Umfjöllun og viðtöl: Grótta - Hörður 27-27 | Harðverjar sóttu sitt fyrsta stig í sögunni í efstu deild Jón Már Ferro skrifar 19. nóvember 2022 19:50 vísir/hulda margrét Grótta og Hörður skildu jöfn 27 – 27 í spennutrylli í Hertz höllinni á Seltjarnarnesi. Þetta var fyrsta stig Harðar frá upphafi í efstu deild í handbolta. Harðverjar voru yfir nánast allan leikinn eftir að hafa náð forystunni snemma leiks. Þegar liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik var Hörður þremur mörkum yfir. Þetta var annan leikinn í röð sem þeir voru yfir í hálfleik án þess að vinna. Heimamenn jöfnuðu leikinn um miðbik seinni hálfleiks í fyrsta skipti frá því snemma leiks. Þeir komust tveimur mörkum yfir þegar einungis 10 mínútur voru eftir. Þrátt fyrir það brotnuðu Harðverjar ekki og komust aftur yfir með tveimur mörkum þegar mínúta var eftir. Á loka mínútunni tók Grótta leikhlé. Það skilaði sér á loka sekúndunni þegar Þorgeir Bjarki Davíðsson sveif inn úr hægra horninu og skoraði jöfnunarmarkið. Eftir lokaflautið ætlaði allt um koll að keyra í Hertz höllinni. Jafntefli niðurstaðan í æsispennandi leik. Af hverju varð jafntefli? Grótta sýndi gríðarlega mikinn karakter að jafna leikinn í blálokinn. Að sama skapi voru Harðverjar algjörir klaufar að missa leikinn frá sér þegar örlítið var eftir af leiknum. Hverjir stóðu upp úr? Hjá heimamönnum var Jakob Ingi Stefánsson markahæstur með 6 mörk í jafn mörgum skotum. Akimasa Abe og Þorgeir Bjarki Davíðsson skoruðu 4 mörk hvor. Birgir Steinn Jónsson átti flestar stoðsendingar, 8 talsins og stýrði spili Gróttu vel. Ísak Arnar Kolbeinsson tók við Einari Baldvini, sem hafði einungis varið 7 skot, í marki Gróttu er hann fór út af um miðbik seinni hálfleiks. Ísak varði á korteri 5 skot og var með yfir 40% markvörslu. Það hjálpaði Gróttu mjög í átt að stiginu. Varnarlega voru Theis Kock Sondergard og Hannes Grimm bestir í liði heimamanna. Aðrir vilja eflaust bæta varnarleik sinn. Í liði gestanna var Óli Björn Vilhjálmsson markahæstur með 6 mörk úr 8 skotum. Suguru Hikawa skoraði einu marki minna en Óli, einnig úr 8 skotum. Markvarsla gestanna var ekki frábær en líkt og hjá Gróttu gerðu þeir markmannsskipti til hins betra. Rolands Lebedes varði einungis 2 skot af 15 en Emannuela Evangelista varði 5 af 19 skotum. Hvað gekk illa? Gróttu gekk illa varnarlega í fyrri hálfleik og gekk illa sóknarlega eftir að hafa komist yfir undir lokin. Þá köstuðu þeir boltanum klaufalega frá sér á tímapunkti sem þeir hefðu getað tryggt sér sigurinn. Harðverjum tókst ekki að nýta sér forystu í hálfleik til sigurs. Nú náðu þeir hinsvegar í gott jafntefli á útivelli. Það gefur þeim eflaust meiri trú fyrir framhaldið. Hvað gerist næst? Heimamenn fá Hauka í heimsókn miðvikudaginn 23.nóvember kl 19:30 hingað í Hertz-höllina. Gestirnir fá Valsmenn í heimsókn á Ísafjörð 25.nóvember kl 19:00. Róbert Gunnarsson, þjálfari Gróttu.Grótta „Þetta eru svolítið skrítnar tilfinningar því við náum stigi, sem er hetjuleg barátta. Að sama skapi er ég hundfúll yfir því að við höfum ekki spilað betur, sérstaklega í fyrri hálfleik. Þetta er svolítið skrítið. Auðvitað er ég þakklátur fyrir stigið og frábær barátta hjá strákunum hérna í lokin. Þetta Harðarlið, eins og margir eru búnir að tala um, það verður bara betra og betra. Þeir hafa sýnt það í síðustu leikjum að þetta er hörku lið. Þeir spila klókt,“sagði Róbert Gunnarsson, þjálfari Gróttu. Grótta spilaði ekki eins vel og þeir geta í fyrri hálfleik. „Fyrri hálfleikurinn var náttúrulega mjög slakur, sérstaklega varnarlega. Við erum undir með þrem í hálfleik, mér finnst vörnin miklu betri í seinni hálfleik. Svo þegar við erum komnir tveimur mörkum yfir förum við að gera einhverja lélega tæknifeila. Eftir að hafa unnið okkur inn í leikinn. Þessi leikur búinn og eitt stig er betra en ekki neitt. Næsti leikur, áfram gakk.“ Róbert vildi lítið tjá sig um dómarana þrátt fyrir að nokkrir dómar hafi fallið gegn þeim. Hann vildi frekar líta í eigin barm. „Ég ætla ekkert að tjá mig um dómarana. Það eru allir að gera sitt besta. Auðvitað hefði ég viljað fá eitthvað stundum. Eflaust þeir líka. Mér finnst við þurfa vernda dómarana meira. Hætta vera alltaf að öskra á þá. Ég er að reyna það en stundum get ég það ekki og missi mig. Ég er mannlegur og þeir eru mannlegir líka. Geta ekki allir þjálfarar komið í viðtal eftir leik og kvartað undan dómgæslu? Ég get líka byrjað að líta í eigin barm og laga það sem ég þarf að laga í mínu liði.“ Róbert vill fá meira frá sínu liði en tekur það fram að meiðsli hafa sett strik í reikninginn. „Vörnin þarf að vera betri, menn þurfa að sýna aðeins meiri aga. Þú færð bara einhver klisju svör. Ég þarf að skoða þennan leik, nú tekur þú mig í viðtal beint eftir leik. Ég þarf aðeins að anda. Þetta eru flottir strákar, leggja sig alla fram og gera nánast allt sem ég bið þá um. Ég get ekki beðið um betri hóp. Geðveikt að vinna með þeim. Þetta tekur smá tíma. Við höfum orðið fyrir smá skakkaföllum. Bæði á undirbúningstímabilinu og nýverið. Ekki að ég sé að henda í einhverjar hækjur. Við erum aldrei búnir að vera með fullskipað lið. Sjálfsagt önnur lið líka. Við erum að reyna byggja upp og gera eitthvað gott. Það er glóð, ég er að bíða eftir að bálið kvikni.“ Carlos Martin Santos, þjálfari Harðar. „Glaður með stigið, að sjálfsögðu. Þetta er fyrsta stigið okkar í efstu deild. Við höfum unnið fyrir þessu stigi frá 2019. Þannig ég er mjög ánægður og ánægður fyrir hönd félagsins og leikmannana. Vonandi er þetta fyrsta stig af mörgum,“ sagði Carlos Martin Santos, þjálfari Harðar. Þrátt fyrir að vera stoltur af sínu liði telur hann að þeir þurfi meiri reynslu á mikilvægum tímapunktum. „Í fyrsta lagi er Grótta frábært lið og nokkrir leikmenn þeirra eru meiddir. Það er mjög erfitt að koma hingað og reyna vinna í Hertz höllinni. Við þurfum meiri reynslu í svona aðstæðum. Þetta er fyrsti leikurinn sem við erum yfir í langan tíma. Svo vorum við einu marki yfir á loka mínútunni þegar við tókum leikhlé. Við drögum lærdóm af þessu og vonandi þegar við erum í svona aðstæðum þá munum við eftir þessu og sækjum tvö stig.“ „Þegar við spilum vel þá segja sumir að hitt liðið sé ekki nægilega gott. Fyrir mér þá höfum við farið frá núll og þangað sem við erum komnir eins og í þessum leik. Við náum að berjast á móti nánast öllum. Það sem verður okkur að falli eru okkar misstök en ég held að við séum ekki versta liðið í deildinni.“ Næst fá Harðverjar Valsmenn í heimsókn. „Vonandi eiga þeir erfiðan leik í millitíðinni, koma til Ísafjarðar þreyttir. Kannski þá eigum við örlitla möguleika á sigri. Þeir eru með rosalegt lið. Í fyrsta leiknum á móti þeim spiluðum við 30 mínútur en ekki 60. Þannig við munum reyna spila meira en 30 mínútur á heimavelli.“ Olís-deild karla Grótta Hörður
Grótta og Hörður skildu jöfn 27 – 27 í spennutrylli í Hertz höllinni á Seltjarnarnesi. Þetta var fyrsta stig Harðar frá upphafi í efstu deild í handbolta. Harðverjar voru yfir nánast allan leikinn eftir að hafa náð forystunni snemma leiks. Þegar liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik var Hörður þremur mörkum yfir. Þetta var annan leikinn í röð sem þeir voru yfir í hálfleik án þess að vinna. Heimamenn jöfnuðu leikinn um miðbik seinni hálfleiks í fyrsta skipti frá því snemma leiks. Þeir komust tveimur mörkum yfir þegar einungis 10 mínútur voru eftir. Þrátt fyrir það brotnuðu Harðverjar ekki og komust aftur yfir með tveimur mörkum þegar mínúta var eftir. Á loka mínútunni tók Grótta leikhlé. Það skilaði sér á loka sekúndunni þegar Þorgeir Bjarki Davíðsson sveif inn úr hægra horninu og skoraði jöfnunarmarkið. Eftir lokaflautið ætlaði allt um koll að keyra í Hertz höllinni. Jafntefli niðurstaðan í æsispennandi leik. Af hverju varð jafntefli? Grótta sýndi gríðarlega mikinn karakter að jafna leikinn í blálokinn. Að sama skapi voru Harðverjar algjörir klaufar að missa leikinn frá sér þegar örlítið var eftir af leiknum. Hverjir stóðu upp úr? Hjá heimamönnum var Jakob Ingi Stefánsson markahæstur með 6 mörk í jafn mörgum skotum. Akimasa Abe og Þorgeir Bjarki Davíðsson skoruðu 4 mörk hvor. Birgir Steinn Jónsson átti flestar stoðsendingar, 8 talsins og stýrði spili Gróttu vel. Ísak Arnar Kolbeinsson tók við Einari Baldvini, sem hafði einungis varið 7 skot, í marki Gróttu er hann fór út af um miðbik seinni hálfleiks. Ísak varði á korteri 5 skot og var með yfir 40% markvörslu. Það hjálpaði Gróttu mjög í átt að stiginu. Varnarlega voru Theis Kock Sondergard og Hannes Grimm bestir í liði heimamanna. Aðrir vilja eflaust bæta varnarleik sinn. Í liði gestanna var Óli Björn Vilhjálmsson markahæstur með 6 mörk úr 8 skotum. Suguru Hikawa skoraði einu marki minna en Óli, einnig úr 8 skotum. Markvarsla gestanna var ekki frábær en líkt og hjá Gróttu gerðu þeir markmannsskipti til hins betra. Rolands Lebedes varði einungis 2 skot af 15 en Emannuela Evangelista varði 5 af 19 skotum. Hvað gekk illa? Gróttu gekk illa varnarlega í fyrri hálfleik og gekk illa sóknarlega eftir að hafa komist yfir undir lokin. Þá köstuðu þeir boltanum klaufalega frá sér á tímapunkti sem þeir hefðu getað tryggt sér sigurinn. Harðverjum tókst ekki að nýta sér forystu í hálfleik til sigurs. Nú náðu þeir hinsvegar í gott jafntefli á útivelli. Það gefur þeim eflaust meiri trú fyrir framhaldið. Hvað gerist næst? Heimamenn fá Hauka í heimsókn miðvikudaginn 23.nóvember kl 19:30 hingað í Hertz-höllina. Gestirnir fá Valsmenn í heimsókn á Ísafjörð 25.nóvember kl 19:00. Róbert Gunnarsson, þjálfari Gróttu.Grótta „Þetta eru svolítið skrítnar tilfinningar því við náum stigi, sem er hetjuleg barátta. Að sama skapi er ég hundfúll yfir því að við höfum ekki spilað betur, sérstaklega í fyrri hálfleik. Þetta er svolítið skrítið. Auðvitað er ég þakklátur fyrir stigið og frábær barátta hjá strákunum hérna í lokin. Þetta Harðarlið, eins og margir eru búnir að tala um, það verður bara betra og betra. Þeir hafa sýnt það í síðustu leikjum að þetta er hörku lið. Þeir spila klókt,“sagði Róbert Gunnarsson, þjálfari Gróttu. Grótta spilaði ekki eins vel og þeir geta í fyrri hálfleik. „Fyrri hálfleikurinn var náttúrulega mjög slakur, sérstaklega varnarlega. Við erum undir með þrem í hálfleik, mér finnst vörnin miklu betri í seinni hálfleik. Svo þegar við erum komnir tveimur mörkum yfir förum við að gera einhverja lélega tæknifeila. Eftir að hafa unnið okkur inn í leikinn. Þessi leikur búinn og eitt stig er betra en ekki neitt. Næsti leikur, áfram gakk.“ Róbert vildi lítið tjá sig um dómarana þrátt fyrir að nokkrir dómar hafi fallið gegn þeim. Hann vildi frekar líta í eigin barm. „Ég ætla ekkert að tjá mig um dómarana. Það eru allir að gera sitt besta. Auðvitað hefði ég viljað fá eitthvað stundum. Eflaust þeir líka. Mér finnst við þurfa vernda dómarana meira. Hætta vera alltaf að öskra á þá. Ég er að reyna það en stundum get ég það ekki og missi mig. Ég er mannlegur og þeir eru mannlegir líka. Geta ekki allir þjálfarar komið í viðtal eftir leik og kvartað undan dómgæslu? Ég get líka byrjað að líta í eigin barm og laga það sem ég þarf að laga í mínu liði.“ Róbert vill fá meira frá sínu liði en tekur það fram að meiðsli hafa sett strik í reikninginn. „Vörnin þarf að vera betri, menn þurfa að sýna aðeins meiri aga. Þú færð bara einhver klisju svör. Ég þarf að skoða þennan leik, nú tekur þú mig í viðtal beint eftir leik. Ég þarf aðeins að anda. Þetta eru flottir strákar, leggja sig alla fram og gera nánast allt sem ég bið þá um. Ég get ekki beðið um betri hóp. Geðveikt að vinna með þeim. Þetta tekur smá tíma. Við höfum orðið fyrir smá skakkaföllum. Bæði á undirbúningstímabilinu og nýverið. Ekki að ég sé að henda í einhverjar hækjur. Við erum aldrei búnir að vera með fullskipað lið. Sjálfsagt önnur lið líka. Við erum að reyna byggja upp og gera eitthvað gott. Það er glóð, ég er að bíða eftir að bálið kvikni.“ Carlos Martin Santos, þjálfari Harðar. „Glaður með stigið, að sjálfsögðu. Þetta er fyrsta stigið okkar í efstu deild. Við höfum unnið fyrir þessu stigi frá 2019. Þannig ég er mjög ánægður og ánægður fyrir hönd félagsins og leikmannana. Vonandi er þetta fyrsta stig af mörgum,“ sagði Carlos Martin Santos, þjálfari Harðar. Þrátt fyrir að vera stoltur af sínu liði telur hann að þeir þurfi meiri reynslu á mikilvægum tímapunktum. „Í fyrsta lagi er Grótta frábært lið og nokkrir leikmenn þeirra eru meiddir. Það er mjög erfitt að koma hingað og reyna vinna í Hertz höllinni. Við þurfum meiri reynslu í svona aðstæðum. Þetta er fyrsti leikurinn sem við erum yfir í langan tíma. Svo vorum við einu marki yfir á loka mínútunni þegar við tókum leikhlé. Við drögum lærdóm af þessu og vonandi þegar við erum í svona aðstæðum þá munum við eftir þessu og sækjum tvö stig.“ „Þegar við spilum vel þá segja sumir að hitt liðið sé ekki nægilega gott. Fyrir mér þá höfum við farið frá núll og þangað sem við erum komnir eins og í þessum leik. Við náum að berjast á móti nánast öllum. Það sem verður okkur að falli eru okkar misstök en ég held að við séum ekki versta liðið í deildinni.“ Næst fá Harðverjar Valsmenn í heimsókn. „Vonandi eiga þeir erfiðan leik í millitíðinni, koma til Ísafjarðar þreyttir. Kannski þá eigum við örlitla möguleika á sigri. Þeir eru með rosalegt lið. Í fyrsta leiknum á móti þeim spiluðum við 30 mínútur en ekki 60. Þannig við munum reyna spila meira en 30 mínútur á heimavelli.“
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik