„Óábyrgt að halda áfram á sömu braut og treysta á guð og lukkuna“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. maí 2023 13:30 Stjörnumenn enduðu í 6. sæti Olís-deildar karla og duttu úr leik fyrir ÍBV í átta liða úrslitum úrslitakeppninnar, 2-0. vísir/hulda margrét Talsverðar breytingar verða á handboltaliðum Stjörnunnar á næsta tímabili enda þarf félagið að sníða sér stakk eftir vexti eftir að aðalstyrktaraðilinn hvarf á braut. „Það eru kynslóðaskipti hjá okkur. Þetta er hlutur sem við erum búnir að stefna að í á fjórða ár. Þetta er bara partur af því plani. Við ætlum að byrja uppbyggingu með uppöldum Stjörnuleikmönnum,“ sagði Pétur Bjarnason, formaður handknattleiksdeildar Stjörnunnar, aðspurður um breytingar á högum hjá félaginu. TM, sem hefur verið aðalstyrktaraðili Stjörnunnar undanfarin ár, er það ekki lengur og það skilur eftir sig stórt gat sem þarf að fylla. Pétur segir erfitt að fá fyrirtæki í lið með sér. „Engum dylst að umhverfið í fjármálum þjóðarinnar er þannig að það er æ erfiðara að fá fyrirtæki til að styrkja íþróttafélög. Stærstu bremsurnar eru tvær; verðbólgan og stýrivextirnir og svo rosalega óvissa í kjaramálum starfsmanna fyrirtækja. Það er allt að fara í háaloft. Eðlilega halda fyrirtæki að sér höndum í svona ástandi.“ Pétur segir að nú standi yfir endurskoðun á samningi þeirra leikmanna sem eru með þar til gerð ákvæði. „Við sögðum ekki upp neinum samningum en að óskum leikmanna eru oft gluggar í samningum þar sem menn geta tekið stöðuna, hvort þeir vilji vera áfram eða fara í önnur lið. Þessi gluggi er á báða vegu og samtalið er sjálfsögðu tekið á báða vegu. En þeir sem eru með samning, þeir eru óuppsegjanlegir og algjörlega látnir í friði,“ sagði Pétur. Hann segir viðbúið að breytingar verði á leikmannahópum handboltaliða Stjörnunnar í sumar. „Bæði karla- og kvennamegin erum við með mikið af eldri leikmönnum sem eru hreinlega að hætta. Óhjákvæmilega verða breytingar,“ sagði Pétur. Stjarnan nýtur ekki lengur stuðnings TM.vísir/snædís Hann segir að leitin að nýjum aðalstyrktaraðila standi nú yfir. „Það er allt í stöðugri skoðun en svoleiðis mál ganga hægt vegna umhverfisins. Einhvern tímann finnum við einhvern. Íþróttir eru bara þannig. Við erum með verkefni sem við þurfum að leysa,“ sagði Pétur. En þarf Stjarnan að ráðast í niðurskurð? „Já, missandi aðalstyrktaraðilann segir það sig sjálft að við þurfum að bregðast við. Ef við finnum einhvern nýjan fljótlega verður staðan tekin upp á nýtt en við getum ekki haldið óbreytt áfram miðað við að missa aðalstyrktaraðilann. Það væri óábyrgt að halda áfram á sömu braut og treysta á guð og lukkuna,“ svaraði Pétur. Hann segir þessu tengt að Stjarnan muni ekki gera sig jafn gildandi á félagaskiptamarkaðnum og oft áður. „Nei, við verðum ekki svona grimmir eins og Valur, Afturelding, ÍBV eða FH. Það er deginum ljósara. Við erum ekki að fara að leysa til okkar einhverja landsliðsmenn,“ sagði Pétur að lokum. Stjarnan Olís-deild karla Olís-deild kvenna Mest lesið Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Enski boltinn Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Fótbolti Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Íslenski boltinn Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Enski boltinn Ákvað að yfirgefa KR Körfubolti Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Fótbolti Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Körfubolti „Þá rennur stressið af manni“ Handbolti Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum Handbolti Fleiri fréttir Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum „Gæsahúð allsstaðar“ Hugsaði lítið og stressaði sig minna Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Sjá meira
„Það eru kynslóðaskipti hjá okkur. Þetta er hlutur sem við erum búnir að stefna að í á fjórða ár. Þetta er bara partur af því plani. Við ætlum að byrja uppbyggingu með uppöldum Stjörnuleikmönnum,“ sagði Pétur Bjarnason, formaður handknattleiksdeildar Stjörnunnar, aðspurður um breytingar á högum hjá félaginu. TM, sem hefur verið aðalstyrktaraðili Stjörnunnar undanfarin ár, er það ekki lengur og það skilur eftir sig stórt gat sem þarf að fylla. Pétur segir erfitt að fá fyrirtæki í lið með sér. „Engum dylst að umhverfið í fjármálum þjóðarinnar er þannig að það er æ erfiðara að fá fyrirtæki til að styrkja íþróttafélög. Stærstu bremsurnar eru tvær; verðbólgan og stýrivextirnir og svo rosalega óvissa í kjaramálum starfsmanna fyrirtækja. Það er allt að fara í háaloft. Eðlilega halda fyrirtæki að sér höndum í svona ástandi.“ Pétur segir að nú standi yfir endurskoðun á samningi þeirra leikmanna sem eru með þar til gerð ákvæði. „Við sögðum ekki upp neinum samningum en að óskum leikmanna eru oft gluggar í samningum þar sem menn geta tekið stöðuna, hvort þeir vilji vera áfram eða fara í önnur lið. Þessi gluggi er á báða vegu og samtalið er sjálfsögðu tekið á báða vegu. En þeir sem eru með samning, þeir eru óuppsegjanlegir og algjörlega látnir í friði,“ sagði Pétur. Hann segir viðbúið að breytingar verði á leikmannahópum handboltaliða Stjörnunnar í sumar. „Bæði karla- og kvennamegin erum við með mikið af eldri leikmönnum sem eru hreinlega að hætta. Óhjákvæmilega verða breytingar,“ sagði Pétur. Stjarnan nýtur ekki lengur stuðnings TM.vísir/snædís Hann segir að leitin að nýjum aðalstyrktaraðila standi nú yfir. „Það er allt í stöðugri skoðun en svoleiðis mál ganga hægt vegna umhverfisins. Einhvern tímann finnum við einhvern. Íþróttir eru bara þannig. Við erum með verkefni sem við þurfum að leysa,“ sagði Pétur. En þarf Stjarnan að ráðast í niðurskurð? „Já, missandi aðalstyrktaraðilann segir það sig sjálft að við þurfum að bregðast við. Ef við finnum einhvern nýjan fljótlega verður staðan tekin upp á nýtt en við getum ekki haldið óbreytt áfram miðað við að missa aðalstyrktaraðilann. Það væri óábyrgt að halda áfram á sömu braut og treysta á guð og lukkuna,“ svaraði Pétur. Hann segir þessu tengt að Stjarnan muni ekki gera sig jafn gildandi á félagaskiptamarkaðnum og oft áður. „Nei, við verðum ekki svona grimmir eins og Valur, Afturelding, ÍBV eða FH. Það er deginum ljósara. Við erum ekki að fara að leysa til okkar einhverja landsliðsmenn,“ sagði Pétur að lokum.
Stjarnan Olís-deild karla Olís-deild kvenna Mest lesið Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Enski boltinn Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Fótbolti Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Íslenski boltinn Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Enski boltinn Ákvað að yfirgefa KR Körfubolti Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Fótbolti Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Körfubolti „Þá rennur stressið af manni“ Handbolti Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum Handbolti Fleiri fréttir Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum „Gæsahúð allsstaðar“ Hugsaði lítið og stressaði sig minna Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik