Umfjöllun og viðtöl: ÍR - KR 82-85 | Fallnir KR-ingar settu stórt strik í reikninginn hjá Breiðhyltingum Jón Már Ferro skrifar 9. mars 2023 22:06 VÍSIR/HULDA MARGRÉT KR vann þriggja stiga sigur á ÍR í Subway-deild karla í kvöld. Áður en leiknum lauk var ljóst að KR væri fallið úr deildinni en Vesturbæingar létu það ekki á sig fá og unnu súrsætan sigur. Staðan fyrir leikinn í kvöld var ansi svört fyrir KR-inga. Þeir þurftu að vinna alla fjóra leikina sem þeir áttu eftir og treysta á að Stjarnan tapaði sínum. Þegar liðið var á leikinn í Breiðholti kom hins vegar í ljós að Stjarnan vann sigur á Blikum og KR því fallið. Þrátt fyrir það héldu þeir áfram að velgja ÍR-ingum undir uggum og voru að spila vel. Vesturbæingar voru sterkir á lokakaflanum á meðan ÍR-ingar fóru frekar illa að ráði sér, hittu lítið og gáfu KR-ingum víti. Að lokum fagnaði KR 85-82 sigri en er þrátt fyrir það fallið úr Subway-deildinni. Tapið setur ÍR-inga í slæm mál. Þeir eru í fallsæti, fjórum stigum á eftir Hetti en liðin mætast í lokaumferðinni. ÍR byrjaði leikinn betur og komst í góða forystu á fyrstu mínútunum. KR-ingar voru fljótir að taka við sér og þegar fyrsti leikhluti var allur var staðan 26-23 fyrir ÍR. Þegar liðin gengu til búningsklefa í hálfleik var staðan 46-44. Undir lok fyrri hálfleiks var líkt og búið væri að múra fyrir körfurnar. Boltinn vildi ekki ofan í. ÍR var skrefi á undan allan fyrri hálfleikinn en KR lét ekki segjast og hélt sér inni í leiknum. Þegar nokkrar mínútur voru búnar af seinni hálfleik komst KR yfir í fyrsta skipti í leiknum. Sú forysta varði ekki lengi því aftur tók ÍR við forystunni. Hvorugt liðið gaf sig og staðan var jöfn þegar tvær mínútur voru eftir. Þær mínútur áttu eftir að reynast ÍR dýrkeyptar því pressan fór alveg með þá og á endanum vann KR sigur í þessum mikla baráttu leik. Af hverju vann KR? KR var betri aðilinn á lokamínútum leiksins. Fram að lokakaflanum hafði ÍR yfirhöndina en KR var aldrei langt undan. ÍR-ingar gátu einfaldlega ekki skorað í lokinn og klúðruði leiknum. Það gæti reynst þeim dýrkeypt í framhaldinu. Mögulega hjálpaði KR-ingum að vera pressulausir í lokinn. ÍR vissi aftur á móti af mikilvægi leiksins. Það gæti hafa tekið þá á taugum. Hverjir stóðu upp úr? Fyrir KR voru fjórir leikmenn sem stóðu upp úr. Þorvaldur Orri Árnason var besti maður vallarins, skoraði 20 stig, tók 11 fráköst og var með þrjár stoðsendingar. Justas Tamulis skoraði einnig 20 stig, tók tvö fráköst og var með tvær stoðsendingar. Aapeli Elemeri Ristonpoika Alanen, skoraði 14 stig og tók 10 fráköst. Antonio Deshon Williams skoraði 13 stig, tók 7 fráköst og var með 4 stoðsendingar. Hjá ÍR voru einnig fjórir leikmenn sem stóðu upp úr. Sigvaldi Eggertsson skoraði 16 stig og tók 5 fráköst. Hákon Örn Hjálmarsson skoraði 15 stig, tók 4 fráköst og var með tvær stoðsendingar. Taylor Maurice Johns skoraði 9, tók 18 fráköst og var með 10 stoðsendingar. Collin Anthony Pryor skoraði 18, tók 8 fráköst og var með eina stoðsendingu. Hvað gekk illa? ÍR-ingum gekk hræðilega að skora á loka mínútum leiksins og klúðruðu leiknum. Hvað gerist næst? ÍR á fyrir höndum erfitt verkefni þegar þeir mæta Val á Hlíðarenda fimmtudaginn 16.mars kl 19:15. KR fær Njarðvíkinga í heimsókn klukkutíma áður á Meistaravöllum. Þeir vilja eflaust vinna sinn þriðja leik í röð og fara niður um deild með reisn. Ísak Máni Wíum: Látum allskonar menn labba framhjá okkur Ísak Máni Wium, þjálfari ÍRVísir/Bára Dröfn Ísak Máni Wíum, þjálfari ÍR, talaði ekki undir rós eftir leik. „Ég vil biðja fólkið sem mætti hingað afsökunar. Mér fannst við ömurlegir. Þú segir að við eigum ennþá séns. Mér fannst við spila eins og við værum liðið sem væri fallið. Orkulausir og baráttulausir. Sem er svo langt í frá það sem einkenndi síðasta leik. Við létum allskonar menn labba framhjá okkur einn á einn, þegar við héldum besta Bandaríkjamanni deildarinnnar frá okkur í síðasta leik. Þetta var drullu lélegt og sorglegt." Ísak gaf lítið fyrir að hans lið væri þreytt. Hann var ósáttur með ákefðina hjá sínum mönnum. „Ég væri nú eiginlega algjör aumingi ef ég myndi mæta í viðtal í mars og segja að við værum þreyttari en önnur lið. Við náðum góðu áhlaupi í byrjun svo var þetta stál í stál allan tímann. Mér fannst þetta vera leikur sem við vorum skrefi á eftir í öllu. Það lýsir sér kannski best í þessum þremur sóknarfrákastavillum sem við fáum á okkur lokin." Í komandi leikjum við Ísak að sínir menn síni sama viðhorf í síðasta leik en ekki það sem það bauð upp á í kvöld. Justas Tamulis: Ég er ekki að horfa á tölfræðina Justas Tamulis, leikmaður KR.Vísir/Vilhelm Justas Tamulis, leikmaður KR, var sáttur með sigurinn þrátt fyrir fallið. „Þetta var erfiður og jafn leikur sem við unnum á endanum. Öll fráköst skiptu miklu máli því leikurinn var jafn nánast allar 40 mínúturnar. Á endanum unnum við leikinn þannig ég er ánægður." KR hefur unnið síðustu tvo leiki og spilað mun betur en í nánast allan vetur. „Það urðu mikið af mannabreytingum. Svo æfðum við vel í landsleikjahléinu og undirbjuggum okkur fyrir þessa leiki. Þetta er uppskeran." KR-ingar eru ákveðnir í að spila eins vel og þeir geta í þeim leikjum sem eftir eru. „Við ætlum að taka einn leik í einu og horfa fram veginn. Það er vika í næsta leik þannig við getum undirbúið hann vel. Vonandi nýtum við tímann vel og verðum tilbúnir." Justas vill frekar einbeita sér að liðinu heldur en sjálfum sér. Þrátt fyrir það er ljóst að leikmenn liðsins vilja eflaust sanna sig. „Ég er ekki að horfa á tölfræðina. Við unnum og þess vegna er ég glaður. Sérstaklega á þessari stundu. Við verðum að vinna alla leiki. Það sama á við um framtíðina. Þetta kemur allt í ljós." Justas vildi ekkert tjá sig um hvað hann ætlar að gera eftir að tímabilinu líkur. „Í rauninni ekki. Ég er að hugsa um núið. Það er erfitt að segja, því tímabilið er ennþá í gangi. Ég vil vera með hugann við þetta verkefni. Eftir tímabil munum við sjá hvað gerist." Subway-deild karla ÍR KR Tengdar fréttir Helgi Már: Þetta er óásættanlegt fyrir KR KR vann ÍR í jöfnum leik í Skógarseli í kvöld. Fyrir leikinn var ljóst að KR gæti fallið úr Subway-deild karla þrátt fyrir sigur. Til þess þurfti Stjarnan að vinna Breiðablik, sem þeir gerðu og því er stórveldið úr Vesturbæ fallið niður um deild. 9. mars 2023 23:49
KR vann þriggja stiga sigur á ÍR í Subway-deild karla í kvöld. Áður en leiknum lauk var ljóst að KR væri fallið úr deildinni en Vesturbæingar létu það ekki á sig fá og unnu súrsætan sigur. Staðan fyrir leikinn í kvöld var ansi svört fyrir KR-inga. Þeir þurftu að vinna alla fjóra leikina sem þeir áttu eftir og treysta á að Stjarnan tapaði sínum. Þegar liðið var á leikinn í Breiðholti kom hins vegar í ljós að Stjarnan vann sigur á Blikum og KR því fallið. Þrátt fyrir það héldu þeir áfram að velgja ÍR-ingum undir uggum og voru að spila vel. Vesturbæingar voru sterkir á lokakaflanum á meðan ÍR-ingar fóru frekar illa að ráði sér, hittu lítið og gáfu KR-ingum víti. Að lokum fagnaði KR 85-82 sigri en er þrátt fyrir það fallið úr Subway-deildinni. Tapið setur ÍR-inga í slæm mál. Þeir eru í fallsæti, fjórum stigum á eftir Hetti en liðin mætast í lokaumferðinni. ÍR byrjaði leikinn betur og komst í góða forystu á fyrstu mínútunum. KR-ingar voru fljótir að taka við sér og þegar fyrsti leikhluti var allur var staðan 26-23 fyrir ÍR. Þegar liðin gengu til búningsklefa í hálfleik var staðan 46-44. Undir lok fyrri hálfleiks var líkt og búið væri að múra fyrir körfurnar. Boltinn vildi ekki ofan í. ÍR var skrefi á undan allan fyrri hálfleikinn en KR lét ekki segjast og hélt sér inni í leiknum. Þegar nokkrar mínútur voru búnar af seinni hálfleik komst KR yfir í fyrsta skipti í leiknum. Sú forysta varði ekki lengi því aftur tók ÍR við forystunni. Hvorugt liðið gaf sig og staðan var jöfn þegar tvær mínútur voru eftir. Þær mínútur áttu eftir að reynast ÍR dýrkeyptar því pressan fór alveg með þá og á endanum vann KR sigur í þessum mikla baráttu leik. Af hverju vann KR? KR var betri aðilinn á lokamínútum leiksins. Fram að lokakaflanum hafði ÍR yfirhöndina en KR var aldrei langt undan. ÍR-ingar gátu einfaldlega ekki skorað í lokinn og klúðruði leiknum. Það gæti reynst þeim dýrkeypt í framhaldinu. Mögulega hjálpaði KR-ingum að vera pressulausir í lokinn. ÍR vissi aftur á móti af mikilvægi leiksins. Það gæti hafa tekið þá á taugum. Hverjir stóðu upp úr? Fyrir KR voru fjórir leikmenn sem stóðu upp úr. Þorvaldur Orri Árnason var besti maður vallarins, skoraði 20 stig, tók 11 fráköst og var með þrjár stoðsendingar. Justas Tamulis skoraði einnig 20 stig, tók tvö fráköst og var með tvær stoðsendingar. Aapeli Elemeri Ristonpoika Alanen, skoraði 14 stig og tók 10 fráköst. Antonio Deshon Williams skoraði 13 stig, tók 7 fráköst og var með 4 stoðsendingar. Hjá ÍR voru einnig fjórir leikmenn sem stóðu upp úr. Sigvaldi Eggertsson skoraði 16 stig og tók 5 fráköst. Hákon Örn Hjálmarsson skoraði 15 stig, tók 4 fráköst og var með tvær stoðsendingar. Taylor Maurice Johns skoraði 9, tók 18 fráköst og var með 10 stoðsendingar. Collin Anthony Pryor skoraði 18, tók 8 fráköst og var með eina stoðsendingu. Hvað gekk illa? ÍR-ingum gekk hræðilega að skora á loka mínútum leiksins og klúðruðu leiknum. Hvað gerist næst? ÍR á fyrir höndum erfitt verkefni þegar þeir mæta Val á Hlíðarenda fimmtudaginn 16.mars kl 19:15. KR fær Njarðvíkinga í heimsókn klukkutíma áður á Meistaravöllum. Þeir vilja eflaust vinna sinn þriðja leik í röð og fara niður um deild með reisn. Ísak Máni Wíum: Látum allskonar menn labba framhjá okkur Ísak Máni Wium, þjálfari ÍRVísir/Bára Dröfn Ísak Máni Wíum, þjálfari ÍR, talaði ekki undir rós eftir leik. „Ég vil biðja fólkið sem mætti hingað afsökunar. Mér fannst við ömurlegir. Þú segir að við eigum ennþá séns. Mér fannst við spila eins og við værum liðið sem væri fallið. Orkulausir og baráttulausir. Sem er svo langt í frá það sem einkenndi síðasta leik. Við létum allskonar menn labba framhjá okkur einn á einn, þegar við héldum besta Bandaríkjamanni deildarinnnar frá okkur í síðasta leik. Þetta var drullu lélegt og sorglegt." Ísak gaf lítið fyrir að hans lið væri þreytt. Hann var ósáttur með ákefðina hjá sínum mönnum. „Ég væri nú eiginlega algjör aumingi ef ég myndi mæta í viðtal í mars og segja að við værum þreyttari en önnur lið. Við náðum góðu áhlaupi í byrjun svo var þetta stál í stál allan tímann. Mér fannst þetta vera leikur sem við vorum skrefi á eftir í öllu. Það lýsir sér kannski best í þessum þremur sóknarfrákastavillum sem við fáum á okkur lokin." Í komandi leikjum við Ísak að sínir menn síni sama viðhorf í síðasta leik en ekki það sem það bauð upp á í kvöld. Justas Tamulis: Ég er ekki að horfa á tölfræðina Justas Tamulis, leikmaður KR.Vísir/Vilhelm Justas Tamulis, leikmaður KR, var sáttur með sigurinn þrátt fyrir fallið. „Þetta var erfiður og jafn leikur sem við unnum á endanum. Öll fráköst skiptu miklu máli því leikurinn var jafn nánast allar 40 mínúturnar. Á endanum unnum við leikinn þannig ég er ánægður." KR hefur unnið síðustu tvo leiki og spilað mun betur en í nánast allan vetur. „Það urðu mikið af mannabreytingum. Svo æfðum við vel í landsleikjahléinu og undirbjuggum okkur fyrir þessa leiki. Þetta er uppskeran." KR-ingar eru ákveðnir í að spila eins vel og þeir geta í þeim leikjum sem eftir eru. „Við ætlum að taka einn leik í einu og horfa fram veginn. Það er vika í næsta leik þannig við getum undirbúið hann vel. Vonandi nýtum við tímann vel og verðum tilbúnir." Justas vill frekar einbeita sér að liðinu heldur en sjálfum sér. Þrátt fyrir það er ljóst að leikmenn liðsins vilja eflaust sanna sig. „Ég er ekki að horfa á tölfræðina. Við unnum og þess vegna er ég glaður. Sérstaklega á þessari stundu. Við verðum að vinna alla leiki. Það sama á við um framtíðina. Þetta kemur allt í ljós." Justas vildi ekkert tjá sig um hvað hann ætlar að gera eftir að tímabilinu líkur. „Í rauninni ekki. Ég er að hugsa um núið. Það er erfitt að segja, því tímabilið er ennþá í gangi. Ég vil vera með hugann við þetta verkefni. Eftir tímabil munum við sjá hvað gerist."
Subway-deild karla ÍR KR Tengdar fréttir Helgi Már: Þetta er óásættanlegt fyrir KR KR vann ÍR í jöfnum leik í Skógarseli í kvöld. Fyrir leikinn var ljóst að KR gæti fallið úr Subway-deild karla þrátt fyrir sigur. Til þess þurfti Stjarnan að vinna Breiðablik, sem þeir gerðu og því er stórveldið úr Vesturbæ fallið niður um deild. 9. mars 2023 23:49
Helgi Már: Þetta er óásættanlegt fyrir KR KR vann ÍR í jöfnum leik í Skógarseli í kvöld. Fyrir leikinn var ljóst að KR gæti fallið úr Subway-deild karla þrátt fyrir sigur. Til þess þurfti Stjarnan að vinna Breiðablik, sem þeir gerðu og því er stórveldið úr Vesturbæ fallið niður um deild. 9. mars 2023 23:49
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti