Nýr landsliðsþjálfari um mál Gylfa Þórs: „Agaleg staða“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. apríl 2023 08:43 Åge Hareide var spurður út í Gylfa Þór Sigurðsson af norskum fjölmiðlum. Getty Images/EPA Åge Hareide, nýráðinn þjálfari karlalandsliðs Íslands í knattspyrnu, hefur tjáð sig um mál Gylfa Þórs Sigurðssonar. Blekið var vart þornað á samningi Åge við Knattspyrnusamband Íslands þegar greint var frá því að mál Gylfa Þórs var látið falla niður. Gylfi Þór var ásakaður um fleiri en eitt brot gegn ólögráða einstakling. Norðmaðurinn Åge hefur nú rætt málið við fjölmiðla í heimalandi sínu. Þar segist hinn 69 ára gamli þjálfari að hann sé á leið til Íslands í dag, mánudag, að hitta starfslið sitt hjá íslenska landsliðinu. Einnig var hann spurður út í mál Gylfa Þórs. „Hann hefur ekki spilað í langan tíma. Hann var mögulega besti leikmaður sem Ísland hefur átt. Hann endaði í agalegri stöðu. Ég vona að hann reimi á sig skóna upp á nýtt. Öll félög geta nýtt leikmann með hans hæfileika,“ sagði Åge er hann var spurður út í Gylfa Þór. „Ég veit mjög lítið um þetta mál. Ég verð að skoða það betur áður en ég segi meira,“ svaraði Åge aðspurður hvort hann myndi hafa samband við Gylfa Þór persónulega. Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, hefur gefið út að það standi ekkert í vegi fyrir því að velja Gylfa Þór í landsliðið á nýjan leik þar sem málið hafi verið fellt niður. Gylfi Þór hefur ekki spilað fótbolta í tvö ár en hefur á ferli sínum spilað 78 A-landsleiki og skorað í þeim 25 mörk. Fótbolti KSÍ Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Tengdar fréttir Erlendir fjölmiðlar greina frá máli Gylfa Fjölmargir erlendir fjölmiðlar hafa fjallað um mál Gylfa Sigurðssonar í dag. Flestir enskir fjölmiðlar hafa enn ekki nafngreint Gylfa en nafn hans hefur verið birt í miðlum annarra landa. 14. apríl 2023 18:32 „Hann fær þessi ár ekki aftur“ „Hann fær aldrei aftur möguleika á að spila þessi tvö ár sem nú eru liðin. Maður veit því aldrei hvað hefði getað orðið,“ segir Arnar Sveinn Geirsson, formaður Leikmannasamtaka Íslands, um Gylfa Þór Sigurðsson sem eftir tæplega tveggja ára bið er nú laus allra mála í Bretlandi. 14. apríl 2023 12:50 Gylfi geti sótt bætur vilji hann það Hæstaréttarlögmaður segir að Gylfi Þór Sigurðsson geti að öllum líkindum fengið skaðabætur úr hendi breska ríkisins nú þegar hann er laus allra mála þar í landi. 14. apríl 2023 19:01 Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu Fótbolti Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Fótbolti Fékk morðhótanir daglega eftir að samherjarnir höfnuðu henni Sport „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Fótbolti Eygló ætlar að losna við loddaralíðan á HM Sport Hesturinn losaði sig við knapann í kappreiðum og endaði niðri í bæ Sport Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Enski boltinn Fleiri fréttir Bein útsending: Blaðamannafundur Víkings Eftir sjö mínútna fund var stefnan sett á báða titla Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Mörkin í Meistaradeild: Víti Liverpool, mistök markvarða og Real-tríóið Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Barcelona í kapphlaupi við tímann Tryggði titilinn með marki beint úr aukaspyrnu Aston Villa henti RB Leipzig út úr Meistaradeildinni Þrenningin á skotskónum og Real slapp heim með öll stigin Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Áfram fullkomið hjá Liverpool í Meistaradeildinni Norðmenn mótmæla meingölluðum starfsháttum FIFA Guardiola: Man. City verður síðasta félagið sem ég stýri Arnar og Eiður Smári gætu sameinað krafta sína í Danmörku Gagnrýnir stjórn eigin félags Arsenal gæti sótt manninn sem hætti fljótt hjá Man. Utd Pabbi Ödegaards tekinn við Lilleström Þakklátur Slot og glaður yfir að vera líkt við goðsögn Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Besta ár Júlíusar til þessa: „Búin að vera smá geðshræring síðan í sumar“ Félagi Alberts fær bjargráð en má þá ekki spila á Ítalíu Missti tönn en fann hana á vellinum „Var svo hræddur um hvað yrði um hann“ Breyta landsliðsbúningnum sínum eftir flótta forsetans Gekk á hnjánum yfir allan völlinn Andlitið dettur af sumum: Mourinho hrósaði dómaranum eftir tapleik Sjá meira
Blekið var vart þornað á samningi Åge við Knattspyrnusamband Íslands þegar greint var frá því að mál Gylfa Þórs var látið falla niður. Gylfi Þór var ásakaður um fleiri en eitt brot gegn ólögráða einstakling. Norðmaðurinn Åge hefur nú rætt málið við fjölmiðla í heimalandi sínu. Þar segist hinn 69 ára gamli þjálfari að hann sé á leið til Íslands í dag, mánudag, að hitta starfslið sitt hjá íslenska landsliðinu. Einnig var hann spurður út í mál Gylfa Þórs. „Hann hefur ekki spilað í langan tíma. Hann var mögulega besti leikmaður sem Ísland hefur átt. Hann endaði í agalegri stöðu. Ég vona að hann reimi á sig skóna upp á nýtt. Öll félög geta nýtt leikmann með hans hæfileika,“ sagði Åge er hann var spurður út í Gylfa Þór. „Ég veit mjög lítið um þetta mál. Ég verð að skoða það betur áður en ég segi meira,“ svaraði Åge aðspurður hvort hann myndi hafa samband við Gylfa Þór persónulega. Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, hefur gefið út að það standi ekkert í vegi fyrir því að velja Gylfa Þór í landsliðið á nýjan leik þar sem málið hafi verið fellt niður. Gylfi Þór hefur ekki spilað fótbolta í tvö ár en hefur á ferli sínum spilað 78 A-landsleiki og skorað í þeim 25 mörk.
Fótbolti KSÍ Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Tengdar fréttir Erlendir fjölmiðlar greina frá máli Gylfa Fjölmargir erlendir fjölmiðlar hafa fjallað um mál Gylfa Sigurðssonar í dag. Flestir enskir fjölmiðlar hafa enn ekki nafngreint Gylfa en nafn hans hefur verið birt í miðlum annarra landa. 14. apríl 2023 18:32 „Hann fær þessi ár ekki aftur“ „Hann fær aldrei aftur möguleika á að spila þessi tvö ár sem nú eru liðin. Maður veit því aldrei hvað hefði getað orðið,“ segir Arnar Sveinn Geirsson, formaður Leikmannasamtaka Íslands, um Gylfa Þór Sigurðsson sem eftir tæplega tveggja ára bið er nú laus allra mála í Bretlandi. 14. apríl 2023 12:50 Gylfi geti sótt bætur vilji hann það Hæstaréttarlögmaður segir að Gylfi Þór Sigurðsson geti að öllum líkindum fengið skaðabætur úr hendi breska ríkisins nú þegar hann er laus allra mála þar í landi. 14. apríl 2023 19:01 Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu Fótbolti Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Fótbolti Fékk morðhótanir daglega eftir að samherjarnir höfnuðu henni Sport „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Fótbolti Eygló ætlar að losna við loddaralíðan á HM Sport Hesturinn losaði sig við knapann í kappreiðum og endaði niðri í bæ Sport Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Enski boltinn Fleiri fréttir Bein útsending: Blaðamannafundur Víkings Eftir sjö mínútna fund var stefnan sett á báða titla Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Mörkin í Meistaradeild: Víti Liverpool, mistök markvarða og Real-tríóið Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Barcelona í kapphlaupi við tímann Tryggði titilinn með marki beint úr aukaspyrnu Aston Villa henti RB Leipzig út úr Meistaradeildinni Þrenningin á skotskónum og Real slapp heim með öll stigin Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Áfram fullkomið hjá Liverpool í Meistaradeildinni Norðmenn mótmæla meingölluðum starfsháttum FIFA Guardiola: Man. City verður síðasta félagið sem ég stýri Arnar og Eiður Smári gætu sameinað krafta sína í Danmörku Gagnrýnir stjórn eigin félags Arsenal gæti sótt manninn sem hætti fljótt hjá Man. Utd Pabbi Ödegaards tekinn við Lilleström Þakklátur Slot og glaður yfir að vera líkt við goðsögn Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Besta ár Júlíusar til þessa: „Búin að vera smá geðshræring síðan í sumar“ Félagi Alberts fær bjargráð en má þá ekki spila á Ítalíu Missti tönn en fann hana á vellinum „Var svo hræddur um hvað yrði um hann“ Breyta landsliðsbúningnum sínum eftir flótta forsetans Gekk á hnjánum yfir allan völlinn Andlitið dettur af sumum: Mourinho hrósaði dómaranum eftir tapleik Sjá meira
Erlendir fjölmiðlar greina frá máli Gylfa Fjölmargir erlendir fjölmiðlar hafa fjallað um mál Gylfa Sigurðssonar í dag. Flestir enskir fjölmiðlar hafa enn ekki nafngreint Gylfa en nafn hans hefur verið birt í miðlum annarra landa. 14. apríl 2023 18:32
„Hann fær þessi ár ekki aftur“ „Hann fær aldrei aftur möguleika á að spila þessi tvö ár sem nú eru liðin. Maður veit því aldrei hvað hefði getað orðið,“ segir Arnar Sveinn Geirsson, formaður Leikmannasamtaka Íslands, um Gylfa Þór Sigurðsson sem eftir tæplega tveggja ára bið er nú laus allra mála í Bretlandi. 14. apríl 2023 12:50
Gylfi geti sótt bætur vilji hann það Hæstaréttarlögmaður segir að Gylfi Þór Sigurðsson geti að öllum líkindum fengið skaðabætur úr hendi breska ríkisins nú þegar hann er laus allra mála þar í landi. 14. apríl 2023 19:01