Gylfi laus allra mála Sindri Sverrisson skrifar 14. apríl 2023 11:04 Gylfi Þór Sigurðsson er orðinn laus allra mála. Vísir/Vilhelm Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson verður ekki ákærður vegna meintra brota gegn ólögráða einstaklingi, sem hann var handtekinn vegna í júlí 2021, og er hann því laus allra mála. Frá þessu var fyrst greint á Fótbolta.net og vísað í yfirlýsingu frá lögreglunni í Manchester. Vísir hefur nú fengið sömu yfirlýsingu þar sem segir: „Hinn 33 ára maður sem handtekinn var í tengslum við rannsókn sem hófst í júní 2021 er laus allra mála. Rannsóknarteymið og saksóknarembætti krúnunnar hafa unnið saman og komist að þeirri niðurstöðu að þau sönnunargögn sem liggi fyrir á þessum tímapunkti nái ekki þeim þröskuldi sem fellur að reglum saksóknara krúnunnar.“ Gylfi var handtekinn á heimili sínu í Manchester 16. júlí 2021. Gylfi var þá liðsmaður Everton og kom fram í breskum fjölmiðlum nokkrum dögum síðar að 31 árs gamall leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar hefði verið handtekinn, grunaður um kynferðisbrot gegn ólögráða einstaklingi, og síðar sleppt gegn tryggingu. Í yfirlýsingunni sem lögreglan sendi frá sér í dag segir einnig: „Löreglan í Manchester leggur sig fram við að rannsaka ásakanir til að tryggja bestu mögulegu útkomu fyrir alla hlutaðeigandi og mun áfram vinna að því í samstarfi við önnur embætti að tryggja að einstaklingar hljóti stuðning í gegnum rannsóknarferli og að því loknu.“ Ekki spilað fótbolta í tvö ár Gylfi hefur ekkert tjáð sig um málið frá því að það kom upp en Vísir ræddi við Sigurð Aðalsteinsson, föður Gylfa, í október síðastliðnum þar sem Sigurður sagðist hafa kallað eftir aðstoð utanríkisráðherra vegna málsins. Þar sagði Sigurður brotið á mannréttindum sonar síns. Gylfi var nafngreindur í íslenskum fjölmiðlum 20. júlí 2021. Degi síðar birtust fréttir þess efnis að Gylfi harðneitaði þeim ásökunum sem bornar voru á hann. Þann 14. ágúst sama ár var greint frá því að Gylfi yrði áfram laus gegn tryggingu og hann settur í farbann. Farbannið var svo ítrekað framlengt og samningur Gylfa við Everton rann út án þess að hann spilaði aftur fyrir liðið eftir handtökuna. Hann hefur ekki spilað fótbolta síðan vorið 2021. Í júlí í fyrra sást Gylfi í fyrsta sinn á almannafæri síðan hann var handtekinn. Hann mætti á leik Íslands og Ítalíu á Evrópumóti kvenna í fótbolta sem fór fram í Manchester. Þar fékk hann að fylgjast með Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur, frænku sinni, sem spilar með íslenska landsliðinu. Frjálst að semja við hvaða félag sem er Mál Gylfa hefur undanfarið verið á borði saksóknara krúnunnar í Bretlandi og nú er niðurstaðan sú eins og fyrr segir að ekki verður ákært. Eins og fyrr segir rann samningur Gylfa við Everton út í fyrrasumar. Þessum 33 ára gamla leikmanni, sem skorað hefur 25 mörk í 78 A-landsleikjum fyrir Ísland, er því frjálst að semja við hvaða félag sem er í heiminum. Vanda Sigurgeirsdóttir formaður KSÍ segir í samtali við fréttastofu að hún sé búin að frétta af vendingum í máli Gylfa líkt og aðrir, en að hún hafi ekki náð að kynna sér málið í þaula og vilji því ekki tjá sig um svo viðkvæmt mál að svo stöddu. Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Íslendingar erlendis Enski boltinn Tengdar fréttir Grunaður um ítrekuð brot og saksóknari skoðar líkur á sakfellingu Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson er grunaður um að hafa framið ítrekuð kynferðisbrot. Saksóknaraembætti bresku krúnunnar í Manchester hefur nú rannsóknargögn lögreglu til skoðunar og þarf að leggja mat á það hvort sönnunargögnin séu líkleg til þess að leiða til sakfellingar. 8. febrúar 2023 08:01 Rannsókn á máli Gylfa Þórs lokið Rannsókn lögreglunnar í Manchester á máli knattspyrnumannsins Gylfa Þórs Sigurðssonar er lokið. Málið er nú komið inn á borð saksóknaraembættis bresku krúnunnar. Það er í höndum þess embættis hvort ákært verði í málinu eða það falli niður. 5. febrúar 2023 09:47 Ætlar örugglega að ræða mál Gylfa innan utanríkismálanefndar Njáll Trausti Friðbertsson, 1. varaformaður utanríkismálanefndar, segist örugglega ætla að ræða málefni Gylfa Þórs Sigurðssonar á fundi nefndarinnar. Hann segir tímann sem málið hefur tekið vera erfiðastan fyrir Gylfa. 18. október 2022 08:36 Kalla eftir hjálp við að flytja lögheimili Gylfa frá Bretlandi til Íslands Sótt hefur verið um flutning á lögheimili knattspyrnumannsins Gylfa Þórs Sigurðsson frá Bretlandi til Íslands. Umsókn þess efnis liggur á borði Þjóðskrár. Faðir hans segist hafa kallað eftir aðstoð utanríkisráðherra vegna málsins en Gylfi sætir enn farbanni í Bretlandi. Þá hafi ekkert heyrst frá KSÍ vegna máls Gylfa. Sigurður faðir Gylfa segir brotið á mannréttindum sonar hans. 17. október 2022 14:15 Mest lesið Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Nýr Littler? Tólf ára vann heimsmeistarann Sport Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Enski boltinn Markvörður City: „Liverpool ekki besti hlutinn af Bretlandi“ Enski boltinn Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Formúla 1 Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Handbolti Fleiri fréttir Miðasalan á EM verður í þremur hlutum Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Liðsfélagi Alberts á batavegi Markvörður City: „Liverpool ekki besti hlutinn af Bretlandi“ Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Sjá meira
Frá þessu var fyrst greint á Fótbolta.net og vísað í yfirlýsingu frá lögreglunni í Manchester. Vísir hefur nú fengið sömu yfirlýsingu þar sem segir: „Hinn 33 ára maður sem handtekinn var í tengslum við rannsókn sem hófst í júní 2021 er laus allra mála. Rannsóknarteymið og saksóknarembætti krúnunnar hafa unnið saman og komist að þeirri niðurstöðu að þau sönnunargögn sem liggi fyrir á þessum tímapunkti nái ekki þeim þröskuldi sem fellur að reglum saksóknara krúnunnar.“ Gylfi var handtekinn á heimili sínu í Manchester 16. júlí 2021. Gylfi var þá liðsmaður Everton og kom fram í breskum fjölmiðlum nokkrum dögum síðar að 31 árs gamall leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar hefði verið handtekinn, grunaður um kynferðisbrot gegn ólögráða einstaklingi, og síðar sleppt gegn tryggingu. Í yfirlýsingunni sem lögreglan sendi frá sér í dag segir einnig: „Löreglan í Manchester leggur sig fram við að rannsaka ásakanir til að tryggja bestu mögulegu útkomu fyrir alla hlutaðeigandi og mun áfram vinna að því í samstarfi við önnur embætti að tryggja að einstaklingar hljóti stuðning í gegnum rannsóknarferli og að því loknu.“ Ekki spilað fótbolta í tvö ár Gylfi hefur ekkert tjáð sig um málið frá því að það kom upp en Vísir ræddi við Sigurð Aðalsteinsson, föður Gylfa, í október síðastliðnum þar sem Sigurður sagðist hafa kallað eftir aðstoð utanríkisráðherra vegna málsins. Þar sagði Sigurður brotið á mannréttindum sonar síns. Gylfi var nafngreindur í íslenskum fjölmiðlum 20. júlí 2021. Degi síðar birtust fréttir þess efnis að Gylfi harðneitaði þeim ásökunum sem bornar voru á hann. Þann 14. ágúst sama ár var greint frá því að Gylfi yrði áfram laus gegn tryggingu og hann settur í farbann. Farbannið var svo ítrekað framlengt og samningur Gylfa við Everton rann út án þess að hann spilaði aftur fyrir liðið eftir handtökuna. Hann hefur ekki spilað fótbolta síðan vorið 2021. Í júlí í fyrra sást Gylfi í fyrsta sinn á almannafæri síðan hann var handtekinn. Hann mætti á leik Íslands og Ítalíu á Evrópumóti kvenna í fótbolta sem fór fram í Manchester. Þar fékk hann að fylgjast með Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur, frænku sinni, sem spilar með íslenska landsliðinu. Frjálst að semja við hvaða félag sem er Mál Gylfa hefur undanfarið verið á borði saksóknara krúnunnar í Bretlandi og nú er niðurstaðan sú eins og fyrr segir að ekki verður ákært. Eins og fyrr segir rann samningur Gylfa við Everton út í fyrrasumar. Þessum 33 ára gamla leikmanni, sem skorað hefur 25 mörk í 78 A-landsleikjum fyrir Ísland, er því frjálst að semja við hvaða félag sem er í heiminum. Vanda Sigurgeirsdóttir formaður KSÍ segir í samtali við fréttastofu að hún sé búin að frétta af vendingum í máli Gylfa líkt og aðrir, en að hún hafi ekki náð að kynna sér málið í þaula og vilji því ekki tjá sig um svo viðkvæmt mál að svo stöddu.
Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Íslendingar erlendis Enski boltinn Tengdar fréttir Grunaður um ítrekuð brot og saksóknari skoðar líkur á sakfellingu Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson er grunaður um að hafa framið ítrekuð kynferðisbrot. Saksóknaraembætti bresku krúnunnar í Manchester hefur nú rannsóknargögn lögreglu til skoðunar og þarf að leggja mat á það hvort sönnunargögnin séu líkleg til þess að leiða til sakfellingar. 8. febrúar 2023 08:01 Rannsókn á máli Gylfa Þórs lokið Rannsókn lögreglunnar í Manchester á máli knattspyrnumannsins Gylfa Þórs Sigurðssonar er lokið. Málið er nú komið inn á borð saksóknaraembættis bresku krúnunnar. Það er í höndum þess embættis hvort ákært verði í málinu eða það falli niður. 5. febrúar 2023 09:47 Ætlar örugglega að ræða mál Gylfa innan utanríkismálanefndar Njáll Trausti Friðbertsson, 1. varaformaður utanríkismálanefndar, segist örugglega ætla að ræða málefni Gylfa Þórs Sigurðssonar á fundi nefndarinnar. Hann segir tímann sem málið hefur tekið vera erfiðastan fyrir Gylfa. 18. október 2022 08:36 Kalla eftir hjálp við að flytja lögheimili Gylfa frá Bretlandi til Íslands Sótt hefur verið um flutning á lögheimili knattspyrnumannsins Gylfa Þórs Sigurðsson frá Bretlandi til Íslands. Umsókn þess efnis liggur á borði Þjóðskrár. Faðir hans segist hafa kallað eftir aðstoð utanríkisráðherra vegna málsins en Gylfi sætir enn farbanni í Bretlandi. Þá hafi ekkert heyrst frá KSÍ vegna máls Gylfa. Sigurður faðir Gylfa segir brotið á mannréttindum sonar hans. 17. október 2022 14:15 Mest lesið Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Nýr Littler? Tólf ára vann heimsmeistarann Sport Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Enski boltinn Markvörður City: „Liverpool ekki besti hlutinn af Bretlandi“ Enski boltinn Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Formúla 1 Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Handbolti Fleiri fréttir Miðasalan á EM verður í þremur hlutum Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Liðsfélagi Alberts á batavegi Markvörður City: „Liverpool ekki besti hlutinn af Bretlandi“ Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Sjá meira
Grunaður um ítrekuð brot og saksóknari skoðar líkur á sakfellingu Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson er grunaður um að hafa framið ítrekuð kynferðisbrot. Saksóknaraembætti bresku krúnunnar í Manchester hefur nú rannsóknargögn lögreglu til skoðunar og þarf að leggja mat á það hvort sönnunargögnin séu líkleg til þess að leiða til sakfellingar. 8. febrúar 2023 08:01
Rannsókn á máli Gylfa Þórs lokið Rannsókn lögreglunnar í Manchester á máli knattspyrnumannsins Gylfa Þórs Sigurðssonar er lokið. Málið er nú komið inn á borð saksóknaraembættis bresku krúnunnar. Það er í höndum þess embættis hvort ákært verði í málinu eða það falli niður. 5. febrúar 2023 09:47
Ætlar örugglega að ræða mál Gylfa innan utanríkismálanefndar Njáll Trausti Friðbertsson, 1. varaformaður utanríkismálanefndar, segist örugglega ætla að ræða málefni Gylfa Þórs Sigurðssonar á fundi nefndarinnar. Hann segir tímann sem málið hefur tekið vera erfiðastan fyrir Gylfa. 18. október 2022 08:36
Kalla eftir hjálp við að flytja lögheimili Gylfa frá Bretlandi til Íslands Sótt hefur verið um flutning á lögheimili knattspyrnumannsins Gylfa Þórs Sigurðsson frá Bretlandi til Íslands. Umsókn þess efnis liggur á borði Þjóðskrár. Faðir hans segist hafa kallað eftir aðstoð utanríkisráðherra vegna málsins en Gylfi sætir enn farbanni í Bretlandi. Þá hafi ekkert heyrst frá KSÍ vegna máls Gylfa. Sigurður faðir Gylfa segir brotið á mannréttindum sonar hans. 17. október 2022 14:15