„Finnur ekki betri gæja og því var ógeðslega erfitt að eiga þetta samtal“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. maí 2023 12:30 Birgir Steinn Jónsson var með 5,7 mörk og 4,2 stoðsendingar að meðaltali í leik með Gróttu í Olís deild karla á þessu tímabili. Vísir/Vilhelm Birgir Steinn Jónsson spilar ekki með Gróttu í Olís deild karla í handbolta næsta vetur því hann hefur samið við bikarmeistara Aftureldingar. Hann ræddi ákvörðunina og samtals hans við Róbert Gunnarsson. Birgir Steinn hafði reyndar skoðað að spila erlendis næsta vetur en valdi það að vera áfram í Olís deildinni. En af hverju Afturelding? Svava Kristín Gretarsdóttir ræddi við Birgi í kvöldfréttum Stöðvar tvö og hér fyrir neðan má sjá allt viðtalið. Gerðist allt mjög hratt „Þetta gerðist í rauninni mjög hratt allt saman. Ég frétti af áhuga frá Aftureldingu og leist hrikalega vel á það. Þeir eru búnir að vera í miklum uppgangi í vetur, ríkjandi bikarmeistarar og rétt detta út í undanúrslitunum á móti Haukunum. Það er hrikalega spennandi verkefni í Mosfellsbænum,“ sagði Birgir Steinn Jónsson. Birgir kveður nú Gróttu þar sem hann hefur orðið að stjörnu með frammistöðu sinni í Olís deildinni. „Það er hrikalega erfitt. Ég er búinn að eiga frábæra tíma í Gróttu og eignast frábæra vini enda að spila með mörgum af mínum bestu vinum. Það er ógeðslega erfitt að kveðja það en um leið spennandi að stökkva á ný tækifæri og prófa eitthvað nýtt,“ sagði Birgir Steinn. Samtalið við Robba Birgir átti eitt ár eftir af samningi sínum við Gróttu en þurfti að hringja í Róbert Gunnarsson, þjálfara liðsins, og segja að hann vildi fara í Mosfellsbæinn. Hvernig var að taka samtalið við Róbert. „Það var ógeðslega erfitt. Robbi eins og ég hef sagt við alla sem hafa talað við mig um Robba. Toppmaður og frábær þjálfari. Hann er búinn að koma með alvöru anda inn í liðið. Þú finnur ekki betri gæja og því var ógeðslega erfitt að eiga þetta samtal við hann og aðstoðarþjálfarana,“ sagði Birgir. Birgir segir að hann og Róbert hafi skilið sáttir en auðvitað geri hann sér grein fyrir því að það væri erfitt fyrir Gróttuliðið að hann sé að fara. Áhugi frá fleiri félögum „Það var einhver áhugi frá öðrum liðum hérna heima en á endanum var það ákveðið að fara til Aftureldingar eftir að ég átti samtalið við Gunna Magg,“ sagði Birgir. Það má finna allt viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við Birgi Stein Olís-deild karla Afturelding Grótta Mest lesið Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Körfubolti Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Enski boltinn Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Enski boltinn Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Fótbolti Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Íslenski boltinn Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Handbolti Fleiri fréttir „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum „Gæsahúð allsstaðar“ Hugsaði lítið og stressaði sig minna Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Sjá meira
Birgir Steinn hafði reyndar skoðað að spila erlendis næsta vetur en valdi það að vera áfram í Olís deildinni. En af hverju Afturelding? Svava Kristín Gretarsdóttir ræddi við Birgi í kvöldfréttum Stöðvar tvö og hér fyrir neðan má sjá allt viðtalið. Gerðist allt mjög hratt „Þetta gerðist í rauninni mjög hratt allt saman. Ég frétti af áhuga frá Aftureldingu og leist hrikalega vel á það. Þeir eru búnir að vera í miklum uppgangi í vetur, ríkjandi bikarmeistarar og rétt detta út í undanúrslitunum á móti Haukunum. Það er hrikalega spennandi verkefni í Mosfellsbænum,“ sagði Birgir Steinn Jónsson. Birgir kveður nú Gróttu þar sem hann hefur orðið að stjörnu með frammistöðu sinni í Olís deildinni. „Það er hrikalega erfitt. Ég er búinn að eiga frábæra tíma í Gróttu og eignast frábæra vini enda að spila með mörgum af mínum bestu vinum. Það er ógeðslega erfitt að kveðja það en um leið spennandi að stökkva á ný tækifæri og prófa eitthvað nýtt,“ sagði Birgir Steinn. Samtalið við Robba Birgir átti eitt ár eftir af samningi sínum við Gróttu en þurfti að hringja í Róbert Gunnarsson, þjálfara liðsins, og segja að hann vildi fara í Mosfellsbæinn. Hvernig var að taka samtalið við Róbert. „Það var ógeðslega erfitt. Robbi eins og ég hef sagt við alla sem hafa talað við mig um Robba. Toppmaður og frábær þjálfari. Hann er búinn að koma með alvöru anda inn í liðið. Þú finnur ekki betri gæja og því var ógeðslega erfitt að eiga þetta samtal við hann og aðstoðarþjálfarana,“ sagði Birgir. Birgir segir að hann og Róbert hafi skilið sáttir en auðvitað geri hann sér grein fyrir því að það væri erfitt fyrir Gróttuliðið að hann sé að fara. Áhugi frá fleiri félögum „Það var einhver áhugi frá öðrum liðum hérna heima en á endanum var það ákveðið að fara til Aftureldingar eftir að ég átti samtalið við Gunna Magg,“ sagði Birgir. Það má finna allt viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við Birgi Stein
Olís-deild karla Afturelding Grótta Mest lesið Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Körfubolti Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Enski boltinn Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Enski boltinn Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Fótbolti Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Íslenski boltinn Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Handbolti Fleiri fréttir „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum „Gæsahúð allsstaðar“ Hugsaði lítið og stressaði sig minna Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik