Thunberg ákærð fyrir að óhlýðnast lögreglu Kjartan Kjartansson skrifar 5. júlí 2023 14:30 Greta Thunberg borin burt af lögreglumönnum við mótmæli við höfnina í Malmö 19. júní. Vísir/EPA Sænskur saksóknari ákærði Gretu Thunberg, einn þekktasta loftslagsaðgerðasinna heims, fyrir að óhlýðnast lögreglu við mótmæli í Malmö í síðasta mánuði. Hún á að koma fyrir dómara í júlí en málum af þessu tagi er yfirleitt sagt ljúka með sekt. Thunberg var í hópi loftslagsaðgerðasinna sem stöðvuðu umferð olíuflutningabíla á hafnarsvæði í Malmö 19. júní. Hún er sögð hafa neitað að færa sig þegar lögreglumenn skipuðu henni og öðrum að gera það. Hún og fleiri voru þá dregin í burtu. Fréttasíðan Sydsvenskan hefur eftir lögreglu að Thunberg og félagar hafi heft för um þrjátíu flutningabíla. Mótmælendurnir hafi verið beðnir um að færa sig þegar umferðarröskunin hafi verið talin of mikil. „Þú hefur rétt til að mótmæla en þú mátt ekki mótmæla þannig að það valdi öðrum truflunum,“ segir Charlotte Ottosen, saksóknarinn sem ákærði Thunberg. Thunberg sjálf sagði að hún og félagar hennar hafi ákveðið að standa ekki þögul hjá heldur grípa til aðgerða gegn jarðefnaeldsneytisinnviðum. „Við erum að endurheimta framtíðina,“ sagði Thunberg í færslu á Instagram á sínum tíma. Þetta var ekki í fyrsta skipti sem Thunberg komst í kast við lögin á þessu ári. Hún var handtekin við loftslagsmótmæli við kolanámu í Þýskalandi í janúar. Mótmælin beindust að áformum yfirvalda um að jafna þorp við jörðu til þess að rýma til fyrir stækkun kolanámunnar. Thunberg öðlaðist heimsfrægð fyrir vikuleg loftslagsmótmæli sín sem hún kallaði skólaverkföll. Þau urðu ungmennum um allan heim fyrirmynd að sambærilegum aðgerðum. Hún hefur nú sagt skilið við þau mótmæli þar sem hún er orðin tvítug og útskrifuð úr skóla. Svíþjóð Loftslagsmál Bensín og olía Tengdar fréttir Greta Thunberg útskrifast og hættir skólaverkfalli sínu Sænski loftslagsaðgerðasinninn Greta Thunberg stendur fyrir sínu síðasta skólaverkfalli í Stokkhólmi í Svíþjóð í dag. Hún hefur mótmælt á hverjum föstudegi frá árinu 2018, alls 251 vikur í röð. 9. júní 2023 09:39 Thunberg fær að stefna sænska ríkinu fyrir seinagang Héraðsdómstóll í Svíþjóð gaf Gretu Thunberg og hundruð umhverfissinnum grænt ljós á að stefna sænska ríkinu vegna þess sem þau telja ófullnægjandi loftslagsaðgerðir þess. Krafa þeirra er að Svíar dragi saman losun sína um milljónir tonna. 21. mars 2023 14:34 Mest lesið Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent Biden náðar son sinn Erlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Fleiri fréttir Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins Sjá meira
Thunberg var í hópi loftslagsaðgerðasinna sem stöðvuðu umferð olíuflutningabíla á hafnarsvæði í Malmö 19. júní. Hún er sögð hafa neitað að færa sig þegar lögreglumenn skipuðu henni og öðrum að gera það. Hún og fleiri voru þá dregin í burtu. Fréttasíðan Sydsvenskan hefur eftir lögreglu að Thunberg og félagar hafi heft för um þrjátíu flutningabíla. Mótmælendurnir hafi verið beðnir um að færa sig þegar umferðarröskunin hafi verið talin of mikil. „Þú hefur rétt til að mótmæla en þú mátt ekki mótmæla þannig að það valdi öðrum truflunum,“ segir Charlotte Ottosen, saksóknarinn sem ákærði Thunberg. Thunberg sjálf sagði að hún og félagar hennar hafi ákveðið að standa ekki þögul hjá heldur grípa til aðgerða gegn jarðefnaeldsneytisinnviðum. „Við erum að endurheimta framtíðina,“ sagði Thunberg í færslu á Instagram á sínum tíma. Þetta var ekki í fyrsta skipti sem Thunberg komst í kast við lögin á þessu ári. Hún var handtekin við loftslagsmótmæli við kolanámu í Þýskalandi í janúar. Mótmælin beindust að áformum yfirvalda um að jafna þorp við jörðu til þess að rýma til fyrir stækkun kolanámunnar. Thunberg öðlaðist heimsfrægð fyrir vikuleg loftslagsmótmæli sín sem hún kallaði skólaverkföll. Þau urðu ungmennum um allan heim fyrirmynd að sambærilegum aðgerðum. Hún hefur nú sagt skilið við þau mótmæli þar sem hún er orðin tvítug og útskrifuð úr skóla.
Svíþjóð Loftslagsmál Bensín og olía Tengdar fréttir Greta Thunberg útskrifast og hættir skólaverkfalli sínu Sænski loftslagsaðgerðasinninn Greta Thunberg stendur fyrir sínu síðasta skólaverkfalli í Stokkhólmi í Svíþjóð í dag. Hún hefur mótmælt á hverjum föstudegi frá árinu 2018, alls 251 vikur í röð. 9. júní 2023 09:39 Thunberg fær að stefna sænska ríkinu fyrir seinagang Héraðsdómstóll í Svíþjóð gaf Gretu Thunberg og hundruð umhverfissinnum grænt ljós á að stefna sænska ríkinu vegna þess sem þau telja ófullnægjandi loftslagsaðgerðir þess. Krafa þeirra er að Svíar dragi saman losun sína um milljónir tonna. 21. mars 2023 14:34 Mest lesið Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent Biden náðar son sinn Erlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Fleiri fréttir Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins Sjá meira
Greta Thunberg útskrifast og hættir skólaverkfalli sínu Sænski loftslagsaðgerðasinninn Greta Thunberg stendur fyrir sínu síðasta skólaverkfalli í Stokkhólmi í Svíþjóð í dag. Hún hefur mótmælt á hverjum föstudegi frá árinu 2018, alls 251 vikur í röð. 9. júní 2023 09:39
Thunberg fær að stefna sænska ríkinu fyrir seinagang Héraðsdómstóll í Svíþjóð gaf Gretu Thunberg og hundruð umhverfissinnum grænt ljós á að stefna sænska ríkinu vegna þess sem þau telja ófullnægjandi loftslagsaðgerðir þess. Krafa þeirra er að Svíar dragi saman losun sína um milljónir tonna. 21. mars 2023 14:34