Stöðva útflutning á upprunaábyrgðum vegna mögulegra brota Kjartan Kjartansson skrifar 3. maí 2023 09:54 Einhverjir stórnotendur á Íslandi hafa haldið því fram að þeir noti græna orku aðeins á þeim grundvelli að þeir hafi starfsemi hér á landi þar sem nær öll raforka er framleidd með endurnýjanlegum hætti. Kaupa þarf upprunaábyrgðir til þess að setja fram slíkar fullyrðingar. Vísir/Vilhelm Grunur leikur á að íslenskir stórnotendur raforku hafi brotið reglur um upprunaábyrgðir með því að fullyrða að þeir nýti græna orku án þess að kaupa slíkar ábyrgðir. Útflutningur á upprunaábyrgðum frá Íslandi var stöðvaður í síðustu viku á meðan krafist er útbóta. AIB, samtök útgefanda upprunaábyrgða, segja í tilkynningu á vefsíðu sinni að þeim hafi borist vísbendingar um að raforka frá Íslandi væri tvítalin í nóvember. Stórnotendur hafi haldið því fram að þeir nýttu sér græna orku án þess að kaupa upprunaábyrgðir. Þess í stað hafi upprunaábyrgðir fyrir þær orku verið fluttar úr landi. Stjórn AIB ákvað í kjölfarið að stöðva allan útflutning á íslenskum upprunaábyrgðum tímabundið. Landsnet sér um útgáfu upprunaábyrgðaskírteina á Íslandi og vottun virkjana. AIB segist ætla að hjálpa fyrirtækinu að leysa úr flækjunni, tryggja hagsmuni Íslands og styrkja upprunaábyrgðakerfið. Samkvæmt reglum evrópska upprunábyrgðakerfisins mega raforkunotendur aðeins fullyrða að þeir notist við græna orku ef þeir kaupa svonefnd græn skírteini. Sama gildir á Íslandi jafnvel þó að svo gott sem öll raforka sé framleidd með endurnýjanlegum hætti. Ekki er tekið fram í tilkynningu AIB hvaða fyrirtæki eru talin hafa brotið reglurnar. Tíu fyrirtæki eru skilgreind sem stórnotendur á vefsíðu Landsnets. Þau eru álverin þrjú, tvö kísilver, fjögur gagnaver og aflþynnuverksmiðja. Upprunaábyrgðakerfið var sett á fót til þess að skapa fjárhagslega hvata til uppbyggingar á endurnýjanlegum orkugjöfum í Evrópu og þar með orkuskipta til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni. Upprunaábyrgðir hafa verið gefnar út á Íslandi frá 2012. Viðskipti með þær velta nú milljörðum á hverju ári. Framleiðendur raforku selja skírteini til notenda raforku annað hvort beint eða á markaði. Framleiðendur geta flutt skírteini út og selt til erlendra notenda. Ef innlendur notandi vill að sú orka sem hann hefur notað sé vottuð græn þá afskráir hann skírteini sem samsvara því orku magni þ.e. eitt skírteini á móti einni megawattstund (1 MWh). Einar Einarsson, forstöðumaður á skrifstofu forstjóra Landsnets, segir að viðskipti með upprunaábyrgðir haldi áfram innanlands þrátt fyrir ákvörðun AIB. Það sé aðeins útflutningur á upprunaábyrgðunum sem sé stöðvaður tímabundið. Ekki liggur fyrir hversu lengi úttekt samtakanna taki. Landsvirkjun áætlar að árlegt verðmæti upprunaábyrgða fyrir íslenska raforkuframleiðendur gæti numið tuttugu milljörðum króna á ári haldist verðið á þeim í sömu hæðum og um þessar mundir. „Það eru vissulega miklir hagsmunir í húfi. Ég geri ráð fyrir að menn reyni að vinna hratt í þessu,“ segir Einar við Vísi. Loftslagsmál Orkumál Evrópusambandið Stóriðja Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Sjá meira
AIB, samtök útgefanda upprunaábyrgða, segja í tilkynningu á vefsíðu sinni að þeim hafi borist vísbendingar um að raforka frá Íslandi væri tvítalin í nóvember. Stórnotendur hafi haldið því fram að þeir nýttu sér græna orku án þess að kaupa upprunaábyrgðir. Þess í stað hafi upprunaábyrgðir fyrir þær orku verið fluttar úr landi. Stjórn AIB ákvað í kjölfarið að stöðva allan útflutning á íslenskum upprunaábyrgðum tímabundið. Landsnet sér um útgáfu upprunaábyrgðaskírteina á Íslandi og vottun virkjana. AIB segist ætla að hjálpa fyrirtækinu að leysa úr flækjunni, tryggja hagsmuni Íslands og styrkja upprunaábyrgðakerfið. Samkvæmt reglum evrópska upprunábyrgðakerfisins mega raforkunotendur aðeins fullyrða að þeir notist við græna orku ef þeir kaupa svonefnd græn skírteini. Sama gildir á Íslandi jafnvel þó að svo gott sem öll raforka sé framleidd með endurnýjanlegum hætti. Ekki er tekið fram í tilkynningu AIB hvaða fyrirtæki eru talin hafa brotið reglurnar. Tíu fyrirtæki eru skilgreind sem stórnotendur á vefsíðu Landsnets. Þau eru álverin þrjú, tvö kísilver, fjögur gagnaver og aflþynnuverksmiðja. Upprunaábyrgðakerfið var sett á fót til þess að skapa fjárhagslega hvata til uppbyggingar á endurnýjanlegum orkugjöfum í Evrópu og þar með orkuskipta til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni. Upprunaábyrgðir hafa verið gefnar út á Íslandi frá 2012. Viðskipti með þær velta nú milljörðum á hverju ári. Framleiðendur raforku selja skírteini til notenda raforku annað hvort beint eða á markaði. Framleiðendur geta flutt skírteini út og selt til erlendra notenda. Ef innlendur notandi vill að sú orka sem hann hefur notað sé vottuð græn þá afskráir hann skírteini sem samsvara því orku magni þ.e. eitt skírteini á móti einni megawattstund (1 MWh). Einar Einarsson, forstöðumaður á skrifstofu forstjóra Landsnets, segir að viðskipti með upprunaábyrgðir haldi áfram innanlands þrátt fyrir ákvörðun AIB. Það sé aðeins útflutningur á upprunaábyrgðunum sem sé stöðvaður tímabundið. Ekki liggur fyrir hversu lengi úttekt samtakanna taki. Landsvirkjun áætlar að árlegt verðmæti upprunaábyrgða fyrir íslenska raforkuframleiðendur gæti numið tuttugu milljörðum króna á ári haldist verðið á þeim í sömu hæðum og um þessar mundir. „Það eru vissulega miklir hagsmunir í húfi. Ég geri ráð fyrir að menn reyni að vinna hratt í þessu,“ segir Einar við Vísi.
Upprunaábyrgðakerfið var sett á fót til þess að skapa fjárhagslega hvata til uppbyggingar á endurnýjanlegum orkugjöfum í Evrópu og þar með orkuskipta til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni. Upprunaábyrgðir hafa verið gefnar út á Íslandi frá 2012. Viðskipti með þær velta nú milljörðum á hverju ári. Framleiðendur raforku selja skírteini til notenda raforku annað hvort beint eða á markaði. Framleiðendur geta flutt skírteini út og selt til erlendra notenda. Ef innlendur notandi vill að sú orka sem hann hefur notað sé vottuð græn þá afskráir hann skírteini sem samsvara því orku magni þ.e. eitt skírteini á móti einni megawattstund (1 MWh).
Loftslagsmál Orkumál Evrópusambandið Stóriðja Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Sjá meira