Ekki lengur frítt í Strætó á Menningarnótt Árni Sæberg skrifar 15. ágúst 2023 17:56 Borga þarf almennt fargjald í strætó á laugardaginn. Vísir/Vilhelm Almennt fargjald verður rukkað í strætisvagna á höfuðborgarsvæðinu á Menningarnótt, sem haldin verður í miðbæ Reykjavíkur á laugardaginn. Undanfarin ár hefur verið frítt í Strætó. Í fréttatilkynnigu frá Strætó bs segir að borga þurfi almennt fargjald í Strætó á Menningarnótt en á móti hafi verið ákveðið að fjölga ferðum og bæta þar með þjónustu viðskiptavina þennan dag, en leið 1 aki til að mynda á tíu mínútna fresti frá klukkan 10 til 18. „Með þessu er verið að reyna að anna eftirspurn eftir bestu getu en ljóst er að flutningsgeta Strætó getur aldrei tekið á móti þeim gríðarlega fjölda sem sækir þennan viðburð. Á klukkutíma má áætla að Strætó geti tekið á móti 3200 manns úr öllum hverfum höfuðborgarsvæðisins.“ Öllum vögnum beint að Sæbraut og skutlið heim verður frítt Í tilkynningu segir jafnframt að leiðarkerfi Strætó á höfuðborgarsvæðinu verði rofið kl. 22:30 og öllum tiltækum vögnum beint að Sæbraut við Sólfarið. Frá Sólfarinu verði ekið í öll hverfi á höfuðborgarsvæðinu frá klukkan 23:00 til 01:00 og ekkert kosti ekkert í þessar ferðir. Næturstrætó taki svo við eftir klukkan 01 og aki eftir sínum hefðbundnu leiðum innan Reykjavíkur. Borga þurfi næturgjald í næturstrætó. Skutlur aka akandi í miðbæinn Þá muni skutlur á vegum Strætó, í boði Reykjavíkurborgar, aka milli Laugardalshallar og Hallgrímskirkju frá klukkan 07:30 til 01:00. „Fólk á bíl er hvatt til þess að leggja í grennd við Laugardalshöll. Það kostar ekkert í skutluþjónustuna.“ Þá segir að fólk sé hvatt til að fylgjast vel með á rauntímakorti á straeto.is eða í Klappinu. Raskanir gætu orðið á tímatöflum og leiðum bæði vegna götulokana og umferðar. Hægt sé að skoða tímatöflur fyrir allar leiðir á Menningarnótt á straeto.is. Reykjavík Menningarnótt Strætó Neytendur Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Erlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Fleiri fréttir Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Sjá meira
Í fréttatilkynnigu frá Strætó bs segir að borga þurfi almennt fargjald í Strætó á Menningarnótt en á móti hafi verið ákveðið að fjölga ferðum og bæta þar með þjónustu viðskiptavina þennan dag, en leið 1 aki til að mynda á tíu mínútna fresti frá klukkan 10 til 18. „Með þessu er verið að reyna að anna eftirspurn eftir bestu getu en ljóst er að flutningsgeta Strætó getur aldrei tekið á móti þeim gríðarlega fjölda sem sækir þennan viðburð. Á klukkutíma má áætla að Strætó geti tekið á móti 3200 manns úr öllum hverfum höfuðborgarsvæðisins.“ Öllum vögnum beint að Sæbraut og skutlið heim verður frítt Í tilkynningu segir jafnframt að leiðarkerfi Strætó á höfuðborgarsvæðinu verði rofið kl. 22:30 og öllum tiltækum vögnum beint að Sæbraut við Sólfarið. Frá Sólfarinu verði ekið í öll hverfi á höfuðborgarsvæðinu frá klukkan 23:00 til 01:00 og ekkert kosti ekkert í þessar ferðir. Næturstrætó taki svo við eftir klukkan 01 og aki eftir sínum hefðbundnu leiðum innan Reykjavíkur. Borga þurfi næturgjald í næturstrætó. Skutlur aka akandi í miðbæinn Þá muni skutlur á vegum Strætó, í boði Reykjavíkurborgar, aka milli Laugardalshallar og Hallgrímskirkju frá klukkan 07:30 til 01:00. „Fólk á bíl er hvatt til þess að leggja í grennd við Laugardalshöll. Það kostar ekkert í skutluþjónustuna.“ Þá segir að fólk sé hvatt til að fylgjast vel með á rauntímakorti á straeto.is eða í Klappinu. Raskanir gætu orðið á tímatöflum og leiðum bæði vegna götulokana og umferðar. Hægt sé að skoða tímatöflur fyrir allar leiðir á Menningarnótt á straeto.is.
Reykjavík Menningarnótt Strætó Neytendur Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Erlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Fleiri fréttir Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Sjá meira