„Ekki nægilega góðar til að eiga skilið þrjú stig“ Hinrik Wöhler skrifar 12. júní 2023 22:30 Nik í leik kvöldsins. Vísir/Anton Brink Keflavík vann óvæntan 2-1 sigur á Þrótti í áttundu umferð Bestu deildar kvenna í kvöld. Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar, þurfti að sætta sig við svekkjandi tap þrátt fyrir að Þróttur hafði yfirhöndina lungann úr leiknum. „Ekki mikið að segja, fyrsti hálfleikur var ekki nægilega góður miðað við okkar getu. Keflavík á hrós skilið, þær gerðu okkur lífið leitt og neyddum okkur í óeðlileg mistök. Mér fannst við vera sterkari þegar leið á fyrri hálfleik og þá náðum við að opna vörnina hjá þeim, fengum tvö frábær færi þar sem við áttum að skora. Síðari hálfleikur átti að vera svipaður og við ætluðum að vera þolinmóðar. Svo kemur rauða spjaldið og þær skora beint úr aukaspyrnunni og við þurfum að fara að elta í leiknum. Þær skora síðan annað mark þegar við erum aðeins níu inn á vellinum en við héldum áfram að berjast og sköpuðum færi og náðum að skora mark. Höfðum jafnvel getað stolið stigi í lokin,“ sagði Nik skömmu eftir leikinn. Á 55. mínútu fékk Álfhildur Kjartansdóttir, fyrirliði Þróttar, að líta rauða spjaldið eftir tæklingu á Linli Tu. Linli var sloppin ein í gegn og gaf Guðmundur Páll Friðbertsson, dómari leiksins, Álfhildi rautt spjald. „Klárlega vonbrigði, sérstaklega hvernig rauða spjaldið kom til. Við vorum ekki nægilega beittar í vörninni þegar skyndisóknin kom og Álfhildur þurfti að fara í tæklinguna og fær rautt, það er eins og það er. En á undan því, hefði Ólöf [Sigríður Kristinsdóttir] átt að skora í fyrri hálfleik úr einu af færunum tveimur. Við héldum þó áfram að skapa færi og berjast, ef þetta hefði verið 1-0 hefði þetta verið möguleiki,“ sagði Nik. Nik bætir við að dómurinn var þó réttur og Álfhildur verðskuldaði rautt spjald fyrir brotið. „Þetta var rautt spjald, Álfhildur var síðasti leikmaðurinn. Klárlega rautt spjald, engin spurning. Þegar ég fékk gula spjaldið þá var ég ekki að kvarta í dómaranum. Það var allt annað, ég var bara sparka í vatnsbrúsa. Gummi [Guðmundur Páll Friðbertsson] átti góðan leik, gef honum það.“ Þróttur bað einnig um vítaspyrnu eftir klukkutímaleik en leikmönnum Þróttar varð ekki að ósk sinni. „Ég sá ekki almennilega hvort það var hendi eða ekki en hvort sem er vorum við ekki nægilega góðar til að eiga skilið þrjú stig.“ Það er stutt í næsta leik en 8-liða úrslit Mjólkurbikars kvenna er leikinn í vikunni. Þróttur mætir Breiðablik á fimmtudaginn næstkomandi. „Við ætlum að rífa okkur upp. Í dag var mjög þreytandi leikur og leikmenn Breiðabliks verða örugglega ferskari en við. Við erum með eitthvað af meiðslum og verðum að sjá hvernig Ólöf verður. Við metum það á næstu dögum, alltaf gaman að spila í bikarnum og gefur okkur frí frá deildinni í bili,“ sagði Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar, að lokum. Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Keflavík ÍF Mest lesið Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Enski boltinn Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Fótbolti Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Íslenski boltinn Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Enski boltinn Ákvað að yfirgefa KR Körfubolti Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Fótbolti Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Körfubolti „Þá rennur stressið af manni“ Handbolti Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum Handbolti Fleiri fréttir Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Sjá meira
„Ekki mikið að segja, fyrsti hálfleikur var ekki nægilega góður miðað við okkar getu. Keflavík á hrós skilið, þær gerðu okkur lífið leitt og neyddum okkur í óeðlileg mistök. Mér fannst við vera sterkari þegar leið á fyrri hálfleik og þá náðum við að opna vörnina hjá þeim, fengum tvö frábær færi þar sem við áttum að skora. Síðari hálfleikur átti að vera svipaður og við ætluðum að vera þolinmóðar. Svo kemur rauða spjaldið og þær skora beint úr aukaspyrnunni og við þurfum að fara að elta í leiknum. Þær skora síðan annað mark þegar við erum aðeins níu inn á vellinum en við héldum áfram að berjast og sköpuðum færi og náðum að skora mark. Höfðum jafnvel getað stolið stigi í lokin,“ sagði Nik skömmu eftir leikinn. Á 55. mínútu fékk Álfhildur Kjartansdóttir, fyrirliði Þróttar, að líta rauða spjaldið eftir tæklingu á Linli Tu. Linli var sloppin ein í gegn og gaf Guðmundur Páll Friðbertsson, dómari leiksins, Álfhildi rautt spjald. „Klárlega vonbrigði, sérstaklega hvernig rauða spjaldið kom til. Við vorum ekki nægilega beittar í vörninni þegar skyndisóknin kom og Álfhildur þurfti að fara í tæklinguna og fær rautt, það er eins og það er. En á undan því, hefði Ólöf [Sigríður Kristinsdóttir] átt að skora í fyrri hálfleik úr einu af færunum tveimur. Við héldum þó áfram að skapa færi og berjast, ef þetta hefði verið 1-0 hefði þetta verið möguleiki,“ sagði Nik. Nik bætir við að dómurinn var þó réttur og Álfhildur verðskuldaði rautt spjald fyrir brotið. „Þetta var rautt spjald, Álfhildur var síðasti leikmaðurinn. Klárlega rautt spjald, engin spurning. Þegar ég fékk gula spjaldið þá var ég ekki að kvarta í dómaranum. Það var allt annað, ég var bara sparka í vatnsbrúsa. Gummi [Guðmundur Páll Friðbertsson] átti góðan leik, gef honum það.“ Þróttur bað einnig um vítaspyrnu eftir klukkutímaleik en leikmönnum Þróttar varð ekki að ósk sinni. „Ég sá ekki almennilega hvort það var hendi eða ekki en hvort sem er vorum við ekki nægilega góðar til að eiga skilið þrjú stig.“ Það er stutt í næsta leik en 8-liða úrslit Mjólkurbikars kvenna er leikinn í vikunni. Þróttur mætir Breiðablik á fimmtudaginn næstkomandi. „Við ætlum að rífa okkur upp. Í dag var mjög þreytandi leikur og leikmenn Breiðabliks verða örugglega ferskari en við. Við erum með eitthvað af meiðslum og verðum að sjá hvernig Ólöf verður. Við metum það á næstu dögum, alltaf gaman að spila í bikarnum og gefur okkur frí frá deildinni í bili,“ sagði Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar, að lokum.
Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Keflavík ÍF Mest lesið Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Enski boltinn Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Fótbolti Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Íslenski boltinn Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Enski boltinn Ákvað að yfirgefa KR Körfubolti Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Fótbolti Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Körfubolti „Þá rennur stressið af manni“ Handbolti Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum Handbolti Fleiri fréttir Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Sjá meira