Fékk brjálæðiskast yfir frönskum kartöflum Árni Sæberg skrifar 9. janúar 2023 19:40 Mikið var að gera á Just Wingin It á laugardagskvöld en þar er iðullega röð út úr dyrum. facebook/Just Wingin It Viðskiptavinum veitingastaðarins Just Wingin It í Garðabæ brá heldur betur í brún á laugardagskvöld þegar karlmaður á fertugsaldri missti stjórn á skapi sínu eftir að hafa ekki fengið franskar kartöflur með vængjunum sínum. Starfsfólk staðarins var í óða önn að steikja vængi og tilheyrandi og töluverður fjöldi viðskiptavina beið spenntur eftir því að fá mat til að taka með um klukkan 20 á laugardagskvöld. Einn þeirra hefur verið æstari en aðrir og þegar hann fékk ekki þær franskar sem hann hafði pantað með vængjunum fékk hann brjálæðiskast. Einn viðskiptavinanna segir í samtali við Vísi að hann og aðrir viðskiptavinir hafi orðið skelkaðir þegar maðurinn, sem virtist á fertugsaldri, hóf að öskra á starfsfólk. Þá hafi maðurinn horft með ógnandi hætti á viðskiptavini og strunsað um staðinn. „Allir þeir sem voru að bíða eftir mat voru komnir út í horn þétt saman,“ segir viðskiptavinurinn. Tvær pantanir af 300 mistókust Justin Shouse, körfuboltakempa og eigandi Just Wingin It, staðfestir í samtali við Vísi að maður hafi misst stjórn á sér á staðnum á laugardagskvöld. Hann var ekki sjálfur á staðnum en hefur rætt við þann sem stýrði vaktinni og fengið lýsingu á atburðarásinni. Justin Shouse hefur snúið sér alfarið að því að selja kjúklingavængi eftir að hafa leikið körfubolta með Stjörnunni um árabil.Bylgjan Hann segir mikið hafa verið að gera á staðnum og þrjú hundruð pantanir hafi verið afgreiddar. Mistök hafi verið gerð við afgreiðslu tveggja þeirra. „Önnur mistökin vöktu mjög hávær viðbrögð en þau snerust bara um franskar,“ segir hann. Justin segir að brjálæðiskast mannsins hafi þó ekki varað lengi og starfsfólk staðarins hafi tekið á því á fagmannlegan hátt. Mistökin hafi verið leiðrétt á örfáum mínútum og maðurinn farið sína leið. Þá hafi verið rætt við viðskiptavini og starfsfólkið og allt farið vel. Hafa aldrei lent í öðru eins Justin segir að á þeim átján mánuðum sem staðurinn hefur verið rekinn í Litlatúni í Garðabæ hafi ekkert á borð við atvikið á laugardagskvöldið gerst. „Við gerum mjög sjaldan mistök og við fáum sjaldan kvartanir. Almennt er kúnnahópurinn okkar mjög jákvæður og ánægður. Þetta voru klárlega ekki venjuleg viðbrögð,“ segir Justin Veitingastaðir Garðabær Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Innlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Erlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Sjá meira
Starfsfólk staðarins var í óða önn að steikja vængi og tilheyrandi og töluverður fjöldi viðskiptavina beið spenntur eftir því að fá mat til að taka með um klukkan 20 á laugardagskvöld. Einn þeirra hefur verið æstari en aðrir og þegar hann fékk ekki þær franskar sem hann hafði pantað með vængjunum fékk hann brjálæðiskast. Einn viðskiptavinanna segir í samtali við Vísi að hann og aðrir viðskiptavinir hafi orðið skelkaðir þegar maðurinn, sem virtist á fertugsaldri, hóf að öskra á starfsfólk. Þá hafi maðurinn horft með ógnandi hætti á viðskiptavini og strunsað um staðinn. „Allir þeir sem voru að bíða eftir mat voru komnir út í horn þétt saman,“ segir viðskiptavinurinn. Tvær pantanir af 300 mistókust Justin Shouse, körfuboltakempa og eigandi Just Wingin It, staðfestir í samtali við Vísi að maður hafi misst stjórn á sér á staðnum á laugardagskvöld. Hann var ekki sjálfur á staðnum en hefur rætt við þann sem stýrði vaktinni og fengið lýsingu á atburðarásinni. Justin Shouse hefur snúið sér alfarið að því að selja kjúklingavængi eftir að hafa leikið körfubolta með Stjörnunni um árabil.Bylgjan Hann segir mikið hafa verið að gera á staðnum og þrjú hundruð pantanir hafi verið afgreiddar. Mistök hafi verið gerð við afgreiðslu tveggja þeirra. „Önnur mistökin vöktu mjög hávær viðbrögð en þau snerust bara um franskar,“ segir hann. Justin segir að brjálæðiskast mannsins hafi þó ekki varað lengi og starfsfólk staðarins hafi tekið á því á fagmannlegan hátt. Mistökin hafi verið leiðrétt á örfáum mínútum og maðurinn farið sína leið. Þá hafi verið rætt við viðskiptavini og starfsfólkið og allt farið vel. Hafa aldrei lent í öðru eins Justin segir að á þeim átján mánuðum sem staðurinn hefur verið rekinn í Litlatúni í Garðabæ hafi ekkert á borð við atvikið á laugardagskvöldið gerst. „Við gerum mjög sjaldan mistök og við fáum sjaldan kvartanir. Almennt er kúnnahópurinn okkar mjög jákvæður og ánægður. Þetta voru klárlega ekki venjuleg viðbrögð,“ segir Justin
Veitingastaðir Garðabær Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Innlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Erlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Sjá meira