Umfjöllun: Liechtenstein - Ísland 0-7 | Fyrirliðinn gerði þrennu í markasúpu Andri Már Eggertsson skrifar 26. mars 2023 17:55 Markaveisla. Strákarnir fagna einu af mörgum mörkum sínum í dag. vísir/getty Ísland svaraði fyrir tapið gegn Bosníu með 0-7 sigri á Liechtenstein. Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands, gerði þrennu. Davíð Kristján, Hákon Arnar og Mikael Egill skoruðu allir sitt fyrsta landsliðsmark. Davíð Kristján Ólafsson tók mikla pressu af liðinu þegar hann braut ísinn á þriðju mínútu. Skot Davíðs fór í varnarmann og breytti um stefnu og endaði í markinu. Þetta var fyrsta landsliðsmark Davíðs Kristjáns. Eins og við var að búast fyrir leik þá var íslenska liðið meira með boltann og heimamenn voru í skotgröfunum með allt liðið á bakvið boltann. Ísland var 73 prósent með boltann í fyrri hálfleik. Það kom langur kafli í fyrri hálfleik þar sem það vantaði þessa úrslita sendingu til að búa til færi. Aron Einar Gunnarsson kom síðan með frábæra sendingu inn í teig beint á Hákon Arnar Haraldsson sem tók boltann niður og skoraði sitt fyrsta landsliðsmark. Hákon Arnar skoraði síðan aftur skömmu seinna eftir laglegt þríhyrningaspil við Arnór Sigurðsson. Dómarinn kíkti í skjáinn og dæmdi markið af þar sem Hákon steig á varnarmann Liechtenstein. Benjamin Büchel varði tvisvar afar vel undir lok fyrri hálfleiks og sá til þess að mörk Íslands yrðu ekki fleiri í fyrri hálfleik. Staðan í hálfleik var 0-2. Ísland byrjaði seinni hálfleik eins og þann fyrri með því að skora. Fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson sem var í leikbanni gegn Bosníu í síðasta leik stangaði hornspyrnu Jóns Dags í markið. Aron spilaði afar vel í leiknum og kom að fimm mörkum Íslands þrátt fyrir að vera í miðverði. Aron Einar var síðan aftur á ferðinni tuttugu mínútum síðar þar sem hann skallaði hornspyrnu Jóns Dags í markið. Tæplega fimm mínútum síðar sótti Andri Lucas Guðjohnsen nokkuð ódýra vítaspyrnu en Aron Sele felldi Andra klaufalega. Það var auðvitað bara einn maður sem var að fara taka þessa vítaspyrnu. Aron Einar Gunnarsson fullkomnaði þrennu sína með marki úr vítaspyrnu þar sem hann skaut ofarlega í vinstra hornið. Þrenna hjá fyrirliðanum sem bað um verðskuldaða skiptingu í kjölfarið. Ísland hélt áfram að bæta við mörkum og skoruðu tvö mörk á síðustu fimm mínútunum. Andri Lucas Guðjohnsen var vel staðsettur á fjærstöng og skoraði sjötta mark leiksins af stuttu færi. Tæplega tveimur mínútum síðar skoraði Mikael Egill Ellertsson sitt fyrsta landsliðsmark og sjöunda marka Íslands. Jón Dagur átti þá fyrirgjöf inn í teig sem Mikael kláraði með marki. Fleiri urðu mörkin ekki og stærsti sigur Íslands í mótsleik staðreynd. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi
Ísland svaraði fyrir tapið gegn Bosníu með 0-7 sigri á Liechtenstein. Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands, gerði þrennu. Davíð Kristján, Hákon Arnar og Mikael Egill skoruðu allir sitt fyrsta landsliðsmark. Davíð Kristján Ólafsson tók mikla pressu af liðinu þegar hann braut ísinn á þriðju mínútu. Skot Davíðs fór í varnarmann og breytti um stefnu og endaði í markinu. Þetta var fyrsta landsliðsmark Davíðs Kristjáns. Eins og við var að búast fyrir leik þá var íslenska liðið meira með boltann og heimamenn voru í skotgröfunum með allt liðið á bakvið boltann. Ísland var 73 prósent með boltann í fyrri hálfleik. Það kom langur kafli í fyrri hálfleik þar sem það vantaði þessa úrslita sendingu til að búa til færi. Aron Einar Gunnarsson kom síðan með frábæra sendingu inn í teig beint á Hákon Arnar Haraldsson sem tók boltann niður og skoraði sitt fyrsta landsliðsmark. Hákon Arnar skoraði síðan aftur skömmu seinna eftir laglegt þríhyrningaspil við Arnór Sigurðsson. Dómarinn kíkti í skjáinn og dæmdi markið af þar sem Hákon steig á varnarmann Liechtenstein. Benjamin Büchel varði tvisvar afar vel undir lok fyrri hálfleiks og sá til þess að mörk Íslands yrðu ekki fleiri í fyrri hálfleik. Staðan í hálfleik var 0-2. Ísland byrjaði seinni hálfleik eins og þann fyrri með því að skora. Fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson sem var í leikbanni gegn Bosníu í síðasta leik stangaði hornspyrnu Jóns Dags í markið. Aron spilaði afar vel í leiknum og kom að fimm mörkum Íslands þrátt fyrir að vera í miðverði. Aron Einar var síðan aftur á ferðinni tuttugu mínútum síðar þar sem hann skallaði hornspyrnu Jóns Dags í markið. Tæplega fimm mínútum síðar sótti Andri Lucas Guðjohnsen nokkuð ódýra vítaspyrnu en Aron Sele felldi Andra klaufalega. Það var auðvitað bara einn maður sem var að fara taka þessa vítaspyrnu. Aron Einar Gunnarsson fullkomnaði þrennu sína með marki úr vítaspyrnu þar sem hann skaut ofarlega í vinstra hornið. Þrenna hjá fyrirliðanum sem bað um verðskuldaða skiptingu í kjölfarið. Ísland hélt áfram að bæta við mörkum og skoruðu tvö mörk á síðustu fimm mínútunum. Andri Lucas Guðjohnsen var vel staðsettur á fjærstöng og skoraði sjötta mark leiksins af stuttu færi. Tæplega tveimur mínútum síðar skoraði Mikael Egill Ellertsson sitt fyrsta landsliðsmark og sjöunda marka Íslands. Jón Dagur átti þá fyrirgjöf inn í teig sem Mikael kláraði með marki. Fleiri urðu mörkin ekki og stærsti sigur Íslands í mótsleik staðreynd.
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti