Umfjöllun og viðtöl: Þór/KA – Keflavík 1-2 | Gestirnir skelltu Akureyringum aftur á jörðina Árni Gísli Magnússon skrifar 1. maí 2023 19:15 Keflavík er með fjögur stig eftir tvo leiki. Vísir/Hulda Margrét Keflavík vann sterkan sigur á Þór/KA fyrir norðan í dag í 2. umferð Bestu deildar kvenna. Leikurinn endaði 1-2 fyrir Keflavík en liðið spilaði vel í dag og áttu svör við flestum aðgerðum heimakvenna. Það sást strax í byrjun að Þór/KA myndi vera með meira með boltann í leiknum á meðan gestunum leið vel að liggja meira til baka. Fyrsta alvöru færi leiksins kom á 17. mínútu þegar Hulda Ósk gerði vel úti á hægri kantinum og komst fram hjá Kristrúnu Ýr og setti boltann inn á teig þar sem Sandra María tók vel á móti boltanum og fékk tíma til að snúa og átti hörkuskot sem Vera í marki Keflavíkur varði í horn. Nokkrum mínútum seinna stangaði Hulda Björg boltann í netið eftir aukaspyrnu en var langt fyrir innan og markið stóð því ekki. Á 31. mínútu komst Keflavík í forystu þegar Linli Tu kom boltanum í netið. Þór/KA tapaði boltanum neðarlega á vellinum og Sandra Voitane átti sendingu með fram jörðinni og Linli Tu setti boltann snyrtilega undir Melissu í markinu. Undir lok fyrri hálfleiks voru heimakonur stálheppnar að lenda ekki tveimur mörkum undir en Dröfn Einarsdóttir gerði þá vel á vinstri kantinum og komst inn á teig og átti sendingu sem fór í Huldu Björgu og í innanverða stöngina og boltinn rúllaði við marklínuna áður en Melissa náði að handsama knöttinn. Staðan 0-1 fyrir Keflavík í hálfleik. Síðari hálfleikur var ekki nema um 30 sekúndna gamall þegar Þór/KA hafði jafnað. Amalía Árnadóttir fékk boltann fyrir framan miðju og setti hann laglega yfir vörn gestanna þar sem Sandra María leyfði boltanum að boppa einu sinni og þrumaði honum svo í netið í fyrsta. Glæsilegt mark og staðan orðin jöfn. Þarna héldu eflaust margir að heimakonur myndu ganga á lagið og láta kné fylgja kviði en það var síður en svo. Á 56. mínútu átti Hulda Björg slæma hreinsun og Dröfn Einarsdóttir fékk boltann og átti sendingu með fram jörðinni sem fór alla leið yfir á fjærstöng þar sem Sandra Voitane var mætt og setti boltann í netið og kom Keflavík aftur í forystu. Þór/KA hélt áfram að reyna spila sig í gegnum vörn gestanna en ákvarðanataka á síðasta þriðjung var alls ekki nægilega góð né uppspil liðsins og Keflavíkur liðið var vel skipulagt og gáfu fá færi á sér. Dröfn Einarsdóttir hefði getað farið langt með að klára leikinn á 82. mínútu þegar skot hennar small í þverslánni. Heimakonur settu mikla pressu í lokin og reyndu að ná inn jöfnunarmarki og voru hársbreidd frá því á síðustu andartökum leiksins þegar skalli Tahnai Annis fór rétt fram hjá markinu eftir hornspyrnu. Keflavík vann því gríðarlega sterkan 1-2 útisigur. Af hverju vann Keflavík? Þær spiluðu skipulagðan leik frá öfstustu línu og fram í þá fremstu og nýttu færin sín vel í dag. Þeim leið vel fyrir aftan boltann og eiga gæðaleikmenn framarlega á vellinum. Hverjar stóðu upp úr? Þær Dröfn Einarsdóttir, Sandra Voitane og Linli Tu voru virkilega öflugar í fremstu línu Keflavíkur. Sandra var með mark og stoðsendingu, Linli Tu með mark og Dröfn með stoðsendingu. Þá ber að hrósa heildar skipulagi liðsins í dag. Hvað gekk illa? Uppspil Þór/KA var hægt og fyrirsjáanlegt og það vantaði upp á ákvörðunartöku á síðasta þriðjung vallarins. Hvað gerist næst? Þór/KA heldur út til Eyja og spila við ÍBV sunnudaginn 7. maí kl. 14:00. Keflavík fær Breiðablik í heimsókn þriðjudaginn 9. maí kl. 19:15. Glenn: Við vorum hættulegra liðið Jonathan Glenn, þjálfari ÍBV.Vísir/Vilhelm Jonathan Glenn, þjálfari Keflavíkur, var ánægður með sigur síns liðs gegn Þór/KA fyrir norðan í dag, enda verðugt verkefni að koma norður að spila. „Mér fannst við svara vel eiginlega öllu sem þær reyndu að gera gegn okkur í dag. Þetta er mjög sterkt lið en við vissum að ef við yrðum skipulagðar myndum við skapa færi og okkur tókst að gera það og mér fannst við vera hættulegra liðið og eiga sigurinn skilið. Hrós á stelpurnar.” Keflavíkur liðið var mjög skipualagt og leyfði Þór/KA að halda meira í boltann. Setti þjálfarateymið leikinn upp þannig? „Já, við vitum hvað þær geta verið hættulegar og hversu sterkar þær eru í umskiptum að keyra upp völlinn þannig það var mjög mikilvægt að sitja ekki bara til baka heldur leyfa þeim að hafa boltann á svæðum þar sem þær geta ekki sært okkur. Við gerðum það mjög vel og nýttum svo okkar eigin færi.” Þór/KA jafnaði leikinn á upphafsmínútu seinni hálfleiks en Jonathan var eðlilega ekki sáttur með það. „Ég var ekki ánægður með það af því að Sandra (Voitane) færir sig út á vænginn og skipulagið verður ekki rétt í framhaldinu og við slökkvum á okkur á því augnabliki og ef við slökkvum á okkur er okkur refsað og það er það sem gerðist.” Sandra Voitane skoraði og lagði upp í dag, Dröfn Einarsdóttir lagði upp og Tinli Lu skoraði en þessir þrír leikmenn skipa þrjár fremstu stöður liðsins á vellinum. Jonathan var skiljanlega ánægður með framlag þeirra í dag. „Ég var mjög ánægður með þær allar í dag og Dröfn var óheppinn að ná ekki að skora sjálf.” Keflavík fær Breiðablik í heimsókn í næstu umferð. Hvernig leggur Jonathan þann leik upp? „Eins og ég segi alltaf þá eru allir leikir erfiðir, þegar þú ert Keflavík eru allir leikir erfiðir, þannig við þurfum að vera tilbúnar og skipulagðar og Breiðablik er frábært lið en við getum líka verið hættulegar. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Þór Akureyri KA Keflavík ÍF Tengdar fréttir „Er með góða tengingu við klúbbinn, leikmenn treysta honum og fara eftir því sem hann vill“ Farið var yfir magnaðan 1-0 útisigur Þórs/KA á Stjörnunni í 1. umferð Bestu deildar kvenna í knattspyrnu í síðasta þætti Bestu markanna. Þór/KA kemur sprækt til leiks á nýju tímabili og virðist sem nýr þjálfari hafi eitthvað með það að gera. 30. apríl 2023 12:01
Keflavík vann sterkan sigur á Þór/KA fyrir norðan í dag í 2. umferð Bestu deildar kvenna. Leikurinn endaði 1-2 fyrir Keflavík en liðið spilaði vel í dag og áttu svör við flestum aðgerðum heimakvenna. Það sást strax í byrjun að Þór/KA myndi vera með meira með boltann í leiknum á meðan gestunum leið vel að liggja meira til baka. Fyrsta alvöru færi leiksins kom á 17. mínútu þegar Hulda Ósk gerði vel úti á hægri kantinum og komst fram hjá Kristrúnu Ýr og setti boltann inn á teig þar sem Sandra María tók vel á móti boltanum og fékk tíma til að snúa og átti hörkuskot sem Vera í marki Keflavíkur varði í horn. Nokkrum mínútum seinna stangaði Hulda Björg boltann í netið eftir aukaspyrnu en var langt fyrir innan og markið stóð því ekki. Á 31. mínútu komst Keflavík í forystu þegar Linli Tu kom boltanum í netið. Þór/KA tapaði boltanum neðarlega á vellinum og Sandra Voitane átti sendingu með fram jörðinni og Linli Tu setti boltann snyrtilega undir Melissu í markinu. Undir lok fyrri hálfleiks voru heimakonur stálheppnar að lenda ekki tveimur mörkum undir en Dröfn Einarsdóttir gerði þá vel á vinstri kantinum og komst inn á teig og átti sendingu sem fór í Huldu Björgu og í innanverða stöngina og boltinn rúllaði við marklínuna áður en Melissa náði að handsama knöttinn. Staðan 0-1 fyrir Keflavík í hálfleik. Síðari hálfleikur var ekki nema um 30 sekúndna gamall þegar Þór/KA hafði jafnað. Amalía Árnadóttir fékk boltann fyrir framan miðju og setti hann laglega yfir vörn gestanna þar sem Sandra María leyfði boltanum að boppa einu sinni og þrumaði honum svo í netið í fyrsta. Glæsilegt mark og staðan orðin jöfn. Þarna héldu eflaust margir að heimakonur myndu ganga á lagið og láta kné fylgja kviði en það var síður en svo. Á 56. mínútu átti Hulda Björg slæma hreinsun og Dröfn Einarsdóttir fékk boltann og átti sendingu með fram jörðinni sem fór alla leið yfir á fjærstöng þar sem Sandra Voitane var mætt og setti boltann í netið og kom Keflavík aftur í forystu. Þór/KA hélt áfram að reyna spila sig í gegnum vörn gestanna en ákvarðanataka á síðasta þriðjung var alls ekki nægilega góð né uppspil liðsins og Keflavíkur liðið var vel skipulagt og gáfu fá færi á sér. Dröfn Einarsdóttir hefði getað farið langt með að klára leikinn á 82. mínútu þegar skot hennar small í þverslánni. Heimakonur settu mikla pressu í lokin og reyndu að ná inn jöfnunarmarki og voru hársbreidd frá því á síðustu andartökum leiksins þegar skalli Tahnai Annis fór rétt fram hjá markinu eftir hornspyrnu. Keflavík vann því gríðarlega sterkan 1-2 útisigur. Af hverju vann Keflavík? Þær spiluðu skipulagðan leik frá öfstustu línu og fram í þá fremstu og nýttu færin sín vel í dag. Þeim leið vel fyrir aftan boltann og eiga gæðaleikmenn framarlega á vellinum. Hverjar stóðu upp úr? Þær Dröfn Einarsdóttir, Sandra Voitane og Linli Tu voru virkilega öflugar í fremstu línu Keflavíkur. Sandra var með mark og stoðsendingu, Linli Tu með mark og Dröfn með stoðsendingu. Þá ber að hrósa heildar skipulagi liðsins í dag. Hvað gekk illa? Uppspil Þór/KA var hægt og fyrirsjáanlegt og það vantaði upp á ákvörðunartöku á síðasta þriðjung vallarins. Hvað gerist næst? Þór/KA heldur út til Eyja og spila við ÍBV sunnudaginn 7. maí kl. 14:00. Keflavík fær Breiðablik í heimsókn þriðjudaginn 9. maí kl. 19:15. Glenn: Við vorum hættulegra liðið Jonathan Glenn, þjálfari ÍBV.Vísir/Vilhelm Jonathan Glenn, þjálfari Keflavíkur, var ánægður með sigur síns liðs gegn Þór/KA fyrir norðan í dag, enda verðugt verkefni að koma norður að spila. „Mér fannst við svara vel eiginlega öllu sem þær reyndu að gera gegn okkur í dag. Þetta er mjög sterkt lið en við vissum að ef við yrðum skipulagðar myndum við skapa færi og okkur tókst að gera það og mér fannst við vera hættulegra liðið og eiga sigurinn skilið. Hrós á stelpurnar.” Keflavíkur liðið var mjög skipualagt og leyfði Þór/KA að halda meira í boltann. Setti þjálfarateymið leikinn upp þannig? „Já, við vitum hvað þær geta verið hættulegar og hversu sterkar þær eru í umskiptum að keyra upp völlinn þannig það var mjög mikilvægt að sitja ekki bara til baka heldur leyfa þeim að hafa boltann á svæðum þar sem þær geta ekki sært okkur. Við gerðum það mjög vel og nýttum svo okkar eigin færi.” Þór/KA jafnaði leikinn á upphafsmínútu seinni hálfleiks en Jonathan var eðlilega ekki sáttur með það. „Ég var ekki ánægður með það af því að Sandra (Voitane) færir sig út á vænginn og skipulagið verður ekki rétt í framhaldinu og við slökkvum á okkur á því augnabliki og ef við slökkvum á okkur er okkur refsað og það er það sem gerðist.” Sandra Voitane skoraði og lagði upp í dag, Dröfn Einarsdóttir lagði upp og Tinli Lu skoraði en þessir þrír leikmenn skipa þrjár fremstu stöður liðsins á vellinum. Jonathan var skiljanlega ánægður með framlag þeirra í dag. „Ég var mjög ánægður með þær allar í dag og Dröfn var óheppinn að ná ekki að skora sjálf.” Keflavík fær Breiðablik í heimsókn í næstu umferð. Hvernig leggur Jonathan þann leik upp? „Eins og ég segi alltaf þá eru allir leikir erfiðir, þegar þú ert Keflavík eru allir leikir erfiðir, þannig við þurfum að vera tilbúnar og skipulagðar og Breiðablik er frábært lið en við getum líka verið hættulegar.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Þór Akureyri KA Keflavík ÍF Tengdar fréttir „Er með góða tengingu við klúbbinn, leikmenn treysta honum og fara eftir því sem hann vill“ Farið var yfir magnaðan 1-0 útisigur Þórs/KA á Stjörnunni í 1. umferð Bestu deildar kvenna í knattspyrnu í síðasta þætti Bestu markanna. Þór/KA kemur sprækt til leiks á nýju tímabili og virðist sem nýr þjálfari hafi eitthvað með það að gera. 30. apríl 2023 12:01
„Er með góða tengingu við klúbbinn, leikmenn treysta honum og fara eftir því sem hann vill“ Farið var yfir magnaðan 1-0 útisigur Þórs/KA á Stjörnunni í 1. umferð Bestu deildar kvenna í knattspyrnu í síðasta þætti Bestu markanna. Þór/KA kemur sprækt til leiks á nýju tímabili og virðist sem nýr þjálfari hafi eitthvað með það að gera. 30. apríl 2023 12:01
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti