Hvað kostar Þjóðarhöllin? Halldór Eiríksson, Reynir Sævarsson og Sigþór Sigurðsson skrifa 20. janúar 2023 13:30 Áætlaður kostnaður við byggingu nýrrar Þjóðarhallar er 15 milljarðar króna samkvæmt nýlegri kynningu forsætisráðuneytisins, mennta- og barnamálaráðuneytisins og Reykjavíkurborgar. Framkvæmdin er umfangsmikil í samanburði við önnur mannvirki sem byggð hafa verið á Íslandi. Ekki síst af þeirri ástæðu er ljóst að mannvirkið verður í umræðunni á næstunni. Ein grunnforsenda þess að unnt sé að skiptast á skoðunum um kostnað framkvæmdarinnar, og annarra framkvæmda ef því er að skipta, er að allir þátttakendur þeirrar umræðu séu að tala út frá sömu forsendum. Á þetta hefur oft skort og er það miður. Góð kostnaðaráætlun er grundvöllur réttrar ákvarðanatöku en slík áætlun verður aldrei betri en þær upplýsingar sem hún byggir á. Hingað til hefur aðferðarfræði kostnaðaráætlunargerðar ekki verið samræmd hér á landi sem skapað hefur mismunandi skilning á þýðingu slíkra áætlana. Að mati félagsmanna innan raða Félags ráðgjafarverkfræðinga, Mannvirkis – félags verktaka og Samtaka arkitektastofa var því nauðsynlegt að koma á fót samræmdri aðferðarfræði við gerð kostnaðaráætlana sem ætlað er að skapa sameiginlegan skilning allra hagaðila, skilgreina viðmið og forsendur auk þess að tryggja aukinn rekjanleika þegar raunkostnaður framkvæmda er borinn saman við þær kostnaðaráætlanir sem liggja að baki ákvörðun að ráðast í tiltekna framkvæmd. Stjórnir framangreindra félaga settu saman vinnuhóp sem falið var það verkefni að móta grunn að nýrri samræmdri aðferðarfræði við gerð kostnaðaráætlana og skyldi verklagið styðjast við viðmið og staðla Association of the Advancement of Cost Engineering (AACE). Staðlaðir verkferlar AACE hafa það að markmiði að hámarka gæði áætlana og skilgreina stærð vikmarka, allt eftir þroska þeirra gagna sem kostnaðaráætlunin byggir á. Afurð vinnuhópsins, kostnadur.is, var kynnt í október sl. og eru gerðar miklar væntingar til notkunar hennar, hvort sem um er að ræða verkkaupa, verkfræðinga, arkitekta eða verktaka. Afurðin er hins vegar ekki síður mikilvæg öðrum þeim sem fjalla um verklegar framkvæmdir hvort sem um ræðir almenning, fjölmiða eða aðra hagaðila. Í skýrsluFramkvæmdanefndar um Þjóðarhöll kemur fram að Verkís hafi unnið kostnaðaráætlun vegna byggingar Þjóðarhallar og við áætlun og útreikning á stofnkostnaði byggingar hallarinnar sé miðað við flokkun og skráningu forsendna úr hugtakaskrá sem byggir á framangreindri aðferðarfræði og afurð vinnuhópsins. Efni skýrslunnar útskýrir með góðum hætti aðferðarfræðina sem beitt er við kostnaðaráætlanagerðina, forsendum sem liggja henni að baki og væntanlegan kostnað byggingar Þjóðarhallarinnar. Þar sem verkefnið er enn stutt á veg komið og hönnun þess ekki hafin er ljóst að ýmsir þættir geta haft áhrif á endanlegan kostnað og vikmörk áætlunarinnar. Vegna þessa er áætlunin sett í fjórða flokk, af fimm, og eru því vikmörk kostnaðaráætlunarinnar metin til neðri marka sem -15% og efri marka sem +25%. Það þýðir að eiginleg kostnaðaráætlun er á bilinu 12,75 milljarðar króna til 18,75 milljarðar króna. Byggjast þessi vikmörk á áðurnefndri aðferðarfræði og því að ekki er unnt að veita nákvæmari kostnaðaráætlun á þessu stigi máls, miðað við þroska verkefnisins og þeirra gagna sem liggja þar að baki enda verkefnið enn á frumstigi. Eftir því sem verkefninu vindur fram verður endanlegur kostnaður skýrari enda þroskast forsendur og gögn eftir því sem líður á undirbúning verkefnisins, hönnun þess og framkvæmd. Það er fagnaðarefni að sjá afurð mikillar vinnu fulltrúa framangreindra félaga beitt í svo stórri byggingu sem Þjóðarhöllin er. Þó skoðanir kunni að vera skiptar á byggingunni er eitt víst að sú umræða verður byggð á mun sterkari grunni en áður hefur verið í ljósi þeirrar aðferðarfræði sem beitt er við gerð kostnaðaráætlunar Þjóðarhallarinnar. Við verðum nær því að ræða hvað Þjóðarhöllin mun mögulega kosta. Höfundar greinar eru: Halldór Eiríksson, formaður Samtaka arkitektastofa Reynir Sævarsson, formaður Félags ráðgjafarverkfræðinga Sigþór Sigurðsson, formaður Mannvirkis – félags verktaka Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ný þjóðarhöll Rekstur hins opinbera Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir Skoðun Leikskólavandinn? Hópur leikskólakennara og starfsfólks leikskóla í Reykjavík Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Er þetta gott plan í heilbrigðismálum? Jón Ívar Einarsson Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Sjá meira
Áætlaður kostnaður við byggingu nýrrar Þjóðarhallar er 15 milljarðar króna samkvæmt nýlegri kynningu forsætisráðuneytisins, mennta- og barnamálaráðuneytisins og Reykjavíkurborgar. Framkvæmdin er umfangsmikil í samanburði við önnur mannvirki sem byggð hafa verið á Íslandi. Ekki síst af þeirri ástæðu er ljóst að mannvirkið verður í umræðunni á næstunni. Ein grunnforsenda þess að unnt sé að skiptast á skoðunum um kostnað framkvæmdarinnar, og annarra framkvæmda ef því er að skipta, er að allir þátttakendur þeirrar umræðu séu að tala út frá sömu forsendum. Á þetta hefur oft skort og er það miður. Góð kostnaðaráætlun er grundvöllur réttrar ákvarðanatöku en slík áætlun verður aldrei betri en þær upplýsingar sem hún byggir á. Hingað til hefur aðferðarfræði kostnaðaráætlunargerðar ekki verið samræmd hér á landi sem skapað hefur mismunandi skilning á þýðingu slíkra áætlana. Að mati félagsmanna innan raða Félags ráðgjafarverkfræðinga, Mannvirkis – félags verktaka og Samtaka arkitektastofa var því nauðsynlegt að koma á fót samræmdri aðferðarfræði við gerð kostnaðaráætlana sem ætlað er að skapa sameiginlegan skilning allra hagaðila, skilgreina viðmið og forsendur auk þess að tryggja aukinn rekjanleika þegar raunkostnaður framkvæmda er borinn saman við þær kostnaðaráætlanir sem liggja að baki ákvörðun að ráðast í tiltekna framkvæmd. Stjórnir framangreindra félaga settu saman vinnuhóp sem falið var það verkefni að móta grunn að nýrri samræmdri aðferðarfræði við gerð kostnaðaráætlana og skyldi verklagið styðjast við viðmið og staðla Association of the Advancement of Cost Engineering (AACE). Staðlaðir verkferlar AACE hafa það að markmiði að hámarka gæði áætlana og skilgreina stærð vikmarka, allt eftir þroska þeirra gagna sem kostnaðaráætlunin byggir á. Afurð vinnuhópsins, kostnadur.is, var kynnt í október sl. og eru gerðar miklar væntingar til notkunar hennar, hvort sem um er að ræða verkkaupa, verkfræðinga, arkitekta eða verktaka. Afurðin er hins vegar ekki síður mikilvæg öðrum þeim sem fjalla um verklegar framkvæmdir hvort sem um ræðir almenning, fjölmiða eða aðra hagaðila. Í skýrsluFramkvæmdanefndar um Þjóðarhöll kemur fram að Verkís hafi unnið kostnaðaráætlun vegna byggingar Þjóðarhallar og við áætlun og útreikning á stofnkostnaði byggingar hallarinnar sé miðað við flokkun og skráningu forsendna úr hugtakaskrá sem byggir á framangreindri aðferðarfræði og afurð vinnuhópsins. Efni skýrslunnar útskýrir með góðum hætti aðferðarfræðina sem beitt er við kostnaðaráætlanagerðina, forsendum sem liggja henni að baki og væntanlegan kostnað byggingar Þjóðarhallarinnar. Þar sem verkefnið er enn stutt á veg komið og hönnun þess ekki hafin er ljóst að ýmsir þættir geta haft áhrif á endanlegan kostnað og vikmörk áætlunarinnar. Vegna þessa er áætlunin sett í fjórða flokk, af fimm, og eru því vikmörk kostnaðaráætlunarinnar metin til neðri marka sem -15% og efri marka sem +25%. Það þýðir að eiginleg kostnaðaráætlun er á bilinu 12,75 milljarðar króna til 18,75 milljarðar króna. Byggjast þessi vikmörk á áðurnefndri aðferðarfræði og því að ekki er unnt að veita nákvæmari kostnaðaráætlun á þessu stigi máls, miðað við þroska verkefnisins og þeirra gagna sem liggja þar að baki enda verkefnið enn á frumstigi. Eftir því sem verkefninu vindur fram verður endanlegur kostnaður skýrari enda þroskast forsendur og gögn eftir því sem líður á undirbúning verkefnisins, hönnun þess og framkvæmd. Það er fagnaðarefni að sjá afurð mikillar vinnu fulltrúa framangreindra félaga beitt í svo stórri byggingu sem Þjóðarhöllin er. Þó skoðanir kunni að vera skiptar á byggingunni er eitt víst að sú umræða verður byggð á mun sterkari grunni en áður hefur verið í ljósi þeirrar aðferðarfræði sem beitt er við gerð kostnaðaráætlunar Þjóðarhallarinnar. Við verðum nær því að ræða hvað Þjóðarhöllin mun mögulega kosta. Höfundar greinar eru: Halldór Eiríksson, formaður Samtaka arkitektastofa Reynir Sævarsson, formaður Félags ráðgjafarverkfræðinga Sigþór Sigurðsson, formaður Mannvirkis – félags verktaka
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun