Hættuleg orðræða Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar 9. júní 2023 12:01 Orð hafa áhrif. Við vitum þetta öll, en engu að síður er umræðan um það hvað er í lagi að segja - og hvað ekki - mjög skautuð og erfið. Undanfarið hefur verið fjallað um það hvort réttlætanlegt sé að búa til sérstaka aðgerðaráætlun til þess að taka á hatursorðræðu og fræða um hana víða innan stjórnkerfisins og meðal almennings. Ég held að það sé full þörf á, enda mikilvægt að fólk viti hvaða línu við höfum dregið í samfélaginu okkar til verndar minnihlutahópum. Á sama tíma er tjáningarfrelsið minnihlutahópum mjög mikilvægt og því skiptir máli að standa vörð um það samhliða því að vinna gegn hatri í samfélaginu. Það vantar að mínu mati upp á stóran hluta myndarinnar. Eftir að hafa kannað hatursorðræðu í nokkur ár eru tvær lykilstaðreyndir sem mér finnst eiga erindi í umræðuna. Sú fyrsta er að þótt hatursorðræða sé alltaf skaðleg og ofbeldisverknaður í sjálfri sér, þá er hún ekki alltaf hættuleg í þeim skilningi að hún hvetji til líkamlegs ofbeldis, átaka eða markvissrar mismununar. Önnur lykilstaðreynd er sú að orðræða sem er sannarlega hættuleg og getur hvatt til ofbeldis er ekki alltaf hatursorðræða eins og hún er skilgreind í almennum hegningarlögum. Ég held að hugtakið hættuleg orðræða sé gagnlegra tæki en hatursorðræða til þess að geta tekist á við rót vandans: andúð, ótta og hatur sem beinist að tilteknum hópum samfélagsins og dreifist með orðum og skilaboðum. Hugtakið (og skilgreiningarnar hér fyrir neðan) er fengið úr verkefni kanadísks rannsóknarhóps sem rannsakar þá orðræðu sem á sér stað í samfélögum áður en ofbeldisglæpir eru framdir, hvort sem það eru einstakir hatursglæpir, fjöldamorð eða þjóðarmorð. Hópurinn hefur borið kennsl á þá þætti sem einkenna hættulega orðræðu, þ.e. orðræðu sem beint og óbeint hvetur til ofbeldis. Til þess að orðræða falli undir skilgreininguna hættuleg orðræða verður hún að innihalda eftirfarandi tvo meginþætti: Eldfimt innihald og móttækilega áheyrendur. Íslensk umræða er yfirfull af dæmum um hættulega orðræðu. Ég starfa hjá Samtökunum ‘78 og mun því taka dæmi um hættulega orðræðu sem beinast að hinsegin fólki. Krafa 1: Eldfimt innihald Það sem gerir innihald skilaboða eða tjáningar eldfimt getur verið af mörgum toga. Skilaboðin þurfa að innihalda a.m.k. eitt af fjórum einkennum hættulegrar orðræðu: afmennskun, speglaðar ásakanir, fullyrðingar um árásir á börn eða konur og fullyrðingar um ógn við hreinleika samfélagsins. Allt gerir þetta að verkum að fólk verður tilbúnara til þess að beita tiltekinn hóp mismunun og ofbeldi eða til þess að horfa fram hjá því að aðrir geri það. Fyrsta einkennið, afmennskun, er að vísa til hópa með orðum sem gefa í skyn að meðlimir hópsins séu í raun ekki manneskjur. Þetta á sérstaklega við þegar orð sem merkja eitthvað ógnandi eru notuð; vírus, rottur, flóðbylgja o.s.frv. Dæmi um þetta úr íslenskri umræðu er fólk sem líkir hinseginleika við smitsjúkdóma eða krabbamein sem dreifist. Það er einnig afmennskun þegar réttindi fólks og líf eru smættuð niður í hugmyndafræði, sbr. hugtakið trans hugmyndafræði, eða þegar tilvist trans fólks er hreinlega afneitað. Annað einkennið hefur verið kallað speglaðar ásakanir (e. accusations in a mirror), að saka hópinn sem tekinn er fyrir um að ætla að gera það sama og hópurinn sem viðhefur hættulega orðræðu er í raun að gera. Dæmi um þetta úr íslenskri umræðu er þegar fólk sem kallar eftir minni sýnileika trans fólks segir að verið sé að þurrka út konur, eða fólk sem segist vilja vernda börn fyrir hinsegin fræðslu en er í reynd að valda hinsegin börnum skaða. Annað dæmi um þetta er þegar fólk sakar trans fólk um slaufun fyrir að svara fyrir sig þegar reynt er að ýta þeim lengra út á jaðarinn. Þriðja einkennið eru fullyrðingar um árásir á konur og börn, hvort sem þær eiga sér stoð í raunveruleikanum eða ekki. Dæmi um það í íslenskri umræðu er fólk sem segir að við í Samtökunum ‘78 séum að ‘grooma’ börn eða segir fullum fetum að við séum barnaníðingar. Einnig er ljóst að ranghugmyndir um að heilbrigðisþjónusta við trans börn og ungmenni sé skaðleg eru skilaboð af þessu tagi, þar sem þau hafa þau áhrif að fólk finnur til þarfar til þess að vernda börn. Fjórða einkenni hættulegrar orðræðu er þegar sagt er að hópurinn sem um ræðir ógni hreinleika samfélagsins. Stundum er ekki talað beint um þann hóp sem ráðist er á, heldur er fólk sagt vera svikarar ef þau eru bandamenn hópsins, og góðir borgarar ef þau sýna hatur sitt á hópnum. Dæmi um þetta úr íslenskri umræðu er þegar talað er um að hinsegin sýnileiki stuðli að úrkynjun samfélagsins og dregnar upp myndir sem eiga að sýna þessa meintu hnignun sem nái til helstu stofnana samfélagsins. Einnig þegar gert er lítið úr fólki innan meirihlutasamfélagsins fyrir að sýna hinsegin fólki stuðning. Eldfim skilaboð og hættuleg orðræða er ekki alltaf hatursorðræða. Til dæmis er vel hægt að segja að hinsegin fræðsla sé stórhættuleg börnum án þess að brjóta almenn hegningarlög. Það getur engu að síður talist hættuleg orðræða, því með því að búa til þá mynd að börnum sé ógnað er fólk sannfært um að það verði að vernda börn með öllum ráðum. Orðræða hefur þó ekkert vægi nema fólk taki mark á henni. Þar komum við að hinni kröfunni sem þarf að uppfylla til að orðræða teljist hættuleg, en það eru móttækilegir áheyrendur. Krafa 2: Móttækilegir áheyrendur Áheyrendahópur þarf að vera móttækilegur fyrir eldfimum skilaboðum til þess að þau teljist hættuleg orðræða. Áheyrendur eru móttækilegir ef þeir eru nú þegar hræddir við hópinn, búa við langvarandi og óleysta áfallastreitu, eða skortir tengsl við aðra hópa samfélagsins - og þá sérstaklega hópinn sem um er rætt. Móttækilegir áheyrendur eru líklegri en aðrir til að grípa til aðgerða á grundvelli hættulegrar orðræðu. Þegar hættuleg orðræða nær aftur á móti til hóps sem er ekki móttækilegur fyrir henni, er ólíklegt að hún leiði af sér ofbeldi eða markvissa mismunun. Á Íslandi eru móttækilegir áheyrendur til staðar. Fullorðnir áheyrendur sem eru móttækilegir fyrir hættulegri orðræðu gagnvart hinsegin fólki tilheyra gjarnan hópum sem eru á hinum pólitíska jaðri, eiga að baki áfallasögu og treysta ekki yfirvöldum. Þó má færa rök fyrir því að mun fleira fólk sé í raun móttækilegt fyrir hættulegri orðræðu um t.d. trans fólk, þar sem margir hafa takmörkuð eða engin tengsl við hópinn. Annar samfélagshópur sem er sérstaklega móttækilegur fyrir hættulegri orðræðu eru börn og ungmenni, sem sannfærast auðveldlega af misjöfnu efni á samfélagsmiðlum. Aukið ofbeldi gegn hinsegin börnum og ungmennum í grunn- og framhaldsskólum undanfarin misseri er engin tilviljun, heldur afleiðing eldfimra skilaboða sem ná til móttækilegs hóps - hættulegrar orðræðu. Aðrir þættir Til viðbótar eru eftirfarandi þættir sem geta ýtt undir alvarleika hættulegrar orðræðu, þ.e. aukið líkurnar á að hún leiði til ofbeldis. Þetta eru mælandi, samhengi og miðill. Sumt fólk hefur meiri áhrif en annað og er þess vegna líklegra til þess að veita móttækilegum hópi innblástur til þess að beita ofbeldi. Áhrif mælenda geta grundvallast á stöðu innan samfélagsins, hér er átt við t.d. stjórnmálafólk eða trúarleiðtoga, eða í gegnum náttúrulega persónutöfra, sbr. áhrifavalda, pistlahöfunda og fjölmiðlafólk. Stundum er manneskjan sem talar nafnlaus, og í ákveðnum tilvikum getur það haft enn meiri áhrif. Á Íslandi hefur fólk í ýmsum stöðum beitt orðræðu gagnvart hinsegin fólki sem telja má hættulega, þótt það hafi sem betur fer yfirleitt aðeins áhrif inn í fremur þröngan hóp fólks. Samhengið snýr að því félagslega, sögulega og stjórnmálalega umhverfi sem ríkir þegar skilaboðin ná til áheyrendahóps. Ef þetta samhengi er eldfimt eða gerir ofbeldishegðun samþykktari, t.d. vegna fyrri sögu um ofbeldi milli hópa, erfiðra félagslegra aðstæðna, samkeppni um auðlindir eða stríðsátaka getur það ýtt undir áhrif hættulegrar orðræðu. Sem betur fer er jarðvegur fyrir hættulega orðræðu ekki mjög frjór á Íslandi. Miðlar hafa, á sama hátt og mælendur, misjafnlega mikil áhrif. Ef einhver fjölmiðill, hvort sem það er dagblað, vefmiðill eða útvarpsstöð, er í þeirri stöðu að vera eina eða aðalleið hóps áheyrenda til þess að fá fréttir er hann líklegri til að hafa meiri áhrif en ella. Á Íslandi eru til hópar móttækilegra áheyrenda hættulegrar orðræðu sem ekki treysta stóru fjölmiðlunum og reiða sig á jaðarmiðla eða samfélagsmiðla til þess að afla sér upplýsinga um stöðu mála. Að sama skapi er fjöldi ungmenna sem reiðir sig nær alfarið á samfélagsmiðla til upplýsingaöflunar. Algóritmar þessara miðla færa fólk síðan inn í bergmálshella þar sem hættuleg orðræða gegn hinsegin fólki er venjuvædd. Staðreyndin er sú að í stafrænum heimi nútímans eiga hættuleg orðræða, upplýsingaóreiða og hatursáróður greiða leið á milli landamæra. Þess vegna þurfum við að vera vakandi fyrir áhrifum þessa umhverfis á okkur og á fólkið í kringum okkur, sérstaklega börn og ungmenni og fullorðið fólk sem stendur höllum fæti. Að lokum Sú umræða sem fer fram á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum um hinsegin fólk uppfyllir öll skilyrði þess að vera hættuleg orðræða. Hún hvetur til ofbeldis, beint og óbeint, og Samtökin ‘78 sjá afleiðingar hennar á hverjum degi. Það þarf að grípa til aðgerða áður en við sjáum frekari aukningu hatursglæpa og mismununar í okkar garð. Aðgerðaráætlun stjórnvalda gegn hatursorðræðu er gott fyrsta skref, en við verðum að átta okkur á því að vandamálið er stærra en svo að þröng skilgreining laganna á hatursorðræðu dugi til. Við sem frjálslynt og opið samfélag þurfum að spyrna við fótum og vakna til meðvitundar. Lærum að bera kennsl á hættulega orðræðu svo við getum tekist á við hana, með tjáningarfrelsið að vopni. Höfundur er málfræðingur og verkefnastjóri hjá Samtökunum ‘78. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Þorvaldsdóttir Hinsegin Málefni trans fólks Tjáningarfrelsi Mest lesið Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Sjá meira
Orð hafa áhrif. Við vitum þetta öll, en engu að síður er umræðan um það hvað er í lagi að segja - og hvað ekki - mjög skautuð og erfið. Undanfarið hefur verið fjallað um það hvort réttlætanlegt sé að búa til sérstaka aðgerðaráætlun til þess að taka á hatursorðræðu og fræða um hana víða innan stjórnkerfisins og meðal almennings. Ég held að það sé full þörf á, enda mikilvægt að fólk viti hvaða línu við höfum dregið í samfélaginu okkar til verndar minnihlutahópum. Á sama tíma er tjáningarfrelsið minnihlutahópum mjög mikilvægt og því skiptir máli að standa vörð um það samhliða því að vinna gegn hatri í samfélaginu. Það vantar að mínu mati upp á stóran hluta myndarinnar. Eftir að hafa kannað hatursorðræðu í nokkur ár eru tvær lykilstaðreyndir sem mér finnst eiga erindi í umræðuna. Sú fyrsta er að þótt hatursorðræða sé alltaf skaðleg og ofbeldisverknaður í sjálfri sér, þá er hún ekki alltaf hættuleg í þeim skilningi að hún hvetji til líkamlegs ofbeldis, átaka eða markvissrar mismununar. Önnur lykilstaðreynd er sú að orðræða sem er sannarlega hættuleg og getur hvatt til ofbeldis er ekki alltaf hatursorðræða eins og hún er skilgreind í almennum hegningarlögum. Ég held að hugtakið hættuleg orðræða sé gagnlegra tæki en hatursorðræða til þess að geta tekist á við rót vandans: andúð, ótta og hatur sem beinist að tilteknum hópum samfélagsins og dreifist með orðum og skilaboðum. Hugtakið (og skilgreiningarnar hér fyrir neðan) er fengið úr verkefni kanadísks rannsóknarhóps sem rannsakar þá orðræðu sem á sér stað í samfélögum áður en ofbeldisglæpir eru framdir, hvort sem það eru einstakir hatursglæpir, fjöldamorð eða þjóðarmorð. Hópurinn hefur borið kennsl á þá þætti sem einkenna hættulega orðræðu, þ.e. orðræðu sem beint og óbeint hvetur til ofbeldis. Til þess að orðræða falli undir skilgreininguna hættuleg orðræða verður hún að innihalda eftirfarandi tvo meginþætti: Eldfimt innihald og móttækilega áheyrendur. Íslensk umræða er yfirfull af dæmum um hættulega orðræðu. Ég starfa hjá Samtökunum ‘78 og mun því taka dæmi um hættulega orðræðu sem beinast að hinsegin fólki. Krafa 1: Eldfimt innihald Það sem gerir innihald skilaboða eða tjáningar eldfimt getur verið af mörgum toga. Skilaboðin þurfa að innihalda a.m.k. eitt af fjórum einkennum hættulegrar orðræðu: afmennskun, speglaðar ásakanir, fullyrðingar um árásir á börn eða konur og fullyrðingar um ógn við hreinleika samfélagsins. Allt gerir þetta að verkum að fólk verður tilbúnara til þess að beita tiltekinn hóp mismunun og ofbeldi eða til þess að horfa fram hjá því að aðrir geri það. Fyrsta einkennið, afmennskun, er að vísa til hópa með orðum sem gefa í skyn að meðlimir hópsins séu í raun ekki manneskjur. Þetta á sérstaklega við þegar orð sem merkja eitthvað ógnandi eru notuð; vírus, rottur, flóðbylgja o.s.frv. Dæmi um þetta úr íslenskri umræðu er fólk sem líkir hinseginleika við smitsjúkdóma eða krabbamein sem dreifist. Það er einnig afmennskun þegar réttindi fólks og líf eru smættuð niður í hugmyndafræði, sbr. hugtakið trans hugmyndafræði, eða þegar tilvist trans fólks er hreinlega afneitað. Annað einkennið hefur verið kallað speglaðar ásakanir (e. accusations in a mirror), að saka hópinn sem tekinn er fyrir um að ætla að gera það sama og hópurinn sem viðhefur hættulega orðræðu er í raun að gera. Dæmi um þetta úr íslenskri umræðu er þegar fólk sem kallar eftir minni sýnileika trans fólks segir að verið sé að þurrka út konur, eða fólk sem segist vilja vernda börn fyrir hinsegin fræðslu en er í reynd að valda hinsegin börnum skaða. Annað dæmi um þetta er þegar fólk sakar trans fólk um slaufun fyrir að svara fyrir sig þegar reynt er að ýta þeim lengra út á jaðarinn. Þriðja einkennið eru fullyrðingar um árásir á konur og börn, hvort sem þær eiga sér stoð í raunveruleikanum eða ekki. Dæmi um það í íslenskri umræðu er fólk sem segir að við í Samtökunum ‘78 séum að ‘grooma’ börn eða segir fullum fetum að við séum barnaníðingar. Einnig er ljóst að ranghugmyndir um að heilbrigðisþjónusta við trans börn og ungmenni sé skaðleg eru skilaboð af þessu tagi, þar sem þau hafa þau áhrif að fólk finnur til þarfar til þess að vernda börn. Fjórða einkenni hættulegrar orðræðu er þegar sagt er að hópurinn sem um ræðir ógni hreinleika samfélagsins. Stundum er ekki talað beint um þann hóp sem ráðist er á, heldur er fólk sagt vera svikarar ef þau eru bandamenn hópsins, og góðir borgarar ef þau sýna hatur sitt á hópnum. Dæmi um þetta úr íslenskri umræðu er þegar talað er um að hinsegin sýnileiki stuðli að úrkynjun samfélagsins og dregnar upp myndir sem eiga að sýna þessa meintu hnignun sem nái til helstu stofnana samfélagsins. Einnig þegar gert er lítið úr fólki innan meirihlutasamfélagsins fyrir að sýna hinsegin fólki stuðning. Eldfim skilaboð og hættuleg orðræða er ekki alltaf hatursorðræða. Til dæmis er vel hægt að segja að hinsegin fræðsla sé stórhættuleg börnum án þess að brjóta almenn hegningarlög. Það getur engu að síður talist hættuleg orðræða, því með því að búa til þá mynd að börnum sé ógnað er fólk sannfært um að það verði að vernda börn með öllum ráðum. Orðræða hefur þó ekkert vægi nema fólk taki mark á henni. Þar komum við að hinni kröfunni sem þarf að uppfylla til að orðræða teljist hættuleg, en það eru móttækilegir áheyrendur. Krafa 2: Móttækilegir áheyrendur Áheyrendahópur þarf að vera móttækilegur fyrir eldfimum skilaboðum til þess að þau teljist hættuleg orðræða. Áheyrendur eru móttækilegir ef þeir eru nú þegar hræddir við hópinn, búa við langvarandi og óleysta áfallastreitu, eða skortir tengsl við aðra hópa samfélagsins - og þá sérstaklega hópinn sem um er rætt. Móttækilegir áheyrendur eru líklegri en aðrir til að grípa til aðgerða á grundvelli hættulegrar orðræðu. Þegar hættuleg orðræða nær aftur á móti til hóps sem er ekki móttækilegur fyrir henni, er ólíklegt að hún leiði af sér ofbeldi eða markvissa mismunun. Á Íslandi eru móttækilegir áheyrendur til staðar. Fullorðnir áheyrendur sem eru móttækilegir fyrir hættulegri orðræðu gagnvart hinsegin fólki tilheyra gjarnan hópum sem eru á hinum pólitíska jaðri, eiga að baki áfallasögu og treysta ekki yfirvöldum. Þó má færa rök fyrir því að mun fleira fólk sé í raun móttækilegt fyrir hættulegri orðræðu um t.d. trans fólk, þar sem margir hafa takmörkuð eða engin tengsl við hópinn. Annar samfélagshópur sem er sérstaklega móttækilegur fyrir hættulegri orðræðu eru börn og ungmenni, sem sannfærast auðveldlega af misjöfnu efni á samfélagsmiðlum. Aukið ofbeldi gegn hinsegin börnum og ungmennum í grunn- og framhaldsskólum undanfarin misseri er engin tilviljun, heldur afleiðing eldfimra skilaboða sem ná til móttækilegs hóps - hættulegrar orðræðu. Aðrir þættir Til viðbótar eru eftirfarandi þættir sem geta ýtt undir alvarleika hættulegrar orðræðu, þ.e. aukið líkurnar á að hún leiði til ofbeldis. Þetta eru mælandi, samhengi og miðill. Sumt fólk hefur meiri áhrif en annað og er þess vegna líklegra til þess að veita móttækilegum hópi innblástur til þess að beita ofbeldi. Áhrif mælenda geta grundvallast á stöðu innan samfélagsins, hér er átt við t.d. stjórnmálafólk eða trúarleiðtoga, eða í gegnum náttúrulega persónutöfra, sbr. áhrifavalda, pistlahöfunda og fjölmiðlafólk. Stundum er manneskjan sem talar nafnlaus, og í ákveðnum tilvikum getur það haft enn meiri áhrif. Á Íslandi hefur fólk í ýmsum stöðum beitt orðræðu gagnvart hinsegin fólki sem telja má hættulega, þótt það hafi sem betur fer yfirleitt aðeins áhrif inn í fremur þröngan hóp fólks. Samhengið snýr að því félagslega, sögulega og stjórnmálalega umhverfi sem ríkir þegar skilaboðin ná til áheyrendahóps. Ef þetta samhengi er eldfimt eða gerir ofbeldishegðun samþykktari, t.d. vegna fyrri sögu um ofbeldi milli hópa, erfiðra félagslegra aðstæðna, samkeppni um auðlindir eða stríðsátaka getur það ýtt undir áhrif hættulegrar orðræðu. Sem betur fer er jarðvegur fyrir hættulega orðræðu ekki mjög frjór á Íslandi. Miðlar hafa, á sama hátt og mælendur, misjafnlega mikil áhrif. Ef einhver fjölmiðill, hvort sem það er dagblað, vefmiðill eða útvarpsstöð, er í þeirri stöðu að vera eina eða aðalleið hóps áheyrenda til þess að fá fréttir er hann líklegri til að hafa meiri áhrif en ella. Á Íslandi eru til hópar móttækilegra áheyrenda hættulegrar orðræðu sem ekki treysta stóru fjölmiðlunum og reiða sig á jaðarmiðla eða samfélagsmiðla til þess að afla sér upplýsinga um stöðu mála. Að sama skapi er fjöldi ungmenna sem reiðir sig nær alfarið á samfélagsmiðla til upplýsingaöflunar. Algóritmar þessara miðla færa fólk síðan inn í bergmálshella þar sem hættuleg orðræða gegn hinsegin fólki er venjuvædd. Staðreyndin er sú að í stafrænum heimi nútímans eiga hættuleg orðræða, upplýsingaóreiða og hatursáróður greiða leið á milli landamæra. Þess vegna þurfum við að vera vakandi fyrir áhrifum þessa umhverfis á okkur og á fólkið í kringum okkur, sérstaklega börn og ungmenni og fullorðið fólk sem stendur höllum fæti. Að lokum Sú umræða sem fer fram á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum um hinsegin fólk uppfyllir öll skilyrði þess að vera hættuleg orðræða. Hún hvetur til ofbeldis, beint og óbeint, og Samtökin ‘78 sjá afleiðingar hennar á hverjum degi. Það þarf að grípa til aðgerða áður en við sjáum frekari aukningu hatursglæpa og mismununar í okkar garð. Aðgerðaráætlun stjórnvalda gegn hatursorðræðu er gott fyrsta skref, en við verðum að átta okkur á því að vandamálið er stærra en svo að þröng skilgreining laganna á hatursorðræðu dugi til. Við sem frjálslynt og opið samfélag þurfum að spyrna við fótum og vakna til meðvitundar. Lærum að bera kennsl á hættulega orðræðu svo við getum tekist á við hana, með tjáningarfrelsið að vopni. Höfundur er málfræðingur og verkefnastjóri hjá Samtökunum ‘78.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun