Bein útsending: Íslenska CrossFit fólkið á eftir sæti á heimsleikunum í Berlín Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júní 2023 12:52 Björgvin Karl Guðmundsson getur komist á tíundu heimsleikanna í röð. Instagram/@bk_gudmundsson Ísland á margra flotta keppendur á undanúrslitamóti Evrópu um laus sæti á heimsleikunum í CrossFit. Hér er hægt að fylgjast með keppninni í beinni útsendingu. Þrír Íslendingar eru komnir inn á heimsleikana en fimm gætu bæst í hópinn í einstaklingskeppninni og svo á Ísland einnig einn fulltrúa í liðakeppninni. Liðakeppnin hófst í gær en einstaklingskeppnin hefst í dag. Tveir greinar fara fram í einstaklingskeppninni í dag, sú fyrri var i morgun en sú síðari klukkan hálf þrjú í dag. Tvær greinar fara einnig fram í liðakeppninni, sú fyrri var klukkan 8.00 en sú síðari klukkan 14.00. Keppnin heldur síðan áfram á morgun og úrslitin ráðast síðan á sunnudaginn. Fjórar íslenskar konur og Björgvin Karl Guðmundsson (annar í fjórðungsúrslitum Evrópu) keppa um um þessi sæti. Konurnar eru Þuríður Erla Helgadóttir, Anníe Mist Þórisdóttir, Sara Sigmundsdóttir og Sólveig Sigurðardóttir. Þau voru öll inn á topp sextán í fjórðungshlutanum þar af öll nema Sólveig inn á topp tíu. Í liðakeppninni keppa þau Andrea Ingibjörg Orradóttir, Steinunn Anna Svansdóttir, Ragnar Ingi Klemenzson og Viktor Ólafsson með liði Crossfit Sport. Þau eru í 26. sæti eftir tvær greinar á fyrsta keppnisdeginum í gær. Ellefu karlar, ellefu konur og tíu lið tryggja sér sæti á heimsleikunum á þessu móti í Berlín. Þrír Íslendingar hafa þegar tryggt sér sæti á heimsleikunum, Katrín Tanja Davíðsdóttir í meistaraflokki kvenna, Bergrós Björnsdóttir í unglingaflokki og Breki Þórðarson í flokki fatlaðra. Katrín Tanja vann sér sæti í gegnum undaúrslitamóti vesturhluta Norður-Ameríku en hún keppir undir fána Bandaríkjanna á þessum heimsleikum þótt við eignum okkur hana að sjálfsögðu áfram. Hér fyrir neðan er hægt að fylgjast með beinni útsendingu frá seinni greinum dagsins. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=QucdAh78Nik">watch on YouTube</a> View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) CrossFit Mest lesið Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Handbolti Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn Handbolti Draumabyrjun hjá Nistelrooy Enski boltinn Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Fótbolti „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Handbolti „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Handbolti Tveir nýliðar í hópi þjóða sem Ísland gæti mætt á EM í Sviss Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Handbolti Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Fleiri fréttir Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn Tveir nýliðar í hópi þjóða sem Ísland gæti mætt á EM í Sviss Draumabyrjun hjá Nistelrooy „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ „Er bara ekkert hjarta í liðinu til að klára svona“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Stórkostlegt svar Stólanna gegn toppliðinu Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Uppgjörið: Keflavík - Aþena 74-59 | Meistararnir stungu af í seinni Stórsigur eftir erfiða tíma hjá Barcelona Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir „Við sjáum möguleika þarna“ Fær meira fyrir að tala í hálftíma en fyrir heilt tímabil í WNBA „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Dramatískt mark Ísabellu tryggði Íslandi áfram Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ Sjá meira
Þrír Íslendingar eru komnir inn á heimsleikana en fimm gætu bæst í hópinn í einstaklingskeppninni og svo á Ísland einnig einn fulltrúa í liðakeppninni. Liðakeppnin hófst í gær en einstaklingskeppnin hefst í dag. Tveir greinar fara fram í einstaklingskeppninni í dag, sú fyrri var i morgun en sú síðari klukkan hálf þrjú í dag. Tvær greinar fara einnig fram í liðakeppninni, sú fyrri var klukkan 8.00 en sú síðari klukkan 14.00. Keppnin heldur síðan áfram á morgun og úrslitin ráðast síðan á sunnudaginn. Fjórar íslenskar konur og Björgvin Karl Guðmundsson (annar í fjórðungsúrslitum Evrópu) keppa um um þessi sæti. Konurnar eru Þuríður Erla Helgadóttir, Anníe Mist Þórisdóttir, Sara Sigmundsdóttir og Sólveig Sigurðardóttir. Þau voru öll inn á topp sextán í fjórðungshlutanum þar af öll nema Sólveig inn á topp tíu. Í liðakeppninni keppa þau Andrea Ingibjörg Orradóttir, Steinunn Anna Svansdóttir, Ragnar Ingi Klemenzson og Viktor Ólafsson með liði Crossfit Sport. Þau eru í 26. sæti eftir tvær greinar á fyrsta keppnisdeginum í gær. Ellefu karlar, ellefu konur og tíu lið tryggja sér sæti á heimsleikunum á þessu móti í Berlín. Þrír Íslendingar hafa þegar tryggt sér sæti á heimsleikunum, Katrín Tanja Davíðsdóttir í meistaraflokki kvenna, Bergrós Björnsdóttir í unglingaflokki og Breki Þórðarson í flokki fatlaðra. Katrín Tanja vann sér sæti í gegnum undaúrslitamóti vesturhluta Norður-Ameríku en hún keppir undir fána Bandaríkjanna á þessum heimsleikum þótt við eignum okkur hana að sjálfsögðu áfram. Hér fyrir neðan er hægt að fylgjast með beinni útsendingu frá seinni greinum dagsins. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=QucdAh78Nik">watch on YouTube</a> View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames)
CrossFit Mest lesið Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Handbolti Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn Handbolti Draumabyrjun hjá Nistelrooy Enski boltinn Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Fótbolti „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Handbolti „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Handbolti Tveir nýliðar í hópi þjóða sem Ísland gæti mætt á EM í Sviss Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Handbolti Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Fleiri fréttir Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn Tveir nýliðar í hópi þjóða sem Ísland gæti mætt á EM í Sviss Draumabyrjun hjá Nistelrooy „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ „Er bara ekkert hjarta í liðinu til að klára svona“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Stórkostlegt svar Stólanna gegn toppliðinu Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Uppgjörið: Keflavík - Aþena 74-59 | Meistararnir stungu af í seinni Stórsigur eftir erfiða tíma hjá Barcelona Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir „Við sjáum möguleika þarna“ Fær meira fyrir að tala í hálftíma en fyrir heilt tímabil í WNBA „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Dramatískt mark Ísabellu tryggði Íslandi áfram Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ Sjá meira