„Ef það eru okkar örlög að vinna þennan titil þá er þetta okkar leið að honum“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. maí 2023 21:25 Pavel í kvöld. Vísir/Davíð Már Pavel Ermolinskij, þjálfari Tindastóls, var heldur heimspekilegur þegar hann ræddi við Stöð 2 Sport eftir tap Tindastóls gegn Val í Síkinu. Tapið þýðir að úrslit Subway-deildar karla í körfubolta ráðast í oddaleik á Hlíðarenda. Fyrir leik kvöldsins á Sauðárkróki var ljóst að Tindastóll yrði meistari með sigri. Bikarinn var mættur í húsið og Stólarnir byrjuðu af gríðarlegum krafti. Pavel var spurður hvort hans menn hefðu flogið of nálægt sólinni en Valur sneri dæminu við þegar leið á leikinn og vann 13 stiga sigur, lokatölur 69-82. „Vorum bara í réttri hæð við hana, svo kannski fórum við of langt niður. Hefðum þurft að halda okkur aðeins nær henni. Þetta er bara svona. Þetta er 40 mínútna leikur, hann spilast eins og hann spilast. Þessi leikur átti að spilast svona.“ Stólunum gekk bölvanlega að setja þriggja stiga skot eftir magnaðan fyrsta leikhluta. „Þetta bara gerist, ekkert sem útskýrir þetta. Stundum eru opin skot ekki opin skot. Held við höfum lent í því að það sem lítur út fyrir að vera opið skot í hausnum á þér er ekki alltaf opið skot. Þeir byrjuðu að saxa þá þetta og saxa á þetta, skotin urðu stærri. Var í raun ekkert óeðlilegt við þennan leik. Svona gerist einfaldlega.“ Um Valsvörnina „Hún var góð. Var ekkert betri þá en í upphafi leiks, við bara skoruðum. Við bara skoruðum, það var munurinn. Alveg eins og okkar vörn var ekkert verri þegar við byrjuðum að skora. Þetta er ekki alltaf þannig. Við tökum þetta, þetta er það sem gerist. Ég endurtek bara, ef það eru okkar örlög að vinna þennan titil þá er þetta okkar leið að honum.“ Um fjórða leikhluta „Tankurinn er tómur hjá öllum sem eru að spila þessa leiki akkúrat núna. Það er algjört aukaatriði í þessu. Við þurfum að ná höggum á þá. Jafnir leikir, að leyfa þessu að malla, henta okkur ekki. Hefðum þurft að ná þyngra höggi í upphafi 4. leikhluta, ná að fylgja þessu aðeins betur eftir og snúa þessu upp í okkar stemningu. Þá hefðum við farið okkar leið. Þá munar bara um eitt, tvö atriði sem bara guð getur stýrt.“ Hvað þarf að gerast í oddaleiknum til að Tindastóll komist í sögubækurnar? „Ekki neitt. Sá leikur mun spilast eins og hann spilast. Við vitum ekkert hvað er að fara gerast. Leikmenn gera sitt besta, annað hvort liðið vinnur og það verður þeirra saga,“ sagði Pavel að lokum. Körfubolti Subway-deild karla Tindastóll Mest lesið Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Enski boltinn Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Fótbolti Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Íslenski boltinn Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Enski boltinn Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og Svíar slást um EM-sæti Sport Ákvað að yfirgefa KR Körfubolti Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Fótbolti Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Enski boltinn Fleiri fréttir Ákvað að yfirgefa KR Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Pavel um endurkomu Borche: „Rétti maðurinn á þessum tímapunkti“ Maté hættir með Hauka Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Jón Axel frábær í sigri toppliðsins „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Sjá meira
Fyrir leik kvöldsins á Sauðárkróki var ljóst að Tindastóll yrði meistari með sigri. Bikarinn var mættur í húsið og Stólarnir byrjuðu af gríðarlegum krafti. Pavel var spurður hvort hans menn hefðu flogið of nálægt sólinni en Valur sneri dæminu við þegar leið á leikinn og vann 13 stiga sigur, lokatölur 69-82. „Vorum bara í réttri hæð við hana, svo kannski fórum við of langt niður. Hefðum þurft að halda okkur aðeins nær henni. Þetta er bara svona. Þetta er 40 mínútna leikur, hann spilast eins og hann spilast. Þessi leikur átti að spilast svona.“ Stólunum gekk bölvanlega að setja þriggja stiga skot eftir magnaðan fyrsta leikhluta. „Þetta bara gerist, ekkert sem útskýrir þetta. Stundum eru opin skot ekki opin skot. Held við höfum lent í því að það sem lítur út fyrir að vera opið skot í hausnum á þér er ekki alltaf opið skot. Þeir byrjuðu að saxa þá þetta og saxa á þetta, skotin urðu stærri. Var í raun ekkert óeðlilegt við þennan leik. Svona gerist einfaldlega.“ Um Valsvörnina „Hún var góð. Var ekkert betri þá en í upphafi leiks, við bara skoruðum. Við bara skoruðum, það var munurinn. Alveg eins og okkar vörn var ekkert verri þegar við byrjuðum að skora. Þetta er ekki alltaf þannig. Við tökum þetta, þetta er það sem gerist. Ég endurtek bara, ef það eru okkar örlög að vinna þennan titil þá er þetta okkar leið að honum.“ Um fjórða leikhluta „Tankurinn er tómur hjá öllum sem eru að spila þessa leiki akkúrat núna. Það er algjört aukaatriði í þessu. Við þurfum að ná höggum á þá. Jafnir leikir, að leyfa þessu að malla, henta okkur ekki. Hefðum þurft að ná þyngra höggi í upphafi 4. leikhluta, ná að fylgja þessu aðeins betur eftir og snúa þessu upp í okkar stemningu. Þá hefðum við farið okkar leið. Þá munar bara um eitt, tvö atriði sem bara guð getur stýrt.“ Hvað þarf að gerast í oddaleiknum til að Tindastóll komist í sögubækurnar? „Ekki neitt. Sá leikur mun spilast eins og hann spilast. Við vitum ekkert hvað er að fara gerast. Leikmenn gera sitt besta, annað hvort liðið vinnur og það verður þeirra saga,“ sagði Pavel að lokum.
Körfubolti Subway-deild karla Tindastóll Mest lesið Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Enski boltinn Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Fótbolti Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Íslenski boltinn Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Enski boltinn Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og Svíar slást um EM-sæti Sport Ákvað að yfirgefa KR Körfubolti Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Fótbolti Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Enski boltinn Fleiri fréttir Ákvað að yfirgefa KR Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Pavel um endurkomu Borche: „Rétti maðurinn á þessum tímapunkti“ Maté hættir með Hauka Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Jón Axel frábær í sigri toppliðsins „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Sjá meira