Stólpagrín gert að Monsa eftir klúðrið ótrúlega: „Vissi ekki að þetta væri hægt“ Sindri Sverrisson skrifar 17. febrúar 2023 11:30 Úlfar Páll Monsi Þórðarson hafði góðan húmor fyrir klúðrinu sínu, einn gegn galtómu marki. Skjáskot-Vísir/Arnar „Fyrst langaði mig til að hlæja en svo hugsaði ég; þetta var kannski svolítið vont,“ segir Úlfar Páll Monsi Þórðarson, leikmaður Aftureldingar, eftir sennilega ótrúlegasta klúður í sögu íslensks handbolta og þó víðar væri leitað. Monsi, eins og hann er kallaður, fékk boltann í hraðaupphlaupi, einn gegn algjörlega tómu marki, í bikarleik gegn KA í vikunni en skaut boltanum einhvern veginn í þverslá. Atvikið má sjá í frétt Stefáns Árna Pálssonar úr Sportpakkanum hér að neðan. Staðan var 23-23 og spennan í KA-heimilinu þrúgandi, en sem betur fer fyrir Monsa og félaga náðu Mosfellingar að fagna sigri í framlengdum leik. Hann segist ekki hafa látið atvikið trufla sig mikið í leiknum sjálfum: „Mér fannst þetta bara fyndið og hafði ekki miklar áhyggjur, þannig séð. Ekki þegar við erum með leikmann eins og Árna Braga sem er alltaf „clutch“ í framlengingu. Þá er voða lítið sem maður þarf að hafa áhyggjur af,“ segir Monsi en Árni Bragi leiddi Aftureldingu til sigurs og skoraði níu mörk á sínum gamla heimavelli. Myndbandið af klúðri Monsa hefur hins vegar vakið meiri athygli og því verið dreift víða. Er eitthvað búið að gera grín að honum? „Eitthvað? Alveg hrikalega mikið. Eðlilega líka. Þetta var ógeðslega fyndið. Ég vissi ekki að þetta væri hægt fyrr en að ég gerði þetta. Þegar ég heyrði boltann fara í slána þá trúði ég því eiginlega ekki sjálfur,“ segir Monsi en hann sér þó ekki fyrir sér að láta boltann rúlla laust í markið næst þegar hann stendur fyrir framan autt mark. „Ég reyni kannski að setja hann slána inn næst,“ segir Monsi léttur og bendir réttilega á að „slysin gerast hjá bestu leikmönnum.“ Afturelding komst með 35-32 sigri sínum áfram í Laugardalshöll, í undanúrslit Powerade-bikarsins sem fram fara eftir mánuð. Næsti leikur Monsa og félaga er hins vegar í Olís-deildinni á mánudagskvöld þegar þeir taka á móti Haukum. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Olís-deild karla Afturelding Powerade-bikarinn Mest lesið Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Handbolti Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn Handbolti Draumabyrjun hjá Nistelrooy Enski boltinn Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Fótbolti „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Handbolti Tveir nýliðar í hópi þjóða sem Ísland gæti mætt á EM í Sviss Fótbolti „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Handbolti Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Handbolti Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum „Gæsahúð allsstaðar“ Hugsaði lítið og stressaði sig minna Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Sjá meira
Monsi, eins og hann er kallaður, fékk boltann í hraðaupphlaupi, einn gegn algjörlega tómu marki, í bikarleik gegn KA í vikunni en skaut boltanum einhvern veginn í þverslá. Atvikið má sjá í frétt Stefáns Árna Pálssonar úr Sportpakkanum hér að neðan. Staðan var 23-23 og spennan í KA-heimilinu þrúgandi, en sem betur fer fyrir Monsa og félaga náðu Mosfellingar að fagna sigri í framlengdum leik. Hann segist ekki hafa látið atvikið trufla sig mikið í leiknum sjálfum: „Mér fannst þetta bara fyndið og hafði ekki miklar áhyggjur, þannig séð. Ekki þegar við erum með leikmann eins og Árna Braga sem er alltaf „clutch“ í framlengingu. Þá er voða lítið sem maður þarf að hafa áhyggjur af,“ segir Monsi en Árni Bragi leiddi Aftureldingu til sigurs og skoraði níu mörk á sínum gamla heimavelli. Myndbandið af klúðri Monsa hefur hins vegar vakið meiri athygli og því verið dreift víða. Er eitthvað búið að gera grín að honum? „Eitthvað? Alveg hrikalega mikið. Eðlilega líka. Þetta var ógeðslega fyndið. Ég vissi ekki að þetta væri hægt fyrr en að ég gerði þetta. Þegar ég heyrði boltann fara í slána þá trúði ég því eiginlega ekki sjálfur,“ segir Monsi en hann sér þó ekki fyrir sér að láta boltann rúlla laust í markið næst þegar hann stendur fyrir framan autt mark. „Ég reyni kannski að setja hann slána inn næst,“ segir Monsi léttur og bendir réttilega á að „slysin gerast hjá bestu leikmönnum.“ Afturelding komst með 35-32 sigri sínum áfram í Laugardalshöll, í undanúrslit Powerade-bikarsins sem fram fara eftir mánuð. Næsti leikur Monsa og félaga er hins vegar í Olís-deildinni á mánudagskvöld þegar þeir taka á móti Haukum. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Olís-deild karla Afturelding Powerade-bikarinn Mest lesið Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Handbolti Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn Handbolti Draumabyrjun hjá Nistelrooy Enski boltinn Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Fótbolti „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Handbolti Tveir nýliðar í hópi þjóða sem Ísland gæti mætt á EM í Sviss Fótbolti „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Handbolti Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Handbolti Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum „Gæsahúð allsstaðar“ Hugsaði lítið og stressaði sig minna Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Sjá meira