Umfjöllun: Tindastóll - Keflavík 1-1 | Kjallarabaráttan hófst með jafntefli Arnar Skúli Atlason skrifar 3. september 2023 19:09 Tindastóll fékk Keflavík í heimsókn. Vísir/Hulda Margrét Það var kalt á Sauðárkróki í dag þegar Tindastóll tók á móti Keflavík í fyrsta leik úrslitakeppni bestu deild kvenna, Tindastóll með 19 stig fyrir leikinn en Keflavík tveimur stigum á eftir í 9. sæti deildarinnar. Það var kraftur í liðið Tindastóls í upphafi og Murielle kom boltanum í netið strax eftir þrjár mínútur en var réttilega dæmd rangstæð og staðan því óbreytt. Keflavík svaraði strax á næstu mínútu og Kristrún Hólm átti sendingu inn á teig Tindastóls en með hjálp frá vindinum fór boltinn í stöngina og framhjá. En á áttundu mínútu leiksins dró til tíðinda, Keflavík vann þá aukaspyrnu úti á miðjum velli og stillti Melanie sér upp við boltann og setti hann inná teig Tindastóls þar sem Kristrún Ýr fyrirliði Keflavíkur var ein á auðum sjó og stýrði boltanum í netið. Keflavík var komið yfir og Kristrún Ýr að skora sitt fyrsta mark í sumar. Leikurinn datt aðeins niður eftir þetta og mikil stöðubarátta var um allan völl og augljóst að bæði lið ætluðu að selja sig dýrt hérna í dag. Keflavík var aðeins sterkara í fyrri hálfleik og boltanum var lyft inná teiginn hjá Tindastól og Madison átti skot sem sigraði Monica í markinu en Gwen varnarmaður Tindastóls var réttur maður á réttum stað og bjargaði á línu. Rétt áður en fyrri hálfleik lauk fengu Keflvíkingar dauðafæri. Eftir hornspyrnu barst boltinn á Kristúnu í markteig Tindastóls og hún skaut boltanum vel yfir og því staðan 0-1 Keflavík í vil þegar liðin gengu til búningsherbergja. Það var Keflavík sem hóf seinni hálfleikinn en Tindastóll byrjaði hann betur og voru sterkari og létu boltann vinna vel fyrir sig en færasköpunin var ekki mikil. Eftir korters leik í seinni hálfleik þá dró til tíðinda á ný. Keflavík var að halda boltanum og Tindastóll setti þær undir pressu. Vera Varis markmaður Keflavíkur átti slaka hreinsun sem fór beint á Beatriz í liði Tindastóls. Hún sá sér leik á borði og lyfti boltanum af löngu færi í tómt markið og jafnaði þar leikinn fyrir Tindastól. Skömmu seinna átti Tindastóll góðan spilkafla sem endaði með því að Beatriz átti hörkuskot en Vera Varis var mjög vel vakandi í marki Keflavíkur og varði vel. Tvö færi áttu eftir að líta dagsins ljós eftir þetta og var það Keflavík sem fékk færin. Melanie átti þá sendingu inn á teig með jörðinni inná markteig Tindastóls og Ameera var ákveðnust í boltann og renndi sér í hann en boltinn rétt framhjá stönginni. Melanie Claire átti svo seinasta skot leiksins er hún mundaði skotfótinn af löngu færi og gott skot hennar var betur varið af Monica í markinu. Leikurinn kláraðist skömmu seinna og liðin skyldu því jöfn í rokinu á Sauðárkróki í dag. Rokið gerði það að verkum að upptökur á viðtölum við þjálfara eftir leik eyðilögðust, sem skýrir hvers vegna þau fylgja því miður ekki hér á eftir. Af hverju jafntefli? Bæði lið settu boltann í markið og því voru 1-1 sanngjörn úrslit, Keflavík fékk hættulegri færi en Tindastóll var meira með boltann og fékk sín færi upp úr föstum leikatriðum en jafntefli var mjög sanngjörn úrslit. Hverjir stóðu upp úr? Melanie var mjög öflug í liði Keflavíkur í dag og var að skapa mikið fyrir samherja sína og svo fékk hún góðar stöður sjálf sem hún náði ekki að nýta sér, hjá Tindastól var Murielle atkvæðamikil og Aldís sótti í sig veðrið í seinni hálfleik. Hrósa má markvörðum og vörnum beggja liða líka þær stigu ekki feil spor í leiknum og því endaði hann í jafntefli. Hvað gekk illa? Bæði lið fengu sénsa og Keflavík stærri færi en markmenn og varnarmenn beggja liða stóðu sig vel í dag. Veðrið hefði mátt vera betra og kannski stóran part í leiknum átti leikmenn erfitt með að hemja boltann. Hvað gerist næst? Tindastóll fer í heimsókn á Selfoss en Keflavík fer til Eyja. Tindastóll spilar sinn leik 9. september klukkan 16:00 en leikurinn í Eyjum er 10. september klukkan 16:00. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Tindastóll Keflavík ÍF
Það var kalt á Sauðárkróki í dag þegar Tindastóll tók á móti Keflavík í fyrsta leik úrslitakeppni bestu deild kvenna, Tindastóll með 19 stig fyrir leikinn en Keflavík tveimur stigum á eftir í 9. sæti deildarinnar. Það var kraftur í liðið Tindastóls í upphafi og Murielle kom boltanum í netið strax eftir þrjár mínútur en var réttilega dæmd rangstæð og staðan því óbreytt. Keflavík svaraði strax á næstu mínútu og Kristrún Hólm átti sendingu inn á teig Tindastóls en með hjálp frá vindinum fór boltinn í stöngina og framhjá. En á áttundu mínútu leiksins dró til tíðinda, Keflavík vann þá aukaspyrnu úti á miðjum velli og stillti Melanie sér upp við boltann og setti hann inná teig Tindastóls þar sem Kristrún Ýr fyrirliði Keflavíkur var ein á auðum sjó og stýrði boltanum í netið. Keflavík var komið yfir og Kristrún Ýr að skora sitt fyrsta mark í sumar. Leikurinn datt aðeins niður eftir þetta og mikil stöðubarátta var um allan völl og augljóst að bæði lið ætluðu að selja sig dýrt hérna í dag. Keflavík var aðeins sterkara í fyrri hálfleik og boltanum var lyft inná teiginn hjá Tindastól og Madison átti skot sem sigraði Monica í markinu en Gwen varnarmaður Tindastóls var réttur maður á réttum stað og bjargaði á línu. Rétt áður en fyrri hálfleik lauk fengu Keflvíkingar dauðafæri. Eftir hornspyrnu barst boltinn á Kristúnu í markteig Tindastóls og hún skaut boltanum vel yfir og því staðan 0-1 Keflavík í vil þegar liðin gengu til búningsherbergja. Það var Keflavík sem hóf seinni hálfleikinn en Tindastóll byrjaði hann betur og voru sterkari og létu boltann vinna vel fyrir sig en færasköpunin var ekki mikil. Eftir korters leik í seinni hálfleik þá dró til tíðinda á ný. Keflavík var að halda boltanum og Tindastóll setti þær undir pressu. Vera Varis markmaður Keflavíkur átti slaka hreinsun sem fór beint á Beatriz í liði Tindastóls. Hún sá sér leik á borði og lyfti boltanum af löngu færi í tómt markið og jafnaði þar leikinn fyrir Tindastól. Skömmu seinna átti Tindastóll góðan spilkafla sem endaði með því að Beatriz átti hörkuskot en Vera Varis var mjög vel vakandi í marki Keflavíkur og varði vel. Tvö færi áttu eftir að líta dagsins ljós eftir þetta og var það Keflavík sem fékk færin. Melanie átti þá sendingu inn á teig með jörðinni inná markteig Tindastóls og Ameera var ákveðnust í boltann og renndi sér í hann en boltinn rétt framhjá stönginni. Melanie Claire átti svo seinasta skot leiksins er hún mundaði skotfótinn af löngu færi og gott skot hennar var betur varið af Monica í markinu. Leikurinn kláraðist skömmu seinna og liðin skyldu því jöfn í rokinu á Sauðárkróki í dag. Rokið gerði það að verkum að upptökur á viðtölum við þjálfara eftir leik eyðilögðust, sem skýrir hvers vegna þau fylgja því miður ekki hér á eftir. Af hverju jafntefli? Bæði lið settu boltann í markið og því voru 1-1 sanngjörn úrslit, Keflavík fékk hættulegri færi en Tindastóll var meira með boltann og fékk sín færi upp úr föstum leikatriðum en jafntefli var mjög sanngjörn úrslit. Hverjir stóðu upp úr? Melanie var mjög öflug í liði Keflavíkur í dag og var að skapa mikið fyrir samherja sína og svo fékk hún góðar stöður sjálf sem hún náði ekki að nýta sér, hjá Tindastól var Murielle atkvæðamikil og Aldís sótti í sig veðrið í seinni hálfleik. Hrósa má markvörðum og vörnum beggja liða líka þær stigu ekki feil spor í leiknum og því endaði hann í jafntefli. Hvað gekk illa? Bæði lið fengu sénsa og Keflavík stærri færi en markmenn og varnarmenn beggja liða stóðu sig vel í dag. Veðrið hefði mátt vera betra og kannski stóran part í leiknum átti leikmenn erfitt með að hemja boltann. Hvað gerist næst? Tindastóll fer í heimsókn á Selfoss en Keflavík fer til Eyja. Tindastóll spilar sinn leik 9. september klukkan 16:00 en leikurinn í Eyjum er 10. september klukkan 16:00.
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti