Óperustjóri hafnar ásökunum um rasisma Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 9. mars 2023 17:58 Óperustjóri hafnar með öllu ásökunum um rasisma vegna leikgerva í sýningunni Madame Butterfly. Hár og búningar séu notaðir til að fanga tíðaranda þessa klassíska verks. Málið fór á flug eftir að Laura Liu, fiðluleikari í Sinfoníuhljómsveit Íslands gagnrýndi uppsetninguna á verkinu harðlega. Þar ásakar hún Óperuna um að sýna asískum menningararfi vanvirðingu með notkun á svokölluðu „yellowface“ þar sem förðun er beitt til þess að kalla fram áberandi útlitseinkenni fólks frá ákveðnum hlutum Asíu. Daniel Roh, kennari af kóresk-amerískum uppruna sem starfar á Íslandi gagnrýndi sýninguna einnig harðlega í pistli á vísi. Þar segir hann meðal annars: „Takið rasísku hárkollurnar af, niðurlægjandi andltsfarðann og litlu sniðugu yfirvaraskeggin. Segið leikurunum ykkar kannski að þeir þurfi ekki að píra augun svona mikið“ Steinunn Ragnarsdóttir, óperustjóri, segist hafa skilning á umræðunni en hafnar ásökunum um rasisma. „Þessi umræða er bara af hinu góða og mjög nauðsynleg. Það verður að hafa það í huga að þarna erum við að sviðsetja meira en aldargamalt skáldverk og tókum þá ákvörðun að fylgja línum höfundar við sviðsetninguna. Það var alveg skýrt frá uppphafi að það yrði ekkert „yellowface“ í þessari uppsetningu sem ekki er. Leiðin sem við förum til þess að gera sýninguna trúverðuga því hún gerist jú í Japan er í gegnum búninga og hár og svo notum við aldagamla hefð í leikhúsförðun, japanska hefð sem heitir kabúkí.“ Hún sé þó ekki að rengja upplifun þeirra sem hafa gagnrýnt uppsetninguna. Það sé vandmeðfarið að setja upp gömul verk. „Við erum að sýna þetta klassíska fallega verk og því hefur alveg verið varpað fram í umræðunni. Eigum við að sleppa því að sýna þessi verk. Það er mjög mikilvæg umræða líka, eigum við að aðlaga þau nútímagildum og breyta þeim svo þau séu örugglega ekki óþægileg fyrir neina? Það er líka verðug umræða. Hvernig gerum við það þá? Hver ákveður hvernig sú breyting á að eiga sér stað? þetta eru svo ótrúlega flóknir og margslungnir vinklar.“ Steinunn Birna ræddi málið nánar í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. „Víða erlendis er þetta viðkvæm umræða, eðli málsins samkvæmt. Það er gott að fá að deila því og leiðrétta að við notum ekki nálgunina sem kölluð er „yellow face“ í þessari uppfærslu, eins og gert var fyrir mörgum áratugum, þar sem hvítum andlitum var breytt í japönsk með því að breyta augunum og húðlitnum, heldur förum við aðra leið til þess að gera söngvarana trúverðuga. Hún segir aðstandendur verksins jafnframt hafa átt von á að þessi staða myndi koma upp. „Algjörlega. Vegna þess að víða í heiminum er jafnvel hætt við að sýna þessa óperu, sem er ótrúlegt synd af því að hún er svo falleg. Það er einmitt held ég umræðan sem við þurfum að taka, hvað viljum við gera? Viljum við ritskoða fortíðina og dauðhreinsa hana? Viljum við taka svona verk og flytja þau eins og þau voru samin eða eigum við að aðlaga þau að nútíma gildum og þá kannski breyta þeim heilmikið? Þetta er umræða sem er mjög mikilvægt að taka og ég persónulega er fylgjandi því að við fáum að sjá verkin eins og þau eru samin frá hendi höfunda. Þó að það sé eitthvað sem orkar tvímælis í okkar nútíma þá fáum við þó að minnsta kosti að sjá það og læra af fortíðinni, í stað þess að skrifa hana upp á nýtt og dauðhreinsa hana.“ Svo er þetta bara svo fín lína, þegar við erum komin í leikhúsið. Hvernig gerum við verk trúverðugt en jafnframt með framsetningu sem kemur ekki illa við neinn? Hver ákveður hvað er rétt? Þetta eru svo mörg grundvallaratriði sem þarf að skoða í stóra samhenginu og ég held að við náum kannski aldrei einhverjum einum samnefnara sem allir eru sammála um. Þá tekur Steinunn fram að við undirbúning á verkinu hafi verið kallaðir til sérfræðingar úr leikhúsheiminum, auk leikmanna af asískum uppruna, til þess að veita ráðleggingar. „Þeir voru allir sammála um að þessi leið sem við völdum og vorum að fara væri ekki móðgandi fyrir þessa þjóð og þennan kynþátt. Svo við töldum okkur nokkuð örugg, enda lögðum við virðingu fyrir þeirra menningu til grundvallar.“ Þá segist Steinunn geta fullyrt að andlitum hvítra í sýningunni hafi ekki verið breytt í japönsk með förðun. „Svo getur bara sitt sýnst hverjum, og það á að vera þannig. Leikhúsið á að vekja okkur til umhugsunar. Það veitir okkur ekki svörin en það skaffar spurningarnar. Þetta er mjög stór grundvallarspurning sem við sem manneskjur í sviðslistum þurfum líka bara að ræða og tjá okkur um og þar verða öll sjónarmið að koma fram.“ Aðspurð um hvernig hún vilji svara þeim sem hafa gagnrýnt sýninguna segir Steinunn: „Ég vil bara segja að ég skil að þetta gerist, og mig langar til að þau sjái sýninguna og komi til samtals við okkur, kannski eftir síðustu sýninguna, þannig að við getum sett okkur vel inn í þeirra sjónarmið. Af því að ég held að samtal sé ekki til alls fyrst, heldur til alls mikilvægt. Ég geri mér jafnframt grein fyrir að við getum aldrei sett neitt verk upp þannig að öllum líki og líklega er það eðli leikhússins að það mun alltaf eitthvað koma illa við einhvern.“ Sérðu fyrir þér að það verði gerðar einhverjar breytingar á verkinu á þessu stigi málsins? „Nei, vegna þess að það er til höfundaréttur á svona uppfærslum. Þetta er langt ferli, og við værum komin á svolítið skrítinn stað ef að listaverkum væri breytt í þessu samhengi af þessum ástæðum.“ Íslenska óperan Kynþáttafordómar Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Málið fór á flug eftir að Laura Liu, fiðluleikari í Sinfoníuhljómsveit Íslands gagnrýndi uppsetninguna á verkinu harðlega. Þar ásakar hún Óperuna um að sýna asískum menningararfi vanvirðingu með notkun á svokölluðu „yellowface“ þar sem förðun er beitt til þess að kalla fram áberandi útlitseinkenni fólks frá ákveðnum hlutum Asíu. Daniel Roh, kennari af kóresk-amerískum uppruna sem starfar á Íslandi gagnrýndi sýninguna einnig harðlega í pistli á vísi. Þar segir hann meðal annars: „Takið rasísku hárkollurnar af, niðurlægjandi andltsfarðann og litlu sniðugu yfirvaraskeggin. Segið leikurunum ykkar kannski að þeir þurfi ekki að píra augun svona mikið“ Steinunn Ragnarsdóttir, óperustjóri, segist hafa skilning á umræðunni en hafnar ásökunum um rasisma. „Þessi umræða er bara af hinu góða og mjög nauðsynleg. Það verður að hafa það í huga að þarna erum við að sviðsetja meira en aldargamalt skáldverk og tókum þá ákvörðun að fylgja línum höfundar við sviðsetninguna. Það var alveg skýrt frá uppphafi að það yrði ekkert „yellowface“ í þessari uppsetningu sem ekki er. Leiðin sem við förum til þess að gera sýninguna trúverðuga því hún gerist jú í Japan er í gegnum búninga og hár og svo notum við aldagamla hefð í leikhúsförðun, japanska hefð sem heitir kabúkí.“ Hún sé þó ekki að rengja upplifun þeirra sem hafa gagnrýnt uppsetninguna. Það sé vandmeðfarið að setja upp gömul verk. „Við erum að sýna þetta klassíska fallega verk og því hefur alveg verið varpað fram í umræðunni. Eigum við að sleppa því að sýna þessi verk. Það er mjög mikilvæg umræða líka, eigum við að aðlaga þau nútímagildum og breyta þeim svo þau séu örugglega ekki óþægileg fyrir neina? Það er líka verðug umræða. Hvernig gerum við það þá? Hver ákveður hvernig sú breyting á að eiga sér stað? þetta eru svo ótrúlega flóknir og margslungnir vinklar.“ Steinunn Birna ræddi málið nánar í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. „Víða erlendis er þetta viðkvæm umræða, eðli málsins samkvæmt. Það er gott að fá að deila því og leiðrétta að við notum ekki nálgunina sem kölluð er „yellow face“ í þessari uppfærslu, eins og gert var fyrir mörgum áratugum, þar sem hvítum andlitum var breytt í japönsk með því að breyta augunum og húðlitnum, heldur förum við aðra leið til þess að gera söngvarana trúverðuga. Hún segir aðstandendur verksins jafnframt hafa átt von á að þessi staða myndi koma upp. „Algjörlega. Vegna þess að víða í heiminum er jafnvel hætt við að sýna þessa óperu, sem er ótrúlegt synd af því að hún er svo falleg. Það er einmitt held ég umræðan sem við þurfum að taka, hvað viljum við gera? Viljum við ritskoða fortíðina og dauðhreinsa hana? Viljum við taka svona verk og flytja þau eins og þau voru samin eða eigum við að aðlaga þau að nútíma gildum og þá kannski breyta þeim heilmikið? Þetta er umræða sem er mjög mikilvægt að taka og ég persónulega er fylgjandi því að við fáum að sjá verkin eins og þau eru samin frá hendi höfunda. Þó að það sé eitthvað sem orkar tvímælis í okkar nútíma þá fáum við þó að minnsta kosti að sjá það og læra af fortíðinni, í stað þess að skrifa hana upp á nýtt og dauðhreinsa hana.“ Svo er þetta bara svo fín lína, þegar við erum komin í leikhúsið. Hvernig gerum við verk trúverðugt en jafnframt með framsetningu sem kemur ekki illa við neinn? Hver ákveður hvað er rétt? Þetta eru svo mörg grundvallaratriði sem þarf að skoða í stóra samhenginu og ég held að við náum kannski aldrei einhverjum einum samnefnara sem allir eru sammála um. Þá tekur Steinunn fram að við undirbúning á verkinu hafi verið kallaðir til sérfræðingar úr leikhúsheiminum, auk leikmanna af asískum uppruna, til þess að veita ráðleggingar. „Þeir voru allir sammála um að þessi leið sem við völdum og vorum að fara væri ekki móðgandi fyrir þessa þjóð og þennan kynþátt. Svo við töldum okkur nokkuð örugg, enda lögðum við virðingu fyrir þeirra menningu til grundvallar.“ Þá segist Steinunn geta fullyrt að andlitum hvítra í sýningunni hafi ekki verið breytt í japönsk með förðun. „Svo getur bara sitt sýnst hverjum, og það á að vera þannig. Leikhúsið á að vekja okkur til umhugsunar. Það veitir okkur ekki svörin en það skaffar spurningarnar. Þetta er mjög stór grundvallarspurning sem við sem manneskjur í sviðslistum þurfum líka bara að ræða og tjá okkur um og þar verða öll sjónarmið að koma fram.“ Aðspurð um hvernig hún vilji svara þeim sem hafa gagnrýnt sýninguna segir Steinunn: „Ég vil bara segja að ég skil að þetta gerist, og mig langar til að þau sjái sýninguna og komi til samtals við okkur, kannski eftir síðustu sýninguna, þannig að við getum sett okkur vel inn í þeirra sjónarmið. Af því að ég held að samtal sé ekki til alls fyrst, heldur til alls mikilvægt. Ég geri mér jafnframt grein fyrir að við getum aldrei sett neitt verk upp þannig að öllum líki og líklega er það eðli leikhússins að það mun alltaf eitthvað koma illa við einhvern.“ Sérðu fyrir þér að það verði gerðar einhverjar breytingar á verkinu á þessu stigi málsins? „Nei, vegna þess að það er til höfundaréttur á svona uppfærslum. Þetta er langt ferli, og við værum komin á svolítið skrítinn stað ef að listaverkum væri breytt í þessu samhengi af þessum ástæðum.“
Íslenska óperan Kynþáttafordómar Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira