„Við erum ótrúlega flott lið núna, það eru allir að vinna 100%“ Árni Gísli Magnússon skrifar 30. júlí 2023 19:14 Hallgrímur Jónasson þjálfari KA einbeittur Vísir/Hulda Margrét KA og HK gerðu 1-1 jafntefli í Bestu deild karla á Akureyri í dag. KA-menn spiluð svo til allan leikinn manni færri en Hallgrímur Jónasson þjálfari KA var ekki alveg sammála dómnum. Dusan Brkovic, varnarmaður KA, fékk rautt spjald strax á 2. mínútu leiksins þegar hann lenti í kapphlaupi við Atla Hrafn Andrason og endaði á því að taka hann niður rétt fyrir utan vítateig. Hallgrímur sá þetta með öðrum augum en dómarinn. „Þar sem ég stóð fannst mér HK-ingurinn byrja að toga í hann á undan og vinna sig fram fyrir hann þannig mér fannst eins og við ættum að fá aukaspyrnu en ef hann dæmir það ekki að þá eftir það er þetta rautt spjald því að Dusan brýtur á honum. Mér fannst rosa furðulegt hvernig hann komst fram fyrir hann og mér fannst hann toga í hann en ég ræddi við dómarann í hálfleik og hann var nokkuð viss.“ Hvernig fannst Hallgrími sitt lið spila leikinn einum færri? „Við vorum bara frábærir, ég gæti ekki beðið um meira. Þvílík liðsheild og við brugðumst vel við og vorum búnir að hreyfa liðið og þurftum að hreyfa hérna eftir tvær mínútur og við skorum fyrst og erum ótrúlega flottir. Eigum frábæra spilkafla einum færri, þeir opna okkur eiginlega aldrei, en skora því miður eftir fast leikatriði en ég get ekki beðið um meira. Við erum á svo flottum stað í dag að ég er hrikalega stoltur af strákunum og þetta er bara frábært stig.“ Ívar Örn Árnason er meiddur eins og sakir standa og hefur Rodri verið að leysa hafsentastöðuna í hans stað og gerði það í dag. Birgir Baldvinsson færði sig í hafsent eftir rauða spjaldið hjá Dusan og þá spiluðu Alex Freyr Elísson og Ingimar Stöle í bakvarðarstöðunum. Þessi fjórir leikmenn hafa aldrei áður myndað varnarlínu saman sem er ekki ákjósanlegt. „Nei það er bara þannig en ef þú leggur þig fram og gefur og ert tilbúinn að gera allt fyrir liðið og allir fyrir framan þig líka þá verður þetta auðveldara. Eins og ég segi þá náði HK ekki að opna okkur og ég gæti ekki veri ánægðari með strákana og við tökum þetta bara með okkur. Við erum ótrúlega flott lið núna, það eru allir að vinna 100% vinnu og við vitum ef við gerum það erum við gott lið og akkúrat núna erum við það og þurfum bara að halda því áfram.“ Edmundsson lofar góðu Færeyingurinn Jóan Símun Edmundsson byrjaði sinn fyrsta leik fyrir KA í dag en hann kom til liðsins á dögunum. Það sást fljótlega að þar er leikmaður sem kann sitthvað í knattspyrnu. „Hann átti að vera í tíunni en hann náði einni mínútu þar áður en hann fór út á kantinn en það sást vel í dag að þetta er strákur sem er búinn að spila á mun hærra stigi en við. Hann er rólegur á boltann, með yfirsýn, sendingar á milli lína, ég held að allir hafi séð að það var frábært. Við þurfum bara að vera skynsamir með hann og koma honum inn í þetta á réttan hátt.“ KA mætir Dundalk á Írlandi næstkomandi fimmtudag í 2. umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar en KA leiðir einvígið 3-1 eftir fyrri leikinn. Hvernig er undirbúningi fyrir þann leik háttað? „Það er bara þannig að við ferðumst suður á morgun eftir æfingu og fljúgum síðan út. Tökum æfingu þar á miðvikudaginn og spilum á fimmtudaginn þannig að bara flott. Við höfum nokkra daga til að jafna okkur. Verra kannski að mér sýnist Bjarni (Aðalsteinsson) vera frá sem eru ekki góðar fréttir en við bara leysum það. Við erum klárir og ætlum okkur svo sannarlega að fara áfram.“ „Ég held að hann hafi snúið sig illa á ökkla og hann var tæpur í ökklanum fyrir. Búinn að snúa sig og búinn að spila teipaður þannig ég reikna með að hann sé frá í einhvern tíma“ sagði Hallgrímur ennfremur um Bjarna en hann meiddist undir blálok leiksins. Bjart yfir KA-mönnum fyrir seinni leikinn gegn Dundalk KA er 3-1 yfir í einvíginu við Dundalk. Hvernig metur Hallgrímur möguleika liðsins fyrir seinni leikinn? „Ég tel þá bara fína. Þetta verður erfiður leikur úti. Ég myndi halda, mig langar að segja aðeins meiri líkur á að við förum áfram, en eins og ég segi er þetta gríðarlega sterkt lið og allt getur gerst en eins og við lítum út núna og förum út, spilum okkar bolta, berjumst eins og við gerðum í dag og höfum gert undanfarið með þetta sjálfstraust sem er ættum við að fara áfram. Við ætlum að fara út og skora og fara áfram.“ Dusan Brkovic ferðist ekki með til Bretlands í leikinn í 1. umferð gegn Connah‘s Quy Nomands vegna vandræða með vegabréfsáritun en verður hann með í þetta skipti? „Já við erum komin með vegabréfsáritun þannig hann er klár“, sagði Hallgrímur að lokum. Fótbolti Besta deild karla Íslenski boltinn Tengdar fréttir Leik lokið: KA - HK 1-1 | Sjóðheitir KA-menn kældir ögn niður KA hefur verið á góðri siglingu að undanförnu á meðan HK hefur aðeins unnið einn af síðustu níu deildarleikjum sínum. Einum færri nánast allan leikinn áttu KA þó ekki nóg á tanknum til að landa sigri í dag. 30. júlí 2023 18:00 Mest lesið Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Enski boltinn Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Enski boltinn Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Fótbolti „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Körfubolti Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Íslenski boltinn Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Enski boltinn Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Handbolti Fleiri fréttir Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Kane kominn í jólafrí? Hjálpaðu Glódísi að komast í heimsliðið Salah jafnaði met Rooneys Miðasalan á EM verður í þremur hlutum Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Liðsfélagi Alberts á batavegi Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Sjá meira
Dusan Brkovic, varnarmaður KA, fékk rautt spjald strax á 2. mínútu leiksins þegar hann lenti í kapphlaupi við Atla Hrafn Andrason og endaði á því að taka hann niður rétt fyrir utan vítateig. Hallgrímur sá þetta með öðrum augum en dómarinn. „Þar sem ég stóð fannst mér HK-ingurinn byrja að toga í hann á undan og vinna sig fram fyrir hann þannig mér fannst eins og við ættum að fá aukaspyrnu en ef hann dæmir það ekki að þá eftir það er þetta rautt spjald því að Dusan brýtur á honum. Mér fannst rosa furðulegt hvernig hann komst fram fyrir hann og mér fannst hann toga í hann en ég ræddi við dómarann í hálfleik og hann var nokkuð viss.“ Hvernig fannst Hallgrími sitt lið spila leikinn einum færri? „Við vorum bara frábærir, ég gæti ekki beðið um meira. Þvílík liðsheild og við brugðumst vel við og vorum búnir að hreyfa liðið og þurftum að hreyfa hérna eftir tvær mínútur og við skorum fyrst og erum ótrúlega flottir. Eigum frábæra spilkafla einum færri, þeir opna okkur eiginlega aldrei, en skora því miður eftir fast leikatriði en ég get ekki beðið um meira. Við erum á svo flottum stað í dag að ég er hrikalega stoltur af strákunum og þetta er bara frábært stig.“ Ívar Örn Árnason er meiddur eins og sakir standa og hefur Rodri verið að leysa hafsentastöðuna í hans stað og gerði það í dag. Birgir Baldvinsson færði sig í hafsent eftir rauða spjaldið hjá Dusan og þá spiluðu Alex Freyr Elísson og Ingimar Stöle í bakvarðarstöðunum. Þessi fjórir leikmenn hafa aldrei áður myndað varnarlínu saman sem er ekki ákjósanlegt. „Nei það er bara þannig en ef þú leggur þig fram og gefur og ert tilbúinn að gera allt fyrir liðið og allir fyrir framan þig líka þá verður þetta auðveldara. Eins og ég segi þá náði HK ekki að opna okkur og ég gæti ekki veri ánægðari með strákana og við tökum þetta bara með okkur. Við erum ótrúlega flott lið núna, það eru allir að vinna 100% vinnu og við vitum ef við gerum það erum við gott lið og akkúrat núna erum við það og þurfum bara að halda því áfram.“ Edmundsson lofar góðu Færeyingurinn Jóan Símun Edmundsson byrjaði sinn fyrsta leik fyrir KA í dag en hann kom til liðsins á dögunum. Það sást fljótlega að þar er leikmaður sem kann sitthvað í knattspyrnu. „Hann átti að vera í tíunni en hann náði einni mínútu þar áður en hann fór út á kantinn en það sást vel í dag að þetta er strákur sem er búinn að spila á mun hærra stigi en við. Hann er rólegur á boltann, með yfirsýn, sendingar á milli lína, ég held að allir hafi séð að það var frábært. Við þurfum bara að vera skynsamir með hann og koma honum inn í þetta á réttan hátt.“ KA mætir Dundalk á Írlandi næstkomandi fimmtudag í 2. umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar en KA leiðir einvígið 3-1 eftir fyrri leikinn. Hvernig er undirbúningi fyrir þann leik háttað? „Það er bara þannig að við ferðumst suður á morgun eftir æfingu og fljúgum síðan út. Tökum æfingu þar á miðvikudaginn og spilum á fimmtudaginn þannig að bara flott. Við höfum nokkra daga til að jafna okkur. Verra kannski að mér sýnist Bjarni (Aðalsteinsson) vera frá sem eru ekki góðar fréttir en við bara leysum það. Við erum klárir og ætlum okkur svo sannarlega að fara áfram.“ „Ég held að hann hafi snúið sig illa á ökkla og hann var tæpur í ökklanum fyrir. Búinn að snúa sig og búinn að spila teipaður þannig ég reikna með að hann sé frá í einhvern tíma“ sagði Hallgrímur ennfremur um Bjarna en hann meiddist undir blálok leiksins. Bjart yfir KA-mönnum fyrir seinni leikinn gegn Dundalk KA er 3-1 yfir í einvíginu við Dundalk. Hvernig metur Hallgrímur möguleika liðsins fyrir seinni leikinn? „Ég tel þá bara fína. Þetta verður erfiður leikur úti. Ég myndi halda, mig langar að segja aðeins meiri líkur á að við förum áfram, en eins og ég segi er þetta gríðarlega sterkt lið og allt getur gerst en eins og við lítum út núna og förum út, spilum okkar bolta, berjumst eins og við gerðum í dag og höfum gert undanfarið með þetta sjálfstraust sem er ættum við að fara áfram. Við ætlum að fara út og skora og fara áfram.“ Dusan Brkovic ferðist ekki með til Bretlands í leikinn í 1. umferð gegn Connah‘s Quy Nomands vegna vandræða með vegabréfsáritun en verður hann með í þetta skipti? „Já við erum komin með vegabréfsáritun þannig hann er klár“, sagði Hallgrímur að lokum.
Fótbolti Besta deild karla Íslenski boltinn Tengdar fréttir Leik lokið: KA - HK 1-1 | Sjóðheitir KA-menn kældir ögn niður KA hefur verið á góðri siglingu að undanförnu á meðan HK hefur aðeins unnið einn af síðustu níu deildarleikjum sínum. Einum færri nánast allan leikinn áttu KA þó ekki nóg á tanknum til að landa sigri í dag. 30. júlí 2023 18:00 Mest lesið Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Enski boltinn Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Enski boltinn Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Fótbolti „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Körfubolti Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Íslenski boltinn Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Enski boltinn Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Handbolti Fleiri fréttir Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Kane kominn í jólafrí? Hjálpaðu Glódísi að komast í heimsliðið Salah jafnaði met Rooneys Miðasalan á EM verður í þremur hlutum Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Liðsfélagi Alberts á batavegi Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Sjá meira
Leik lokið: KA - HK 1-1 | Sjóðheitir KA-menn kældir ögn niður KA hefur verið á góðri siglingu að undanförnu á meðan HK hefur aðeins unnið einn af síðustu níu deildarleikjum sínum. Einum færri nánast allan leikinn áttu KA þó ekki nóg á tanknum til að landa sigri í dag. 30. júlí 2023 18:00