Tyrkir sagðir ætla að samþykkja umsókn Finna Samúel Karl Ólason skrifar 15. mars 2023 16:48 Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, mun taka á móti forseta Finnlands á morgun og er talið að hann muni tilkynna honum að umsókn Finna um inngöngu í NATO verði samþykkt. AP/Burhan Ozbilici Útlit er fyrir að yfirvöld í Tyrklandi ætli að samþykkja aðildarumsókn Finna í Atlantshafsbandalagið á næstu vikum en forseti Finnlands mun fara til Tyrklands á morgun. Tyrkir ætla þó ekki að samþykkja umsókn Svía að svo stöddu. Finnar og Svíar sóttu saman um aðild að Atlantshafsbandalaginu í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu og hafa viljað fá inngöngu saman. Það hefur þó gengið erfiðlega og þá að miklu leyti vegna mótmæla yfirvalda í Tyrklandi gegn inngöngu Svía en Tyrkir saka Svía meðal annars um að hýsa hryðjuverkamenn. Tyrkir hafa krafist þess að fá sænska Kúrda framselda til Tyrklands og aðila sem þeir segja tengjast valdaránstilraun árið 2016. Bæði Finnar og Svíar hafa að einhverju leyti komið til móts við Tyrki og meðal annars aflétt vopnasölubanni sem sett var á Tyrki eftir innrás þeirra í Sýrland árið 2019. Heimildarmenn Reuters fréttaveitunnar í Tyrklandi segja að ákvörðun hafi verið tekin um að fjalla um umsóknir Finna og Svía í sitthvoru lagi. Að umsókn Finna gæti verið samþykkt fyrir kosningarnar í Tyrklandi í maí. Eins og fram kemur í frétt YLE, finnska ríkisútvarpsins, mun Sauli Niinistö, forseti Finnlands, ferðast til Tyrklands á morgun og hitta þar Erdogan. Niinistö á von á því að honum verði tilkynnt að umsókn Finna verði samþykkt en heimildarmenn YLE segja að forsetinn muni samþykkja lagafrumvarp um aðild Finnlands að NATO í næstu viku. Yfirvöld í Ungverjalandi eiga einnig eftir að samþykkja umsóknirnar, eða hafna þeim, en öll önnur aðildarríki NATO hafa samþykkt þær. Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, sagði í gær að líkurnar á því að Finnland muni ganga í NATO á undan Svíþjóð hafi aukist. Það er eftir að erindrekar Finnlands og Svíþjóðar ræddu við erindreka Tyrklands í Brussel fyrr í vikunni. Finnland Tyrkland Svíþjóð NATO Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Finnar byrja að girða sig af frá Rússlandi Framkvæmdir við girðingu á hluta landamæra Finnlands og Rússlands eru hafnar. Finnska landamærastofnunin segir að girðingin verði þriggja metra há með gaddavír ofan á henni. Tilgangurinn sé að tryggja landamærin frekar. 1. mars 2023 10:14 Vilja aftur funda með Svíum um NATO-aðild Tyrknesk stjórnvöld hafa tilkynnt að til standi að halda fleiri fundi með fulltrúum sænskra og finnskra stjórnvalda um NATO-aðild þeirra. Mevlüt Cavusoglu, utanríkisráðherra Tyrklands, greindi frá þessu í morgun. 20. febrúar 2023 10:12 Finnland og Svíþjóð ætli hönd í hönd í NATO Finnland og Svíþjóð stefna enn að því að ganga í Atlantshafsbandalagið, NATO, á sama tíma, þrátt fyrir andstöðu Tyrkja við aðild Svía að bandalaginu. Þetta ítrekuðu forsætisráðherrar ríkjanna tveggja á blaðamannafundi í Stokkhólmi í dag. 2. febrúar 2023 19:40 Segir Tyrki mögulega munu hleypa Finnum inn án Svía Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti segir Tyrki mögulega munu leggja blessun sína yfir aðildarumsókn Finna að Atlantshafsbandalaginu án þess að samþykkja að hleypa Svíum inn á sama tíma. 30. janúar 2023 08:14 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Finnar og Svíar sóttu saman um aðild að Atlantshafsbandalaginu í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu og hafa viljað fá inngöngu saman. Það hefur þó gengið erfiðlega og þá að miklu leyti vegna mótmæla yfirvalda í Tyrklandi gegn inngöngu Svía en Tyrkir saka Svía meðal annars um að hýsa hryðjuverkamenn. Tyrkir hafa krafist þess að fá sænska Kúrda framselda til Tyrklands og aðila sem þeir segja tengjast valdaránstilraun árið 2016. Bæði Finnar og Svíar hafa að einhverju leyti komið til móts við Tyrki og meðal annars aflétt vopnasölubanni sem sett var á Tyrki eftir innrás þeirra í Sýrland árið 2019. Heimildarmenn Reuters fréttaveitunnar í Tyrklandi segja að ákvörðun hafi verið tekin um að fjalla um umsóknir Finna og Svía í sitthvoru lagi. Að umsókn Finna gæti verið samþykkt fyrir kosningarnar í Tyrklandi í maí. Eins og fram kemur í frétt YLE, finnska ríkisútvarpsins, mun Sauli Niinistö, forseti Finnlands, ferðast til Tyrklands á morgun og hitta þar Erdogan. Niinistö á von á því að honum verði tilkynnt að umsókn Finna verði samþykkt en heimildarmenn YLE segja að forsetinn muni samþykkja lagafrumvarp um aðild Finnlands að NATO í næstu viku. Yfirvöld í Ungverjalandi eiga einnig eftir að samþykkja umsóknirnar, eða hafna þeim, en öll önnur aðildarríki NATO hafa samþykkt þær. Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, sagði í gær að líkurnar á því að Finnland muni ganga í NATO á undan Svíþjóð hafi aukist. Það er eftir að erindrekar Finnlands og Svíþjóðar ræddu við erindreka Tyrklands í Brussel fyrr í vikunni.
Finnland Tyrkland Svíþjóð NATO Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Finnar byrja að girða sig af frá Rússlandi Framkvæmdir við girðingu á hluta landamæra Finnlands og Rússlands eru hafnar. Finnska landamærastofnunin segir að girðingin verði þriggja metra há með gaddavír ofan á henni. Tilgangurinn sé að tryggja landamærin frekar. 1. mars 2023 10:14 Vilja aftur funda með Svíum um NATO-aðild Tyrknesk stjórnvöld hafa tilkynnt að til standi að halda fleiri fundi með fulltrúum sænskra og finnskra stjórnvalda um NATO-aðild þeirra. Mevlüt Cavusoglu, utanríkisráðherra Tyrklands, greindi frá þessu í morgun. 20. febrúar 2023 10:12 Finnland og Svíþjóð ætli hönd í hönd í NATO Finnland og Svíþjóð stefna enn að því að ganga í Atlantshafsbandalagið, NATO, á sama tíma, þrátt fyrir andstöðu Tyrkja við aðild Svía að bandalaginu. Þetta ítrekuðu forsætisráðherrar ríkjanna tveggja á blaðamannafundi í Stokkhólmi í dag. 2. febrúar 2023 19:40 Segir Tyrki mögulega munu hleypa Finnum inn án Svía Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti segir Tyrki mögulega munu leggja blessun sína yfir aðildarumsókn Finna að Atlantshafsbandalaginu án þess að samþykkja að hleypa Svíum inn á sama tíma. 30. janúar 2023 08:14 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Finnar byrja að girða sig af frá Rússlandi Framkvæmdir við girðingu á hluta landamæra Finnlands og Rússlands eru hafnar. Finnska landamærastofnunin segir að girðingin verði þriggja metra há með gaddavír ofan á henni. Tilgangurinn sé að tryggja landamærin frekar. 1. mars 2023 10:14
Vilja aftur funda með Svíum um NATO-aðild Tyrknesk stjórnvöld hafa tilkynnt að til standi að halda fleiri fundi með fulltrúum sænskra og finnskra stjórnvalda um NATO-aðild þeirra. Mevlüt Cavusoglu, utanríkisráðherra Tyrklands, greindi frá þessu í morgun. 20. febrúar 2023 10:12
Finnland og Svíþjóð ætli hönd í hönd í NATO Finnland og Svíþjóð stefna enn að því að ganga í Atlantshafsbandalagið, NATO, á sama tíma, þrátt fyrir andstöðu Tyrkja við aðild Svía að bandalaginu. Þetta ítrekuðu forsætisráðherrar ríkjanna tveggja á blaðamannafundi í Stokkhólmi í dag. 2. febrúar 2023 19:40
Segir Tyrki mögulega munu hleypa Finnum inn án Svía Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti segir Tyrki mögulega munu leggja blessun sína yfir aðildarumsókn Finna að Atlantshafsbandalaginu án þess að samþykkja að hleypa Svíum inn á sama tíma. 30. janúar 2023 08:14