Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Valur 87-86 | Ótrúlegur viðsnúningur Keflvíkinga skilaði sigrinum Andri Már Eggertsson skrifar 19. október 2023 21:00 Kristófer Acox í Val. Vísir/Vilhelm Keflavík tók á móti ósigruðu Valsliði í stórleik kvöldsins í þriðju umferð Subway deild karla í körfubolta. Keflavíkurliðið var 12 stigum undir þegar flautað var til hálfleiks en ótrúlegur viðsnúningur í þeim seinni gaf Remy Martin tækifærið til að sigla sigrinum heim með sigurkörfu þegar aðeins 1,9 sekúnda var eftir af leiknum. Gestirnir frá Hlíðarenda tóku frumkvæðið og gerðu fyrstu fimm stigin. Keflvíkingar létu það ekki slá sig út af laginu og svöruðu með fimm stigum í röð. Í fyrstu tveimur leikjunum hafði varnarleikur Keflavíkur ekki verið góður og heimamenn voru í vandræðum með að loka teignum til að byrja með sem gaf Kristófer Acox auðveldar troðslur. Kristófer var með 9 stig í fyrsta leikhluta. Heimamenn gáfu þó ekkert eftir með Sigurð Pétursson allt í öllu en voru þremur stigum undir í hálfleik 19-22. Það var gaman að fylgjast með Daða Lár Jónssyni spila vörn gegn Remy Martin í fyrri hálfleik. Daði gaf honum ekkert pláss til að vinna með og þegar að Remy gerði eitthvað sóknarlega þá var annar leikmaður að dekka hann. Valur var skrefi á undan í öðrum leikhluta og í stöðunni 28-34 fékk Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, nóg og tók leikhlé. Annar leikhluti Keflvíkinga var hreinasta hörmung. Á tæplega fimm mínútum fór staðan úr því að vera 28-30 yfir í 31-45. Leikhlé Péturs gerði ekki neitt og heimamenn héldu áfram að spila enga vörn og taka lélegar ákvarðanir sóknarlega. Valur var tólf stigum yfir í hálfleik 39-51. Keflavík byrjaði síðari hálfleik með látum með Sigurð Pétursson í fararbroddi sem gerði níu af fyrstu tíu stigum heimamanna. Keflavík gerði tólf stig í röð og jafnaði leikinn. Fyrsta karfa Vals í síðari hálfleik kom síðan eftir tæplega fimm mínútur. Gestirnir fundu síðan betri takt í síðari hálfleik og gerðu síðustu sex stigin í þriðja leikhluta og staðan var 60-66 þegar haldið var í síðustu lotu. Það benti nákvæmlega ekkert til þess að fjórði leikhluti yrði eins spennandi líkt og hann varð. Valur var tólf stigum yfir 70-82 þegar tæplega fjórar mínútur voru eftir. Keflavík fór síðan að hitta og lokamínútan var æsispennandi. Kristófer kom Val tveimur stigum yfir þegar 25 sekúndur voru eftir. Í lokasókn Keflavíkur fékk Remy Martin boltann og setti þrist beint á móti körfunni skildi eina sekúndu eftir af klukkunni. Þetta voru fyrstu stig Remy í fjórða leikhluta. Kristófer fékk síðasta skot leiksins en hitti ekki og Keflavík vann 87-86. Af hverju vann Keflavík? Það var lítið sem ekkert sem skildi liðin að. Gestirnir voru yfir nánast allan leikinn en bæði lið áttu sína kafla og Keflavík vann síðasta fjórðung með sjö stigum. Hverjir stóðu upp úr? Remy Martin gerði sigurkörfu leiksins þegar að hann notaði alla skotklukkuna og endaði á að setja þrist og kom Keflavík í forystuna þegar að aðeins tvær sekúndur voru eftir. Frammistaða hans var ansi sérstök en þetta voru fyrstu stigin hans í fjórða leikhluta. Remy endaði með 17 stig. Sigurður Pétursson var frábær í kvöld. Sigurður var byrjaði bæði fyrri og seinni hálfleik afar vel. Hann endaði á að gera 16 stig, taka 4 fráköst og gefa 5 stoðsendingar. Hvað gekk illa? Það vantaði drápseðlið í Val. Gestirnir fengu þó nokkur tækifæri til þess að gera út um þennan leik en nýttu þau ekki sem varð til þess að Keflavík nýtti tækifærið og vann leikinn þrátt fyrir að hafa verið afar sjaldan yfir í leiknum. Hvað gerist næst? Næsta fimmtudag mætast Stjarnan og Keflavík klukkan 19:15. Föstudaginn eftir viku mætast Tindastóll og Valur klukkan 19:15. Finnur: Þeir settu stærsta skotið ofan í Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, var svekktur eftir leikVísir/Vilhelm Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, var svekktur eftir leik. „Þeir settu stærsta skot leiksins ofan í. Nei nei við fengum mörg tækifæri til þess að gera út um leikinn en gerðum okkur seka um mistök,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson og hélt áfram. „Við notuðum ekki tækifærin til þess að ná í sigur á erfiðum útivelli. Ef þú ert ekki klár og einbeittur allan leikinn og býður liði eins og Keflavík upp í dans þá getur þetta gerst.“ Valur var tólf stigum yfir í hálfleik og Finnur var ekki sáttur með hvernig hans lið byrjaði síðari hálfleik. „Við komum ömurlega út í seinni hálfleik þar sem við vorum orkulausir og hægir. Við hleyptum Keflavík inn í leikinn en gerðum síðan vel í að búa til forskot í fjórða leikhluta. Síðan kom aftur kafli þar sem við gerðum mistök varnarlega og vorum að klikka á sniðskotum og vítum.“ „Keflavík gerði vel í að koma til baka við misstum sjónina á Igor Maric sem setti þrista undir lokin svo vitum við gæðin í Remy Martin og náðum ekki að loka nógu vel á hann undir lokin,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson að lokum. Subway-deild karla Keflavík ÍF Valur
Keflavík tók á móti ósigruðu Valsliði í stórleik kvöldsins í þriðju umferð Subway deild karla í körfubolta. Keflavíkurliðið var 12 stigum undir þegar flautað var til hálfleiks en ótrúlegur viðsnúningur í þeim seinni gaf Remy Martin tækifærið til að sigla sigrinum heim með sigurkörfu þegar aðeins 1,9 sekúnda var eftir af leiknum. Gestirnir frá Hlíðarenda tóku frumkvæðið og gerðu fyrstu fimm stigin. Keflvíkingar létu það ekki slá sig út af laginu og svöruðu með fimm stigum í röð. Í fyrstu tveimur leikjunum hafði varnarleikur Keflavíkur ekki verið góður og heimamenn voru í vandræðum með að loka teignum til að byrja með sem gaf Kristófer Acox auðveldar troðslur. Kristófer var með 9 stig í fyrsta leikhluta. Heimamenn gáfu þó ekkert eftir með Sigurð Pétursson allt í öllu en voru þremur stigum undir í hálfleik 19-22. Það var gaman að fylgjast með Daða Lár Jónssyni spila vörn gegn Remy Martin í fyrri hálfleik. Daði gaf honum ekkert pláss til að vinna með og þegar að Remy gerði eitthvað sóknarlega þá var annar leikmaður að dekka hann. Valur var skrefi á undan í öðrum leikhluta og í stöðunni 28-34 fékk Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, nóg og tók leikhlé. Annar leikhluti Keflvíkinga var hreinasta hörmung. Á tæplega fimm mínútum fór staðan úr því að vera 28-30 yfir í 31-45. Leikhlé Péturs gerði ekki neitt og heimamenn héldu áfram að spila enga vörn og taka lélegar ákvarðanir sóknarlega. Valur var tólf stigum yfir í hálfleik 39-51. Keflavík byrjaði síðari hálfleik með látum með Sigurð Pétursson í fararbroddi sem gerði níu af fyrstu tíu stigum heimamanna. Keflavík gerði tólf stig í röð og jafnaði leikinn. Fyrsta karfa Vals í síðari hálfleik kom síðan eftir tæplega fimm mínútur. Gestirnir fundu síðan betri takt í síðari hálfleik og gerðu síðustu sex stigin í þriðja leikhluta og staðan var 60-66 þegar haldið var í síðustu lotu. Það benti nákvæmlega ekkert til þess að fjórði leikhluti yrði eins spennandi líkt og hann varð. Valur var tólf stigum yfir 70-82 þegar tæplega fjórar mínútur voru eftir. Keflavík fór síðan að hitta og lokamínútan var æsispennandi. Kristófer kom Val tveimur stigum yfir þegar 25 sekúndur voru eftir. Í lokasókn Keflavíkur fékk Remy Martin boltann og setti þrist beint á móti körfunni skildi eina sekúndu eftir af klukkunni. Þetta voru fyrstu stig Remy í fjórða leikhluta. Kristófer fékk síðasta skot leiksins en hitti ekki og Keflavík vann 87-86. Af hverju vann Keflavík? Það var lítið sem ekkert sem skildi liðin að. Gestirnir voru yfir nánast allan leikinn en bæði lið áttu sína kafla og Keflavík vann síðasta fjórðung með sjö stigum. Hverjir stóðu upp úr? Remy Martin gerði sigurkörfu leiksins þegar að hann notaði alla skotklukkuna og endaði á að setja þrist og kom Keflavík í forystuna þegar að aðeins tvær sekúndur voru eftir. Frammistaða hans var ansi sérstök en þetta voru fyrstu stigin hans í fjórða leikhluta. Remy endaði með 17 stig. Sigurður Pétursson var frábær í kvöld. Sigurður var byrjaði bæði fyrri og seinni hálfleik afar vel. Hann endaði á að gera 16 stig, taka 4 fráköst og gefa 5 stoðsendingar. Hvað gekk illa? Það vantaði drápseðlið í Val. Gestirnir fengu þó nokkur tækifæri til þess að gera út um þennan leik en nýttu þau ekki sem varð til þess að Keflavík nýtti tækifærið og vann leikinn þrátt fyrir að hafa verið afar sjaldan yfir í leiknum. Hvað gerist næst? Næsta fimmtudag mætast Stjarnan og Keflavík klukkan 19:15. Föstudaginn eftir viku mætast Tindastóll og Valur klukkan 19:15. Finnur: Þeir settu stærsta skotið ofan í Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, var svekktur eftir leikVísir/Vilhelm Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, var svekktur eftir leik. „Þeir settu stærsta skot leiksins ofan í. Nei nei við fengum mörg tækifæri til þess að gera út um leikinn en gerðum okkur seka um mistök,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson og hélt áfram. „Við notuðum ekki tækifærin til þess að ná í sigur á erfiðum útivelli. Ef þú ert ekki klár og einbeittur allan leikinn og býður liði eins og Keflavík upp í dans þá getur þetta gerst.“ Valur var tólf stigum yfir í hálfleik og Finnur var ekki sáttur með hvernig hans lið byrjaði síðari hálfleik. „Við komum ömurlega út í seinni hálfleik þar sem við vorum orkulausir og hægir. Við hleyptum Keflavík inn í leikinn en gerðum síðan vel í að búa til forskot í fjórða leikhluta. Síðan kom aftur kafli þar sem við gerðum mistök varnarlega og vorum að klikka á sniðskotum og vítum.“ „Keflavík gerði vel í að koma til baka við misstum sjónina á Igor Maric sem setti þrista undir lokin svo vitum við gæðin í Remy Martin og náðum ekki að loka nógu vel á hann undir lokin,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson að lokum.
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti