Umfjöllun og viðtal: HK - Keflavík 3-1 | HK rændu öllum stigunum í blálokin Kári Mímisson skrifar 9. ágúst 2023 22:25 vísir/anton HK og Keflavík áttust við í ansi mikilvægum leik í Kórnum, sérstaklega fyrir Keflvíkinga, í Bestu deild karla í fótbolta. Keflavík er langneðst í deildinni en gat með sigri lagað stöðuna og sogað HK niður í fallbaráttuna. Eftir frekar lokaðan leik fór það svo að lokum að HK vann dramatískan sigur með því að skora tvö mörk í uppbótatíma. Fyrri hálfleikur fór hægt að stað og það verður seint sagt að þetta hafi verið skemmtilegast hálfleikur sem áhorfendur Bestu deildarinnar hafa séð. HK stýrði leiknum að mestu á meðan Keflvíkingar lágu til baka og reyndu að beita skyndisóknum með litlum árangri. Það dró hins vegar til tíðinda á lokamínútum hálfleiksins þegar Sindri Þór Guðmundsson kom gestunum yfir. Mathias Rosenorn tók markspyrnu sem þeir Stefan Ljubicic og Ahmad Faqa reyndu báðir að skalla en urðu fyrir því óláni að skalla saman. Boltinn fór hins vegar aftur fyrir vörn HK þar sem Sindri Þór var fyrstur að átta sig og náði að koma boltanum í netið. Vörn HK leit ekki vel út í þessu marki og virtist eitthvað hafa gleymt sér og Sindri Þór þakkaði pent fyrir sig. Stefan Ljubicic þurfti hins vegar að yfirgefa völlinn eftir þetta samstuð en hann hefur verið að glíma við höfuðmeiðsli og því gætu þessi meiðsli verið mjög slæm tíðindi fyrir Keflvíkinga. Örvar Eggertsson fékk svo á dauðafæri skömmu eftir þetta. Ívar Örn Jónsson tók aukaspyrnu frá hægri beint á Örvar sem hafði tekist að rífa sig lausan í vítateignum en Mathias Rosenorn sýndi frábær tilþrif og varði glæsilega frá honum. Staðan í hálfleik því 1-0 gestunum í vil. Það var ekki langt liðið á seinni hálfleikinn þegar HK jafnaði leikinn og það gerði Atli Arnarsson úr vítaspyrnu. Örvar Eggertsson féll þá í teignum eftir baráttu við Magnús Þór Magnússon og vítaspyrna dæmd. Bæði liðin fengu eftir þetta nokkur hálffæri og allt stefndi í jafntefli þar til á fjórðu mínútu uppbótartímans þegar Arnþór Ari Atlason skoraði og kom HK yfir. Örvar Eggertsson tók innkast sem Eyþór Wöhler náði að skalla aftur fyrir sig beint á Arnþór sem náði að pota boltanum fram hjá Mathias í marki Keflavíkur. Ofboðslega svekkjandi fyrir gestina sem brunuðu þó í sókn til þess að freista þess að jafna. Sami Kamel tók hornspyrnu inn á teiginn þar sem Keflvíkingar voru búnir að setja alla sína menn. HK-ingar náðu hins vegar að skalla þetta í burtu og Eyþór Aron Wöhler brunaði fram og skoraði í tómt markið. 3-1 sigur HK staðreynd og Keflvíkingar fara afar svekktir af velli héðan úr Kópavoginum. Af hverju vann HK? Það var eiginlega bara skrifað í skýin að Keflvíkingar myndu fá á sig mark hér undir lokin. Það stefndi allt í jafntefli en því miður fyrir lánlausa Keflvíkinga þá er boltinn stundum brellinn og brögðóttur. Hverjir stóðu upp úr? Mathias Rosenorn var mjög góður í marki Keflavíkur en því miður skilaði hans frammistaða engu í dag fyrir Keflavík. Arnþór Ari Atlason og Örvar Eggertsson voru lúsiðnir fyrir HK og eiga auðvitað stóran þátt í þessu mikilvæga marki númer tvö. Hvað gekk illa? Fyrri hálfleikurinn var hræðilegur hjá báðum liðum í dag og það verður seint sagt að áhorfendur hafi fengið mikið fyrir peninginn sinn. Þetta opnaðist vissulega í seinni hálfleik en ég hugsa að bæði lið vilji gleyma fyrri hálfleik sem fyrst. Hvað gerist næst? HK fer á sunnudaginn á heimavöll hamingjunnar þar sem topplið Víkings bíður þeirra. Keflavík spilar sömuleiðis á sunnudaginn þegar liðið fær Val í heimsókn. Leikur Víkings og HK hefst klukkan 19:15 og leikur Keflavíkur og Vals klukkan 17:00. Besta deild karla HK Keflavík ÍF
HK og Keflavík áttust við í ansi mikilvægum leik í Kórnum, sérstaklega fyrir Keflvíkinga, í Bestu deild karla í fótbolta. Keflavík er langneðst í deildinni en gat með sigri lagað stöðuna og sogað HK niður í fallbaráttuna. Eftir frekar lokaðan leik fór það svo að lokum að HK vann dramatískan sigur með því að skora tvö mörk í uppbótatíma. Fyrri hálfleikur fór hægt að stað og það verður seint sagt að þetta hafi verið skemmtilegast hálfleikur sem áhorfendur Bestu deildarinnar hafa séð. HK stýrði leiknum að mestu á meðan Keflvíkingar lágu til baka og reyndu að beita skyndisóknum með litlum árangri. Það dró hins vegar til tíðinda á lokamínútum hálfleiksins þegar Sindri Þór Guðmundsson kom gestunum yfir. Mathias Rosenorn tók markspyrnu sem þeir Stefan Ljubicic og Ahmad Faqa reyndu báðir að skalla en urðu fyrir því óláni að skalla saman. Boltinn fór hins vegar aftur fyrir vörn HK þar sem Sindri Þór var fyrstur að átta sig og náði að koma boltanum í netið. Vörn HK leit ekki vel út í þessu marki og virtist eitthvað hafa gleymt sér og Sindri Þór þakkaði pent fyrir sig. Stefan Ljubicic þurfti hins vegar að yfirgefa völlinn eftir þetta samstuð en hann hefur verið að glíma við höfuðmeiðsli og því gætu þessi meiðsli verið mjög slæm tíðindi fyrir Keflvíkinga. Örvar Eggertsson fékk svo á dauðafæri skömmu eftir þetta. Ívar Örn Jónsson tók aukaspyrnu frá hægri beint á Örvar sem hafði tekist að rífa sig lausan í vítateignum en Mathias Rosenorn sýndi frábær tilþrif og varði glæsilega frá honum. Staðan í hálfleik því 1-0 gestunum í vil. Það var ekki langt liðið á seinni hálfleikinn þegar HK jafnaði leikinn og það gerði Atli Arnarsson úr vítaspyrnu. Örvar Eggertsson féll þá í teignum eftir baráttu við Magnús Þór Magnússon og vítaspyrna dæmd. Bæði liðin fengu eftir þetta nokkur hálffæri og allt stefndi í jafntefli þar til á fjórðu mínútu uppbótartímans þegar Arnþór Ari Atlason skoraði og kom HK yfir. Örvar Eggertsson tók innkast sem Eyþór Wöhler náði að skalla aftur fyrir sig beint á Arnþór sem náði að pota boltanum fram hjá Mathias í marki Keflavíkur. Ofboðslega svekkjandi fyrir gestina sem brunuðu þó í sókn til þess að freista þess að jafna. Sami Kamel tók hornspyrnu inn á teiginn þar sem Keflvíkingar voru búnir að setja alla sína menn. HK-ingar náðu hins vegar að skalla þetta í burtu og Eyþór Aron Wöhler brunaði fram og skoraði í tómt markið. 3-1 sigur HK staðreynd og Keflvíkingar fara afar svekktir af velli héðan úr Kópavoginum. Af hverju vann HK? Það var eiginlega bara skrifað í skýin að Keflvíkingar myndu fá á sig mark hér undir lokin. Það stefndi allt í jafntefli en því miður fyrir lánlausa Keflvíkinga þá er boltinn stundum brellinn og brögðóttur. Hverjir stóðu upp úr? Mathias Rosenorn var mjög góður í marki Keflavíkur en því miður skilaði hans frammistaða engu í dag fyrir Keflavík. Arnþór Ari Atlason og Örvar Eggertsson voru lúsiðnir fyrir HK og eiga auðvitað stóran þátt í þessu mikilvæga marki númer tvö. Hvað gekk illa? Fyrri hálfleikurinn var hræðilegur hjá báðum liðum í dag og það verður seint sagt að áhorfendur hafi fengið mikið fyrir peninginn sinn. Þetta opnaðist vissulega í seinni hálfleik en ég hugsa að bæði lið vilji gleyma fyrri hálfleik sem fyrst. Hvað gerist næst? HK fer á sunnudaginn á heimavöll hamingjunnar þar sem topplið Víkings bíður þeirra. Keflavík spilar sömuleiðis á sunnudaginn þegar liðið fær Val í heimsókn. Leikur Víkings og HK hefst klukkan 19:15 og leikur Keflavíkur og Vals klukkan 17:00.
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti