KÚNST: Kúrekar og leyndarmál í Ásmundarsal Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 23. desember 2022 06:00 Sigurður Árni, Guðlaug Mía, Elísabet Anna og Svanhildur Gréta sýna öll á jólasýningu Ásmundarsals í ár. Vísir/Vilhelm Síðastliðin fimm ár hefur Ásmundarsalur staðið fyrir jólasýningu þar sem fjölbreyttur hópur myndlistarfólks kemur saman með ólík listaverk til sölu. Í dag, á Þorláksmessu, er síðasti dagur sýningarinnar en KÚNST leit við á sýninguna um daginn og fékk innsýn í hugarheim nokkurra listamanna á svæðinu. Þáttinn má sjá í spilaranum hér að neðan: Í ár var áhersla lögð á ný verk frá listamönnunum og frumlegheit og sköpunargleði umlykja rýmið. Þunnt smurð „Þetta fjallar um þessa tilfinningu sem ég held að flestir í samfélaginu okkar i dag tengja við, að finnast maður vera þunnt smurður i lífinu,“ segir listakonan Svanhildur Gréta. Svanhildur Gréta með verkið Þunnt smurð í bakgrunni.Vísir/Vilhelm Á sýningunni er hún meðal annars með ljósmyndaverk sem grípur augnablik úr gjörningi. Verkið kallar hún Þunnt smurð og lýsir því sem eitthvað sem margir mættu vera meðvitaðri um. „Þegar maður er með marga bolta á lofti, alveg á fullu og kannski að reyna að gera allt þá endar maður á því að ná ekki að gera neitt, þá verður allt frekar þunnt. Það er sú tilfinning sem ég er að tjá í þessu verki. Undanfarið hef ég verið að gera gjörninga en alltaf með ljósmyndina sem niðurstöðu og ég leik mér svolítið að því hvað gjörningur sé þegar ljósmyndin er eina heimildin um hann.“ Kúrekahatturinn „Mér finnst einhver fegurð í því að teikna jafn einfaldan hlut eins og hatt og endurtaka hann,“ segir listamaðurinn Sigurður Árni um seríu sína af kúrekahöttum en hann teiknar misjafnar stöður á hattinum. Sigurður Árni og listaverk sem sýna ekki hatt heldur kúrekahatt.Vísir/Vilhelm „Auðvitað er ég um leið að kinka kolli á listasöguna því það er texti þarna undir sem segir að þetta sé ekki hattur heldur kúrekahattur, sem gefur náttúrulega augaleið,“ bætir Sigurður Árni við og vísar hann þar í súrrealíska listamanninn René Magritte sem gerði meðal annars verkið Ceci n’est pas une pipe, eða Þetta er ekki pípa. Leyndarmál og frelsi áhorfandans Myndlistarkonan Elísabet Anna stendur fyrir seríunni Leyndarmálið á sýningunni. Öll verk hennar tengjast innbyrðis en geta einnig staðið eitt og sér. „Ég hugsa þetta smá sem kafla í bók og hvert verk er ein lítil sena og narratíva út af fyrir sig. Í minni myndlist vinn ég oft með söguþráð sem er frekar opinn og brotakenndur og ég leyfi áhorfendum að búa til sína eigin frásögn.“ Elísabet Anna er með seríuna Leyndarmál á jólasýningunni í Ásmundarsal.Vísir/Vilhelm Elísabet notast gjarnan við gamlar ljósmyndir en andlit viðfangsefna eru falin með bróderingu. „Ástæða þess að ég hyl andlit fólks er i raun til að gera þetta pínu svona nafnlausa frásögn. Ég vil líka að áhorfandi geti fengið að setja sjálfan sig i frásögnina, annað hvort verið sögumaður eða söguhetjan. Myndirnar eru einnig tiltölulega kunnuglegar og fólk getur fengið tilfinningu fyrir því að þetta sé úr þeirra eigin fjölskyldualbúmi.“ Afbökun og út úr snúningar „Þetta er sería af lágmyndum sem ég gerði. Hver og ein lágmynd er þverskurður eða eins konar sniðmynd úr römmum af safni Listasafns Íslands,“ segir listakonan Guðlaug Mía sem er með nokkur verk á sýningunni í ár. Titlarnir á hverju verki fyrir sig heita eftir þeim verkum sem sitja í römmunum sjálfum. Myndlistarkonan Guðlaug Mía er meðal annars með lágmyndir á sýningunni.Vísir/Vilhelm „Mér finnst mjög oft skemmtilegt að rannsaka formin sem leynast í kringum okkur og finnst spennandi að skoða þau út frá afbökun og út úr snúningum,“ bætir Guðlaug Mía við. Þættirnir KÚNST með Dóru Júlíu rannsaka hinar ýmsu víddir listsköpunar, ólíka listmiðla og sköpunargleði hjá íslenskum samtíma listamönnum ásamt því að fá að skyggnast bak við tjöldin og heyra um persónulegt líf þeirra. Kúnst Myndlist Menning Jól Tengdar fréttir KÚNST: Jólasýningin í Ásmundarsal „Það sem skiptir svo miklu máli er að kafa aðeins dýpra og skilja hvað það er sem myndlistarmaðurinn er að fást við. Af hverju er hann að fást við það og hver er sagan? Oft er sagan miklu meira en helmingurinn af verkinu,“ segir Olga Lilja Ólafsdóttir, sýningarstjóri Jólasýningarinnar 2022 í Ásmundarsal. 20. desember 2022 06:01 Smíðuðu plexi kassa sem flaug óvart á vörubíl Ljósmyndarinn, leikstjórinn og listakonan Anna Maggý hefur leikstýrt ýmsum myndböndum í gegnum tíðina og má þar nefna tónlistarmyndband fyrir tónlistarkonuna Eydísi Evensen við lagið Brotin. Anna Maggý er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst en þar deildi hún meðal annars vægast sagt eftirminnilegri reynslusögu. 18. desember 2022 06:01 „Eina sem maður kemst ekki hjá er að fæðast og deyja“ „Móðir mín fór til spákonu og spákonan sagði að dóttir hennar yrði listakona. Þannig að mamma sendi mig strax í myndlist, sem er dálítið fyndið,“ segir listakonan, ljósmyndarinn og leikstjórinn Anna Maggý en hún er viðmælandi í þessum nýjasta þætti af Kúnst. 13. desember 2022 06:00 „Myndirnar væru ekki eins og þær eru ef ég væri enn inni í skápnum“ Listakonan Rakel Tómasdóttir hefur verið sjálfstætt starfandi síðastliðin ár og er í grunnin menntuð í grafískri hönnun. Viðfangsefni hennar einkennast gjarnan af konum og kvenlíkamanum en hún hefur einnig ferðast ein víða um heiminn og sótt innblástur í ævintýri ferða sinna. Rakel Tómas er viðmælandi þessa þáttar af Kúnst. 21. nóvember 2022 06:32 KÚNST: „Ósýnileg veröld sem við vitum öll að er til í alvörunni“ „Þessi verk á veggjunum voru innblásin af þessari hliðarvídd sem við lifum og hrærumst í daglega,“ segir listakonan Þórdís Erla Zoega um sýninguna sína Spaced Out í Berg Contemporary. Þórdís Erla er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst. 6. nóvember 2022 11:00 KÚNST: Kvennakraftur í kirkjugarði „Ég vildi fá að hafa smá femíniska slagsíðu í þessu,“ segir listamaðurinn Þrándur Þórarinsson um verk sem hann málaði af Þorbjörgu Sveinsdóttur, ljósmóður og kvenréttindabaráttukonu, og Guðrúnu Oddsdóttur, fyrstu manneskjunni sem var jörðuð í Hólavallagarði. Þrándur er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst. 23. október 2022 11:01 KÚNST: Ákvað að verða myndlistarmaður þegar hann var tíu ára Sigurður Sævar Magnúsarson er listamaður sem segir listina hafa fylgt sér nánast allt sitt líf. Hann festi nýverið kaup á gamla Argentínuhúsinu á Barónsstíg þar sem hann hyggst setja upp ýmsa menningar- og listviðburði á næstu árum. Sigurður Sævar er viðmælandi vikunnar í nýjasta þætti af KÚNST. 