Segir Pútín hafa lofað sér því að láta ekki drepa Selenskí Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. febrúar 2023 07:36 Bennett ferðaðist til Moskvu í mars í fyrra til að freista þess að miðla málum milli Rússa og Úkraínumanna. epa/Sputnik/Yevgeny Biyatov Naftali Bennett, fyrrverandi forsætisráðherra Ísrael, hefur greint frá því að Vladimir Pútín Rússlandsforseti hafi heitið honum því skömmu eftir innrás Rússa í Úkraínu að hann myndi ekki láta drepa Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu. Frá þessu greindi Bennett í viðtali við hlaðvarpsþáttastjórnandann Hanoch Daum sem birt var í gær. Að sögn Bennett átti umrætt samtal sér stað í mars í fyrra, þegar forsætisráðherrann ferðaðist til Moskvu til að freista þess að miðla málum milli Rússa og Úkraínumanna. „Ég spurði: Hefur þú í hyggju að drepa Selenskí? Hann sagði: Ég mun ekki drepa Selenskí. Þá sagði ég: Ég verð að hafa það á hreinu að þú ert að lofa mér því að þú munir ekki drepa Selenskí. Hann sagði: Ég ætla ekki að drepa Selenskí,“ sagði Bennett. Hann sagðist síðan hafa hringt í Selenskí á leið sinni á flugvöllinn í Moskvu og greint honum frá loforði Pútín. Bennett greindi einnig frá því í viðtalinu að miðlunartilraunir hans hefðu borið þann árangur að Selenskí hefði samþykkt að gefa hugmyndir um aðild að Atlantshafsbandalaginu upp á bátinn og Pútín heitið því að gera ekki kröfu um afvopnun Úkraínu sem forsendu fyrir endalokum átaka. Forsætisráðherrann fyrrverandi sagði umleitanir sínar hafa átt sér stað með samþykki Bandaríkjanna, Þýskalands og Frakklands. Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, sagði í samtali við Bild am Sonntag í gær að Pútín hefði ekki haft í hótunum gegn sér né Þýskalandi þrátt fyrir margyfirlýsta afstöðu Þjóðverja gegn stríðsbrölti Rússa. Boris Johson, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, greindi hins vegar frá því á dögunum að Pútín hefði hótað honum með eldflaugaárás. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Ísrael Úkraína Hernaður Mest lesið Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Rifrildi, innbrot og eftirför Innlent Fleiri fréttir Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sjá meira
Frá þessu greindi Bennett í viðtali við hlaðvarpsþáttastjórnandann Hanoch Daum sem birt var í gær. Að sögn Bennett átti umrætt samtal sér stað í mars í fyrra, þegar forsætisráðherrann ferðaðist til Moskvu til að freista þess að miðla málum milli Rússa og Úkraínumanna. „Ég spurði: Hefur þú í hyggju að drepa Selenskí? Hann sagði: Ég mun ekki drepa Selenskí. Þá sagði ég: Ég verð að hafa það á hreinu að þú ert að lofa mér því að þú munir ekki drepa Selenskí. Hann sagði: Ég ætla ekki að drepa Selenskí,“ sagði Bennett. Hann sagðist síðan hafa hringt í Selenskí á leið sinni á flugvöllinn í Moskvu og greint honum frá loforði Pútín. Bennett greindi einnig frá því í viðtalinu að miðlunartilraunir hans hefðu borið þann árangur að Selenskí hefði samþykkt að gefa hugmyndir um aðild að Atlantshafsbandalaginu upp á bátinn og Pútín heitið því að gera ekki kröfu um afvopnun Úkraínu sem forsendu fyrir endalokum átaka. Forsætisráðherrann fyrrverandi sagði umleitanir sínar hafa átt sér stað með samþykki Bandaríkjanna, Þýskalands og Frakklands. Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, sagði í samtali við Bild am Sonntag í gær að Pútín hefði ekki haft í hótunum gegn sér né Þýskalandi þrátt fyrir margyfirlýsta afstöðu Þjóðverja gegn stríðsbrölti Rússa. Boris Johson, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, greindi hins vegar frá því á dögunum að Pútín hefði hótað honum með eldflaugaárás.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Ísrael Úkraína Hernaður Mest lesið Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Rifrildi, innbrot og eftirför Innlent Fleiri fréttir Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sjá meira