Verða passa sig á útivallargrýlunni sem hefur oft strítt strákunum okkar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. apríl 2023 13:31 Bjarki Már Elísson skorar í fyrri leiknum á móti Ísrael. Vísir/Hulda Margrét Íslenska karlalandsliðið í handbolta spilar í dag mikilvægan útileik á móti Ísrael í undankeppni Evrópumótsins. Með sigri í kvöld tryggir íslenska liðið sér endanlega sæti á sínu þrettánda Evrópumóti í röð og stígur um leið stórt skref í átt að því að vinna riðilinn og tryggja sér sæti í fyrsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla lokakeppninnar. EM-sætið er ekki enn tölfræðilega tryggt því bæði Ísrael og Eistland gætu náð sætinu af íslenska liðinu í síðustu tveimur umferðunum. Þessi leikur á móti Ísrael er auðvitað samt svokallaður skyldusigur og þrátt fyrir að það vanti mikilvæga leikmenn í íslenska liðið þá á Ísland að vinna Ísrael í handbolta. Leikurinn fer hins vegar fram í Tel Aviv og útivallargrýlan hefur strítt strákunum okkar í síðustu undankeppnum. Íslenska liðið steinlá með fimm mörkum í síðasta útileik á móti Tékkum en sýndu svo sitt rétta andlit með því að vinna Tékka með níu marka mun í Laugardalshöllinni. Þarna erum við að tala um fjórtán marka sveiflu á nokkrum dögum. Karlalandsliðið hefur aðeins unnið 4 af 14 útileikjum sínum í síðustu fimm undankeppnum Evrópumótsins. Það gerir aðeins 29 prósent leikjanna. Á sama tíma hefur liðið unnið þrettán af fjórum heimaleikjum sínum í sömu keppnum. Af þessum fjórtán útileikjum hafa sjö tapast. Íslenska liðið hefur tapað í Litháen, í Portúgal, í Úkraínu, Í Norður-Makedóníu, í Svartfjallalandi og svo tvisvar í Tékklandi á þessum tíma. Árin þar á undan töpuðust útileiki í Austurríki og í Hvíta-Rússlandi auk þess að liðið hefur undanfarin ár tapað stigum á útivelli á móti Grikklandi, Serbíu og Norður-Makedóníu. Þökk sé frábærri frammistöðu í leikjum sínum á Íslandi hefur íslenska liðið ávallt náð að tryggja sig inn á Evrópumótið. Þessi tölfræði ætti hins vegar að koma okkar strákum upp á tærnar því það dugir ekkert einbeitingaleysi eða vanmat í þessum leik í dag. Þá gæti úitvallargrýlan bitið strákana einu sinni enn. Leikurinn hefst klukkan 16.00 og verður fylgst með honum í beinni textalýsingu hér inn á Vísi. Heimaleikir Íslands í undankeppni EM frá og með EM 2016: 14 leikir 13 sigurleikir 0 jafntefli 1 tapleikur 33,4 mörk skoruð í leik 23,5 mörk fengin á sig í leik 93 prósent leikja hafa unnist -- Útileikir Íslands í undankeppni EM frá og með EM 2016: 14 leikir 4 sigurleikir 3 jafntefli 7 tapleikir 26,9 mörk skoruð í leik 25,3 mörk fengin á sig í leik 29 prósent leikja hafa unnist Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Körfubolti Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Enski boltinn Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Enski boltinn Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Fótbolti Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Íslenski boltinn Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Handbolti Fleiri fréttir „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum „Gæsahúð allsstaðar“ Hugsaði lítið og stressaði sig minna Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Sjá meira
Með sigri í kvöld tryggir íslenska liðið sér endanlega sæti á sínu þrettánda Evrópumóti í röð og stígur um leið stórt skref í átt að því að vinna riðilinn og tryggja sér sæti í fyrsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla lokakeppninnar. EM-sætið er ekki enn tölfræðilega tryggt því bæði Ísrael og Eistland gætu náð sætinu af íslenska liðinu í síðustu tveimur umferðunum. Þessi leikur á móti Ísrael er auðvitað samt svokallaður skyldusigur og þrátt fyrir að það vanti mikilvæga leikmenn í íslenska liðið þá á Ísland að vinna Ísrael í handbolta. Leikurinn fer hins vegar fram í Tel Aviv og útivallargrýlan hefur strítt strákunum okkar í síðustu undankeppnum. Íslenska liðið steinlá með fimm mörkum í síðasta útileik á móti Tékkum en sýndu svo sitt rétta andlit með því að vinna Tékka með níu marka mun í Laugardalshöllinni. Þarna erum við að tala um fjórtán marka sveiflu á nokkrum dögum. Karlalandsliðið hefur aðeins unnið 4 af 14 útileikjum sínum í síðustu fimm undankeppnum Evrópumótsins. Það gerir aðeins 29 prósent leikjanna. Á sama tíma hefur liðið unnið þrettán af fjórum heimaleikjum sínum í sömu keppnum. Af þessum fjórtán útileikjum hafa sjö tapast. Íslenska liðið hefur tapað í Litháen, í Portúgal, í Úkraínu, Í Norður-Makedóníu, í Svartfjallalandi og svo tvisvar í Tékklandi á þessum tíma. Árin þar á undan töpuðust útileiki í Austurríki og í Hvíta-Rússlandi auk þess að liðið hefur undanfarin ár tapað stigum á útivelli á móti Grikklandi, Serbíu og Norður-Makedóníu. Þökk sé frábærri frammistöðu í leikjum sínum á Íslandi hefur íslenska liðið ávallt náð að tryggja sig inn á Evrópumótið. Þessi tölfræði ætti hins vegar að koma okkar strákum upp á tærnar því það dugir ekkert einbeitingaleysi eða vanmat í þessum leik í dag. Þá gæti úitvallargrýlan bitið strákana einu sinni enn. Leikurinn hefst klukkan 16.00 og verður fylgst með honum í beinni textalýsingu hér inn á Vísi. Heimaleikir Íslands í undankeppni EM frá og með EM 2016: 14 leikir 13 sigurleikir 0 jafntefli 1 tapleikur 33,4 mörk skoruð í leik 23,5 mörk fengin á sig í leik 93 prósent leikja hafa unnist -- Útileikir Íslands í undankeppni EM frá og með EM 2016: 14 leikir 4 sigurleikir 3 jafntefli 7 tapleikir 26,9 mörk skoruð í leik 25,3 mörk fengin á sig í leik 29 prósent leikja hafa unnist
Heimaleikir Íslands í undankeppni EM frá og með EM 2016: 14 leikir 13 sigurleikir 0 jafntefli 1 tapleikur 33,4 mörk skoruð í leik 23,5 mörk fengin á sig í leik 93 prósent leikja hafa unnist -- Útileikir Íslands í undankeppni EM frá og með EM 2016: 14 leikir 4 sigurleikir 3 jafntefli 7 tapleikir 26,9 mörk skoruð í leik 25,3 mörk fengin á sig í leik 29 prósent leikja hafa unnist
Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Körfubolti Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Enski boltinn Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Enski boltinn Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Fótbolti Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Íslenski boltinn Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Handbolti Fleiri fréttir „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum „Gæsahúð allsstaðar“ Hugsaði lítið og stressaði sig minna Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik