Freista þess að tryggja aðild Svía í Vilníus í næstu viku Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. júlí 2023 07:42 Kristersson og Biden í Hvíta húsinu í gær. AP/Evan Vucci Joe Biden Bandaríkjaforseti tók á móti Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, í Hvíta húsinu í gær, þar sem leiðtogarnir ræddu meðal aðildarumsókn Svía að Atlantshafsbandalaginu. Kristersson sagði eftir fundinn að þeir hefðu meðal annars rætt að fundur bandalagsins í Vilníus í næstu viku væri tilvalinn vettvangur til að veita Svíþjóð formlega aðild en stjórnvöld í Tyrklandi og Ungverjalandi hafa staðið í veginum. „Aðeins Tyrkland getur tekið ákvarðanir fyrir Tyrkland,“ ítrekaði Kristersson. Biden sagðist hlakka til aðildar Svía og sagðist vilja ítreka að hann væri ötull stuðningsmaður umsóknar þeirra um aðild að Nató. Biden mun heimsækja Bretland á sunnudaginn og ferðast þaðan á ráðstefnuna í Vilníus, þaðan sem hann mun svo fara í opinbera heimsókn til nýjasta aðildarríkisins, Finnlands. Eins og kunnugt er sóttu bæði Finnland og Svíþjóð um aðild að bandalaginu í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. Finnar hafa þegar verið teknir inn en aðild Svía mætir enn andspyrnu, séstaklega í Tyrklandi, þar sem stjórnvöld hafa gert alvarlegar athugasemdir við afstöðu Svía gagnvart Kúrdum. Karine Jean-Pierre, fjölmiðlafulltrúi Biden, vildi ekki svara því í gær hvort Biden hygðist eiga samtal við leiðtoga Tyrklands og Ungverjalands fyrir fundinn í Vilníus til. Hún sagði forsetann hins vegar staðfastan í stuðningi sínum við umsókn Svía. Hakan Fidan, utanríkisráðherra Tyrklands, sagði á þriðjudag að Tyrkir myndu aldrei láta undan tímapressu þegar hann var spurður um mögulega inngöngu Svía í Vilníus í næstu viku. Svíþjóð Bandaríkin Tyrkland NATO Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Kristersson sagði eftir fundinn að þeir hefðu meðal annars rætt að fundur bandalagsins í Vilníus í næstu viku væri tilvalinn vettvangur til að veita Svíþjóð formlega aðild en stjórnvöld í Tyrklandi og Ungverjalandi hafa staðið í veginum. „Aðeins Tyrkland getur tekið ákvarðanir fyrir Tyrkland,“ ítrekaði Kristersson. Biden sagðist hlakka til aðildar Svía og sagðist vilja ítreka að hann væri ötull stuðningsmaður umsóknar þeirra um aðild að Nató. Biden mun heimsækja Bretland á sunnudaginn og ferðast þaðan á ráðstefnuna í Vilníus, þaðan sem hann mun svo fara í opinbera heimsókn til nýjasta aðildarríkisins, Finnlands. Eins og kunnugt er sóttu bæði Finnland og Svíþjóð um aðild að bandalaginu í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. Finnar hafa þegar verið teknir inn en aðild Svía mætir enn andspyrnu, séstaklega í Tyrklandi, þar sem stjórnvöld hafa gert alvarlegar athugasemdir við afstöðu Svía gagnvart Kúrdum. Karine Jean-Pierre, fjölmiðlafulltrúi Biden, vildi ekki svara því í gær hvort Biden hygðist eiga samtal við leiðtoga Tyrklands og Ungverjalands fyrir fundinn í Vilníus til. Hún sagði forsetann hins vegar staðfastan í stuðningi sínum við umsókn Svía. Hakan Fidan, utanríkisráðherra Tyrklands, sagði á þriðjudag að Tyrkir myndu aldrei láta undan tímapressu þegar hann var spurður um mögulega inngöngu Svía í Vilníus í næstu viku.
Svíþjóð Bandaríkin Tyrkland NATO Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira