„Er ekkert sérstaklega góður í að gleðjast“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. nóvember 2022 09:00 Þórir Hergeirsson hefur unnið fjórtán verðlaun sem þjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta. epa/Zsolt Czegledi Þrátt fyrir að vera sigursælasti handboltaþjálfari landsliðssögunnar er Þórir Hergeirsson enn að læra að gleðjast yfir titlum. Hann segist þó vera að taka framförum á því sviði. Á sunnudaginn varð norska kvennalandsliðið varð Evrópumeistari í fimmta sinn undir stjórn Þóris eftir sigur á Dönum, 27-25, í úrslitaleik. Þetta voru níundu gullverðlaun Þóris sem þjálfari norska liðsins og hann bætti því met Claude Onesta sem stýrði franska karlalandsliðinu til átta gullverðlauna á árunum 2001-16. Þrátt fyrir alla velgengnina segist Þórir ekkert vera sérstaklega góður í því að gleðjast yfir árangrinum sem hann hefur náð en hann er að vinna í því. „Ég hef verið að reyna að æfa mig í því að gleðjast yfir sigrum og mótum. En ég er ekkert sérstaklega góður í því,“ sagði Þórir í samtali við Vísi. „Ég vil bara fara í ný verkefni og svo er það alltaf þannig að næsta medalía er alltaf sú mikilvægasta þegar maður er í þessu kapphlaupi. En ég hef aðeins reynt að æfa mig í að njóta og er aðeins betri í því en ég var í byrjun.“ Klippa: Þórir enn að læra að gleðjast Þórir leyfir sér að slaka aðeins á, allavega fram í næstu viku, en svo tekur við greining á nýafstöðnu Evrópumóti. „Ég tek því rólega í nokkra daga en svo rúllar þetta aftur af stað. Þetta er alltaf sama ferlið. Eftir öll mót fer maður eins fljótt og hægt er í greiningu, kíkja á hvað við gerðum, tala við leikmenn og þjálfarateymið og fara yfir hvað við gerðum vel og hvað við getum bætt,“ sagði Þórir. EM kvenna í handbolta 2022 Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, landsleikur í fótbolta og NHL Sport Fleiri fréttir Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Sjá meira
Á sunnudaginn varð norska kvennalandsliðið varð Evrópumeistari í fimmta sinn undir stjórn Þóris eftir sigur á Dönum, 27-25, í úrslitaleik. Þetta voru níundu gullverðlaun Þóris sem þjálfari norska liðsins og hann bætti því met Claude Onesta sem stýrði franska karlalandsliðinu til átta gullverðlauna á árunum 2001-16. Þrátt fyrir alla velgengnina segist Þórir ekkert vera sérstaklega góður í því að gleðjast yfir árangrinum sem hann hefur náð en hann er að vinna í því. „Ég hef verið að reyna að æfa mig í því að gleðjast yfir sigrum og mótum. En ég er ekkert sérstaklega góður í því,“ sagði Þórir í samtali við Vísi. „Ég vil bara fara í ný verkefni og svo er það alltaf þannig að næsta medalía er alltaf sú mikilvægasta þegar maður er í þessu kapphlaupi. En ég hef aðeins reynt að æfa mig í að njóta og er aðeins betri í því en ég var í byrjun.“ Klippa: Þórir enn að læra að gleðjast Þórir leyfir sér að slaka aðeins á, allavega fram í næstu viku, en svo tekur við greining á nýafstöðnu Evrópumóti. „Ég tek því rólega í nokkra daga en svo rúllar þetta aftur af stað. Þetta er alltaf sama ferlið. Eftir öll mót fer maður eins fljótt og hægt er í greiningu, kíkja á hvað við gerðum, tala við leikmenn og þjálfarateymið og fara yfir hvað við gerðum vel og hvað við getum bætt,“ sagði Þórir.
EM kvenna í handbolta 2022 Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, landsleikur í fótbolta og NHL Sport Fleiri fréttir Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik