Svifryki slegið í augu Reykvíkinga Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar 13. janúar 2023 08:00 Loftmengunin í borginni rataði í fréttir í síðustu viku og eins og svo oft áður nýtti borgarstjóri tækifærið til að kenna nagladekkjum alfarið um, þótt lítið sé um slit á malbiki vegna nagladekkja enda snjómokstur arfaslæmur. Ástæða loftmenguninnar núna er sú að allur sá útblástur sem er venjulega vegna bruna jarðefnaeldsneyta í bensín og díselbílunum, skipanna í höfninni o.s.frv. hefur ekki fokið í burtu heldur legið yfir borginni í logninu. Þetta ætti borgarstjóri að vita, nema honum hafi láðst að kynna sér málið og lét það ekkert stoppa sig nú frekar en fyrri daginn. Staðreyndin er sú að uppskriftin af svifryki er mismunandi eftir veðri og umferð. Til dæmis má vænta hærra hlufalls vegryks og jarðvegs á þurrum dögum, en að sót vegna bruna jarðefnaeldsneyta og salt sé meira áberandi þegar úrkoma er eða snjór á jörðu. Ef við tökum nagladekkinn sérstaklega út fyrir sviga að þá mældist til dæmis engin verulegur munur á malbiksryki á nagladekkjatímabilinu fyrir 15. apríl og eftir í mælingum Eflu frá 2015. Þetta segir okkur að það er erfitt að tilgreina hversu mikið af malbiksryki í svifrykinu megi rekja til nagladekkjana eingöngu. Því er ekki gefið að dekkjaskiptin ein og sér hafi haldbær áhrif á loftmengun í Reykjavík, þótt nagladekkin slíti sannarlega meira malbiki en venjuleg dekk, því framlag nagladekkjanna til loftmenguninnar er svo mörgu háð t.d. veðri, gæðum dekkjanna og gerð malbiksins. Aðra sögu er að segja um sótið sem er stór uppspretta svifryks. Þannig ef markmiðið er að koma varanlegu höggi á loftmengun í borginni þarf fyrst og fremst að styðja við rafvæðingu bílaflotans. Hin áhrifaríkasta leiðin til að draga strax úr loftmengun er einfaldlega að þrífa göturnar oft og rykbinda, það er vel staðfest, og þar sem orkuskiptin gerast ekki á einni nóttu ættum við að setja fullan þunga í þrifin. Hvers vegna tönnlast borgarstjóri þá á nagladekkjunum? Mögulega er það vegna þess að á meðan umræðan snýst um nagladekk snýst hún ekki um það að meirihlutinn í borgarstjórn hefur fengið algjöra falleinkunn í götuþrifum og rykbindingu. Þarna fannst þeim mikilvægt að spara en tókst þó að koma borgarsjóði í 400 milljarða króna skuld og viti menn nú kallar borgarstjóri eftir fleiri gjaldtökum á Reykvíkinga, berandi nagladekkin fyrir sig. Þannig hefur Samfylkingin og samstarfsflokkar hennar starfað síðast liðinn 15 ár. Eyða um efni fram og finna sér svo grýlu til að réttlæta auka gjaldtöku í nafni einhverra óljósra framfaravona, en það eina sem gerist er að við borgum öll meira fyrir minna. Öfugmælin eru algjör. Í stað þess að efla götuþrifin og rykbindingu ákvað meirihlutinn í borgarstjórn að byrja árið á því að fækka hvötum þess að skipta yfir á rafmagnsbíl og hefja aftur gjaldtöku á rafbílastæðum sem áður voru gjaldfrjáls. Svona vinnubrögð eru ágætis leið til að uppskera brostnar væntingar í baráttunni við loftmengun. Við gætum verið að beina tíma starfsfólks og skattfé í mun kröftugri aðgerðir en þess í stað er svifrykinu bara slegið í augu Reykvíkinga svo borgarstjóri geti fjölgað gjaldstofnum. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Umhverfismál Umferð Loftgæði Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir Skoðun Leikskólavandinn? Hópur leikskólakennara og starfsfólks leikskóla í Reykjavík Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Er þetta gott plan í heilbrigðismálum? Jón Ívar Einarsson Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Sjá meira
Loftmengunin í borginni rataði í fréttir í síðustu viku og eins og svo oft áður nýtti borgarstjóri tækifærið til að kenna nagladekkjum alfarið um, þótt lítið sé um slit á malbiki vegna nagladekkja enda snjómokstur arfaslæmur. Ástæða loftmenguninnar núna er sú að allur sá útblástur sem er venjulega vegna bruna jarðefnaeldsneyta í bensín og díselbílunum, skipanna í höfninni o.s.frv. hefur ekki fokið í burtu heldur legið yfir borginni í logninu. Þetta ætti borgarstjóri að vita, nema honum hafi láðst að kynna sér málið og lét það ekkert stoppa sig nú frekar en fyrri daginn. Staðreyndin er sú að uppskriftin af svifryki er mismunandi eftir veðri og umferð. Til dæmis má vænta hærra hlufalls vegryks og jarðvegs á þurrum dögum, en að sót vegna bruna jarðefnaeldsneyta og salt sé meira áberandi þegar úrkoma er eða snjór á jörðu. Ef við tökum nagladekkinn sérstaklega út fyrir sviga að þá mældist til dæmis engin verulegur munur á malbiksryki á nagladekkjatímabilinu fyrir 15. apríl og eftir í mælingum Eflu frá 2015. Þetta segir okkur að það er erfitt að tilgreina hversu mikið af malbiksryki í svifrykinu megi rekja til nagladekkjana eingöngu. Því er ekki gefið að dekkjaskiptin ein og sér hafi haldbær áhrif á loftmengun í Reykjavík, þótt nagladekkin slíti sannarlega meira malbiki en venjuleg dekk, því framlag nagladekkjanna til loftmenguninnar er svo mörgu háð t.d. veðri, gæðum dekkjanna og gerð malbiksins. Aðra sögu er að segja um sótið sem er stór uppspretta svifryks. Þannig ef markmiðið er að koma varanlegu höggi á loftmengun í borginni þarf fyrst og fremst að styðja við rafvæðingu bílaflotans. Hin áhrifaríkasta leiðin til að draga strax úr loftmengun er einfaldlega að þrífa göturnar oft og rykbinda, það er vel staðfest, og þar sem orkuskiptin gerast ekki á einni nóttu ættum við að setja fullan þunga í þrifin. Hvers vegna tönnlast borgarstjóri þá á nagladekkjunum? Mögulega er það vegna þess að á meðan umræðan snýst um nagladekk snýst hún ekki um það að meirihlutinn í borgarstjórn hefur fengið algjöra falleinkunn í götuþrifum og rykbindingu. Þarna fannst þeim mikilvægt að spara en tókst þó að koma borgarsjóði í 400 milljarða króna skuld og viti menn nú kallar borgarstjóri eftir fleiri gjaldtökum á Reykvíkinga, berandi nagladekkin fyrir sig. Þannig hefur Samfylkingin og samstarfsflokkar hennar starfað síðast liðinn 15 ár. Eyða um efni fram og finna sér svo grýlu til að réttlæta auka gjaldtöku í nafni einhverra óljósra framfaravona, en það eina sem gerist er að við borgum öll meira fyrir minna. Öfugmælin eru algjör. Í stað þess að efla götuþrifin og rykbindingu ákvað meirihlutinn í borgarstjórn að byrja árið á því að fækka hvötum þess að skipta yfir á rafmagnsbíl og hefja aftur gjaldtöku á rafbílastæðum sem áður voru gjaldfrjáls. Svona vinnubrögð eru ágætis leið til að uppskera brostnar væntingar í baráttunni við loftmengun. Við gætum verið að beina tíma starfsfólks og skattfé í mun kröftugri aðgerðir en þess í stað er svifrykinu bara slegið í augu Reykvíkinga svo borgarstjóri geti fjölgað gjaldstofnum. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun