Þurfa ekki að birta andsvör Votta Jehóva Jón Þór Stefánsson skrifar 25. ágúst 2023 11:03 Rúv Vísir/Vilhelm Ríkisútvarpið þarf ekki að birta andsvör Votta Jehóva vegna umfjöllunar á miðlum þess um trúarhópinn. Þetta kemur fram í úrskurði fjölmiðlanefndar, en þar segir að andsvörin sem Vottar Jehóva vildu koma á framfæri þóttu of löng. Einnig þóttu þau fela í sér meira en leiðréttingar á staðreyndum málsins, en nefndin bendir á að aðilar eigi ekki rétt á að koma sjónarmiðum sínum á framfæri að öðru leyti. Umfjöllun Ríkisútvarpsins var bæði í útvarpsþáttunum Þetta helst og í Kastljósi í janúar á þessu ári. Í þessum þáttum var rætt við sama viðmælanda um upplifun sína af Vottum Jehóva þar sem ofbeldi og trúarinnrætingu var lýst. Jafnframt var vísað til umfjöllunar Kompás á Stöð 2 frá árinu 2022 þar sem nokkrar konur, fyrrverandi Vottar Jehóva, fjölluðu um atburði sem þær urðu vitni að sem meðlimir trúarhópsins, en þær lýstu meðal annars flengingum á börnum. Í byrjun mars á þessu ári sendu Vottar Jehóva leiðréttingarkröfu til Ríkisútvarpsins sem var síðan ítrekuð nokkrum dögum síðar. Andsvörin vildu Vottar Jehóva fá birt á vef Ríkisútvarpsins þar sem samtökin höfðu verið sökuð um alvarleg mannréttindabrot, hótanir, kúgun og andlegt og líkamlegt ofbeldi. Þau voru hins vegar ekki birt. Þá vísuðu Vottar málinu til fjölmiðlanefndar sem óskaði sjónarmiða Ríkisútvarpsins. RÚV benti á lög um fjölmiðla og sögðu andsvör Votta fara yfir tíma- og lengdarmörk sem nauðsynleg þættu til að leiðrétta staðreyndir málsins. Jafnframt fælist í því annað og meira en einföld leiðrétting á staðreyndum. Fjölmiðlanefnd hafnaði kröfu Votta Jehóva á þeim forsendum sem RÚV gaf upp. Hægt er að lesa ákvörðun fjölmiðlanefndar hér. Trúmál Fjölmiðlar Fjölmiðlalög Ríkisútvarpið Mest lesið Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent Biden náðar son sinn Erlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Fleiri fréttir Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Sjá meira
Umfjöllun Ríkisútvarpsins var bæði í útvarpsþáttunum Þetta helst og í Kastljósi í janúar á þessu ári. Í þessum þáttum var rætt við sama viðmælanda um upplifun sína af Vottum Jehóva þar sem ofbeldi og trúarinnrætingu var lýst. Jafnframt var vísað til umfjöllunar Kompás á Stöð 2 frá árinu 2022 þar sem nokkrar konur, fyrrverandi Vottar Jehóva, fjölluðu um atburði sem þær urðu vitni að sem meðlimir trúarhópsins, en þær lýstu meðal annars flengingum á börnum. Í byrjun mars á þessu ári sendu Vottar Jehóva leiðréttingarkröfu til Ríkisútvarpsins sem var síðan ítrekuð nokkrum dögum síðar. Andsvörin vildu Vottar Jehóva fá birt á vef Ríkisútvarpsins þar sem samtökin höfðu verið sökuð um alvarleg mannréttindabrot, hótanir, kúgun og andlegt og líkamlegt ofbeldi. Þau voru hins vegar ekki birt. Þá vísuðu Vottar málinu til fjölmiðlanefndar sem óskaði sjónarmiða Ríkisútvarpsins. RÚV benti á lög um fjölmiðla og sögðu andsvör Votta fara yfir tíma- og lengdarmörk sem nauðsynleg þættu til að leiðrétta staðreyndir málsins. Jafnframt fælist í því annað og meira en einföld leiðrétting á staðreyndum. Fjölmiðlanefnd hafnaði kröfu Votta Jehóva á þeim forsendum sem RÚV gaf upp. Hægt er að lesa ákvörðun fjölmiðlanefndar hér.
Trúmál Fjölmiðlar Fjölmiðlalög Ríkisútvarpið Mest lesið Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent Biden náðar son sinn Erlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Fleiri fréttir Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Sjá meira