ÍBV sótti sigur norður og ÍR vann nýliðaslaginn Smári Jökull Jónsson skrifar 9. september 2023 15:01 Birna Berg Haraldsdóttir fagnar marki Vísir/Hulda Margrét Tveimur leikjum er lokið í Olís-deild kvenna í handknattleik. ÍBV gerði góða ferð norður á Akureyri og vann þægilegan sigur á KA/Þór. Þá unnu nýliðar ÍR sigur á Aftureldingu á heimavelli sínum. ÍBV varð bæði deildar- og bikarmeistari á síðasta tímabili en tapaði í úrslitaeinvígi Olís-deildarinnar gegn Val. KA/Þór hefur farið í gegnum töluverðar breytingar í sumar. Arna Valgerður Erlingsdóttir tók við þjálfun liðsins og þá verður Rut Jónsdóttir ekkert með liðinu í vetur þar sem hún á von á barni. Sigur ÍBV í dag var öruggur. KA/Þór hélt í við Eyjakonur í upphafi en síðan skildu leiðir og ÍBV leiddi 16-9 í hálfleik. Í síðari hálfleik hélt Eyjaliðið áfram að auka muninn. Hann varð mestur ellefu mörk og ÍBV vann að lokum 29-20 sigur. Birna Berg Haraldsdóttir skoraði 8 mörk fyrir ÍBV í dag og Sunna Jónsdóttir 5. Þá varði Marta Wawrzykowska frábærlega í markinu. Hjá KA/Þór skoraði Nathalia Soares Baliana 5 mörk og Lykdía Gunnþórsdóttir 4. Það var nýliðaslagur í Breiðholtinu þar sem ÍR tók á móti Aftureldingu. ÍR náði góðri forystu snemma leiks og leiddi 17-13 í leikhléi. Afturelding náði aldrei að brúa bilið og mest munaði sex mörkum í síðari hálfleiknum. Lokatölur í Breiðholtinu 31-26 og ÍR fagnar því góðum sigri í fyrstu umferð Olís-deildarinnar. Katrín Tinna Demian átti magnaðan leik fyrir ÍR í dag og skoraði 11 mörk. Hanna Karen Ólafsdóttir kom næst með 7. Ísabella Schöbel Björnsdóttir varði 14 skot í markinu. Hjá Aftureldingu skoruðu Hildur Lilja Jónsdóttir og Sylvía Björt Blöndal 7 mörk hvor og Saga Sif Gísladóttir varði 9 skot. ÍBV KA Þór Akureyri ÍR Afturelding Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Maté hættir með Hauka Körfubolti Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Körfubolti Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sport Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Sjá meira
ÍBV varð bæði deildar- og bikarmeistari á síðasta tímabili en tapaði í úrslitaeinvígi Olís-deildarinnar gegn Val. KA/Þór hefur farið í gegnum töluverðar breytingar í sumar. Arna Valgerður Erlingsdóttir tók við þjálfun liðsins og þá verður Rut Jónsdóttir ekkert með liðinu í vetur þar sem hún á von á barni. Sigur ÍBV í dag var öruggur. KA/Þór hélt í við Eyjakonur í upphafi en síðan skildu leiðir og ÍBV leiddi 16-9 í hálfleik. Í síðari hálfleik hélt Eyjaliðið áfram að auka muninn. Hann varð mestur ellefu mörk og ÍBV vann að lokum 29-20 sigur. Birna Berg Haraldsdóttir skoraði 8 mörk fyrir ÍBV í dag og Sunna Jónsdóttir 5. Þá varði Marta Wawrzykowska frábærlega í markinu. Hjá KA/Þór skoraði Nathalia Soares Baliana 5 mörk og Lykdía Gunnþórsdóttir 4. Það var nýliðaslagur í Breiðholtinu þar sem ÍR tók á móti Aftureldingu. ÍR náði góðri forystu snemma leiks og leiddi 17-13 í leikhléi. Afturelding náði aldrei að brúa bilið og mest munaði sex mörkum í síðari hálfleiknum. Lokatölur í Breiðholtinu 31-26 og ÍR fagnar því góðum sigri í fyrstu umferð Olís-deildarinnar. Katrín Tinna Demian átti magnaðan leik fyrir ÍR í dag og skoraði 11 mörk. Hanna Karen Ólafsdóttir kom næst með 7. Ísabella Schöbel Björnsdóttir varði 14 skot í markinu. Hjá Aftureldingu skoruðu Hildur Lilja Jónsdóttir og Sylvía Björt Blöndal 7 mörk hvor og Saga Sif Gísladóttir varði 9 skot.
ÍBV KA Þór Akureyri ÍR Afturelding Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Maté hættir með Hauka Körfubolti Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Körfubolti Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sport Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti