Hurts geislar af sjálfsöryggi og stutt í grínið hjá þjálfaranum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. febrúar 2023 12:15 Nick Sirianni, þjálfari Philadelphia Eagles, á blaðamannafundi. Getty / Anthony Behar Þetta var bara einn af óteljandi fjölmiðlaviðburðum hjá þeim Nick Sirianni, þjálfara Philadelphia Eagles, og leikstjórnendanum Jalen Hurts þegar þeir sátu fyrir svörum fjölmiðlamanna á hóteli rétt utan Phoenix í gær. En þetta var sá síðasti fyrir stærsta leik tímabilsins og það mátti sjá á báðum þeirra að þeir nutu augnabliksins. Það gefur augaleið að fjölmiðlafundirnir fyrir Super Bowl eru ekki eins og fyrir aðra leiki. Salurinn á fundi þeirra Sirianni og Hurts var þéttsetinn af fjölmiðlafólki úr öllum heimshornum og spurningarnar eins mismunandi og þær voru margar. Sirianni var fyrri til í gær og opnaði fundinn með því að heilsa fjölmiðlafólkinu vinalega. Hann svaraði svo öllum spurningum eins samviskusamlega og hann gat - sem betur fer voru engar vandræðalegar spurningar á þessum fundi. Fyrr í vikunni var hann spurður hvaða leikmenn hann vildi alls ekki að myndu fara á stefnumót með dóttur hans. „Dóttir mín er fimm ára gömul,“ var svarið. Þvert á móti var Sirianni léttur í lund í gær og hann sló á létta strengi þegar hann gat. Þegar Stacey Dales, fréttamaður sjónvarpsstöðvarinnar NFL Network, fékk hljóðnemann til að bera upp spurningu var hann fljótur að grípa orðið fyrst. „Stacey, sástu hvað ég sagði um körfubolta í gær? Um vítaskotin?“ „Já, reyndar gerði ég það,“ svaraði Dales eftir smá hik. Dales er nefnilega fyrrum leikmaður í WNBA-deildinni og var frábær körfuboltakona. „Og hvernig var rútínan hjá þér?“ spurði Sirianni. „Það var yfirleitt bara eitt dripl og svo bara láta vaða,“ svaraði Dales um hæl. „Já, sammála. Ekkert hika við þetta. Bara negla á þetta,“ samsinnti Sirianni. Auðvitað voru flestar spurningar sem Sirianni fékk fremur hefðbundnar um leikinn á sunnudaginn og undirbúninginn fyrir stóru stundina. Hann hafði fengið þær sjálfsagt allar áður, oftar en einu sinni. Það var þó ekki að heyra á honum - öll svör voru einlæg og innihaldsrík. Michael Vick var fyrirmyndin Jalen Hurts sló á létta strengi með fjölmiðlamönnum í Phoenix í gær.Getty / PA Images / Anthony Behar Jalen Hurts, leikstjórnandinn ungi sem hefur átt sannkallað draumatímabil, var næstur í pontu. Hurts geislar af sjálfsöryggi sem er viðbúið hjá leikmanni sem hefur tekist að leiða lið sitt alla leið í úrslitaleik NFL-deildarinnar, einn stærsta íþróttaviðburð heimsins hvert ár. Hurts var til að mynda spurður um hverjar hafi verið fyrirmyndir hans í æsku. Hann brosti og sagði að hann hafi verið mikill stuðningsmaður Michael Vick - eins og reyndar margir krakkar á hans aldri voru að eigin sögn. „Ég átti hvíta Atlanta Vick-treyju og svo auðvitað Philadelphia-treyju líka,“ sagði Hurts brosandi en Vick spilaði með báðum félögum á sínum tíma. Margir hafa líkt Hurts við Vick enda að mörgu leyti líkir. Helsta einkenni beggja er að þeir eru með tvöfalda ógn - að geta bæði kastað boltanum og hlaupið með hann. Hurts hefur sjálfsagt ekki farið í gegnum marga blaðamannafundi án þess að hafa verið spurður um þær efasemdarraddir sem hafa fylgt honum síðan hann byrjaði að spila í NFL-deildinni. Margir efuðustu um að leikstíll hans myndi henta leikstíl deildarinnar. Og viti menn, hann var spurður um einmitt þessar efasemdarraddir einu sinni enn. „Ég var kominn með tilgang áður en nokkur maður hafði skoðun á mér,“ sagði Hurts. „Ég vissi að þið yrði ánægð með þessa línu,“ bætti hann svo við eftir stutta þögn og uppskar mikinn hlátur í salnum. #Eagles QB Jalen Hurts, asked about proving his critics wrong: I had a purpose before anybody had an opinion. ... I know y all liked that one. pic.twitter.com/rn5oQe0Dfj— Ari Meirov (@MySportsUpdate) February 9, 2023 Það er ef til vill lýsandi um fjölmiðlafundi á Super Bowl og flóru umræðuefna á honum að síðasta spurningin á undan þessari snerist að samloku sem mætti segja að væri einkennisréttur Philadelphia-borgar, Philly Cheesesteak. Nánar tiltekið, hvaða staður Hurts telji að bjóði upp á bestu samlokuna í borginni. Og sem fyrr stóð ekki á svörum. „Það vill einmitt til að veitingastaður í borginni býður upp á mína eigin útgáfu af Philly Cheesesteak sem heitir „The Jalen Special“. Rétturinn er nefndur eftir mér enda fékk ég aðeins að setja mínar áherslur á uppskriftina. Þú getur fengið þessa samloku á Food Chasers veitingastaðnum, ég er viss um að þér muni líka við hana,“ sagði Hurts og brosti sínu breiðasta. Super Bowl fer fram á sunnudagskvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 23.30. Upphitun hefst klukkan 22.00. NFL Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Maté hættir með Hauka Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Fullt af möguleikum í þessu Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sjá meira
Það gefur augaleið að fjölmiðlafundirnir fyrir Super Bowl eru ekki eins og fyrir aðra leiki. Salurinn á fundi þeirra Sirianni og Hurts var þéttsetinn af fjölmiðlafólki úr öllum heimshornum og spurningarnar eins mismunandi og þær voru margar. Sirianni var fyrri til í gær og opnaði fundinn með því að heilsa fjölmiðlafólkinu vinalega. Hann svaraði svo öllum spurningum eins samviskusamlega og hann gat - sem betur fer voru engar vandræðalegar spurningar á þessum fundi. Fyrr í vikunni var hann spurður hvaða leikmenn hann vildi alls ekki að myndu fara á stefnumót með dóttur hans. „Dóttir mín er fimm ára gömul,“ var svarið. Þvert á móti var Sirianni léttur í lund í gær og hann sló á létta strengi þegar hann gat. Þegar Stacey Dales, fréttamaður sjónvarpsstöðvarinnar NFL Network, fékk hljóðnemann til að bera upp spurningu var hann fljótur að grípa orðið fyrst. „Stacey, sástu hvað ég sagði um körfubolta í gær? Um vítaskotin?“ „Já, reyndar gerði ég það,“ svaraði Dales eftir smá hik. Dales er nefnilega fyrrum leikmaður í WNBA-deildinni og var frábær körfuboltakona. „Og hvernig var rútínan hjá þér?“ spurði Sirianni. „Það var yfirleitt bara eitt dripl og svo bara láta vaða,“ svaraði Dales um hæl. „Já, sammála. Ekkert hika við þetta. Bara negla á þetta,“ samsinnti Sirianni. Auðvitað voru flestar spurningar sem Sirianni fékk fremur hefðbundnar um leikinn á sunnudaginn og undirbúninginn fyrir stóru stundina. Hann hafði fengið þær sjálfsagt allar áður, oftar en einu sinni. Það var þó ekki að heyra á honum - öll svör voru einlæg og innihaldsrík. Michael Vick var fyrirmyndin Jalen Hurts sló á létta strengi með fjölmiðlamönnum í Phoenix í gær.Getty / PA Images / Anthony Behar Jalen Hurts, leikstjórnandinn ungi sem hefur átt sannkallað draumatímabil, var næstur í pontu. Hurts geislar af sjálfsöryggi sem er viðbúið hjá leikmanni sem hefur tekist að leiða lið sitt alla leið í úrslitaleik NFL-deildarinnar, einn stærsta íþróttaviðburð heimsins hvert ár. Hurts var til að mynda spurður um hverjar hafi verið fyrirmyndir hans í æsku. Hann brosti og sagði að hann hafi verið mikill stuðningsmaður Michael Vick - eins og reyndar margir krakkar á hans aldri voru að eigin sögn. „Ég átti hvíta Atlanta Vick-treyju og svo auðvitað Philadelphia-treyju líka,“ sagði Hurts brosandi en Vick spilaði með báðum félögum á sínum tíma. Margir hafa líkt Hurts við Vick enda að mörgu leyti líkir. Helsta einkenni beggja er að þeir eru með tvöfalda ógn - að geta bæði kastað boltanum og hlaupið með hann. Hurts hefur sjálfsagt ekki farið í gegnum marga blaðamannafundi án þess að hafa verið spurður um þær efasemdarraddir sem hafa fylgt honum síðan hann byrjaði að spila í NFL-deildinni. Margir efuðustu um að leikstíll hans myndi henta leikstíl deildarinnar. Og viti menn, hann var spurður um einmitt þessar efasemdarraddir einu sinni enn. „Ég var kominn með tilgang áður en nokkur maður hafði skoðun á mér,“ sagði Hurts. „Ég vissi að þið yrði ánægð með þessa línu,“ bætti hann svo við eftir stutta þögn og uppskar mikinn hlátur í salnum. #Eagles QB Jalen Hurts, asked about proving his critics wrong: I had a purpose before anybody had an opinion. ... I know y all liked that one. pic.twitter.com/rn5oQe0Dfj— Ari Meirov (@MySportsUpdate) February 9, 2023 Það er ef til vill lýsandi um fjölmiðlafundi á Super Bowl og flóru umræðuefna á honum að síðasta spurningin á undan þessari snerist að samloku sem mætti segja að væri einkennisréttur Philadelphia-borgar, Philly Cheesesteak. Nánar tiltekið, hvaða staður Hurts telji að bjóði upp á bestu samlokuna í borginni. Og sem fyrr stóð ekki á svörum. „Það vill einmitt til að veitingastaður í borginni býður upp á mína eigin útgáfu af Philly Cheesesteak sem heitir „The Jalen Special“. Rétturinn er nefndur eftir mér enda fékk ég aðeins að setja mínar áherslur á uppskriftina. Þú getur fengið þessa samloku á Food Chasers veitingastaðnum, ég er viss um að þér muni líka við hana,“ sagði Hurts og brosti sínu breiðasta. Super Bowl fer fram á sunnudagskvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 23.30. Upphitun hefst klukkan 22.00.
NFL Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Maté hættir með Hauka Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Fullt af möguleikum í þessu Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti