Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. - Keflavík 116-102 | Fyrsti sigur Þórsara á tímabilinu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 21. nóvember 2022 23:45 Styrmir Snær Þrastarson var rekinn úr húsi snemma í þriðja leikhluta, en Þórsarar þjöppuðu sér saman eftir það og unnu virkilega sterkan sigur. Vísir/Hulda Margrét Þór Þorlákshöfn vann sinn fyrsta leik á tímabilinu er liðið tók á móti Keflvíkingum í Subway-deild karla í kvöld. Lokatölur 116-102, í leik þar rúmlega 30 stiga sveifla í síðari hálfleik réði úrslitum. Liðin buðu upp á mikinn hraða í upphafi leiks og byrjuðu bæði á að skjóta grimmt fyrir utan þriggja stiga línuna. Heimamenn skoruðu fyrstu fimm stig leiksins, en Keflvíkingar vöknuðu fljótt til lífsins og náðu tíu stiga forskoti þegar aðeins þrjár mínútur voru liðnar af leiknum. Þórsarar svöruðu þó fyrir sig og minnkuðu muninn strax niður í eitt stig, en Keflvíkingar héldu þó forystunni allan tímann og höfðu fimm stiga forystu þegar fyrsta leikhluta lauk. Annar leikhlutinn bauð svo upp á svipaða sögu og sá fyrsti. Keflvíkingar náðu mest 13 stiga forskoti fyrir hálfleikshléið, en liðið náði þó ekki að hrista heimamenn af sér, frekar en í fyrsta leikhluta. Hægt og bítandi söxuðu Þórsarar á forskot gestanna og staðan var 45-49, Keflvíkingum í vil, þegar liðin gengu til búningsherbergja. Keflvíkingar náðu eftur upp tíu stiga forskoti í upphafi þriðja leikhluta, en þegar hann var um það bil hálfnaður var orðinn mikill hiti í liðunum. Styrmir Snær Þrastarson nældi sér í tvær tæknivillur á innan við mínútu og Þórsarar misstu því einn sinn besta mann úr húsi. Í staðinn fyrir að hengja haus virtust Þórsarar eflast við það að missa Styrmi úr húsi og við tók ótrúleg sveifla heimamönnum í hag. Með fyrirliðann Emil Karel Einarsson í broddi fylkingar fóru heimamenn frá því að vera tíu stigum undir um miðjan þriðja leikhluta í það að vera 21 stigi yfir þegar um fimm mínútur voru til leiksloka. Það bil náðu gestirnir aldrei að brúa og Þórsarar unnu sinn fyrsta leik á tímabilinu, lokatölur 116-102. Af hverju vann Þór? Eftir að hafa verið undir nánast allan leikinn náðu Þórsarar upp frábærri stemningu í sitt lið í síðari hálfleik. Liðið virtist ekki geta klikkað á skoti og þegar Þór Þorlákshöfn nær upp svona góðri stemningu er erfitt að eiga við þá. Hverjir stóðu upp úr? Emil Karel Einarsson og Davíð Arnar Ágústsson drógu liðsfélaga sína með sér í stemninguna þegar liðið snéri leiknum við. Emil endaði leikinn með 21 stig og þar af voru langflest skoruð í síðari hálfleik. Þá var Vincent Shahid heilinn á bak við sóknarleik Þórsara, en hann endaði með 24 stig, sex fráköst og hvorki meira né minna en 19 stoðsendingar. Fotios Lampropoulos var stigahæsti maður vallarins með 30 stig fyrir heimamenn, en Dominykas Milka var atkvæðamestur í liði gestanna með 23 stig. Hvað gekk illa? Keflvíkingum gekk illa að koma böndum á Þórsara þegar heimamenn komust á flug. Gestirnir virtust ætla að taka því rólega eftir að Styrmir var rekinn úr húsi, en sofnuðu á verðinum og Þórsarar gengu á lagið. Hvað gerist næst? Þórsarar heimsækja ÍR næstkomandi fimmtudag og Keflvíkingar taka á móti KR degi síðar. Hjalti: Urðum bara eins og einhverjar pulsur inni á vellinum Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur.Vísir/Bára Dröfn „Þeir eru bara miklu betri en við í seinni hálfleik. Við vorum rosa soft í öllum aðgerðum og sérstaklega þegar Styrmi var hent út þá efldust þeir og við héldum að þetta væri orðið eitthvað auðveldara. En þeir urðu bara fastari fyrir og við fórum bara að limpast í burtu og urðum bara eins og einhverjar pulsur inni á vellinum. Það er hrikalegt að sjá þetta,“ sagði Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflvíkinga í leikslok. „Varnarlega var enginn með. Tveir að hlaupa út í sama manninn og ekkert „common sense“ og þetta var voðalega glatað eitthvað.“ Keflvíkingar höfðu tíu stiga forskot þegar þriðji leikhluti var um það bil hálfnaður, en eftir að Styrmi Snæ var hent út úr húsi tok við rúmlega 30 stiga sveifla þar sem Þórsarar gengu frá leiknum. „Þór er þannig lið, og hefur verið í mörg ár, að þeir eru svona stemningslið. Þegar þeir fá svona stemningu með sér þá er rosalega erfitt að vinna þá. Þegar þeir fá allt húsið og alla stemninguna á bak við sig og þegar þeir hitta öllu þá er rosalega erfitt að vinna þá. Þeir hætta ekkert að hitta og þar af leiðandi náum við þeim ekki.“ „En bara hrós á þá. Þeir börðust og lögðu sig fram og það er það sem skóp þennan sigur þeirra. Við hættum að fara inn í teiginn og hættum að gera það sem við eigum að vera með yfirburði og þar af leiðandi fór sem fór.“ Fram að tímapunktinum þar sem Styrmir Snær fékk sína aðra tæknivillu virtist þjálfara og leikmönnum Þórs finnast halla á sig í dómgæslu í leik kvöldsins. Eftir það atvik virtist það þó snúast við og það leit út fyrir að Hjalta þætti frekar halla á sína menn það sem eftir lifði leiks. Hann vildi þó ekki meina að það hafi haft of mikil áhrif á leikinn. „Ég ætla ekki að vera að benda neitt á dómarana. Maður er alltaf eitthvað að tuða og ég tuðaði áður en honum var hent út alveg jafn mikið og eftir það. Þannig að það á ekkert að skipta neinu máli. En við þurfum bara að gera miklu betur en þetta.“ Keflvíkingar taka á móti KR næstkomandi föstudag og Hjalti fagnar því að spila tvo leiki í sömu vikunni, þrátt fyrir að það sé líklega skemmtilegra fyrir leikmennina en hann sem þjálfara. „Það er bara frábært að það sú tveir leikir í viku öðru hvoru. Það er skemmtilegra fyrir leikmennina, en kannski erfiðara fyrir þjálfarana,“ sagði Hjalti að lokum. Lárus: Óneitanlega skemmtilegra að vera kominn með sigur Lárus Jónsson var ánægður með sigur kvöldsinsVísir/Bára Dröfn „Þetta var mjög sætt að vinna þennan leik. Við vorum alveg eins búnir að undirbúa okkur fyrir það að við gætum orðið 0-6 eftir að við gerðum breytingar þar sem við vorum að fara í erfiðan útivöll á móti Val og svo myndum við fá Keflavík sem er eitt af betri liðum landsins hérna heima. Það er óneitanlega skemmtilegra að vera kominn með sigur,“ sagði Lárus Jónsson, þjálfari Þórs, eftir leik. Eins og áður hefur komið fram fékk Styrmir Snær tvær tæknivillur með stuttu millibili og var því rekinn úr húsi. Í aðdragandanum af því höfðu liðið nokkrar mínútur þar sem Lárus og fleiri starfsmenn og leikmenn Þórs voru oft á tíðum mjög ósáttir við dómara leiksins, en liðið virtist þjappa sér saman við það að missa einn af sínum betri mönnum af velli. „Við vorum kannski að elta svolítið í fyrri hálfleik og vorum að hitta illa. Við vorum að opna þá ágætlega, en við vorum að spila lélega vörn. Við ákváðum að breyta yfir í svæðisvörn á tímabili í öðrum leikhluta og það gekk ágætlega þannig leikurinn snérist kannski aðeins okkur í hag.“ „En svo fannst mér þeir byrja aðeins betur í þriðja og virtust aftur vera að ná yfirhöndinni í leiknum þar til að Stymma var hent út úr húsi og þá þjöppuðu menn sér saman. Við hittum náttúrulega miklu betur í seinni hálfleik heldur en í fyrri.“ „Mér fannst bara koma meiri ákefð í þetta hjá okkur. Meiri ákefð í vörnina og menn voru kannski ekkert endilega að pæla eins mikið í hvernig við ættum að spila taktískt. Við spiluðum af meiri ákefð og þeir kunna alveg að spila körfubolta. Emil [Karel Einarsson] og Dabbi [Davíð Arnar Ágústsson voru frábærir og svo fanns mér Danni [Daníel Ágúst Halldórsson] koma með alveg frábæran leik í lokin. Þá gátum við hvílt Vinny [Vincent Shadid] aðeins á boltanum og það var góður hraði í kringum okkur sem gerði okkur kleift að splundra vörninni nokkuð auðveldlega hjá Keflvíkingum.“ Þórsarar fara í Breiðholtið næstkomandi fimmtudag og Lárus segir að þessi sigur muni vonandi fylgja liðinu í þann leik. „Við ætlum að reyna það. Það er náttúrulega búið að vera bölvað ströggl á okkur að sækja fyrsta sigurinn og það er bara stundum svolítið erfitt að reyna að snúa þessu við, og líka bara svona sjálfstraustlega. Ég fann það alveg á liðinu að þegar gekk erfiðlega í þessum leik þá voru menn fljótir að hengja aðeins haus og benda á dómarana og annað sem er týpískt fyrir lið sem er að tapa. En vonandi erum við komnir yfir þann hjall svo við getum farið að einbeita okkur að því að spila körfubolta og njóta þess,“ sagði Lárus að lokum. Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn Keflavík ÍF
Þór Þorlákshöfn vann sinn fyrsta leik á tímabilinu er liðið tók á móti Keflvíkingum í Subway-deild karla í kvöld. Lokatölur 116-102, í leik þar rúmlega 30 stiga sveifla í síðari hálfleik réði úrslitum. Liðin buðu upp á mikinn hraða í upphafi leiks og byrjuðu bæði á að skjóta grimmt fyrir utan þriggja stiga línuna. Heimamenn skoruðu fyrstu fimm stig leiksins, en Keflvíkingar vöknuðu fljótt til lífsins og náðu tíu stiga forskoti þegar aðeins þrjár mínútur voru liðnar af leiknum. Þórsarar svöruðu þó fyrir sig og minnkuðu muninn strax niður í eitt stig, en Keflvíkingar héldu þó forystunni allan tímann og höfðu fimm stiga forystu þegar fyrsta leikhluta lauk. Annar leikhlutinn bauð svo upp á svipaða sögu og sá fyrsti. Keflvíkingar náðu mest 13 stiga forskoti fyrir hálfleikshléið, en liðið náði þó ekki að hrista heimamenn af sér, frekar en í fyrsta leikhluta. Hægt og bítandi söxuðu Þórsarar á forskot gestanna og staðan var 45-49, Keflvíkingum í vil, þegar liðin gengu til búningsherbergja. Keflvíkingar náðu eftur upp tíu stiga forskoti í upphafi þriðja leikhluta, en þegar hann var um það bil hálfnaður var orðinn mikill hiti í liðunum. Styrmir Snær Þrastarson nældi sér í tvær tæknivillur á innan við mínútu og Þórsarar misstu því einn sinn besta mann úr húsi. Í staðinn fyrir að hengja haus virtust Þórsarar eflast við það að missa Styrmi úr húsi og við tók ótrúleg sveifla heimamönnum í hag. Með fyrirliðann Emil Karel Einarsson í broddi fylkingar fóru heimamenn frá því að vera tíu stigum undir um miðjan þriðja leikhluta í það að vera 21 stigi yfir þegar um fimm mínútur voru til leiksloka. Það bil náðu gestirnir aldrei að brúa og Þórsarar unnu sinn fyrsta leik á tímabilinu, lokatölur 116-102. Af hverju vann Þór? Eftir að hafa verið undir nánast allan leikinn náðu Þórsarar upp frábærri stemningu í sitt lið í síðari hálfleik. Liðið virtist ekki geta klikkað á skoti og þegar Þór Þorlákshöfn nær upp svona góðri stemningu er erfitt að eiga við þá. Hverjir stóðu upp úr? Emil Karel Einarsson og Davíð Arnar Ágústsson drógu liðsfélaga sína með sér í stemninguna þegar liðið snéri leiknum við. Emil endaði leikinn með 21 stig og þar af voru langflest skoruð í síðari hálfleik. Þá var Vincent Shahid heilinn á bak við sóknarleik Þórsara, en hann endaði með 24 stig, sex fráköst og hvorki meira né minna en 19 stoðsendingar. Fotios Lampropoulos var stigahæsti maður vallarins með 30 stig fyrir heimamenn, en Dominykas Milka var atkvæðamestur í liði gestanna með 23 stig. Hvað gekk illa? Keflvíkingum gekk illa að koma böndum á Þórsara þegar heimamenn komust á flug. Gestirnir virtust ætla að taka því rólega eftir að Styrmir var rekinn úr húsi, en sofnuðu á verðinum og Þórsarar gengu á lagið. Hvað gerist næst? Þórsarar heimsækja ÍR næstkomandi fimmtudag og Keflvíkingar taka á móti KR degi síðar. Hjalti: Urðum bara eins og einhverjar pulsur inni á vellinum Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur.Vísir/Bára Dröfn „Þeir eru bara miklu betri en við í seinni hálfleik. Við vorum rosa soft í öllum aðgerðum og sérstaklega þegar Styrmi var hent út þá efldust þeir og við héldum að þetta væri orðið eitthvað auðveldara. En þeir urðu bara fastari fyrir og við fórum bara að limpast í burtu og urðum bara eins og einhverjar pulsur inni á vellinum. Það er hrikalegt að sjá þetta,“ sagði Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflvíkinga í leikslok. „Varnarlega var enginn með. Tveir að hlaupa út í sama manninn og ekkert „common sense“ og þetta var voðalega glatað eitthvað.“ Keflvíkingar höfðu tíu stiga forskot þegar þriðji leikhluti var um það bil hálfnaður, en eftir að Styrmi Snæ var hent út úr húsi tok við rúmlega 30 stiga sveifla þar sem Þórsarar gengu frá leiknum. „Þór er þannig lið, og hefur verið í mörg ár, að þeir eru svona stemningslið. Þegar þeir fá svona stemningu með sér þá er rosalega erfitt að vinna þá. Þegar þeir fá allt húsið og alla stemninguna á bak við sig og þegar þeir hitta öllu þá er rosalega erfitt að vinna þá. Þeir hætta ekkert að hitta og þar af leiðandi náum við þeim ekki.“ „En bara hrós á þá. Þeir börðust og lögðu sig fram og það er það sem skóp þennan sigur þeirra. Við hættum að fara inn í teiginn og hættum að gera það sem við eigum að vera með yfirburði og þar af leiðandi fór sem fór.“ Fram að tímapunktinum þar sem Styrmir Snær fékk sína aðra tæknivillu virtist þjálfara og leikmönnum Þórs finnast halla á sig í dómgæslu í leik kvöldsins. Eftir það atvik virtist það þó snúast við og það leit út fyrir að Hjalta þætti frekar halla á sína menn það sem eftir lifði leiks. Hann vildi þó ekki meina að það hafi haft of mikil áhrif á leikinn. „Ég ætla ekki að vera að benda neitt á dómarana. Maður er alltaf eitthvað að tuða og ég tuðaði áður en honum var hent út alveg jafn mikið og eftir það. Þannig að það á ekkert að skipta neinu máli. En við þurfum bara að gera miklu betur en þetta.“ Keflvíkingar taka á móti KR næstkomandi föstudag og Hjalti fagnar því að spila tvo leiki í sömu vikunni, þrátt fyrir að það sé líklega skemmtilegra fyrir leikmennina en hann sem þjálfara. „Það er bara frábært að það sú tveir leikir í viku öðru hvoru. Það er skemmtilegra fyrir leikmennina, en kannski erfiðara fyrir þjálfarana,“ sagði Hjalti að lokum. Lárus: Óneitanlega skemmtilegra að vera kominn með sigur Lárus Jónsson var ánægður með sigur kvöldsinsVísir/Bára Dröfn „Þetta var mjög sætt að vinna þennan leik. Við vorum alveg eins búnir að undirbúa okkur fyrir það að við gætum orðið 0-6 eftir að við gerðum breytingar þar sem við vorum að fara í erfiðan útivöll á móti Val og svo myndum við fá Keflavík sem er eitt af betri liðum landsins hérna heima. Það er óneitanlega skemmtilegra að vera kominn með sigur,“ sagði Lárus Jónsson, þjálfari Þórs, eftir leik. Eins og áður hefur komið fram fékk Styrmir Snær tvær tæknivillur með stuttu millibili og var því rekinn úr húsi. Í aðdragandanum af því höfðu liðið nokkrar mínútur þar sem Lárus og fleiri starfsmenn og leikmenn Þórs voru oft á tíðum mjög ósáttir við dómara leiksins, en liðið virtist þjappa sér saman við það að missa einn af sínum betri mönnum af velli. „Við vorum kannski að elta svolítið í fyrri hálfleik og vorum að hitta illa. Við vorum að opna þá ágætlega, en við vorum að spila lélega vörn. Við ákváðum að breyta yfir í svæðisvörn á tímabili í öðrum leikhluta og það gekk ágætlega þannig leikurinn snérist kannski aðeins okkur í hag.“ „En svo fannst mér þeir byrja aðeins betur í þriðja og virtust aftur vera að ná yfirhöndinni í leiknum þar til að Stymma var hent út úr húsi og þá þjöppuðu menn sér saman. Við hittum náttúrulega miklu betur í seinni hálfleik heldur en í fyrri.“ „Mér fannst bara koma meiri ákefð í þetta hjá okkur. Meiri ákefð í vörnina og menn voru kannski ekkert endilega að pæla eins mikið í hvernig við ættum að spila taktískt. Við spiluðum af meiri ákefð og þeir kunna alveg að spila körfubolta. Emil [Karel Einarsson] og Dabbi [Davíð Arnar Ágústsson voru frábærir og svo fanns mér Danni [Daníel Ágúst Halldórsson] koma með alveg frábæran leik í lokin. Þá gátum við hvílt Vinny [Vincent Shadid] aðeins á boltanum og það var góður hraði í kringum okkur sem gerði okkur kleift að splundra vörninni nokkuð auðveldlega hjá Keflvíkingum.“ Þórsarar fara í Breiðholtið næstkomandi fimmtudag og Lárus segir að þessi sigur muni vonandi fylgja liðinu í þann leik. „Við ætlum að reyna það. Það er náttúrulega búið að vera bölvað ströggl á okkur að sækja fyrsta sigurinn og það er bara stundum svolítið erfitt að reyna að snúa þessu við, og líka bara svona sjálfstraustlega. Ég fann það alveg á liðinu að þegar gekk erfiðlega í þessum leik þá voru menn fljótir að hengja aðeins haus og benda á dómarana og annað sem er týpískt fyrir lið sem er að tapa. En vonandi erum við komnir yfir þann hjall svo við getum farið að einbeita okkur að því að spila körfubolta og njóta þess,“ sagði Lárus að lokum.
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti