Skoðun

Ríkis­lög­reglu­stjóri hótar héraðs­dómi

Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar

Í gærkvöldi rakst ég á frétt á mbl.is með fyrirsögninni „Hættustigið gæti lækkað með sakfellingu”. 

Í fréttinni er haft eftir yfirlögregluþjóni hjá ríkislögreglustjóra að ef tveir tilteknir menn í ákveðnu sakamáli, sem er rekið fyrir héraðsdómi Reykjavíkur, verði sakfelldir fyrir hryðverkjuverk þá gæti hættustig vegna hryðjuverka lækkað á Íslandi. Orð yfirlögregluþjónsins verða ekki skilin með öðrum hætti en hættustig vegna hryðjuverka muni ekki lækka ef mennirnir verða sýknaðir.

Hér um að ræða skýr skilaboð frá ríkislögreglustjóra til héraðsdóms þar sem framkvæmdavaldið freistar þess að hafa áhrif á niðurstöðu í dómsmáli sem er til meðferðar hjá dómstólum. Justice must not only be done, but must also be seen to be done, sagði lord Gordon Hewart, enskur dómari, árið 1924. Því miður virðist ríkislögreglustjóri ekki hafa náð að tileinka sér þessa einföldu staðreynd 100 árum síðar.

Höfundur er hæstaréttarlögmaður.




Skoðun

Skoðun

Nálgunarbann

Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar

Sjá meira


×