4. október 2022 06:31 KÚNST: „Við erum öll í grunninn nakin“ Fjöllistakonan Júlíanna Ósk Hafberg er hugfangin af mjúkri, berskjaldaðri og kvenlægri orku en vinnustofa hennar og verk endurspegla það með sanni. Júlíanna Ósk notast við fjölbreytta miðla í listsköpun sinni, smíðar sína eigin ramma, opnaði vinnustofu í miðbænum og lætur ekkert stoppa sig en hún er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst. 22. september 2022 06:30 Listasýningar með ömmu í æsku kveiktu á sköpunargleðinni Lágmyndir hafa heillað listamanninn Pétur Geir Magnússon frá ungum aldri og í dag hefur hann fært þær inn í nútímalegt form í listsköpun sinni. Pétur Geir, sem er búsettur og starfræktur í Stokkhólmi, er með bakgrunn í grafískri hönnun en kallar sig hagnýtan myndlistarmann og nálgast listaverk sín á einstakan hátt. Pétur Geir er viðmælandi í nýjasta þætti af KÚNST, sem er jafnframt fyrsti þáttur í seríu tvö. 6. september 2022 07:58 Mest lesið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Lífið Umræða um kólesteról á villigötum Lífið Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Lífið Hittust bara einu sinni eftir Friends Lífið Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Lífið „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Bíó og sjónvarp Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Lífið Fleiri fréttir Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira
Þáttinn má sjá í spilaranum hér að neðan: Í ár var áhersla lögð á ný verk frá listamönnunum og frumlegheit og sköpunargleði umlykja rýmið. Þunnt smurð „Þetta fjallar um þessa tilfinningu sem ég held að flestir í samfélaginu okkar i dag tengja við, að finnast maður vera þunnt smurður i lífinu,“ segir listakonan Svanhildur Gréta. Svanhildur Gréta með verkið Þunnt smurð í bakgrunni.Vísir/Vilhelm Á sýningunni er hún meðal annars með ljósmyndaverk sem grípur augnablik úr gjörningi. Verkið kallar hún Þunnt smurð og lýsir því sem eitthvað sem margir mættu vera meðvitaðri um. „Þegar maður er með marga bolta á lofti, alveg á fullu og kannski að reyna að gera allt þá endar maður á því að ná ekki að gera neitt, þá verður allt frekar þunnt. Það er sú tilfinning sem ég er að tjá í þessu verki. Undanfarið hef ég verið að gera gjörninga en alltaf með ljósmyndina sem niðurstöðu og ég leik mér svolítið að því hvað gjörningur sé þegar ljósmyndin er eina heimildin um hann.“ Kúrekahatturinn „Mér finnst einhver fegurð í því að teikna jafn einfaldan hlut eins og hatt og endurtaka hann,“ segir listamaðurinn Sigurður Árni um seríu sína af kúrekahöttum en hann teiknar misjafnar stöður á hattinum. Sigurður Árni og listaverk sem sýna ekki hatt heldur kúrekahatt.Vísir/Vilhelm „Auðvitað er ég um leið að kinka kolli á listasöguna því það er texti þarna undir sem segir að þetta sé ekki hattur heldur kúrekahattur, sem gefur náttúrulega augaleið,“ bætir Sigurður Árni við og vísar hann þar í súrrealíska listamanninn René Magritte sem gerði meðal annars verkið Ceci n’est pas une pipe, eða Þetta er ekki pípa. Leyndarmál og frelsi áhorfandans Myndlistarkonan Elísabet Anna stendur fyrir seríunni Leyndarmálið á sýningunni. Öll verk hennar tengjast innbyrðis en geta einnig staðið eitt og sér. „Ég hugsa þetta smá sem kafla í bók og hvert verk er ein lítil sena og narratíva út af fyrir sig. Í minni myndlist vinn ég oft með söguþráð sem er frekar opinn og brotakenndur og ég leyfi áhorfendum að búa til sína eigin frásögn.“ Elísabet Anna er með seríuna Leyndarmál á jólasýningunni í Ásmundarsal.Vísir/Vilhelm Elísabet notast gjarnan við gamlar ljósmyndir en andlit viðfangsefna eru falin með bróderingu. „Ástæða þess að ég hyl andlit fólks er i raun til að gera þetta pínu svona nafnlausa frásögn. Ég vil líka að áhorfandi geti fengið að setja sjálfan sig i frásögnina, annað hvort verið sögumaður eða söguhetjan. Myndirnar eru einnig tiltölulega kunnuglegar og fólk getur fengið tilfinningu fyrir því að þetta sé úr þeirra eigin fjölskyldualbúmi.“ Afbökun og út úr snúningar „Þetta er sería af lágmyndum sem ég gerði. Hver og ein lágmynd er þverskurður eða eins konar sniðmynd úr römmum af safni Listasafns Íslands,“ segir listakonan Guðlaug Mía sem er með nokkur verk á sýningunni í ár. Titlarnir á hverju verki fyrir sig heita eftir þeim verkum sem sitja í römmunum sjálfum. Myndlistarkonan Guðlaug Mía er meðal annars með lágmyndir á sýningunni.Vísir/Vilhelm „Mér finnst mjög oft skemmtilegt að rannsaka formin sem leynast í kringum okkur og finnst spennandi að skoða þau út frá afbökun og út úr snúningum,“ bætir Guðlaug Mía við. Þættirnir KÚNST með Dóru Júlíu rannsaka hinar ýmsu víddir listsköpunar, ólíka listmiðla og sköpunargleði hjá íslenskum samtíma listamönnum ásamt því að fá að skyggnast bak við tjöldin og heyra um persónulegt líf þeirra.
Kúnst Myndlist Menning Jól Tengdar fréttir KÚNST: Jólasýningin í Ásmundarsal „Það sem skiptir svo miklu máli er að kafa aðeins dýpra og skilja hvað það er sem myndlistarmaðurinn er að fást við. Af hverju er hann að fást við það og hver er sagan? Oft er sagan miklu meira en helmingurinn af verkinu,“ segir Olga Lilja Ólafsdóttir, sýningarstjóri Jólasýningarinnar 2022 í Ásmundarsal. 20. desember 2022 06:01 Smíðuðu plexi kassa sem flaug óvart á vörubíl Ljósmyndarinn, leikstjórinn og listakonan Anna Maggý hefur leikstýrt ýmsum myndböndum í gegnum tíðina og má þar nefna tónlistarmyndband fyrir tónlistarkonuna Eydísi Evensen við lagið Brotin. Anna Maggý er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst en þar deildi hún meðal annars vægast sagt eftirminnilegri reynslusögu. 18. desember 2022 06:01 „Eina sem maður kemst ekki hjá er að fæðast og deyja“ „Móðir mín fór til spákonu og spákonan sagði að dóttir hennar yrði listakona. Þannig að mamma sendi mig strax í myndlist, sem er dálítið fyndið,“ segir listakonan, ljósmyndarinn og leikstjórinn Anna Maggý en hún er viðmælandi í þessum nýjasta þætti af Kúnst. 13. desember 2022 06:00 „Myndirnar væru ekki eins og þær eru ef ég væri enn inni í skápnum“ Listakonan Rakel Tómasdóttir hefur verið sjálfstætt starfandi síðastliðin ár og er í grunnin menntuð í grafískri hönnun. Viðfangsefni hennar einkennast gjarnan af konum og kvenlíkamanum en hún hefur einnig ferðast ein víða um heiminn og sótt innblástur í ævintýri ferða sinna. Rakel Tómas er viðmælandi þessa þáttar af Kúnst. 21. nóvember 2022 06:32 KÚNST: „Ósýnileg veröld sem við vitum öll að er til í alvörunni“ „Þessi verk á veggjunum voru innblásin af þessari hliðarvídd sem við lifum og hrærumst í daglega,“ segir listakonan Þórdís Erla Zoega um sýninguna sína Spaced Out í Berg Contemporary. Þórdís Erla er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst. 6. nóvember 2022 11:00 KÚNST: Kvennakraftur í kirkjugarði „Ég vildi fá að hafa smá femíniska slagsíðu í þessu,“ segir listamaðurinn Þrándur Þórarinsson um verk sem hann málaði af Þorbjörgu Sveinsdóttur, ljósmóður og kvenréttindabaráttukonu, og Guðrúnu Oddsdóttur, fyrstu manneskjunni sem var jörðuð í Hólavallagarði. Þrándur er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst. 23. október 2022 11:01 KÚNST: Ákvað að verða myndlistarmaður þegar hann var tíu ára Sigurður Sævar Magnúsarson er listamaður sem segir listina hafa fylgt sér nánast allt sitt líf. Hann festi nýverið kaup á gamla Argentínuhúsinu á Barónsstíg þar sem hann hyggst setja upp ýmsa menningar- og listviðburði á næstu árum. Sigurður Sævar er viðmælandi vikunnar í nýjasta þætti af KÚNST. 4. október 2022 06:31 KÚNST: „Við erum öll í grunninn nakin“ Fjöllistakonan Júlíanna Ósk Hafberg er hugfangin af mjúkri, berskjaldaðri og kvenlægri orku en vinnustofa hennar og verk endurspegla það með sanni. Júlíanna Ósk notast við fjölbreytta miðla í listsköpun sinni, smíðar sína eigin ramma, opnaði vinnustofu í miðbænum og lætur ekkert stoppa sig en hún er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst. 22. september 2022 06:30 Listasýningar með ömmu í æsku kveiktu á sköpunargleðinni Lágmyndir hafa heillað listamanninn Pétur Geir Magnússon frá ungum aldri og í dag hefur hann fært þær inn í nútímalegt form í listsköpun sinni. Pétur Geir, sem er búsettur og starfræktur í Stokkhólmi, er með bakgrunn í grafískri hönnun en kallar sig hagnýtan myndlistarmann og nálgast listaverk sín á einstakan hátt. Pétur Geir er viðmælandi í nýjasta þætti af KÚNST, sem er jafnframt fyrsti þáttur í seríu tvö. 6. september 2022 07:58 Mest lesið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Lífið Umræða um kólesteról á villigötum Lífið Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Lífið Hittust bara einu sinni eftir Friends Lífið Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Lífið „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Bíó og sjónvarp Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Lífið Fleiri fréttir Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira
KÚNST: Jólasýningin í Ásmundarsal „Það sem skiptir svo miklu máli er að kafa aðeins dýpra og skilja hvað það er sem myndlistarmaðurinn er að fást við. Af hverju er hann að fást við það og hver er sagan? Oft er sagan miklu meira en helmingurinn af verkinu,“ segir Olga Lilja Ólafsdóttir, sýningarstjóri Jólasýningarinnar 2022 í Ásmundarsal. 20. desember 2022 06:01
Smíðuðu plexi kassa sem flaug óvart á vörubíl Ljósmyndarinn, leikstjórinn og listakonan Anna Maggý hefur leikstýrt ýmsum myndböndum í gegnum tíðina og má þar nefna tónlistarmyndband fyrir tónlistarkonuna Eydísi Evensen við lagið Brotin. Anna Maggý er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst en þar deildi hún meðal annars vægast sagt eftirminnilegri reynslusögu. 18. desember 2022 06:01
„Eina sem maður kemst ekki hjá er að fæðast og deyja“ „Móðir mín fór til spákonu og spákonan sagði að dóttir hennar yrði listakona. Þannig að mamma sendi mig strax í myndlist, sem er dálítið fyndið,“ segir listakonan, ljósmyndarinn og leikstjórinn Anna Maggý en hún er viðmælandi í þessum nýjasta þætti af Kúnst. 13. desember 2022 06:00
„Myndirnar væru ekki eins og þær eru ef ég væri enn inni í skápnum“ Listakonan Rakel Tómasdóttir hefur verið sjálfstætt starfandi síðastliðin ár og er í grunnin menntuð í grafískri hönnun. Viðfangsefni hennar einkennast gjarnan af konum og kvenlíkamanum en hún hefur einnig ferðast ein víða um heiminn og sótt innblástur í ævintýri ferða sinna. Rakel Tómas er viðmælandi þessa þáttar af Kúnst. 21. nóvember 2022 06:32
KÚNST: „Ósýnileg veröld sem við vitum öll að er til í alvörunni“ „Þessi verk á veggjunum voru innblásin af þessari hliðarvídd sem við lifum og hrærumst í daglega,“ segir listakonan Þórdís Erla Zoega um sýninguna sína Spaced Out í Berg Contemporary. Þórdís Erla er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst. 6. nóvember 2022 11:00
KÚNST: Kvennakraftur í kirkjugarði „Ég vildi fá að hafa smá femíniska slagsíðu í þessu,“ segir listamaðurinn Þrándur Þórarinsson um verk sem hann málaði af Þorbjörgu Sveinsdóttur, ljósmóður og kvenréttindabaráttukonu, og Guðrúnu Oddsdóttur, fyrstu manneskjunni sem var jörðuð í Hólavallagarði. Þrándur er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst. 23. október 2022 11:01
KÚNST: Ákvað að verða myndlistarmaður þegar hann var tíu ára Sigurður Sævar Magnúsarson er listamaður sem segir listina hafa fylgt sér nánast allt sitt líf. Hann festi nýverið kaup á gamla Argentínuhúsinu á Barónsstíg þar sem hann hyggst setja upp ýmsa menningar- og listviðburði á næstu árum. Sigurður Sævar er viðmælandi vikunnar í nýjasta þætti af KÚNST. 4. október 2022 06:31
KÚNST: „Við erum öll í grunninn nakin“ Fjöllistakonan Júlíanna Ósk Hafberg er hugfangin af mjúkri, berskjaldaðri og kvenlægri orku en vinnustofa hennar og verk endurspegla það með sanni. Júlíanna Ósk notast við fjölbreytta miðla í listsköpun sinni, smíðar sína eigin ramma, opnaði vinnustofu í miðbænum og lætur ekkert stoppa sig en hún er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst. 22. september 2022 06:30
Listasýningar með ömmu í æsku kveiktu á sköpunargleðinni Lágmyndir hafa heillað listamanninn Pétur Geir Magnússon frá ungum aldri og í dag hefur hann fært þær inn í nútímalegt form í listsköpun sinni. Pétur Geir, sem er búsettur og starfræktur í Stokkhólmi, er með bakgrunn í grafískri hönnun en kallar sig hagnýtan myndlistarmann og nálgast listaverk sín á einstakan hátt. Pétur Geir er viðmælandi í nýjasta þætti af KÚNST, sem er jafnframt fyrsti þáttur í seríu tvö. 6. september 2022 07:58