„Þetta eru tvö lið sem bera virðingu hvort fyrir öðru“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 9. ágúst 2023 22:00 Kristján á hliðarlínunni fyrr í sumar Vísir/Hulda Margrét Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var nokkuð sáttur með frammistöðu sinna kvenna í 1-1 jafntefli þeirra gegn Val. En hann gaf dómara leiksins einnig mikið hrós fyrir sína frammistöðu „Mér fannst hann bara ferlega vel dæmdur, gríðarlega góð dómgæsla. Leikurinn var þannig að þetta eru tvö lið sem bera virðingu fyrir hvort öðru, okkur tókst bara að spila nokkuð góðan leik, halda þeim frá markinu okkar mest allan tímann og sköpuðum nokkur hálffæri í hröðum sóknum. Svona heilt yfir held ég að þetta sé alveg fínn leikur.“ Stjörnuliðið lá langt til baka á vellinum og vörðust á mörgum leikmönnum, það bar fínan árangur, Valskonum tókst illa að skapa sér færi og gáfu oft frá sér boltann en Stjörnunni tókst illa að nýta sér mistök þeirra. „Það tókst ekki, við náðum ekki að skora úr þeim færum, en við áttum svona hálffæri eins og ég segi. Komumst aðeins af stað og svona en ekki í nógu góðar stöður, en heilt yfir er þetta bara allt í lagi, ég held að við séum með fleiri hálffæri en andstæðingurinn.“ Valur er í öðru sæti deildarinnar og Stjarnan mætir næst Breiðablik, sem situr í efsta sætinu. Kristján segir að það megi gera ráð fyrir jöfnum og spennandi leik þar líkt og í dag. „Við þurfum bara að undirbúa okkur gríðarlega vel fyrir þann leik, það er erfitt prógramm hjá okkur núna að vera að spila við toppliðin. Það verður hörkuleikur bara alveg eins og í dag, spilum við Val sem er búið að vera á toppnum og Breiðablik sem er núna á toppnum.“ Leikplan Stjörnunnar virkaði vel, flestar marktilraunir Vals voru langskot. Mun þjálfarinn leggja upp með svipað plan í næsta leik? „Það verður svipað en ekki eins, nei ég veit það ekki. Við eigum eftir að fara yfir hvernig við gerum það, við höfum spilað svona á móti Val undanfarið en ekki á móti öðrum liðum. En kannski var þetta hugmynd hjá þér, við kannski gerum það á móti Breiðablik“ sagði Kristján að lokum. Fótbolti Besta deild kvenna Íslenski boltinn Tengdar fréttir Umfjöllun: Valur - Stjarnan 1-1 | Allt í járnum á Origo vellinum og toppi deildarinnar Valur og Stjarnan áttust við á Hlíðarenda í kvöld en Stjörnukonur eru annað af aðeins tveimur liðum sem náð hafa að vinna Íslandsmeistara Vals í Bestu deildinni í fótbolta í sumar. Þeim tókst ekki að endurtaka leikinn í kvöld. 9. ágúst 2023 21:40 Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Maté hættir með Hauka Körfubolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti Fleiri fréttir Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Sjá meira
„Mér fannst hann bara ferlega vel dæmdur, gríðarlega góð dómgæsla. Leikurinn var þannig að þetta eru tvö lið sem bera virðingu fyrir hvort öðru, okkur tókst bara að spila nokkuð góðan leik, halda þeim frá markinu okkar mest allan tímann og sköpuðum nokkur hálffæri í hröðum sóknum. Svona heilt yfir held ég að þetta sé alveg fínn leikur.“ Stjörnuliðið lá langt til baka á vellinum og vörðust á mörgum leikmönnum, það bar fínan árangur, Valskonum tókst illa að skapa sér færi og gáfu oft frá sér boltann en Stjörnunni tókst illa að nýta sér mistök þeirra. „Það tókst ekki, við náðum ekki að skora úr þeim færum, en við áttum svona hálffæri eins og ég segi. Komumst aðeins af stað og svona en ekki í nógu góðar stöður, en heilt yfir er þetta bara allt í lagi, ég held að við séum með fleiri hálffæri en andstæðingurinn.“ Valur er í öðru sæti deildarinnar og Stjarnan mætir næst Breiðablik, sem situr í efsta sætinu. Kristján segir að það megi gera ráð fyrir jöfnum og spennandi leik þar líkt og í dag. „Við þurfum bara að undirbúa okkur gríðarlega vel fyrir þann leik, það er erfitt prógramm hjá okkur núna að vera að spila við toppliðin. Það verður hörkuleikur bara alveg eins og í dag, spilum við Val sem er búið að vera á toppnum og Breiðablik sem er núna á toppnum.“ Leikplan Stjörnunnar virkaði vel, flestar marktilraunir Vals voru langskot. Mun þjálfarinn leggja upp með svipað plan í næsta leik? „Það verður svipað en ekki eins, nei ég veit það ekki. Við eigum eftir að fara yfir hvernig við gerum það, við höfum spilað svona á móti Val undanfarið en ekki á móti öðrum liðum. En kannski var þetta hugmynd hjá þér, við kannski gerum það á móti Breiðablik“ sagði Kristján að lokum.
Fótbolti Besta deild kvenna Íslenski boltinn Tengdar fréttir Umfjöllun: Valur - Stjarnan 1-1 | Allt í járnum á Origo vellinum og toppi deildarinnar Valur og Stjarnan áttust við á Hlíðarenda í kvöld en Stjörnukonur eru annað af aðeins tveimur liðum sem náð hafa að vinna Íslandsmeistara Vals í Bestu deildinni í fótbolta í sumar. Þeim tókst ekki að endurtaka leikinn í kvöld. 9. ágúst 2023 21:40 Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Maté hættir með Hauka Körfubolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti Fleiri fréttir Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Sjá meira
Umfjöllun: Valur - Stjarnan 1-1 | Allt í járnum á Origo vellinum og toppi deildarinnar Valur og Stjarnan áttust við á Hlíðarenda í kvöld en Stjörnukonur eru annað af aðeins tveimur liðum sem náð hafa að vinna Íslandsmeistara Vals í Bestu deildinni í fótbolta í sumar. Þeim tókst ekki að endurtaka leikinn í kvöld. 9. ágúst 2023 21:40