Afleiðingar átaka innan hins alræmda Foxtrot-glæpagengis og átaka liðsmanna þeirra við önnur glæpagengi hafa skotið Svíum skelk í bringu á síðustu mánuðum. Forsætisráðherra landsins segir ástandið fordæmalaust og stöðuna grafalvarlega. Stigmögnun árása glæpagengja er svo mikil að Svíum er fyrir löngu hætt að standa á sama. Börn afplána með glöðu geði fjögur ár í fangelsi til að afla sér virðingar. Samhljómur virðist vera um það í sænsku samfélagi að nauðsynlegt sé að bregðast við stöðunni og það harkalega. Á sama tíma spyrja menn hvernig það hafi gerst að sænskt samfélag sé komið á þennan stað að börn séu fengin til að sjá um hreinar aftökur á götum úti. Nokkuð breið pólitísk samstaða virðist vera um að her landsins eigi nú að aðstoða lögregluna að brjóta glæpagengin á bak aftur. Saklausar manneskjur í skotlínunni Deilur og vopnuð átök glæpagengja er alls engin nýlunda í Svíþjóð. Fórnarlömb árásanna hafa að langstærstum hluta verið úr glæpagengjunum sjálfum þar sem verið er að hefna fyrri árása og tryggja aukin ítök í undirheimunum og þá sérstaklega á fíkniefnamarkaðnum. Að undanförnu hefur það þó gerst að saklausar manneskjur, sem á engan hátt tengjast glæpagengjunum, hafa látið lífið í árásum liðsmanna gengjanna. Í síðustu viku var sagt frá því að blindur karlmaður á áttræðisaldri hafi látið lífið í skotárás á krá í smábænum Sandviken, norður af Stokkhólmi. Þar hafði árásarmaður ruðst inn á staðinn, skotið mann sem var skotmark árásarmannsins til bana, en eldri maðurinn hafi sömuleiðis orðið fyrir skotum og látist af sárum sínum. Sænskum yfirvöldum bíður ærið verkefni við að brjóta glæpagengin á bak aftur.EPA Aðfaranótt liðins þriðjudags lést svo 25 ára kona í sprengjuárás í húsi skammt frá Uppsölum. Hún hafði engin tengsl við glæpagengi en var nágranni manns sem tengist Foxtrot-genginu svonefnda. Yfirstandandi septembermánuður er nú þegar orðinn sá mannskæðasti í fjögur ár þegar kemur að átökum glæpagengja í landinu. Það sem af er mánuðinum hafa ellefu dauðsföll verið rakin til átakanna. Reynt að hræða menn út Reglulega hafa borist fréttir síðustu mánuði og ár að búið sé að sprengja hús, hleypa af sprengju í porti eða skjóta á framhlið húsa. Oft er þetta talið vera merki um gremju innan glæpasamfélagsins þegar reynt er að hafa uppi á ákveðinni manneskju. Ef ekki tekst að hafa uppi á viðkomandi er brugðist við með því að vinna skemmdir á heimili viðkomandi. Skotið er á húsið eða það sprengt til að sýna fram á að verið sé að leita að viðkomandi, eða þá hræða hann og neyða út. Hús var sprengt í Linköping fyrr í vikunni. Árásin er sögð tengjast átökum glæpagengjanna.EPA Í seinni tíð hefur það einnig gerst í auknum mæli að ráðist sé á fjölskyldu þess sem verið er að leita að. Þannig bárust nýlega fréttir af því að móðir manns úr glæpagengi hafi verið ráðin af dögum. Ætlum að sigra gengin Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, ávarpaði þjóð sína í gærkvöldi vegna ofbeldisöldunnar og sagði stöðuna grafalvarlega. Hann sagðist munu eiga samtöl við ríkislögreglustjóra og forsvarsmenn sænska hersins um hvernig eigi að bregðast við. Hann sagði að sænska ríkið myndi beita öllum meðulum í baráttunni. „Við ætlum að hafa uppi á gengjunum og við ætlum að sigra gengin,“ sagði forsætisráðherrann. Kúrdíski refurinn, Rawa Majid.Sænska lögreglan Hann ræddi sömuleiðis löggjöfina sem hann sagði ekki smíðaða til að kljást við gengjastríð og barnahermenn. „Þessu ætlum við að breyta,“ sagði Kristersson og nefndi nokkur atriði sem hafi breyst í tenglum við innflytjenda- og refsilöggjöfina. Þá sé hafin vinna við að koma upp sérstökum unglingafangelsum til að hægt sé að halda unglingum sem afplána dóma fjarri þeim refsiföngum sem eldri eru. Stefnt er að opnun slíkra fangelsa í ársbyrjun 2026. Ljóst má vera þær aðgerðir sem sænsk stjórnvöld leggja nú til til að bregðast við stöðunni munu ekki allar raungerast yfir nóttu. Í ýmsum tilvikum þarf að ráðast í lagabreytingar og tíma mun taka að sjá ýmsa þætti verða að veruleika. Kúrdíski refurinn og valdabaráttan Norrænir fjölmiðlar hafa síðustu daga og vikur reynt að skýra frá því hvernig það hefur gerst, að staðan sé orðin þessi í Svíþjóð. Vopnuðu átökin nú snúa að stærstum hluta að hinu svokallaða Foxtrot-glæpagengi sem má lýsa sem píramída þar sem meðlimir eru allt frá því að vera sendiboðar að leiðtogum. Talið er að í efsta laginu sé um tíu manna hópur manna. Efstur í píramídanum er svo Rawa Majid, einnig þekktur sem Kúrdíski refurinn, sem dvelur og hefur stýrt genginu frá Tyrklandi síðustu árin. Að undanförnu hefur svo borið á innri deilum innan þessa efsta lags Foxtrot-gengisins. Þetta gerist á sama tíma og önnur glæpagengi, sérstaklega eitt sem kennir sig við „Dalinn“, reyna að auka ítök sín á fíkniefnamarkaðnum í Stokkhólmi, Uppsölum og Sundsvall þar sem ítök Foxtrot hafa verið sérstaklega umfangsmikil. Frá vettvangi morðs í Jordbro, suður af Stokkhólmu fyrr í vikunni.EPA Hinn 37 ára Majid er af kúrdískum og írökskum uppruna og ólst upp í Uppsölum, norður af Stokkhólmi, þar sem hann rak ísbúð með móður sinni sem síðar kom í ljós að var notuð til að þvo illa fengið fé. Hann var nítján ára gamall dæmdur í fangelsi fyrir innbrot, en þegar hann losnaði úr fangelsi sneri hann sér að alvarlegri glæpum. Árið 2009 var hann dæmdur í átta og hálfs árs fangelsi fyrir smygl á miklu magni kókaíns frá Hollandi til Svíþjóðar. Sex árum síðar var svo dæmdur fyrir þátt sinn í mannráni og líkamsárás. Þremur árum síðar fékk hann svo reynslulausn og fór þá frá Svíþjóð til Kúrdístans. Deilur við hægri höndina Árið 2020 kom svo í ljós að Majid hafði stýrt glæpagengi í Svíþjóð frá Tyrklandi þar sem hann hafðist við. Þetta kom í ljós eftir að sænska lögreglan náði að komast yfir og leysa dulkóðuð samskipti glæpamanna á samskiptamiðlinum EncroChat þar hann kallaði sig „kúrdíski refurinn“. Hann hafði þá stýrt fíkniefnasendingum til Svíþjóðar en á pakkningum var að finna sérstaka límmiða með mynd af ref. Áberandi var að sendingarnar bárust þá í miklu magni til landsins. Þar sem Majid er staðsettur í Tyrklandi og hefur orðið sér úti um tyrkneskt vegabréf hefur reynst torvelt fyrir sænsk lögregluyfirvöld að hafa hendur í hári hans. Það hefur raunar ekkert gengið. Ofbeldisölduna nú má að stórum hluta til rekja til deilna Majid og hans fyrrverandi hægri handar til margra ára, Ismail Abdo, sem einnig gengur undir nafninu Jarðarberið. Abdo, sem er með fjölda dóma á bakinu, er líkt og Majid ekki staðsettur í Svíþjóð. Hann var nýlega úrskurðaður í gæsluvarðhald í fjarveru hans vegna rannsókna á fjölda glæpaverka. Hann er líkt og Majid tyrkneskur ríkisborgari og er einnig talinn hafast þar við. Innflytjendapólitíkin gagnrýnd Forsætisráðherrann Ulf Kristersson og fjölmargir aðrir kenna stefnu stjórnvalda í innflytjendamálum síðustu ár um stöðuna í Svíþjóð í dag. Ekki hafi tekist að aðlaga þá sem flytjast til Svíþjóðar nægilega vel að sænsku samfélagi. Staðan er á engan hátt þannig að nær allir í glæpagengjunum séu innflytjendur eða börn innflytjenda. Í frétt SvD segir að fræðimenn, lögregla og stjórnmálamenn hafi þó bent á að yfir langt tímabil hafi ekki tekist að fá innflytjendur til að aðlagast sænsku samfélagi almennilega. Myndast hafi sérstök hliðarsamfélög sem hafi reynst frjór jarðvegur fyrir glæpagengi að sækja liðsmenn. Ekki eins strangar tungumálakröfur Bent er á að ólíkt því sem átti sér stað til dæmis í Noregi þá fékk fólk sem fluttist til Svíþjóðar á sjöunda og áttunda áratugnum að stórum hluta að ráða sjálft hvar það byggði. Innflytjendur fluttu flestir í úthverfi stórborga og varð hlutfall innflytjenda í þeim sérstaklega hátt, til að mynda í úthverfum í Stokkhólmi, Gautaborgar og Malmö. Þessu hafa fylgt ýmis félagsleg vandamál, meðal annars mikið atvinnuleysi. Tölur frá sænsku hagstofunni bendi til að atvinnuleysi í þeim hópi sem fæddist utan Svíþjóðar sé rúm sextán prósent. Til samanburðar er hlutfallið 4,7 prósent meðal þeirra sem fæddust í Svíþjóð. Í frétt norska ríkissjónvarpsins er sömuleiðis bent á að í Svíþjóð hafi ekki verið jafn strangar tungumálakröfur til að hljóta ótímabundið dvalarleyfi samanborið við í Danmörku og Noregi. Það verður fyrst árið 2027 þar sem verða gerðar kröfur um að kunna sænsku til að fá ótímabundið dvalarleyfi í Svíþjóð. „Taka fjögur ár á kassann“ Á heimasíðu sænsku ríkisstjórnarinnar segir að einn mikilvægasti þátturinn til að hægt sé kveða niður þessa skelfilegu ofbeldisöldu í landinu til lengri tíma sé að fá innflytjendur til að aðlagast betur samfélaginu. Að brjóta upp þessi hliðarsamfélög sem hafi myndast víða. Í því umhverfi hefur enda reynst auðvelt fyrir glæpagengin að tryggja nýliðun, þá sérstaklega að fá börn og ungmenni til liðs við sig. „Att brösta en fyra för att bli en hundragubbe“ er orðatiltæki sem mikið hefur verið fjallað um í þessu samhengi í Svíþjóð. „Að taka fjögur ár á kassann til að verða hundraðkall.“ Þar er vísað í að börn og önnur ungmenni, sem ekki hafa náð sakhæfisaldri virðast reiðubúin að brjóta af sér, mögulega með því að drepa menn úr öðrum gengjum, og leggja það þá á sig að sitja inni í „fjögur ár“. Að afplánun lokinni bíði þeirra þá mögulega gull og grænir skógar, vernd og ákveðin staða í virðingarstiganum innan gengisins. Þeir leggja því fjögur ár í steininum á sig til að verða hundrað prósent gildur meðlimur í genginu. 25 ára kona, sem var nágranni manns sem liðsmenn glæpagengis leituðu, lést eftir sprengjuárás norður af Uppsölum í vikunni.EPA Séu brotamenn yngri en átján ára sitja þeir inni í styttri tíma en þeir sem eldri eru. Þess vegna er það svo algengt að ungmenni séu fengin til að fremja alvarlegustu glæpina, morð. Hafi lögregla hendur í hári þeirra er refsiramminn þannig að þeir sitja að hámarki inni í fjögur ár. Þessu vilja sænskir stjórnmálamenn sömuleiðis breyta. Berskjölduð börn Sérfræðingar hafa sömuleiðis bent á að sænskukennslan í grunnskólum sé mögulega ekki næg og fjármagn skorti. Þetta leiði til að margir unglingar upplifi sig utanveltu og afskipta. Þessir einstaklingar eru þá líka sérstaklega berskjaldaðir og móttækilegir fyrir því að verða fyrir barðinu á liðsmönnum glæpagengja sem fá ungmennin til að upplifa sig sem hluta af einhverri heild innan gengisins. Liðsmenn glæpagengjanna vita líka að börn eru líklegri til að komast undan eftirliti lögreglu, einmitt sökum þess að þetta eru börn. Einnig er bent á að börn í þessari stöðu, sem séu komin á band glæpagengja, hafa ekki fengið mikla þjálfun með skotvopn, sem verður svo mögulega til þess að fólk sem sé ekki endilega skotmark árásar verður sömuleiðis í skotlínunni. Frá vettvangi skotárásarinnar á krá í Sandviken þar sem tveir biðu bana.EPA Þagnarmenningin Norrænir fjölmiðlar hafa sömuleiðis bent á að sú þagnarmenning sem ríkir meðal liðsmanna glæpagengja almennt geri lögreglu sérstaklega erfitt fyrir við að rannsaka skot- og sprengjuárásirnar. Ótal dæmi séu um að fórnarlamb skotárásar, sem liggur helsært á sjúkrahúsi og viti fullvel hver hafi staðið fyrir árásinni, neiti að upplýsa lögreglu um hvern um ræðir. Telja menn að með því að segja frá slíku sé verið að setja fjölskyldu og fleiri í hættu á að verða næsta skotmark. Þessi þagnarmenning er því ein helsta ástæða þess að lögregla á í mestu vandræðum með að upplýsa árásirnar. Treysta verði í mestum mæli á aðra sjónarvotta, sem oft eru ekki til staðar, eða þá upptökur úr öryggismyndavélum. Ljóst má vera að sænskra stjórnvalda og lögreglu bíður ærið verkefni að ná tökum á ástandinu. Árásir síðustu daga og vikna, sérstakt ávarp forsætisráðherrans og umræðan í sænsku samfélagsmiðlum benda hins vegar til að landsmenn séu orðnir meira en fullsaddir af ástandinu. Og líkt og forsætisráðherrann segir þá verður öllum brögðum beitt til að bragðast við. Svíþjóð Fréttaskýringar Tengdar fréttir Segir börn hafa samband við glæpagengin og bjóðast til að drepa Ríkislögreglustjóri Svíþjóðar segir að ofbeldisalda af áður óþekktri stærðargráðu gangi nú yfir landið og allar líkur séu á að fréttir muni berast af nýjum árásum á næstu dögum og vikum. Hann segir lögreglu hafa upplýsingar um að börn setji sig í samband við glæpagengin og bjóðist til að drepa. 29. september 2023 09:04 Segir allt koma til greina til að kveða niður glæpaölduna Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, segir stjórnvöld þar í landi munu beita öllum sínum ráðum til þess að kveða niður glæpaölduna sem riðið hefur yfir landið. Hann ávarpaði sænsku þjóðina vegna málsins nú síðdegis og kynnti breytingar á lögum landsins. 28. september 2023 17:41 Tveir skotnir til bana á krá í Svíþjóð Tveir voru skotnir til bana á krá í sænska bænum Sandviken í gærkvöldi. 22. september 2023 07:49 Unglingar fórnarlömb á gjörbreyttum fíkniefnamarkaði Stjórnmálafræðingur sem búsettur var í um áratug í Svíþjóð segir sturlungaöld ríkja í undirheimum landsins. Svíar hafi miklar áhyggjur af ástandinu. 24. september 2023 20:30 Mest lesið Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Biden náðar son sinn Erlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Innlent Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent
Samhljómur virðist vera um það í sænsku samfélagi að nauðsynlegt sé að bregðast við stöðunni og það harkalega. Á sama tíma spyrja menn hvernig það hafi gerst að sænskt samfélag sé komið á þennan stað að börn séu fengin til að sjá um hreinar aftökur á götum úti. Nokkuð breið pólitísk samstaða virðist vera um að her landsins eigi nú að aðstoða lögregluna að brjóta glæpagengin á bak aftur. Saklausar manneskjur í skotlínunni Deilur og vopnuð átök glæpagengja er alls engin nýlunda í Svíþjóð. Fórnarlömb árásanna hafa að langstærstum hluta verið úr glæpagengjunum sjálfum þar sem verið er að hefna fyrri árása og tryggja aukin ítök í undirheimunum og þá sérstaklega á fíkniefnamarkaðnum. Að undanförnu hefur það þó gerst að saklausar manneskjur, sem á engan hátt tengjast glæpagengjunum, hafa látið lífið í árásum liðsmanna gengjanna. Í síðustu viku var sagt frá því að blindur karlmaður á áttræðisaldri hafi látið lífið í skotárás á krá í smábænum Sandviken, norður af Stokkhólmi. Þar hafði árásarmaður ruðst inn á staðinn, skotið mann sem var skotmark árásarmannsins til bana, en eldri maðurinn hafi sömuleiðis orðið fyrir skotum og látist af sárum sínum. Sænskum yfirvöldum bíður ærið verkefni við að brjóta glæpagengin á bak aftur.EPA Aðfaranótt liðins þriðjudags lést svo 25 ára kona í sprengjuárás í húsi skammt frá Uppsölum. Hún hafði engin tengsl við glæpagengi en var nágranni manns sem tengist Foxtrot-genginu svonefnda. Yfirstandandi septembermánuður er nú þegar orðinn sá mannskæðasti í fjögur ár þegar kemur að átökum glæpagengja í landinu. Það sem af er mánuðinum hafa ellefu dauðsföll verið rakin til átakanna. Reynt að hræða menn út Reglulega hafa borist fréttir síðustu mánuði og ár að búið sé að sprengja hús, hleypa af sprengju í porti eða skjóta á framhlið húsa. Oft er þetta talið vera merki um gremju innan glæpasamfélagsins þegar reynt er að hafa uppi á ákveðinni manneskju. Ef ekki tekst að hafa uppi á viðkomandi er brugðist við með því að vinna skemmdir á heimili viðkomandi. Skotið er á húsið eða það sprengt til að sýna fram á að verið sé að leita að viðkomandi, eða þá hræða hann og neyða út. Hús var sprengt í Linköping fyrr í vikunni. Árásin er sögð tengjast átökum glæpagengjanna.EPA Í seinni tíð hefur það einnig gerst í auknum mæli að ráðist sé á fjölskyldu þess sem verið er að leita að. Þannig bárust nýlega fréttir af því að móðir manns úr glæpagengi hafi verið ráðin af dögum. Ætlum að sigra gengin Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, ávarpaði þjóð sína í gærkvöldi vegna ofbeldisöldunnar og sagði stöðuna grafalvarlega. Hann sagðist munu eiga samtöl við ríkislögreglustjóra og forsvarsmenn sænska hersins um hvernig eigi að bregðast við. Hann sagði að sænska ríkið myndi beita öllum meðulum í baráttunni. „Við ætlum að hafa uppi á gengjunum og við ætlum að sigra gengin,“ sagði forsætisráðherrann. Kúrdíski refurinn, Rawa Majid.Sænska lögreglan Hann ræddi sömuleiðis löggjöfina sem hann sagði ekki smíðaða til að kljást við gengjastríð og barnahermenn. „Þessu ætlum við að breyta,“ sagði Kristersson og nefndi nokkur atriði sem hafi breyst í tenglum við innflytjenda- og refsilöggjöfina. Þá sé hafin vinna við að koma upp sérstökum unglingafangelsum til að hægt sé að halda unglingum sem afplána dóma fjarri þeim refsiföngum sem eldri eru. Stefnt er að opnun slíkra fangelsa í ársbyrjun 2026. Ljóst má vera þær aðgerðir sem sænsk stjórnvöld leggja nú til til að bregðast við stöðunni munu ekki allar raungerast yfir nóttu. Í ýmsum tilvikum þarf að ráðast í lagabreytingar og tíma mun taka að sjá ýmsa þætti verða að veruleika. Kúrdíski refurinn og valdabaráttan Norrænir fjölmiðlar hafa síðustu daga og vikur reynt að skýra frá því hvernig það hefur gerst, að staðan sé orðin þessi í Svíþjóð. Vopnuðu átökin nú snúa að stærstum hluta að hinu svokallaða Foxtrot-glæpagengi sem má lýsa sem píramída þar sem meðlimir eru allt frá því að vera sendiboðar að leiðtogum. Talið er að í efsta laginu sé um tíu manna hópur manna. Efstur í píramídanum er svo Rawa Majid, einnig þekktur sem Kúrdíski refurinn, sem dvelur og hefur stýrt genginu frá Tyrklandi síðustu árin. Að undanförnu hefur svo borið á innri deilum innan þessa efsta lags Foxtrot-gengisins. Þetta gerist á sama tíma og önnur glæpagengi, sérstaklega eitt sem kennir sig við „Dalinn“, reyna að auka ítök sín á fíkniefnamarkaðnum í Stokkhólmi, Uppsölum og Sundsvall þar sem ítök Foxtrot hafa verið sérstaklega umfangsmikil. Frá vettvangi morðs í Jordbro, suður af Stokkhólmu fyrr í vikunni.EPA Hinn 37 ára Majid er af kúrdískum og írökskum uppruna og ólst upp í Uppsölum, norður af Stokkhólmi, þar sem hann rak ísbúð með móður sinni sem síðar kom í ljós að var notuð til að þvo illa fengið fé. Hann var nítján ára gamall dæmdur í fangelsi fyrir innbrot, en þegar hann losnaði úr fangelsi sneri hann sér að alvarlegri glæpum. Árið 2009 var hann dæmdur í átta og hálfs árs fangelsi fyrir smygl á miklu magni kókaíns frá Hollandi til Svíþjóðar. Sex árum síðar var svo dæmdur fyrir þátt sinn í mannráni og líkamsárás. Þremur árum síðar fékk hann svo reynslulausn og fór þá frá Svíþjóð til Kúrdístans. Deilur við hægri höndina Árið 2020 kom svo í ljós að Majid hafði stýrt glæpagengi í Svíþjóð frá Tyrklandi þar sem hann hafðist við. Þetta kom í ljós eftir að sænska lögreglan náði að komast yfir og leysa dulkóðuð samskipti glæpamanna á samskiptamiðlinum EncroChat þar hann kallaði sig „kúrdíski refurinn“. Hann hafði þá stýrt fíkniefnasendingum til Svíþjóðar en á pakkningum var að finna sérstaka límmiða með mynd af ref. Áberandi var að sendingarnar bárust þá í miklu magni til landsins. Þar sem Majid er staðsettur í Tyrklandi og hefur orðið sér úti um tyrkneskt vegabréf hefur reynst torvelt fyrir sænsk lögregluyfirvöld að hafa hendur í hári hans. Það hefur raunar ekkert gengið. Ofbeldisölduna nú má að stórum hluta til rekja til deilna Majid og hans fyrrverandi hægri handar til margra ára, Ismail Abdo, sem einnig gengur undir nafninu Jarðarberið. Abdo, sem er með fjölda dóma á bakinu, er líkt og Majid ekki staðsettur í Svíþjóð. Hann var nýlega úrskurðaður í gæsluvarðhald í fjarveru hans vegna rannsókna á fjölda glæpaverka. Hann er líkt og Majid tyrkneskur ríkisborgari og er einnig talinn hafast þar við. Innflytjendapólitíkin gagnrýnd Forsætisráðherrann Ulf Kristersson og fjölmargir aðrir kenna stefnu stjórnvalda í innflytjendamálum síðustu ár um stöðuna í Svíþjóð í dag. Ekki hafi tekist að aðlaga þá sem flytjast til Svíþjóðar nægilega vel að sænsku samfélagi. Staðan er á engan hátt þannig að nær allir í glæpagengjunum séu innflytjendur eða börn innflytjenda. Í frétt SvD segir að fræðimenn, lögregla og stjórnmálamenn hafi þó bent á að yfir langt tímabil hafi ekki tekist að fá innflytjendur til að aðlagast sænsku samfélagi almennilega. Myndast hafi sérstök hliðarsamfélög sem hafi reynst frjór jarðvegur fyrir glæpagengi að sækja liðsmenn. Ekki eins strangar tungumálakröfur Bent er á að ólíkt því sem átti sér stað til dæmis í Noregi þá fékk fólk sem fluttist til Svíþjóðar á sjöunda og áttunda áratugnum að stórum hluta að ráða sjálft hvar það byggði. Innflytjendur fluttu flestir í úthverfi stórborga og varð hlutfall innflytjenda í þeim sérstaklega hátt, til að mynda í úthverfum í Stokkhólmi, Gautaborgar og Malmö. Þessu hafa fylgt ýmis félagsleg vandamál, meðal annars mikið atvinnuleysi. Tölur frá sænsku hagstofunni bendi til að atvinnuleysi í þeim hópi sem fæddist utan Svíþjóðar sé rúm sextán prósent. Til samanburðar er hlutfallið 4,7 prósent meðal þeirra sem fæddust í Svíþjóð. Í frétt norska ríkissjónvarpsins er sömuleiðis bent á að í Svíþjóð hafi ekki verið jafn strangar tungumálakröfur til að hljóta ótímabundið dvalarleyfi samanborið við í Danmörku og Noregi. Það verður fyrst árið 2027 þar sem verða gerðar kröfur um að kunna sænsku til að fá ótímabundið dvalarleyfi í Svíþjóð. „Taka fjögur ár á kassann“ Á heimasíðu sænsku ríkisstjórnarinnar segir að einn mikilvægasti þátturinn til að hægt sé kveða niður þessa skelfilegu ofbeldisöldu í landinu til lengri tíma sé að fá innflytjendur til að aðlagast betur samfélaginu. Að brjóta upp þessi hliðarsamfélög sem hafi myndast víða. Í því umhverfi hefur enda reynst auðvelt fyrir glæpagengin að tryggja nýliðun, þá sérstaklega að fá börn og ungmenni til liðs við sig. „Att brösta en fyra för att bli en hundragubbe“ er orðatiltæki sem mikið hefur verið fjallað um í þessu samhengi í Svíþjóð. „Að taka fjögur ár á kassann til að verða hundraðkall.“ Þar er vísað í að börn og önnur ungmenni, sem ekki hafa náð sakhæfisaldri virðast reiðubúin að brjóta af sér, mögulega með því að drepa menn úr öðrum gengjum, og leggja það þá á sig að sitja inni í „fjögur ár“. Að afplánun lokinni bíði þeirra þá mögulega gull og grænir skógar, vernd og ákveðin staða í virðingarstiganum innan gengisins. Þeir leggja því fjögur ár í steininum á sig til að verða hundrað prósent gildur meðlimur í genginu. 25 ára kona, sem var nágranni manns sem liðsmenn glæpagengis leituðu, lést eftir sprengjuárás norður af Uppsölum í vikunni.EPA Séu brotamenn yngri en átján ára sitja þeir inni í styttri tíma en þeir sem eldri eru. Þess vegna er það svo algengt að ungmenni séu fengin til að fremja alvarlegustu glæpina, morð. Hafi lögregla hendur í hári þeirra er refsiramminn þannig að þeir sitja að hámarki inni í fjögur ár. Þessu vilja sænskir stjórnmálamenn sömuleiðis breyta. Berskjölduð börn Sérfræðingar hafa sömuleiðis bent á að sænskukennslan í grunnskólum sé mögulega ekki næg og fjármagn skorti. Þetta leiði til að margir unglingar upplifi sig utanveltu og afskipta. Þessir einstaklingar eru þá líka sérstaklega berskjaldaðir og móttækilegir fyrir því að verða fyrir barðinu á liðsmönnum glæpagengja sem fá ungmennin til að upplifa sig sem hluta af einhverri heild innan gengisins. Liðsmenn glæpagengjanna vita líka að börn eru líklegri til að komast undan eftirliti lögreglu, einmitt sökum þess að þetta eru börn. Einnig er bent á að börn í þessari stöðu, sem séu komin á band glæpagengja, hafa ekki fengið mikla þjálfun með skotvopn, sem verður svo mögulega til þess að fólk sem sé ekki endilega skotmark árásar verður sömuleiðis í skotlínunni. Frá vettvangi skotárásarinnar á krá í Sandviken þar sem tveir biðu bana.EPA Þagnarmenningin Norrænir fjölmiðlar hafa sömuleiðis bent á að sú þagnarmenning sem ríkir meðal liðsmanna glæpagengja almennt geri lögreglu sérstaklega erfitt fyrir við að rannsaka skot- og sprengjuárásirnar. Ótal dæmi séu um að fórnarlamb skotárásar, sem liggur helsært á sjúkrahúsi og viti fullvel hver hafi staðið fyrir árásinni, neiti að upplýsa lögreglu um hvern um ræðir. Telja menn að með því að segja frá slíku sé verið að setja fjölskyldu og fleiri í hættu á að verða næsta skotmark. Þessi þagnarmenning er því ein helsta ástæða þess að lögregla á í mestu vandræðum með að upplýsa árásirnar. Treysta verði í mestum mæli á aðra sjónarvotta, sem oft eru ekki til staðar, eða þá upptökur úr öryggismyndavélum. Ljóst má vera að sænskra stjórnvalda og lögreglu bíður ærið verkefni að ná tökum á ástandinu. Árásir síðustu daga og vikna, sérstakt ávarp forsætisráðherrans og umræðan í sænsku samfélagsmiðlum benda hins vegar til að landsmenn séu orðnir meira en fullsaddir af ástandinu. Og líkt og forsætisráðherrann segir þá verður öllum brögðum beitt til að bragðast við.
Segir börn hafa samband við glæpagengin og bjóðast til að drepa Ríkislögreglustjóri Svíþjóðar segir að ofbeldisalda af áður óþekktri stærðargráðu gangi nú yfir landið og allar líkur séu á að fréttir muni berast af nýjum árásum á næstu dögum og vikum. Hann segir lögreglu hafa upplýsingar um að börn setji sig í samband við glæpagengin og bjóðist til að drepa. 29. september 2023 09:04
Segir allt koma til greina til að kveða niður glæpaölduna Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, segir stjórnvöld þar í landi munu beita öllum sínum ráðum til þess að kveða niður glæpaölduna sem riðið hefur yfir landið. Hann ávarpaði sænsku þjóðina vegna málsins nú síðdegis og kynnti breytingar á lögum landsins. 28. september 2023 17:41
Tveir skotnir til bana á krá í Svíþjóð Tveir voru skotnir til bana á krá í sænska bænum Sandviken í gærkvöldi. 22. september 2023 07:49
Unglingar fórnarlömb á gjörbreyttum fíkniefnamarkaði Stjórnmálafræðingur sem búsettur var í um áratug í Svíþjóð segir sturlungaöld ríkja í undirheimum landsins. Svíar hafi miklar áhyggjur af ástandinu. 24. september 2023 20:30