Með hálendið í hjartanu Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar 5. október 2023 12:01 Í hvert skiptið sem ég er á leið upp á hálendið til þess að sinna landvarðarstarfi sem ég hef tekið að mér á sumrin, er eftirvæntingin áþreifanleg. Ég er ekki fyrr sest við matarborðið hjá ömmu og afa en þau byrja að segja mér sögur. Þau sinntu landvarðarstarfi líkt og ég geri, fyrst árið 1973 og einhver fleiri sumur. Þau voru á sama svæði og ég, í Krepputungu milli tveggja beljandi jökulfljóta, Kreppu og Jökulsár á fjöllum. Gleðin, væntumþykjan og töfrarnir skína úr augum þeirra á meðan sögurnar koma hver af annarri um fjallgöngur, stikun slóða, ískaldar baðferðir í Lindána og furðulega ferðamenn. Það er svo augljóst að þessar stundir á hálendinu hafa haft mótandi áhrif á þau og hálendið á alveg sérstakan stað í hjörtum þeirra. Þorgerður María Þorbjarnardóttir Sjálf á ég svo ótal margar sögur af því hvernig ég hef farið upp á fjöll með hugann fullan af óreiðu eftir veturinn og hvernig nálægðin við allt þetta hráa landslag sem er svo innilega lifandi þegar maður skoðar það nánar, greiðir úr öllum flækjum og setur starf mitt sem aktívisti fyrir umhverfið í samhengi. Það eru ekki bara jöklarnir, fjöllin, sandarnir, árnar, lífseigur gróðurinn og stöku fuglar sem veita mér innblástur, heldur eru það líka ferðamennirnir. Það skemmtilegasta sem ég geri er að segja ferðamönnum frá svæðinu og dýpka upplifun þeirra á náttúrunni með fræðslu og túlkun. Þá fæ ég líka að sjá og upplifa landið í gegn um þeirra augu. En ég er líka heppin að starfa á svæði þar sem fjöldinn er viðráðanlegur og ég get gefið mér tíma til þess að spjalla við þau sem leggja leið sína inn á öræfin. Það geta ekki allir sagt það sama í dag. Mikilvægt er að grípa í taumana núna Eins og alls staðar annarsstaðar í heiminum þá er eftirsóknin eftir svæðum sem þessum að aukast og stöðugt sótt að þeim úr fleiri áttum. Ferðamönnum fjölgar ört og þegar ferðamönnunum fjölgar fáum við fleira fólk sem ætlast til þess að fá alls konar þjónustu sem myndi kalla á enn fleira fólk sem kallar á enn meiri þjónustu og þannig fer snjóboltinn að rúlla ef ekki er skýr framtíðarsýn fyrir sjónum. Atvikið með 14 tonna hertrukkinn í Þjórsárverum er gott dæmi um ágang sem hægt er að koma í veg fyrir með því að viðhafa stýringu, til dæmis með upplýsingagjöf, og eftirlit hvort sem það er innan ramma þjóðgarðs, friðlands eða einhvers annars. Á sama tíma eru komin áform um ýmsa hluti, uppbyggða vegi, vindorkuver, háspennulínur, fleiri vatnsaflsvirkjanir og í grein sinni: Hálendið í hakkavélina bendir Kristín Helga Gunnarsdóttir, stjórnarmeðlimur í Landvernd á hvernig hugmyndir um uppbyggingu og nýtingu virðast engin hafa takmörk. En leggjum nú áhyggjur okkar til hliðar í örskotsstund og fögnum því að við eigum enn þessar perlur. Landvernd boðar til Hálendishátíðar 11. Október þar sem listamenn og náttúruunnendur koma saman til að deila væntumþykju og gleði fyrir þessum stórkostlegu víðernum sem við eigum. Hálendið á sérstakan stað í hjarta mínu. Hálendið er eini staðurinn þar sem ég hef upplifað algjöra kyrrð og þá tilfinningu að hér geti ekki verið að nokkur maður hafi stigið niður fæti áður, hvort sem það er nú rétt eða ekki. Þessir staðir verða æ sjaldgæfari í heiminum öllum og eru verðmæti sem okkur ber að varðveita. Höfundur er formaður Landverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Þorgerður María Þorbjarnardóttir Mest lesið 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal skrifar Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Ahimsa: Siðferði kjöts og innflytjendamála Rajan Parrikar skrifar Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stigmögnun ofbeldis í nánum samböndum Kristín Snorradóttir skrifar Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir skrifar Skoðun Mun ný ríkisstjórn Íslands endurskoða hvalveiðileyfið? Elissa Phillips skrifar Sjá meira
Í hvert skiptið sem ég er á leið upp á hálendið til þess að sinna landvarðarstarfi sem ég hef tekið að mér á sumrin, er eftirvæntingin áþreifanleg. Ég er ekki fyrr sest við matarborðið hjá ömmu og afa en þau byrja að segja mér sögur. Þau sinntu landvarðarstarfi líkt og ég geri, fyrst árið 1973 og einhver fleiri sumur. Þau voru á sama svæði og ég, í Krepputungu milli tveggja beljandi jökulfljóta, Kreppu og Jökulsár á fjöllum. Gleðin, væntumþykjan og töfrarnir skína úr augum þeirra á meðan sögurnar koma hver af annarri um fjallgöngur, stikun slóða, ískaldar baðferðir í Lindána og furðulega ferðamenn. Það er svo augljóst að þessar stundir á hálendinu hafa haft mótandi áhrif á þau og hálendið á alveg sérstakan stað í hjörtum þeirra. Þorgerður María Þorbjarnardóttir Sjálf á ég svo ótal margar sögur af því hvernig ég hef farið upp á fjöll með hugann fullan af óreiðu eftir veturinn og hvernig nálægðin við allt þetta hráa landslag sem er svo innilega lifandi þegar maður skoðar það nánar, greiðir úr öllum flækjum og setur starf mitt sem aktívisti fyrir umhverfið í samhengi. Það eru ekki bara jöklarnir, fjöllin, sandarnir, árnar, lífseigur gróðurinn og stöku fuglar sem veita mér innblástur, heldur eru það líka ferðamennirnir. Það skemmtilegasta sem ég geri er að segja ferðamönnum frá svæðinu og dýpka upplifun þeirra á náttúrunni með fræðslu og túlkun. Þá fæ ég líka að sjá og upplifa landið í gegn um þeirra augu. En ég er líka heppin að starfa á svæði þar sem fjöldinn er viðráðanlegur og ég get gefið mér tíma til þess að spjalla við þau sem leggja leið sína inn á öræfin. Það geta ekki allir sagt það sama í dag. Mikilvægt er að grípa í taumana núna Eins og alls staðar annarsstaðar í heiminum þá er eftirsóknin eftir svæðum sem þessum að aukast og stöðugt sótt að þeim úr fleiri áttum. Ferðamönnum fjölgar ört og þegar ferðamönnunum fjölgar fáum við fleira fólk sem ætlast til þess að fá alls konar þjónustu sem myndi kalla á enn fleira fólk sem kallar á enn meiri þjónustu og þannig fer snjóboltinn að rúlla ef ekki er skýr framtíðarsýn fyrir sjónum. Atvikið með 14 tonna hertrukkinn í Þjórsárverum er gott dæmi um ágang sem hægt er að koma í veg fyrir með því að viðhafa stýringu, til dæmis með upplýsingagjöf, og eftirlit hvort sem það er innan ramma þjóðgarðs, friðlands eða einhvers annars. Á sama tíma eru komin áform um ýmsa hluti, uppbyggða vegi, vindorkuver, háspennulínur, fleiri vatnsaflsvirkjanir og í grein sinni: Hálendið í hakkavélina bendir Kristín Helga Gunnarsdóttir, stjórnarmeðlimur í Landvernd á hvernig hugmyndir um uppbyggingu og nýtingu virðast engin hafa takmörk. En leggjum nú áhyggjur okkar til hliðar í örskotsstund og fögnum því að við eigum enn þessar perlur. Landvernd boðar til Hálendishátíðar 11. Október þar sem listamenn og náttúruunnendur koma saman til að deila væntumþykju og gleði fyrir þessum stórkostlegu víðernum sem við eigum. Hálendið á sérstakan stað í hjarta mínu. Hálendið er eini staðurinn þar sem ég hef upplifað algjöra kyrrð og þá tilfinningu að hér geti ekki verið að nokkur maður hafi stigið niður fæti áður, hvort sem það er nú rétt eða ekki. Þessir staðir verða æ sjaldgæfari í heiminum öllum og eru verðmæti sem okkur ber að varðveita. Höfundur er formaður Landverndar.
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun