Vilja aftur funda með Svíum um NATO-aðild Atli Ísleifsson skrifar 20. febrúar 2023 10:12 Mevlüt Cavusoglu, utanríkisráðherra Tyrklands, á blaðamannafundi í Ankara í morgun. AP Tyrknesk stjórnvöld hafa tilkynnt að til standi að halda fleiri fundi með fulltrúum sænskra og finnskra stjórnvalda um NATO-aðild þeirra. Mevlüt Cavusoglu, utanríkisráðherra Tyrklands, greindi frá þessu í morgun. Tobias Billström, utanríkisráðherra Svíþjóðar, segist fagna fréttunum, en síðustu vikur hafa Tyrkir gefið í skyn að þeir munu einungis staðfesta inngöngu Finna í bandalagið. Samskipti tyrkneskra og sænskra stjórnvalda hafa verið mjög stirð að undanförnu vegna mótmælafunda í Svíþjóð þar sem mótmælendur hafa kveikt í Kóraninum. Tyrknesk stjórnvöld tilkynntu í síðasta mánuði að hlé hafi verið gert á viðræðum við sænsk stjórnvöld vegna aðgerðaleysis Svía. Cavusoglu greindi frá ákvörðuninni um fleiri fundi með Finnum og Svíum á fréttamannafundi með Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í Ankara í morgun. Hann segir þó að Svíar hafi ekki uppfyllt kröfur Tyrkja fyrir því að þeir samþykki aðild þeirra. Blinken sagðist þó vona að Svíar og Finnar gætu gerst aðilar sem allra fyrst. Finnsk stjórnvöld hafa verið í reglulegum samskiptum við tyrknesk stjórnvöld og hafa bæði forsætisráðherrann Sanna Marin og utanríkistáðherrann Pekka Haavisto sagt að vonir stæðu til að Finnar gætu gengið inn í bandalagið á sama tíma og Svíar. Vonast sænsk og finnsk stjórnvöld til að bæði Svíþjóð og Finnland gætu verið orðnir fullgildir aðilar fyrir leiðtogafundinn í Vilnius í Litháen sem fram fer í júlí næstkomandi. Finnar og Svíar sóttu um inngöngu í NATO síðasta vor, í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. Tyrkland Svíþjóð Finnland NATO Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Erlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Innlent Fleiri fréttir Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Sjá meira
Tobias Billström, utanríkisráðherra Svíþjóðar, segist fagna fréttunum, en síðustu vikur hafa Tyrkir gefið í skyn að þeir munu einungis staðfesta inngöngu Finna í bandalagið. Samskipti tyrkneskra og sænskra stjórnvalda hafa verið mjög stirð að undanförnu vegna mótmælafunda í Svíþjóð þar sem mótmælendur hafa kveikt í Kóraninum. Tyrknesk stjórnvöld tilkynntu í síðasta mánuði að hlé hafi verið gert á viðræðum við sænsk stjórnvöld vegna aðgerðaleysis Svía. Cavusoglu greindi frá ákvörðuninni um fleiri fundi með Finnum og Svíum á fréttamannafundi með Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í Ankara í morgun. Hann segir þó að Svíar hafi ekki uppfyllt kröfur Tyrkja fyrir því að þeir samþykki aðild þeirra. Blinken sagðist þó vona að Svíar og Finnar gætu gerst aðilar sem allra fyrst. Finnsk stjórnvöld hafa verið í reglulegum samskiptum við tyrknesk stjórnvöld og hafa bæði forsætisráðherrann Sanna Marin og utanríkistáðherrann Pekka Haavisto sagt að vonir stæðu til að Finnar gætu gengið inn í bandalagið á sama tíma og Svíar. Vonast sænsk og finnsk stjórnvöld til að bæði Svíþjóð og Finnland gætu verið orðnir fullgildir aðilar fyrir leiðtogafundinn í Vilnius í Litháen sem fram fer í júlí næstkomandi. Finnar og Svíar sóttu um inngöngu í NATO síðasta vor, í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu.
Tyrkland Svíþjóð Finnland NATO Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Erlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Innlent Fleiri fréttir Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Sjá meira