Snorri um fjölgun Valsara í landsliðinu: „Þetta gefur mér alveg fullt“ Sindri Sverrisson skrifar 7. mars 2023 12:00 Snorri Steinn Guðjónsson líflegur á hliðarlínunni hjá Val en Valsmenn hafa haft margar ástæður til að fagna síðustu misseri með Snorra í brúnni. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Nýliðarnir tveir í íslenska karlalandsliðinu í handbolta eru úr Val og stigu báðir sín fyrstu skref í meistaraflokki undir handleiðslu þjálfarans Snorra Steins Guðjónssonar. Snorri segir það viðurkenningu fyrir Valsliðið og sig sjálfan, og að það fylli hann stolti. Af sautján leikmönnum í íslenska hópnum sem mættur er til Tékklands, vegna einvígisins um efsta sæti í undanriðli EM, eru þrír sem spila á Íslandi og koma þeir allir úr Val. Björgvin Páll Gústavsson, samherji Snorra úr landsliðinu til margra ára, er langleikjahæstur í hópnum en einnig eru þar í fyrsta sinn hornamaðurinn Stiven Tobar Valencia og skyttan Arnór Snær Óskarsson sem bættist í hópinn rétt fyrir leikina tvo við Tékka. Viðurkenning fyrir liðið allt og mig Snorri segir það gera mikið fyrir sig að sjá Valsara fá tækifæri með landsliðinu, eins og Ýmir Örn Gíslason, Alexander Örn Júlíusson og Vignir Stefánsson hafa einnig gert. „Mér finnst það ótrúlega gaman og hefur alltaf fundist það. Það gefur mér sérstaklega mikið að sjá stráka sem ég hef tekið inn í meistaraflokkinn, stráka sem ég hef samt ekkert „búið til“ heldur aðrir í Val, verða fyrir valinu. Mér finnst það viðurkenning fyrir liðið allt og líka mig. Þetta gefur mér alveg fullt,“ segir Snorri. Valsmenn hafa rakað inn titlum síðustu misseri og komist í 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar, með Stiven, Arnór og að sjálfsögðu Björgvin í fantaformi. Það kemur svo í ljós á morgun hvort og hve mikinn þátt Valsararnir taka þátt í leiknum við Tékka ytra, en liðin mætast svo einnig í Laugardalshöll á sunnudag. Snorri hefur hvað helst verið orðaður við starf landsliðsþjálfara Íslands eftir brotthvarf Guðmundar Guðmundssonar og gæti því haldið áfram að þjálfa suma af leikmönnum sínum úr Val, fari svo að hann taki við landsliðinu. Í viðtali við Snorra sem birtist á Vísi í morgun sagði hann það vissulega draum sinn að þjálfa landsliðið en að það væri einnig draumur að þjálfa stórlið í Þýskalandi og Frakklandi. Hann hefur enn sem komið er ekki rætt við HSÍ en formaður sambandsins hefur gefið það út að farið verði á fullt í að finna nýjan þjálfara eftir leikina við Tékka, og að HSÍ ætli að gefa sér góðan tíma í málið. Valur Landslið karla í handbolta Mest lesið Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Nýr Littler? Tólf ára vann heimsmeistarann Sport Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Enski boltinn Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Enski boltinn Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Formúla 1 Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Handbolti Fleiri fréttir Hugsaði lítið og stressaði sig minna Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Sjá meira
Af sautján leikmönnum í íslenska hópnum sem mættur er til Tékklands, vegna einvígisins um efsta sæti í undanriðli EM, eru þrír sem spila á Íslandi og koma þeir allir úr Val. Björgvin Páll Gústavsson, samherji Snorra úr landsliðinu til margra ára, er langleikjahæstur í hópnum en einnig eru þar í fyrsta sinn hornamaðurinn Stiven Tobar Valencia og skyttan Arnór Snær Óskarsson sem bættist í hópinn rétt fyrir leikina tvo við Tékka. Viðurkenning fyrir liðið allt og mig Snorri segir það gera mikið fyrir sig að sjá Valsara fá tækifæri með landsliðinu, eins og Ýmir Örn Gíslason, Alexander Örn Júlíusson og Vignir Stefánsson hafa einnig gert. „Mér finnst það ótrúlega gaman og hefur alltaf fundist það. Það gefur mér sérstaklega mikið að sjá stráka sem ég hef tekið inn í meistaraflokkinn, stráka sem ég hef samt ekkert „búið til“ heldur aðrir í Val, verða fyrir valinu. Mér finnst það viðurkenning fyrir liðið allt og líka mig. Þetta gefur mér alveg fullt,“ segir Snorri. Valsmenn hafa rakað inn titlum síðustu misseri og komist í 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar, með Stiven, Arnór og að sjálfsögðu Björgvin í fantaformi. Það kemur svo í ljós á morgun hvort og hve mikinn þátt Valsararnir taka þátt í leiknum við Tékka ytra, en liðin mætast svo einnig í Laugardalshöll á sunnudag. Snorri hefur hvað helst verið orðaður við starf landsliðsþjálfara Íslands eftir brotthvarf Guðmundar Guðmundssonar og gæti því haldið áfram að þjálfa suma af leikmönnum sínum úr Val, fari svo að hann taki við landsliðinu. Í viðtali við Snorra sem birtist á Vísi í morgun sagði hann það vissulega draum sinn að þjálfa landsliðið en að það væri einnig draumur að þjálfa stórlið í Þýskalandi og Frakklandi. Hann hefur enn sem komið er ekki rætt við HSÍ en formaður sambandsins hefur gefið það út að farið verði á fullt í að finna nýjan þjálfara eftir leikina við Tékka, og að HSÍ ætli að gefa sér góðan tíma í málið.
Valur Landslið karla í handbolta Mest lesið Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Nýr Littler? Tólf ára vann heimsmeistarann Sport Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Enski boltinn Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Enski boltinn Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Formúla 1 Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Handbolti Fleiri fréttir Hugsaði lítið og stressaði sig minna Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik