Rukkar umdeilt þjónustugjald vegna „algjörlegra fáránlegra“ kvöld- og helgartaxta Eiður Þór Árnason skrifar 4. ágúst 2023 21:28 Dmitrijs Štāls, eigandi Legendary Nordic Restaurant á Hellu, og QR-kóðinn sem gestir veitingastaðarins skanna með síma sínum til að panta af matseðli. Aðsend Þjónustugjald sem leggst ofan á verð á matseðli veitingahússins Legendary Nordic Restaurant á Hellu hefur vakið athygli og telur formaður Neytendasamtakanna fyrirkomulagið líklega brjóta í bága við lög. Eigandi staðarins segir gjaldið vera valkvætt og ætlað að mæta þeim mikla kostnaði sem fylgi veitingahúsarekstri á Íslandi. Þjónustugjaldið nemur 15 prósentum af verði matar og drykkjar og leggst sjálfkrafa ofan á reikning gesta. „Við erum með matseðil og þegar fólk skannar QR-kóðann stendur þar að 15 prósenta þjónustugjald verði bætt við reikninginn. Þetta er ekki skylda, viðskiptavinurinn getur neitað því að greiða þjónustugjaldið og þá er honum velkomið að greiða verðið á matseðli,“ segir Dmitrijs Štāls, eigandi veitingastaðarins, í samtali við Vísi. Þetta sé svipað fyrirkomulag og sjáist víðast hvar á veitingastöðum í Bretlandi og Bandaríkjunum. „Ef viðskiptavinurinn er ánægður með þjónustuna þá tel ég það vera eðlilega alþjóðlega venju að setja þjónustugjald ofan á verð á matseðli.“ Veitingahúsið á Hellu bar nafnið Árhús áður en nýir eigendur tóku yfir staðinn.Legendary Nordic Restaurant Bæring Jóhann Björgvinsson vakti fyrst máls á gjaldinu í færslu í Facebook-hópnum Vertu á verði - eftirlit með verðlagi eftir að hann snæddi á veitingastaðnum. Gjaldið kom honum í opna skjöldu og kveðst hann vera ósáttur með fyrirkomulagið. Þjónustugjaldið var að hans sögn fjarlægt eftir að hann kom á framfæri athugasemdum. Óeðlilegt að borga hærri taxta á kvöldin og um helgar Dmitrijs segir háan launa- og hráefniskostnað hafi mikil áhrif á rekstraraðila í veitingageiranum hér á landi. „Megin ástæðan fyrir þessu er að á Íslandi eru algjörlega fáránleg (e. absolutely crazy) lög sem gilda um veitingastaði og hótel sem gera það að verkum að starfsmenn fá öðruvísi greitt eftir klukkan 17 og um helgar,“ segir hann og vísar þar til kjarasamninga sem kveða á um greiðslu eftirvinnulauna utan hefðbundins dagvinnutíma. „Laun eru greidd öðruvísi og starfsmenn á veitingastöðum, börum og kaffihúsum vinna venjulega á kvöldin og um helgar. Yfirleitt er ekki unnið á veitingastöðunum frá klukkan 8 til 17, því þú ferð á veitingastaði á kvöldin og um helgar. Þetta gerir það að verkum að laun eru mun hærri en þau eru í hinum venjulega heimi, en það er eins og það er,“ bætir Dmitrijs við. Að hans áliti sé það því mjög eðlilegt að kynna til leiks eitthvað eitthvað í líkingu við þjónustugjald til að bæta að hluta upp fyrir þann kostnað sem hlýst af óvenjuháum launum og mjög háu hráefnisverði á Íslandi. Í ljósi þessa telur Dmitrijs þjónustugjald vera prýðis hugmynd fyrir veitingageirann á Íslandi. Ætla að tilkynna málið til Neytendastofu Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir það vera skýrt í neytendalöggjöfinni að uppgefið verð, í þessu tilviki á matseðli, eigi að vera endanlegt verð sem neytendur greiði. Þrátt fyrir að gjaldið sé valkvætt telji hann þessa starfshætti ekki vera í samræmi við lög. Breki Karlsson er formaður Neytendasamtakanna.Vísir/Arnar „Þetta er í það minnsta villandi og ætti ekki að líðast að mínu mati,“ segir Breki. Það komi í hlut Neytendastofu að úrskurða um hvort þetta standist lög og hyggjast Neytendasamtökin tilkynna málið til stofnunarinnar með formlegum hætti eftir helgi. Þetta er í fyrsta sinn sem þjónustugjaldsmál af þessum toga kemur inn á borð Neytendasamtakanna. Íslendingar kvartað undan gjaldinu Dmitrijs segir að gestir Legendary Nordic Restaurant séu vel upplýstir um þjónustugjaldið umdeilda. „Viðskiptavinurinn er upplýstur áður en hann greiðir, við QR-kóðann, hann er upplýstur um það í matseðlinum, hann er upplýstur alls staðar og honum er frjálst að greiða það eða sleppa því,“ segir hann en viðurkennir þó að mögulega megi endurskoða framsetninguna til að skýra það frekar að um valkvætt gjald er að ræða. Dmitriis segir að flestir gestir frá Bandaríkjunum og Bretlandi kippi sér lítið upp við þjónustugjaldið á veitingastaðnum en vissulega hafi sumir Íslendingar gert athugasemd við álagninguna. Í þeim tilvikum sé gjaldið ekki rukkað. Hann segir um að ræða vissa tilraun og það eigi eftir að koma í ljós hvort fleiri veitingastaðir á landsbyggðinni eða höfuðborgarsvæðinu fari sömu leið. „Ég vona það því þetta er skynsamlegt og hjálpar þessum geira að lifa af og bæta sig.“ Neytendur Veitingastaðir Rangárþing ytra Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Sjá meira
Þjónustugjaldið nemur 15 prósentum af verði matar og drykkjar og leggst sjálfkrafa ofan á reikning gesta. „Við erum með matseðil og þegar fólk skannar QR-kóðann stendur þar að 15 prósenta þjónustugjald verði bætt við reikninginn. Þetta er ekki skylda, viðskiptavinurinn getur neitað því að greiða þjónustugjaldið og þá er honum velkomið að greiða verðið á matseðli,“ segir Dmitrijs Štāls, eigandi veitingastaðarins, í samtali við Vísi. Þetta sé svipað fyrirkomulag og sjáist víðast hvar á veitingastöðum í Bretlandi og Bandaríkjunum. „Ef viðskiptavinurinn er ánægður með þjónustuna þá tel ég það vera eðlilega alþjóðlega venju að setja þjónustugjald ofan á verð á matseðli.“ Veitingahúsið á Hellu bar nafnið Árhús áður en nýir eigendur tóku yfir staðinn.Legendary Nordic Restaurant Bæring Jóhann Björgvinsson vakti fyrst máls á gjaldinu í færslu í Facebook-hópnum Vertu á verði - eftirlit með verðlagi eftir að hann snæddi á veitingastaðnum. Gjaldið kom honum í opna skjöldu og kveðst hann vera ósáttur með fyrirkomulagið. Þjónustugjaldið var að hans sögn fjarlægt eftir að hann kom á framfæri athugasemdum. Óeðlilegt að borga hærri taxta á kvöldin og um helgar Dmitrijs segir háan launa- og hráefniskostnað hafi mikil áhrif á rekstraraðila í veitingageiranum hér á landi. „Megin ástæðan fyrir þessu er að á Íslandi eru algjörlega fáránleg (e. absolutely crazy) lög sem gilda um veitingastaði og hótel sem gera það að verkum að starfsmenn fá öðruvísi greitt eftir klukkan 17 og um helgar,“ segir hann og vísar þar til kjarasamninga sem kveða á um greiðslu eftirvinnulauna utan hefðbundins dagvinnutíma. „Laun eru greidd öðruvísi og starfsmenn á veitingastöðum, börum og kaffihúsum vinna venjulega á kvöldin og um helgar. Yfirleitt er ekki unnið á veitingastöðunum frá klukkan 8 til 17, því þú ferð á veitingastaði á kvöldin og um helgar. Þetta gerir það að verkum að laun eru mun hærri en þau eru í hinum venjulega heimi, en það er eins og það er,“ bætir Dmitrijs við. Að hans áliti sé það því mjög eðlilegt að kynna til leiks eitthvað eitthvað í líkingu við þjónustugjald til að bæta að hluta upp fyrir þann kostnað sem hlýst af óvenjuháum launum og mjög háu hráefnisverði á Íslandi. Í ljósi þessa telur Dmitrijs þjónustugjald vera prýðis hugmynd fyrir veitingageirann á Íslandi. Ætla að tilkynna málið til Neytendastofu Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir það vera skýrt í neytendalöggjöfinni að uppgefið verð, í þessu tilviki á matseðli, eigi að vera endanlegt verð sem neytendur greiði. Þrátt fyrir að gjaldið sé valkvætt telji hann þessa starfshætti ekki vera í samræmi við lög. Breki Karlsson er formaður Neytendasamtakanna.Vísir/Arnar „Þetta er í það minnsta villandi og ætti ekki að líðast að mínu mati,“ segir Breki. Það komi í hlut Neytendastofu að úrskurða um hvort þetta standist lög og hyggjast Neytendasamtökin tilkynna málið til stofnunarinnar með formlegum hætti eftir helgi. Þetta er í fyrsta sinn sem þjónustugjaldsmál af þessum toga kemur inn á borð Neytendasamtakanna. Íslendingar kvartað undan gjaldinu Dmitrijs segir að gestir Legendary Nordic Restaurant séu vel upplýstir um þjónustugjaldið umdeilda. „Viðskiptavinurinn er upplýstur áður en hann greiðir, við QR-kóðann, hann er upplýstur um það í matseðlinum, hann er upplýstur alls staðar og honum er frjálst að greiða það eða sleppa því,“ segir hann en viðurkennir þó að mögulega megi endurskoða framsetninguna til að skýra það frekar að um valkvætt gjald er að ræða. Dmitriis segir að flestir gestir frá Bandaríkjunum og Bretlandi kippi sér lítið upp við þjónustugjaldið á veitingastaðnum en vissulega hafi sumir Íslendingar gert athugasemd við álagninguna. Í þeim tilvikum sé gjaldið ekki rukkað. Hann segir um að ræða vissa tilraun og það eigi eftir að koma í ljós hvort fleiri veitingastaðir á landsbyggðinni eða höfuðborgarsvæðinu fari sömu leið. „Ég vona það því þetta er skynsamlegt og hjálpar þessum geira að lifa af og bæta sig.“
Neytendur Veitingastaðir Rangárþing ytra Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Sjá meira