Byrjaðir að vinna að Leynilöggu 2 Bjarki Sigurðsson og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 22. nóvember 2022 21:39 Leynilögga 2 gæti komið út eftir tvö ár. Leynilögga Leynilögga 2 gæti orðið jólamynd ársins 2024. Aðstandendur myndarinnar hafa sest niður og hafið vinnslu á verkefninu. Sérstök sýning af kvikmyndinni Leynilögga var sýnd í Bíó Paradís í kvöld í tilefni af evrópska kvikmyndamánuðinum. Myndin hefur verið tilnefnd til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna sem besta gamanmyndin. Hannes Þór Halldórsson, leikstjóri myndarinnar, og Sverrir Þór Sverrisson, Sveppi, einn handritshöfunda, ræddu við fréttastofu í kvöld. Þeir sögðu verkefnið hafa verið afar skemmtilegt. „Það var mjög margt sem gekk á við gerð þessarar myndar, þetta var fáránlega erfitt en skemmtilegt. Covid var stress og við vorum að gera þetta á miðju fótboltatímabili. Ég var enn þá að spila þegar við vorum að taka upp, það var verið að færa leiki til og þetta var mikið stress. Við þurftum að stóla á íslenska veðrið og á að KSÍ væri ekki að færa leiki ofan í tökurnar okkar,“ segir Hannes. Sveppi minnist eins laugardags þar sem verið var að taka upp stóran bílaeltingaleik. Þá átti eftir að taka hann upp tvisvar þegar tuttugu mínútur voru í æfingu hjá Hannesi. „Við byrjuðum klukkan sjö um morguninn og við þurftum eiginlega að ná öllum bílaeltingaleiknum áður en Sveppi færi í leikhús klukkan hálf ellefu og ég á æfingu klukkan ellefu. Það var engu lokað í Reykjavík, við gerðum þetta bara eins og við værum í menntaskóla,“ segir Hannes. „Það er svolítið það sem er svo sjarmerandi við þetta,“ svarar Sveppi. Aðspurður segir Hannes að hann hafi lengi pælt í því hvort hann ætti að gera framhaldsmynd af Leynilöggu. Hann segir aðstandendur myndarinnar hafa rætt þetta og séu að setjast niður og byrja verkefnið. „Það er alveg freistandi. Ég held að allir sem búa til bíómynd hugsi getum við gert númer tvö. Það er voða næs. Búið að búa til karakterana, búið að búa til platformið. Svo er meðbyr, þetta er skemmtileg mynd sem vekur athygli. Þá langar manni bara að halda áfram,“ segir Sveppi. Hannes segir það taka langan tíma að gera bíómynd. Tíminn frá því að hugmyndavinna hefst og þar til myndin er tilbúin getur tekið nokkur ár. „Það er aldrei að vita hvort hún verði til eftir tvö ár. Jólamyndin árið 2024,“ segir Hannes. Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Mest lesið Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Lífið Manuela og Eiður ástfangin á ný Lífið Kvöddu með stæl Lífið Feluleikur hjá GameTíví Leikjavísir Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Tíska og hönnun Gísli Pálmi er orðinn pabbi Lífið Harold með ólæknandi krabbamein Lífið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Lífið Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Sérstök sýning af kvikmyndinni Leynilögga var sýnd í Bíó Paradís í kvöld í tilefni af evrópska kvikmyndamánuðinum. Myndin hefur verið tilnefnd til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna sem besta gamanmyndin. Hannes Þór Halldórsson, leikstjóri myndarinnar, og Sverrir Þór Sverrisson, Sveppi, einn handritshöfunda, ræddu við fréttastofu í kvöld. Þeir sögðu verkefnið hafa verið afar skemmtilegt. „Það var mjög margt sem gekk á við gerð þessarar myndar, þetta var fáránlega erfitt en skemmtilegt. Covid var stress og við vorum að gera þetta á miðju fótboltatímabili. Ég var enn þá að spila þegar við vorum að taka upp, það var verið að færa leiki til og þetta var mikið stress. Við þurftum að stóla á íslenska veðrið og á að KSÍ væri ekki að færa leiki ofan í tökurnar okkar,“ segir Hannes. Sveppi minnist eins laugardags þar sem verið var að taka upp stóran bílaeltingaleik. Þá átti eftir að taka hann upp tvisvar þegar tuttugu mínútur voru í æfingu hjá Hannesi. „Við byrjuðum klukkan sjö um morguninn og við þurftum eiginlega að ná öllum bílaeltingaleiknum áður en Sveppi færi í leikhús klukkan hálf ellefu og ég á æfingu klukkan ellefu. Það var engu lokað í Reykjavík, við gerðum þetta bara eins og við værum í menntaskóla,“ segir Hannes. „Það er svolítið það sem er svo sjarmerandi við þetta,“ svarar Sveppi. Aðspurður segir Hannes að hann hafi lengi pælt í því hvort hann ætti að gera framhaldsmynd af Leynilöggu. Hann segir aðstandendur myndarinnar hafa rætt þetta og séu að setjast niður og byrja verkefnið. „Það er alveg freistandi. Ég held að allir sem búa til bíómynd hugsi getum við gert númer tvö. Það er voða næs. Búið að búa til karakterana, búið að búa til platformið. Svo er meðbyr, þetta er skemmtileg mynd sem vekur athygli. Þá langar manni bara að halda áfram,“ segir Sveppi. Hannes segir það taka langan tíma að gera bíómynd. Tíminn frá því að hugmyndavinna hefst og þar til myndin er tilbúin getur tekið nokkur ár. „Það er aldrei að vita hvort hún verði til eftir tvö ár. Jólamyndin árið 2024,“ segir Hannes.
Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Mest lesið Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Lífið Manuela og Eiður ástfangin á ný Lífið Kvöddu með stæl Lífið Feluleikur hjá GameTíví Leikjavísir Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Tíska og hönnun Gísli Pálmi er orðinn pabbi Lífið Harold með ólæknandi krabbamein Lífið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Lífið Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið