjá meira
„Ég er sannfærður um að komið sé að þeim tíma að það verður og er mögulegt að binda enda á tortímingarstríð Rússa. Þúsundum lífa yrði bjargað,“ sagði Selenskí en ítrekaði að allar viðræður yrðu að eiga sér stað á þeim forsendum að Úkraína héldi yfirráðum yfir landamærum sínum. Forsetinn sagði ekkert afsaka hótanir Rússa um kjarnorkustríð og þakkaði G19-ríkjunum, það er að segja G20 án Rússa, fyrir að gefa það skýrt til kynna. Þá sagði hann Rússa hafa unnið að smíðum geislamengandi sprengju í Zaporizhzhia-kjarnorkuverinu, sem gæti sprungið þá og þegar. Selenskí sakaði Rússa einnig um að hyggjast vopnvæða kuldann með stöðugum árásum á orkuinnviði landsins. Þessu ætti að svara með verðþaki á útflutningsvörur Rússa. Meðal leiðtoga á fundinum eru Joe Biden Bandaríkjaforseti og Xi Jinping, forseti Kína. Þeir funduðu í gær, þar sem Bandaríkjamenn sögðu þá hafa verið sammála um að kjarnorkustríð mætti aldrei brjótast út. Ekkert var minnst á þetta í umfjöllun Kínverja um fundinn. Bandaríkjamenn segjast sannfærðir um að fundurinn muni fordæma stríðsátökin og þau áhrif sem þau hafa haft á efnahag ríkja um heim allan og stöðugleika almennt.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sjá meira