Reid stjarnan á blaðamannafundinum - ætlar ekki að hætta Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 13. febrúar 2023 04:42 Andy Reid, þjálfari Kansas City Chiefs, með innherjanum Travis Kelce eftir sigurinn í Super Bowl 57 í nótt. Getty Images / Cooper Neill Andy Reid, þjálfari Kansas City Chiefs, staðfesti á blaðamannafundi eftir Super Bowl í nótt að hann ætlar ekki að setjast í helgan stein að svo stöddu. Reid og Patrick Mahomes sátu fyrir svörum á fjölmennum blaðamannafundi eftir leikinn í nótt. Mahomes var allt í öllu í sóknarleik Chiefs sem vann 38-35 sigur á Philadelphia Eagles og var með réttu valinn maður leiksins. En á blaðamannafundinum var Reid stjarnan og stærsta umræðuefnið var frétt Fox-sjónvarpsstöðvarinnar, sem sjónvarpaði leiknum í Bandaríkjunum, að Reid myndi mögulega íhuga að hætta þjálfun eftir leikinn í nótt. „Ég sé gamlan mann þegar ég lít í spegilinn.“ Sagði hinn 64 ára Reid með bros á vör. „En hjartað er enn ungt. Ég elska enn að þjálfa og þessir leikmenn halda mér ungum.“ Reid fékk nú ekki lengi að hanga á þessu svari og var stuttu síðar spurður hvort hann hafi með þessu verið að segja að hann ætlar ekki að hætta þjálfun. „Ég verð áfram ef þeir vilja halda mér,“ sagði hann þá og uppskar hlátur úr salnum. Mahomes lofaði Reid mjög í sínum svörum á blaðamannafundinum. „Hann er einn besti þjálfarinn í sögu deildarinnar - það er ekki nokkur spurning. Við erum nefnilega ekki búnir - ég ætla hafa hann hjá okkur áfram í einhvern tíma í viðbót,“ sagði Mahomes. Patrick Mahomes og Andy Reid hafa verði einstaklega sigursælir saman.Getty Images / Carmen Mandato „Hann mun hætta einn daginn og þegar sá dagur kemur munum við halda upp á það á viðeigandi hátt. En hann nýtur þess að þjálfa, enn þann daginn í dag.“ Mahomes var enn spurður um Reid og hvaða áhrif hann hefði haft á sig og aðra leikmenn. Það stóð ekki á svörum. „Hann er þeim einstöku hæfileikum gæddur að geta tengst öllum leikmönnum - hvaðan sem þeir koma. Hann vill kynnast öllum eins vel og hann getur og með því nær hann að tengjast hverjum einasta leikmanni. Hann gerir þetta betur en nokkur annar þjálfari sem ég hef haft.“ Reid hóf þjálfaraferilinn í NFL árið 1992 og var svo aðalþjálfari Philadelphia Eagles frá 1999 til 2012. Undir hans stjórn náði Eagles langt en þó aldrei að vinna Super Bowl titil. Árið 2013 tók hann við Kansas City Chiefs og hefur nú unnið tvo titla - báða með Mahomes. „Ég ætla ekki að segja að Kansas City Chiefs sé orðið stórveldi því verkefninu er ekki lokið. Við eigum verk eftir óunnið og því vil ég passa vel upp á að Andy Reid verði þjálfarinn okkar í einhvern tíma í viðbót.“ NFL Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Maté hættir með Hauka Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Fullt af möguleikum í þessu Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sjá meira
Reid og Patrick Mahomes sátu fyrir svörum á fjölmennum blaðamannafundi eftir leikinn í nótt. Mahomes var allt í öllu í sóknarleik Chiefs sem vann 38-35 sigur á Philadelphia Eagles og var með réttu valinn maður leiksins. En á blaðamannafundinum var Reid stjarnan og stærsta umræðuefnið var frétt Fox-sjónvarpsstöðvarinnar, sem sjónvarpaði leiknum í Bandaríkjunum, að Reid myndi mögulega íhuga að hætta þjálfun eftir leikinn í nótt. „Ég sé gamlan mann þegar ég lít í spegilinn.“ Sagði hinn 64 ára Reid með bros á vör. „En hjartað er enn ungt. Ég elska enn að þjálfa og þessir leikmenn halda mér ungum.“ Reid fékk nú ekki lengi að hanga á þessu svari og var stuttu síðar spurður hvort hann hafi með þessu verið að segja að hann ætlar ekki að hætta þjálfun. „Ég verð áfram ef þeir vilja halda mér,“ sagði hann þá og uppskar hlátur úr salnum. Mahomes lofaði Reid mjög í sínum svörum á blaðamannafundinum. „Hann er einn besti þjálfarinn í sögu deildarinnar - það er ekki nokkur spurning. Við erum nefnilega ekki búnir - ég ætla hafa hann hjá okkur áfram í einhvern tíma í viðbót,“ sagði Mahomes. Patrick Mahomes og Andy Reid hafa verði einstaklega sigursælir saman.Getty Images / Carmen Mandato „Hann mun hætta einn daginn og þegar sá dagur kemur munum við halda upp á það á viðeigandi hátt. En hann nýtur þess að þjálfa, enn þann daginn í dag.“ Mahomes var enn spurður um Reid og hvaða áhrif hann hefði haft á sig og aðra leikmenn. Það stóð ekki á svörum. „Hann er þeim einstöku hæfileikum gæddur að geta tengst öllum leikmönnum - hvaðan sem þeir koma. Hann vill kynnast öllum eins vel og hann getur og með því nær hann að tengjast hverjum einasta leikmanni. Hann gerir þetta betur en nokkur annar þjálfari sem ég hef haft.“ Reid hóf þjálfaraferilinn í NFL árið 1992 og var svo aðalþjálfari Philadelphia Eagles frá 1999 til 2012. Undir hans stjórn náði Eagles langt en þó aldrei að vinna Super Bowl titil. Árið 2013 tók hann við Kansas City Chiefs og hefur nú unnið tvo titla - báða með Mahomes. „Ég ætla ekki að segja að Kansas City Chiefs sé orðið stórveldi því verkefninu er ekki lokið. Við eigum verk eftir óunnið og því vil ég passa vel upp á að Andy Reid verði þjálfarinn okkar í einhvern tíma í viðbót.“
NFL Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Maté hættir með Hauka Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Fullt af möguleikum í þessu Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti