Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 91-87 | Fimmti sigur Þórs Þorlákshafnar í röð Andri Már Eggertsson skrifar 5. mars 2023 23:25 vísir/hulda margrét Þór Þorlákshöfn vann fjögurra stiga sigur á ÍR 91-87. Þórsarar voru leiðandi en ÍR sem er að berjast fyrir lífi sínu í deildinni gaf ekkert eftir. Fjórði leikhluti var stál í stál en Þór hafði betur að lokum og vann sinn fimmta sigur í röð. Fyrsti fjórðungur einkenndist af glæsilegum tilþrifum hjá báðum liðum. Hjá Þór Þorlákshöfn var það Jordan Semple sem átti laglega troðslu eftir góða sendingu frá Styrmi Snæ. Skömmu síðar varði Semple skot á þriðju hæðinni. Það var hins vegar Taylor Johns sem átti tilþrif leiksins þegar hann setti Jordan Semple á plakat þar sem hann tróð yfir hann og fékk villu að auki. Eftir að Þór Þorlákshöfn hafði gert níu stig í röð undir lok fyrsta leikhluta endaði Taylor Johns á flautuþristi sem var afar mikilvægt fyrir gestina. Þór Þorlákshöfn var fimm stigum yfir eftir fyrsta leikhluta 30-25. Annar leikhluti var stál í stál til að byrja með en gestirnir úr Breiðholti stimpluðu sig betur inn. ÍR vann annan leikhluta með níu stigum. Taylor Johns gerði aftur flautukörfu en í þetta sinn tróð hann í þann mund sem fyrri hálfleikur rann út. ÍR endaði á að gera síðustu tvær körfunnar í fyrri hálfleik og var fjórum stigum yfir 43-47. Eftir að hafa skotið aðeins 23 prósent úr þriggja stiga skotum í fyrri hálfleik var áherslu breyting í sóknarleik Þórs Þorlákshafnar sem fóru að sækja miklu meira á hringinn. Þórsarar eru með marga leikmenn sem eru vel færir að búa sér til góð skot nálægt hringnum. Þessar breytingar virkuðu afar vel þar sem Þór Þorlákshöfn skoraði sextán stigum meira í þriðja leikhluta heldur en öðrum leikhluta. Þór var fimm stigum yfir þegar haldið var í síðasta fjórðung 72-67. Fjórði leikhluti var jafn og skemmtilegur. Þór Þorlákshöfn var í bílstjórasætinu en náði ekki að slíta ÍR-inga frá sér. Gestirnir gerðu vel í að jafna leikinn 79-79 en þá gerðu Þórsarar sex stig í röð. Heimamenn unnu að lokum fjögurra stiga sigur 91-87 og var þetta fimmti sigur Þórs Þorlákshafnar í röð. Af hverju vann Þór Þorlákshöfn? Eftir hörmulegan annan leikhluta breyttu Þórsarar um áherslur sem virkaði. Þór fór að sækja meira á hringinn og gefa boltann út á skytturnar þegar allir soguðust inn í teig. Þetta skilaði töluvert betri sóknarleik. Þórsarar refsuðu trekk í trekk þegar ÍR tapaði boltanum. ÍR tapaði 16 boltum sem skilaði 17 stigum á meðan ÍR gerði níu stigum minna eftir tapaða bolta Þórs. Hverjir stóðu upp úr? Hákon Örn Hjálmarsson sá til þess að ÍR var inni í leiknum þegar lítið var eftir. Hákon gerði 27 stig og gaf 4 stoðsendingar. Jordan Semple var frábær í kvöld á báðum endum vallarins. Semple endaði með tvöfalda tvennu þar sem hann gerði 20 stig og tók 13 fráköst. Hann var einnig með fimm varin skot og var með 30 framlagspunkta. Hvað gekk illa? Töpuðu boltar ÍR-inga fóru illa með þá. ÍR tapaði 16 boltum sem var aðeins fjórum boltum minna en Þór. Það var hins vegar blóðugt fyrir ÍR hversu oft Þór refsaði með körfu en Þór fékk níu stigum meira út úr töpuðum boltum heldur en ÍR. Hvað gerist næst? Njarðvík og Þór Þorlákshöfn mætast á fimmtudaginn klukkan 18:15. Á sama degi mætast ÍR og KR í Breiðholtinu klukkan 20:15. Ísak: Þór er allt annað lið án Vincent Shahid Ísak Wíum var ánægður með margt í kvöld.Vísir/Bára Dröfn Ísak Wíum, þjálfari ÍR, var svekktur eftir leik. „Við vorum geggjaðir í kvöld. En það sem svíður er að allir tóku sig einhvern tíman til í leiknum og hættu flæðinu sóknarlega. Það áttu allir eitt augnablik í seinni hálfleik þar sem flæðið stoppaði og það situr í mér þar sem flæðið var að drepa þá og heilt yfir spiluðum við frábæran körfubolta,“ sagði Ísak Wíum eftir leik. Ísak hrósaði Þór Þorlákshöfn sem refsaði ÍR ítrekað fyrir tapaða bolta. „Þetta er það sem þeir eru ógeðslega góðir í. Þeir eru snöggir fram og 16 tapaðir boltar var of mikið og var dýrt gegn Þór og það getur vel verið að það hafi verið munurinn á liðunum.“ Ísak var ánægður með vörn ÍR í öðrum leikhluta þar sem Þór skoraði aðeins 13 stig. „Leikplanið var að hægja á Vincent þar sem það stoppar hann enginn. Hann er bestur í að lesa leikinn og við vorum að skipta á öllum hindrunum sem gekk vel. Vincent var líka eitthvað á bekknum og Þór er allt annað lið án hans,“ sagði Ísak Wíum að lokum. Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn ÍR
Þór Þorlákshöfn vann fjögurra stiga sigur á ÍR 91-87. Þórsarar voru leiðandi en ÍR sem er að berjast fyrir lífi sínu í deildinni gaf ekkert eftir. Fjórði leikhluti var stál í stál en Þór hafði betur að lokum og vann sinn fimmta sigur í röð. Fyrsti fjórðungur einkenndist af glæsilegum tilþrifum hjá báðum liðum. Hjá Þór Þorlákshöfn var það Jordan Semple sem átti laglega troðslu eftir góða sendingu frá Styrmi Snæ. Skömmu síðar varði Semple skot á þriðju hæðinni. Það var hins vegar Taylor Johns sem átti tilþrif leiksins þegar hann setti Jordan Semple á plakat þar sem hann tróð yfir hann og fékk villu að auki. Eftir að Þór Þorlákshöfn hafði gert níu stig í röð undir lok fyrsta leikhluta endaði Taylor Johns á flautuþristi sem var afar mikilvægt fyrir gestina. Þór Þorlákshöfn var fimm stigum yfir eftir fyrsta leikhluta 30-25. Annar leikhluti var stál í stál til að byrja með en gestirnir úr Breiðholti stimpluðu sig betur inn. ÍR vann annan leikhluta með níu stigum. Taylor Johns gerði aftur flautukörfu en í þetta sinn tróð hann í þann mund sem fyrri hálfleikur rann út. ÍR endaði á að gera síðustu tvær körfunnar í fyrri hálfleik og var fjórum stigum yfir 43-47. Eftir að hafa skotið aðeins 23 prósent úr þriggja stiga skotum í fyrri hálfleik var áherslu breyting í sóknarleik Þórs Þorlákshafnar sem fóru að sækja miklu meira á hringinn. Þórsarar eru með marga leikmenn sem eru vel færir að búa sér til góð skot nálægt hringnum. Þessar breytingar virkuðu afar vel þar sem Þór Þorlákshöfn skoraði sextán stigum meira í þriðja leikhluta heldur en öðrum leikhluta. Þór var fimm stigum yfir þegar haldið var í síðasta fjórðung 72-67. Fjórði leikhluti var jafn og skemmtilegur. Þór Þorlákshöfn var í bílstjórasætinu en náði ekki að slíta ÍR-inga frá sér. Gestirnir gerðu vel í að jafna leikinn 79-79 en þá gerðu Þórsarar sex stig í röð. Heimamenn unnu að lokum fjögurra stiga sigur 91-87 og var þetta fimmti sigur Þórs Þorlákshafnar í röð. Af hverju vann Þór Þorlákshöfn? Eftir hörmulegan annan leikhluta breyttu Þórsarar um áherslur sem virkaði. Þór fór að sækja meira á hringinn og gefa boltann út á skytturnar þegar allir soguðust inn í teig. Þetta skilaði töluvert betri sóknarleik. Þórsarar refsuðu trekk í trekk þegar ÍR tapaði boltanum. ÍR tapaði 16 boltum sem skilaði 17 stigum á meðan ÍR gerði níu stigum minna eftir tapaða bolta Þórs. Hverjir stóðu upp úr? Hákon Örn Hjálmarsson sá til þess að ÍR var inni í leiknum þegar lítið var eftir. Hákon gerði 27 stig og gaf 4 stoðsendingar. Jordan Semple var frábær í kvöld á báðum endum vallarins. Semple endaði með tvöfalda tvennu þar sem hann gerði 20 stig og tók 13 fráköst. Hann var einnig með fimm varin skot og var með 30 framlagspunkta. Hvað gekk illa? Töpuðu boltar ÍR-inga fóru illa með þá. ÍR tapaði 16 boltum sem var aðeins fjórum boltum minna en Þór. Það var hins vegar blóðugt fyrir ÍR hversu oft Þór refsaði með körfu en Þór fékk níu stigum meira út úr töpuðum boltum heldur en ÍR. Hvað gerist næst? Njarðvík og Þór Þorlákshöfn mætast á fimmtudaginn klukkan 18:15. Á sama degi mætast ÍR og KR í Breiðholtinu klukkan 20:15. Ísak: Þór er allt annað lið án Vincent Shahid Ísak Wíum var ánægður með margt í kvöld.Vísir/Bára Dröfn Ísak Wíum, þjálfari ÍR, var svekktur eftir leik. „Við vorum geggjaðir í kvöld. En það sem svíður er að allir tóku sig einhvern tíman til í leiknum og hættu flæðinu sóknarlega. Það áttu allir eitt augnablik í seinni hálfleik þar sem flæðið stoppaði og það situr í mér þar sem flæðið var að drepa þá og heilt yfir spiluðum við frábæran körfubolta,“ sagði Ísak Wíum eftir leik. Ísak hrósaði Þór Þorlákshöfn sem refsaði ÍR ítrekað fyrir tapaða bolta. „Þetta er það sem þeir eru ógeðslega góðir í. Þeir eru snöggir fram og 16 tapaðir boltar var of mikið og var dýrt gegn Þór og það getur vel verið að það hafi verið munurinn á liðunum.“ Ísak var ánægður með vörn ÍR í öðrum leikhluta þar sem Þór skoraði aðeins 13 stig. „Leikplanið var að hægja á Vincent þar sem það stoppar hann enginn. Hann er bestur í að lesa leikinn og við vorum að skipta á öllum hindrunum sem gekk vel. Vincent var líka eitthvað á bekknum og Þór er allt annað lið án hans,“ sagði Ísak Wíum að lokum.
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti