Ólafur Stefáns er fimmtugur í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. júlí 2023 09:30 Ólafur Stefánsson átti langan og sigursælan feril inn á handboltavellinum. Getty/Jan Christensen/ Íslenska handboltagoðsögnin Ólafur Stefánsson fæddist 3. júlí 1973 og heldur því upp á fimmtugsafmælið sitt í dag. Ólafur er eins og er aðstoðarþjálfari þýska liðsins Erlangen en hann lagði handboltaskóna á hilluna árið 2013. Ólafur er einn farsælasti íþróttamaður Íslandssögunnar og var á sínum tíma fjórum sinnum kosinn Íþróttamaður ársins eða árin 2002, 2003, 2008 og 2009. Ólafur var í aðalhlutverki þegar íslenska handboltalandsliðið náði sínum besta árangri á ÓLympíuleikum (silfur í Peking 2008), á Evrópumeistaramóti (brons í Austurríki 2010) og á heimsmeistaramóti (fimmta sæti á HM í Kumamoto 1997). Ólafur skoraði 1511 mörk í 318 landsleikjum og átti lengi markamet landsliðsins áður en Guðjón Valur Sigurðsson tók það af honum. Ólafur er líka einn sigursælasti handboltamaður Íslands þegar kemur að árangri með félagsliðum. Hann varð fimm sinnum Íslandsmeistari með Val áður en hann fór út í atvinnumennsku. Hann vann bæði þýsku deildina, Meistaradeildina og EHF-bikarinn með Magdeburg. Hann spilaði með þremur liðum í Bundesligunni, bestu deild í heimi, og var þar með 1245 mörk í 257 leikjum. Sigursælustu árin átti hann hjá Ciudad Real á Spáni þar sem hann vann Meistaradeildina þrisvar sinnum, spænsku deildina fjórum sinnum og sex bikartitla á Spáni. Ólafur náði einnig að verða bæði Danmerkurmeistari með AG frá Kaupmannahöfn og meistari með Lekhwiya Sports Club Doha í Katar. Ólafur varð markakóngur á EM 2002 í Svíþjóð þar sem íslenska landsliðið endaði í fjórða sæti. Hann var fjórum sinnum valinn í úrvalslið á stórmótum, tvisvar á EM (2002 og 2010) og tvisvar á Ólympíuleikum (2004 og 2008). Til hamingju með afmælið Ólafur. View this post on Instagram A post shared by SC Magdeburg (@scmagdeburg) Landslið karla í handbolta Mest lesið Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Nýr Littler? Tólf ára vann heimsmeistarann Sport Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Markvörður City: „Liverpool ekki besti hlutinn af Bretlandi“ Enski boltinn Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Enski boltinn Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Handbolti Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti Fleiri fréttir Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Sjá meira
Ólafur er eins og er aðstoðarþjálfari þýska liðsins Erlangen en hann lagði handboltaskóna á hilluna árið 2013. Ólafur er einn farsælasti íþróttamaður Íslandssögunnar og var á sínum tíma fjórum sinnum kosinn Íþróttamaður ársins eða árin 2002, 2003, 2008 og 2009. Ólafur var í aðalhlutverki þegar íslenska handboltalandsliðið náði sínum besta árangri á ÓLympíuleikum (silfur í Peking 2008), á Evrópumeistaramóti (brons í Austurríki 2010) og á heimsmeistaramóti (fimmta sæti á HM í Kumamoto 1997). Ólafur skoraði 1511 mörk í 318 landsleikjum og átti lengi markamet landsliðsins áður en Guðjón Valur Sigurðsson tók það af honum. Ólafur er líka einn sigursælasti handboltamaður Íslands þegar kemur að árangri með félagsliðum. Hann varð fimm sinnum Íslandsmeistari með Val áður en hann fór út í atvinnumennsku. Hann vann bæði þýsku deildina, Meistaradeildina og EHF-bikarinn með Magdeburg. Hann spilaði með þremur liðum í Bundesligunni, bestu deild í heimi, og var þar með 1245 mörk í 257 leikjum. Sigursælustu árin átti hann hjá Ciudad Real á Spáni þar sem hann vann Meistaradeildina þrisvar sinnum, spænsku deildina fjórum sinnum og sex bikartitla á Spáni. Ólafur náði einnig að verða bæði Danmerkurmeistari með AG frá Kaupmannahöfn og meistari með Lekhwiya Sports Club Doha í Katar. Ólafur varð markakóngur á EM 2002 í Svíþjóð þar sem íslenska landsliðið endaði í fjórða sæti. Hann var fjórum sinnum valinn í úrvalslið á stórmótum, tvisvar á EM (2002 og 2010) og tvisvar á Ólympíuleikum (2004 og 2008). Til hamingju með afmælið Ólafur. View this post on Instagram A post shared by SC Magdeburg (@scmagdeburg)
Landslið karla í handbolta Mest lesið Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Nýr Littler? Tólf ára vann heimsmeistarann Sport Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Markvörður City: „Liverpool ekki besti hlutinn af Bretlandi“ Enski boltinn Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Enski boltinn Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Handbolti Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti Fleiri fréttir Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik