Ungverskt stórlið pikkar í mögulegan landsliðsþjálfara Íslands Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 4. mars 2023 08:00 Michael Apelgren í leik með Elverum. Hann er í dag þjálfari Sävehof í Svíþjóð. Alex Nicodim/NurPhoto via Getty Images Ungverska stórliðið Pick Szeged hefur boðist til að kaupa upp samning Michael Apelgren, þjálfara sænska liðsins Sävehof. Apelgren er einn þeirra sem hefur sagst hafa áhuga á þjálfarastöðu íslenska karlalandsliðsins í handbolta. Frá þessu er greint á sænska miðlinum Aftonbladet. Þar kemur fram að ungverska liðið hafi boðist til að greiða Sävehof 1,1 milljón sænskra króna til að losa Apelgren undan samningi sínum, en það samsvarar tæplega 15 milljónum íslenskra króna. Í umfjöllun Aftonbladet kemur hins vegar einnig fram að Sävehof hafi hafnað tilboðinu. Juan Carlos Pastor er núverandi þjálfari Pick Szeged, en hann mun hætta með liðið að yfirstandandi tímabili loknu. Michael Apelgren är Pick Szegeds förstaval som efterträdare till legendaren Juan Carlos Pastor.Ungrarna har lagt miljonbud för att köpa loss Apelgren.Har aldrig hört talas om en sån här hög summa till en svensk klubb för en spelare eller tränare. https://t.co/hWDjQ4Qepf— Johan Flinck (@JohanFlinck) March 3, 2023 Hinn 38 ára gamli Apelgren er sem stendur þjálfari Sävehof í sænsku úrvalsdeildinni. Selfyssingurinn Tryggvi Þórisson leikur með liðinu, en Apelgren er einnig aðstoðarþjálfari sænska landsliðsins. Apelgren er einn þeirra sem hefur verið orðaður við starf þjálfara íslenska karlalandsliðsins í handbolta eftir að leiðir Guðmunduar Guðmundssonar skildu við liðið. Í samtali við Vísi í síðustu viku sagðist Apelgren að hann myndi að sjálfsögðu hlusta ef símtalið frá HSÍ kæmi. Apelgren hóf þjálfaraferil sinn sem spilandi þjálfari norska liðsins Elverum. Eftir tvö ár í þeirri stöðu lagði hann skóna á hilluna og einbeitti sér eingöngu að þjálfun. Alls gerði hann Elverum að norskum meisturum sex ár í röð. Hann tók við Sävehof árið 2020 og í samtali við Vísi seinasta sumar sagði Tryggvi Þórisson að þjálfarinn væri stór ástæða þess að hann hafi valið að ganga til liðs við félagið. Sävehof situr í öðru sæti sænsku úrvalsdeildarinnar með 37 stig eftir 23 leiki, þremur stigum á eftir toppliði Kristianstad. Handbolti Sænski handboltinn Landslið karla í handbolta Mest lesið Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Nýr Littler? Tólf ára vann heimsmeistarann Sport Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Markvörður City: „Liverpool ekki besti hlutinn af Bretlandi“ Enski boltinn Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Enski boltinn Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Handbolti Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti Fleiri fréttir Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Sjá meira
Frá þessu er greint á sænska miðlinum Aftonbladet. Þar kemur fram að ungverska liðið hafi boðist til að greiða Sävehof 1,1 milljón sænskra króna til að losa Apelgren undan samningi sínum, en það samsvarar tæplega 15 milljónum íslenskra króna. Í umfjöllun Aftonbladet kemur hins vegar einnig fram að Sävehof hafi hafnað tilboðinu. Juan Carlos Pastor er núverandi þjálfari Pick Szeged, en hann mun hætta með liðið að yfirstandandi tímabili loknu. Michael Apelgren är Pick Szegeds förstaval som efterträdare till legendaren Juan Carlos Pastor.Ungrarna har lagt miljonbud för att köpa loss Apelgren.Har aldrig hört talas om en sån här hög summa till en svensk klubb för en spelare eller tränare. https://t.co/hWDjQ4Qepf— Johan Flinck (@JohanFlinck) March 3, 2023 Hinn 38 ára gamli Apelgren er sem stendur þjálfari Sävehof í sænsku úrvalsdeildinni. Selfyssingurinn Tryggvi Þórisson leikur með liðinu, en Apelgren er einnig aðstoðarþjálfari sænska landsliðsins. Apelgren er einn þeirra sem hefur verið orðaður við starf þjálfara íslenska karlalandsliðsins í handbolta eftir að leiðir Guðmunduar Guðmundssonar skildu við liðið. Í samtali við Vísi í síðustu viku sagðist Apelgren að hann myndi að sjálfsögðu hlusta ef símtalið frá HSÍ kæmi. Apelgren hóf þjálfaraferil sinn sem spilandi þjálfari norska liðsins Elverum. Eftir tvö ár í þeirri stöðu lagði hann skóna á hilluna og einbeitti sér eingöngu að þjálfun. Alls gerði hann Elverum að norskum meisturum sex ár í röð. Hann tók við Sävehof árið 2020 og í samtali við Vísi seinasta sumar sagði Tryggvi Þórisson að þjálfarinn væri stór ástæða þess að hann hafi valið að ganga til liðs við félagið. Sävehof situr í öðru sæti sænsku úrvalsdeildarinnar með 37 stig eftir 23 leiki, þremur stigum á eftir toppliði Kristianstad.
Handbolti Sænski handboltinn Landslið karla í handbolta Mest lesið Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Nýr Littler? Tólf ára vann heimsmeistarann Sport Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Markvörður City: „Liverpool ekki besti hlutinn af Bretlandi“ Enski boltinn Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Enski boltinn Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Handbolti Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti Fleiri fréttir Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik