Orkuúlfur snýr úr sauðagæru Tómas Guðbjartsson skrifar 16. október 2023 07:00 HS Orka verður seint talið fyrirtæki sem lætur sér annt um náttúruna, a.m.k. ekki hin síðari ár. Fyrirtækið fór vel af stað á síðustu öld með snyrtilegri jarðhitavirkjun og hitaveitu, en smitaðist síðan af græðgissótt þar sem stóriðju var lofað orku sem fyrirtækið átti í erfiðleikum með að skaffa. Ástæðan fyrir því var einföld, enda búið að ganga alltof hart að jarðhitaauðlindinni undir Reykjanesskaga, og látið eins og hún væri ótæmandi auðlind. En það er jarðhitinn ekki frekar en aðrar auðlindir. Öllum hefði átt að vera ljóst að glasið mun tæmast þegar sífellt fleiri rörum er stungið ofan í það - og bara sogið en engu bætt við! Munum að jarðhitinn er auðlind sem við eigum öll, og hitaveita til heimila og fyrirtækja ætti að vera í algjörum forgangi í stað stóriðju. Náttúruperlur í tætarann HS Orka, með buxurnar niðri, hyggur því á "landvinninga" þar sem náttúruperlum verður hent í tætarann. Þar má nefna Eldvörpin í nágrenni Svartsengis, sem eru meðal fallegustu gígaraða á Reykjanesskaga. Eldvörpin á Reykjanesi eru gullfallegar gíaraðir steinsnar frá Svartsengi. Mynd/Ellert Grétarsson Annað dæmi eru áform HS Orku í Krísuvík, en þar er nú einn helsti viðkomustaður ferðamanna á SV-horninu. Þetta er vanhugsað eins og margar ákvarðandi fyrirtækisins hin síðari ár, og ég get ekki séð hvernig fyrirtækið ætlar að "kæla niður" þann gosóróa sem nú er á þessu eldgosasvæði, og virðist bara færast í aukana. Hvalárvirkjun endurlífguð? Verst eru þó áform HS Orku um að endurlífga Hvalárvirkjun í Árneshreppi, framkvæmd sem ég trúði í einfeldni minni að hefði verið afgreidd sem óhugsandi, enda sérlega óhagkvæm og ósnortin náttúran talin of verðmæt. Með virkjun yrði tugum fossa fórnað fyrir 50 MW og efst á heiðinni myndi blasa við 33 metra hár varnargarður við þröskuld Drangajökuls og friðlandsins á Hornströndum. Þarna eru þrír fossar sem eru á meðal þeirra fallegustu á Íslandi, Rjúkandi, Eyvindarfjarðarfoss, en sérstaklega þó Drynjandi. Sá síðastnefndi er á hæð við Hallgrímskirkju, og á mynd RAX, sem eitt sinn prýddi forsíðu Moggans, sést vel stærð okkar vinanna efst í skaflinum. Fossinn Drynjandi upp af Ófeigsfirði. Með virkjun yrði þessi foss þurrkaður upp og fossniðurinn og drunurnar í gljúfrunum, sem fossinn ber nafn sitt af, myndu hljóðna. Mynd: RAX.Mynd/RAX Níðingsverk gegn náttúru Vestfjarða Það yrði níðingsverk gegn nátturinni að fórna aðeins þessum eina fossi, hvað þá öllum hinum og víðernunum í kring. Tætarinn bíður spenntur, merktur "grænni orku" með límmiða sem kostaður er af orkumálaráðherra sem er gjörsamlega ósýnilegur og duglaus þegar kemur að umhverfisvernd og loftslagsmálum. Sauðagæran horfin Hingað til hefur HS Orka sagt orkuna eiga að fara inn á raforkukerfi Vestfjarða og nýtast Vestfirðingum. Í nýlegu viðtali við Birnu Lárusdóttur, fyrrum talsmann Vesturorku og nú HS Orku í Heimildinni, er nokkuð augljóst að orkan á að fara á SV-hornið til stóriðjuverkefna. Sauðagæran er því horfin og eftir stendur nakinn sannleikurinn, enda stóð aldrei annað til en að færa orkuna beinustu leið á SV-hornið. Allt tal um að orkan sé fyrir Vestfirði stenst ekki lengur og hægt að spyrja sig hversu græn hún er í raun? Enn eina ferðina er verið að plata Vestfirðinga, og ræna þá einstakum náttúruperlum. Fossafriðland á heimsmælikvarða Í stað Hvalárvirkjunar ættu fossarnir á Ströndum að verða kjölfesta í einhverjum stórkostlegasta fossafriðlandi Evrópu, sem myndi tengjast friðlöndum Drangaskarða og Hornstranda. Slíkt myndi efla Vestfirði og veita störf, sem Hvalárvirkjun gerir ekki. Enda virkjunin f.o.fr. hugsuð fyrir stóriðju - sem er óseðjandi af græðgi - og vill sífellt meira - líkt og úlfurinn sísvangi, HS Orka. Höfundur er yfirlæknir, prófessor og umhverfisverndarsinni Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Orkumál Tómas Guðbjartsson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Sjá meira
HS Orka verður seint talið fyrirtæki sem lætur sér annt um náttúruna, a.m.k. ekki hin síðari ár. Fyrirtækið fór vel af stað á síðustu öld með snyrtilegri jarðhitavirkjun og hitaveitu, en smitaðist síðan af græðgissótt þar sem stóriðju var lofað orku sem fyrirtækið átti í erfiðleikum með að skaffa. Ástæðan fyrir því var einföld, enda búið að ganga alltof hart að jarðhitaauðlindinni undir Reykjanesskaga, og látið eins og hún væri ótæmandi auðlind. En það er jarðhitinn ekki frekar en aðrar auðlindir. Öllum hefði átt að vera ljóst að glasið mun tæmast þegar sífellt fleiri rörum er stungið ofan í það - og bara sogið en engu bætt við! Munum að jarðhitinn er auðlind sem við eigum öll, og hitaveita til heimila og fyrirtækja ætti að vera í algjörum forgangi í stað stóriðju. Náttúruperlur í tætarann HS Orka, með buxurnar niðri, hyggur því á "landvinninga" þar sem náttúruperlum verður hent í tætarann. Þar má nefna Eldvörpin í nágrenni Svartsengis, sem eru meðal fallegustu gígaraða á Reykjanesskaga. Eldvörpin á Reykjanesi eru gullfallegar gíaraðir steinsnar frá Svartsengi. Mynd/Ellert Grétarsson Annað dæmi eru áform HS Orku í Krísuvík, en þar er nú einn helsti viðkomustaður ferðamanna á SV-horninu. Þetta er vanhugsað eins og margar ákvarðandi fyrirtækisins hin síðari ár, og ég get ekki séð hvernig fyrirtækið ætlar að "kæla niður" þann gosóróa sem nú er á þessu eldgosasvæði, og virðist bara færast í aukana. Hvalárvirkjun endurlífguð? Verst eru þó áform HS Orku um að endurlífga Hvalárvirkjun í Árneshreppi, framkvæmd sem ég trúði í einfeldni minni að hefði verið afgreidd sem óhugsandi, enda sérlega óhagkvæm og ósnortin náttúran talin of verðmæt. Með virkjun yrði tugum fossa fórnað fyrir 50 MW og efst á heiðinni myndi blasa við 33 metra hár varnargarður við þröskuld Drangajökuls og friðlandsins á Hornströndum. Þarna eru þrír fossar sem eru á meðal þeirra fallegustu á Íslandi, Rjúkandi, Eyvindarfjarðarfoss, en sérstaklega þó Drynjandi. Sá síðastnefndi er á hæð við Hallgrímskirkju, og á mynd RAX, sem eitt sinn prýddi forsíðu Moggans, sést vel stærð okkar vinanna efst í skaflinum. Fossinn Drynjandi upp af Ófeigsfirði. Með virkjun yrði þessi foss þurrkaður upp og fossniðurinn og drunurnar í gljúfrunum, sem fossinn ber nafn sitt af, myndu hljóðna. Mynd: RAX.Mynd/RAX Níðingsverk gegn náttúru Vestfjarða Það yrði níðingsverk gegn nátturinni að fórna aðeins þessum eina fossi, hvað þá öllum hinum og víðernunum í kring. Tætarinn bíður spenntur, merktur "grænni orku" með límmiða sem kostaður er af orkumálaráðherra sem er gjörsamlega ósýnilegur og duglaus þegar kemur að umhverfisvernd og loftslagsmálum. Sauðagæran horfin Hingað til hefur HS Orka sagt orkuna eiga að fara inn á raforkukerfi Vestfjarða og nýtast Vestfirðingum. Í nýlegu viðtali við Birnu Lárusdóttur, fyrrum talsmann Vesturorku og nú HS Orku í Heimildinni, er nokkuð augljóst að orkan á að fara á SV-hornið til stóriðjuverkefna. Sauðagæran er því horfin og eftir stendur nakinn sannleikurinn, enda stóð aldrei annað til en að færa orkuna beinustu leið á SV-hornið. Allt tal um að orkan sé fyrir Vestfirði stenst ekki lengur og hægt að spyrja sig hversu græn hún er í raun? Enn eina ferðina er verið að plata Vestfirðinga, og ræna þá einstakum náttúruperlum. Fossafriðland á heimsmælikvarða Í stað Hvalárvirkjunar ættu fossarnir á Ströndum að verða kjölfesta í einhverjum stórkostlegasta fossafriðlandi Evrópu, sem myndi tengjast friðlöndum Drangaskarða og Hornstranda. Slíkt myndi efla Vestfirði og veita störf, sem Hvalárvirkjun gerir ekki. Enda virkjunin f.o.fr. hugsuð fyrir stóriðju - sem er óseðjandi af græðgi - og vill sífellt meira - líkt og úlfurinn sísvangi, HS Orka. Höfundur er yfirlæknir, prófessor og umhverfisverndarsinni
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun