Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Tindastóll 96-106 | Stólarnir sóttu sigur í Grindavík Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson skrifar 20. október 2023 21:30 Sigtryggur Arnar Björnsson og Þórir Guðmundur Þorbjarnarson voru öflugir í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Íslandsmeistarar Tindastóls sóttu sigur til Grindavíkur í Subway-deild karla í kvöld. Framlengja þurfti leikinn en á endanum hafði Tindastóll betur sem þýðir að heimamenn eru enn að leita að sínum fyrsta sigri. Það voru tvö öflug körfuboltalið sem börðust í nýja körfuboltasalnum í Grindavík í kvöld. En staðan hjá þessum tveimur liðum er mjög mismunandi í upphafi tímabils. Hjá Íslandsmeisturum Tindastóls er allt í blóma á meðan Grindavík fer brösulega af stað og áhyggjur vakna. Liðin skiptust á höggum til að byrja með og það sást strax í hvernig leik stefndi. Þetta var mikið fram og til baka, hátt tempó og bara virkilega skemmtilegur körfuboltaleikur að horfa á. Þegar líða tók á annan leikhluta þá náði Grindavík að búa til smá forskot en Tindastóll kom til baka og jafnaði metin. Það endaði á því að vera einhvern veginn saga leiksins; Grindavík stakk sér fram úr en Tindastóll hélt alltaf í hæla heimamanna. Í hálfleik leiddi Grindavík með fjórum stigum en í byrjun seinni hálfleiks var orkan mikil í Stólunum og þeir komust tveimur stigum yfir. Þeir hefðu átt að búa til stærra forskot miðað við það hversu erfiðlega Grindvíkingum gekk í sóknarleiknum. En varnarleikurinn var sterkur hjá Grindavík og þeir gáfu ekkert eftir í baráttunni. Það vantaði alls ekki hjá heimamönnum í þessum leik, baráttan var allsráðandi. Og með baráttuna að vopni, þá komst Grindavík aftur í forystu. Þegar lítið var eftir að þriðja leikhluta þá tók hinn 17 ára gamli Arnór Helgason upp á því að troða allsvakalega eftir ótrúlega sendingu frá Val Orra Valssyni. Þetta var hans önnur troðsla í leiknum en Arnór kom mjög sterkur inn og sýndi það að hann á heima í Subway-deildinni. Við þá troðslu þá ætlaði allt um koll að keyra í salnum, en Pavel Ermolinski, þjálfari Tindastóls, tók þá leikhlé og fór yfir málin með sínum mönnum. Tindastóll missti aldrei hausinn þrátt fyrir að vera undir og þrátt fyrir að vera í ókunnum íþróttasal. Davis Geks hélt þeim inn í leiknum með vel tímasettum þriggja stiga skotum og svo tók Sigtryggur Arnar Björnsson völdin þegar á þurfti að halda. Oftar en einu sinni þá virtist Grindavík vera að landa sigrinum, en Stólarnir gáfust aldrei upp. Þeir tóku höggin en gáfu alltaf til baka. Þegar 28 sekúndur voru eftir af leiknum jafnaði Sigtryggur Arnar metin í 93-93. Hann var svo nálægt því að skora frá miðju vallarins eftir að Grindavík hafði mistekist að skora úr sinni lokasókn. Í framlengingu var farið og þar voru gestirnir mun sterkari. Grindavík hafði misst sterka leikmenn í Dedrick Basile og Arnóri út af með fimm villur og ekki hjálpaði það til. Geks hélt áfram að hitta fyrir utan og Arnar hélt áfram að leika listir sínir. Að lokum skilaði það góðum sigri Tindastóls á erfiðum útivelli. Af hverju vann Tindastóll? Þeir misstu aldrei hausinn, misstu aldrei trúnna á verkefninu. Þetta var mjög erfiður leikur en Stólarnir sýndu sterkt hugarfar til að ná leiknum í framlengingu þar sem þeir voru svo sterkari. Það er gríðarlegt sigurhugarfar í þessu liði og það byrjar hjá þjálfaranum. Hverjir stóðu upp úr? Sigtryggur Arnar var sá sem vann leikinn fyrir Tindastóll. Hann var besti maður vallarins, setti mörg erfið stig á töfluna og endaði hann með 32 stig. Davis Geks var gríðarlega mikilvægur fyrir Stólana og setti niður skot sem héldu þeim á floti á köflum. Hjá Grindavík var Ólafur Ólafsson stigahæstur og átti hann mjög góðan leik. Dedrick Basile var góður og þá sérstaklega varnarlega, en hann var klaufi að fá tæknivillu þegar lítið var eftir. De’Andre Kane sýndi margar góðar rispur en var ekki nægilega öflugur undir lokin. Arnór Björnsson, 17 ára gamall, fær sérstakt hrós en hann kom gríðarlega sterkur inn af bekknum í þessum leik hjá heimamönnum. Hvað gekk illa? Grindavík voru bara klaufar í restina. Þegar komið var á mikilvægasta kafla leiksins þá tókst þeim ekki að ganga frá Stólunum. Kane var lélegur sóknarlega í lokin og liðið steig einfaldlega ekki upp þegar það þurfti mest að gera það. Að Grindavík sé án sigurs eftir þrjá leiki er vont en maður hefur á tilfinningunni að liðið eigi mikið inni. Hvað gerist næst? Grindavík spilar við Breiðablik næst og þar er góður möguleiki á fyrsta sigurleiknum. Daniel Mortensen á líka að mæta til baka úr meiðslum í þann leik sem eru frábær tíðindi fyrir Grindavík. Tindastóll mætir Val næsta föstudag og á þeim leik verða mörg augu eftir lokaúrslitin í fyrra. „Þetta er bara Grindavík“ Pavel Ermolinskij, þjálfari Tindastóls.Vísir/Hulda Margrét „Tilfinningin er mjög góð,“ sagði Pavel Ermolinski, þjálfari Tindastóls, eftir dramatískan sigur gegn Grindavík í kvöld. „Svona leikir eru oft mjög skemmtilegir og gefandi fyrir þig sem körfuboltamann; að fara upp á ystu nöf og vinna. Það er erfitt að upplifa það að tapa svona leikjum, en einstaklega skemmtilegt að vinna þá. Það er rosalega gaman að hafa tekið þátt í þessu.“ Pavel kveðst hafa fengið að upplifa Grindavík í sinni tærustu mynd í kvöld og liðið hans hafi fengið mikið út úr því að takast á við þetta verkefni. „Ég var að tala um umhverfið fyrir leikinn, nýtt íþróttahús sem er frekar skrítið. Ég er glaður núna eftir að við unnum en ég fékk að upplifa Grindavík í kvöld. Grindavík er áfram það sem þeir eru. Þetta eru mikið baráttulið og það er einhver stemning yfir þeim. Ég get eiginlega ekki útskýrt þetta alveg, þetta er bara Grindavík. Stundum er allt að fúnkera hjá þeim og stemningin er mikil, og þeir berja á þér. Við fengum það í dag og þess vegna er skemmtilegt að sjá mína stráka kasta öllu út um gluggann og reyna að berja þá til baka. Það var körfuboltaleikurinn sem við spiluðum í kvöld. Þetta var lærdómur.“ „Berja þýðir í þessu tilviki ekki líkamlega. Þetta var ekki þannig séð harður leikur. Þetta var svona ‘hver ætlar að gera eitthvað gott næst’ leikur. Það var allt komið út um gluggann, þetta var bara hvað leikmenn ætla að gera. Mér fannst leikmenn báðum megin gera fullt. Oft ráðast svona leikir á vörn en í dag var það sóknarleikurinn. Mér fannst þetta mjög krítískur körfuboltaleikur og gaman að taka þátt í honum.“ Adomas Drungilas spilaði ekki eins stórt hlutverk í liði Tindastóls eins og hann er vanur að gera. Grindavík var að spila með lítið lið oft á tíðum og það hafði áhrif á hans mínútur. „Það var ekkert í rauninni sem hann gerði. Þetta var komið í það að högg fyrir högg þá passaði hann ekki inn á völlinn. Það var ekkert sem hann gerði rangt, þetta var bara tilfinning,“ sagði Pavel en það sama átti við um Bandaríkjamanninn Stephen Domingo sem var með lítið sem ekkert hlutverk í kvöld. „Það var bara sama með hann. Við erum með tíu eða ellefu körfuboltamenn, gott lið og við erum ekki að setja öll eggin í eina körfu. Það er fullt af leikmönnum búnir að setja sitt á vogarskálarnar til að vinna þessa þrjá körfuboltaleiki. Það er frábært að ég sé með stráka sem skilja það.“ Sigtryggur Arnar Björnsson átti stórkostlegan leik og hann sá til þess í lokin að Tindastóll er með þrjá sigra eftir fyrstu þrjá leikina. „Þetta er bara Arnar, já. Við tölum alltaf um stigin en við megum ekki gleyma varnarvinnunni sem hann skilar af sér. Hann var klárlega sá leikmaður í dag sem dró þetta í land fyrir okkur. Það gleður mig mjög fyrir hans hönd að hann fái að gera það,“ sagði Pavel að lokum. „Ég held að það sé ekki verið að fara reka neinn“ Ólafur Ólafsson, fyrirliði Grindvíkinga, í úrslitakeppninni síðastliðið vor.Vísir/Hulda Margrét „Ég er fyrst og fremst svekktur,“ sagði Ólafur Ólafsson, fyrirliði Grindavíkur, eftir tapið gegn Tindastóli í kvöld. „Mér fannst við vera með þennan leik og við köstum honum frá okkur. Við vorum ekki að hitta og þeir voru aftur á móti að hitta úr öllu. Við vorum að spila lélegan varnarleik í lokin og það varð okkur að falli. Við vorum líka að taka lélegar ákvarðanir sóknarlega, ég tók tvær mjög lélegar ákvarðanir undir lok leiksins og það er mér að kenna,“ sagði hann jafnframt. Grindvíkingar voru lengi vel með forystuna í leiknum en þeim tókst ekki að landa sigrinum. „Við getum bara sjálfum okkur um kennt. Við hefðum getað farið inn í næstu umferð 1-2 en við erum 0-3. Það er svo sem ekkert til að hafa miklar áhyggjur af þegar þrír leikir eru búnir. Þetta var betri frammistaða heldur en síðast, en það er klárlega mjög súrt að tapa. Þetta er klárlega okkar besti leikur á tímabilinu en lélegasti endirinn.“ „Það er margt jákvætt sem við getum tekið út úr þessum leik. Það voru frábærar færslur varnarlega, við vorum að hreyfa boltann vel, fá opin skot og vorum að taka hraðaupphlaup þegar þau gáfust. Arnór var líka rosalega góður, geggjaður.“ En er þessi vonda byrjun á tímabilinu eitthvað til að hafa áhyggjur af? „Ég held að það sé ekki verið að fara reka neinn. Það er bara upp með hausinn, fara yfir það sem við gerðum og byggja á þessari frammistöðu. Það endar á því að við vinnum sigur. Það er ekki gaman að spila á móti okkur. Við vorum bara klaufar að klára þetta ekki,“ sagði Ólafur að lokum. Subway-deild karla UMF Grindavík Tindastóll
Íslandsmeistarar Tindastóls sóttu sigur til Grindavíkur í Subway-deild karla í kvöld. Framlengja þurfti leikinn en á endanum hafði Tindastóll betur sem þýðir að heimamenn eru enn að leita að sínum fyrsta sigri. Það voru tvö öflug körfuboltalið sem börðust í nýja körfuboltasalnum í Grindavík í kvöld. En staðan hjá þessum tveimur liðum er mjög mismunandi í upphafi tímabils. Hjá Íslandsmeisturum Tindastóls er allt í blóma á meðan Grindavík fer brösulega af stað og áhyggjur vakna. Liðin skiptust á höggum til að byrja með og það sást strax í hvernig leik stefndi. Þetta var mikið fram og til baka, hátt tempó og bara virkilega skemmtilegur körfuboltaleikur að horfa á. Þegar líða tók á annan leikhluta þá náði Grindavík að búa til smá forskot en Tindastóll kom til baka og jafnaði metin. Það endaði á því að vera einhvern veginn saga leiksins; Grindavík stakk sér fram úr en Tindastóll hélt alltaf í hæla heimamanna. Í hálfleik leiddi Grindavík með fjórum stigum en í byrjun seinni hálfleiks var orkan mikil í Stólunum og þeir komust tveimur stigum yfir. Þeir hefðu átt að búa til stærra forskot miðað við það hversu erfiðlega Grindvíkingum gekk í sóknarleiknum. En varnarleikurinn var sterkur hjá Grindavík og þeir gáfu ekkert eftir í baráttunni. Það vantaði alls ekki hjá heimamönnum í þessum leik, baráttan var allsráðandi. Og með baráttuna að vopni, þá komst Grindavík aftur í forystu. Þegar lítið var eftir að þriðja leikhluta þá tók hinn 17 ára gamli Arnór Helgason upp á því að troða allsvakalega eftir ótrúlega sendingu frá Val Orra Valssyni. Þetta var hans önnur troðsla í leiknum en Arnór kom mjög sterkur inn og sýndi það að hann á heima í Subway-deildinni. Við þá troðslu þá ætlaði allt um koll að keyra í salnum, en Pavel Ermolinski, þjálfari Tindastóls, tók þá leikhlé og fór yfir málin með sínum mönnum. Tindastóll missti aldrei hausinn þrátt fyrir að vera undir og þrátt fyrir að vera í ókunnum íþróttasal. Davis Geks hélt þeim inn í leiknum með vel tímasettum þriggja stiga skotum og svo tók Sigtryggur Arnar Björnsson völdin þegar á þurfti að halda. Oftar en einu sinni þá virtist Grindavík vera að landa sigrinum, en Stólarnir gáfust aldrei upp. Þeir tóku höggin en gáfu alltaf til baka. Þegar 28 sekúndur voru eftir af leiknum jafnaði Sigtryggur Arnar metin í 93-93. Hann var svo nálægt því að skora frá miðju vallarins eftir að Grindavík hafði mistekist að skora úr sinni lokasókn. Í framlengingu var farið og þar voru gestirnir mun sterkari. Grindavík hafði misst sterka leikmenn í Dedrick Basile og Arnóri út af með fimm villur og ekki hjálpaði það til. Geks hélt áfram að hitta fyrir utan og Arnar hélt áfram að leika listir sínir. Að lokum skilaði það góðum sigri Tindastóls á erfiðum útivelli. Af hverju vann Tindastóll? Þeir misstu aldrei hausinn, misstu aldrei trúnna á verkefninu. Þetta var mjög erfiður leikur en Stólarnir sýndu sterkt hugarfar til að ná leiknum í framlengingu þar sem þeir voru svo sterkari. Það er gríðarlegt sigurhugarfar í þessu liði og það byrjar hjá þjálfaranum. Hverjir stóðu upp úr? Sigtryggur Arnar var sá sem vann leikinn fyrir Tindastóll. Hann var besti maður vallarins, setti mörg erfið stig á töfluna og endaði hann með 32 stig. Davis Geks var gríðarlega mikilvægur fyrir Stólana og setti niður skot sem héldu þeim á floti á köflum. Hjá Grindavík var Ólafur Ólafsson stigahæstur og átti hann mjög góðan leik. Dedrick Basile var góður og þá sérstaklega varnarlega, en hann var klaufi að fá tæknivillu þegar lítið var eftir. De’Andre Kane sýndi margar góðar rispur en var ekki nægilega öflugur undir lokin. Arnór Björnsson, 17 ára gamall, fær sérstakt hrós en hann kom gríðarlega sterkur inn af bekknum í þessum leik hjá heimamönnum. Hvað gekk illa? Grindavík voru bara klaufar í restina. Þegar komið var á mikilvægasta kafla leiksins þá tókst þeim ekki að ganga frá Stólunum. Kane var lélegur sóknarlega í lokin og liðið steig einfaldlega ekki upp þegar það þurfti mest að gera það. Að Grindavík sé án sigurs eftir þrjá leiki er vont en maður hefur á tilfinningunni að liðið eigi mikið inni. Hvað gerist næst? Grindavík spilar við Breiðablik næst og þar er góður möguleiki á fyrsta sigurleiknum. Daniel Mortensen á líka að mæta til baka úr meiðslum í þann leik sem eru frábær tíðindi fyrir Grindavík. Tindastóll mætir Val næsta föstudag og á þeim leik verða mörg augu eftir lokaúrslitin í fyrra. „Þetta er bara Grindavík“ Pavel Ermolinskij, þjálfari Tindastóls.Vísir/Hulda Margrét „Tilfinningin er mjög góð,“ sagði Pavel Ermolinski, þjálfari Tindastóls, eftir dramatískan sigur gegn Grindavík í kvöld. „Svona leikir eru oft mjög skemmtilegir og gefandi fyrir þig sem körfuboltamann; að fara upp á ystu nöf og vinna. Það er erfitt að upplifa það að tapa svona leikjum, en einstaklega skemmtilegt að vinna þá. Það er rosalega gaman að hafa tekið þátt í þessu.“ Pavel kveðst hafa fengið að upplifa Grindavík í sinni tærustu mynd í kvöld og liðið hans hafi fengið mikið út úr því að takast á við þetta verkefni. „Ég var að tala um umhverfið fyrir leikinn, nýtt íþróttahús sem er frekar skrítið. Ég er glaður núna eftir að við unnum en ég fékk að upplifa Grindavík í kvöld. Grindavík er áfram það sem þeir eru. Þetta eru mikið baráttulið og það er einhver stemning yfir þeim. Ég get eiginlega ekki útskýrt þetta alveg, þetta er bara Grindavík. Stundum er allt að fúnkera hjá þeim og stemningin er mikil, og þeir berja á þér. Við fengum það í dag og þess vegna er skemmtilegt að sjá mína stráka kasta öllu út um gluggann og reyna að berja þá til baka. Það var körfuboltaleikurinn sem við spiluðum í kvöld. Þetta var lærdómur.“ „Berja þýðir í þessu tilviki ekki líkamlega. Þetta var ekki þannig séð harður leikur. Þetta var svona ‘hver ætlar að gera eitthvað gott næst’ leikur. Það var allt komið út um gluggann, þetta var bara hvað leikmenn ætla að gera. Mér fannst leikmenn báðum megin gera fullt. Oft ráðast svona leikir á vörn en í dag var það sóknarleikurinn. Mér fannst þetta mjög krítískur körfuboltaleikur og gaman að taka þátt í honum.“ Adomas Drungilas spilaði ekki eins stórt hlutverk í liði Tindastóls eins og hann er vanur að gera. Grindavík var að spila með lítið lið oft á tíðum og það hafði áhrif á hans mínútur. „Það var ekkert í rauninni sem hann gerði. Þetta var komið í það að högg fyrir högg þá passaði hann ekki inn á völlinn. Það var ekkert sem hann gerði rangt, þetta var bara tilfinning,“ sagði Pavel en það sama átti við um Bandaríkjamanninn Stephen Domingo sem var með lítið sem ekkert hlutverk í kvöld. „Það var bara sama með hann. Við erum með tíu eða ellefu körfuboltamenn, gott lið og við erum ekki að setja öll eggin í eina körfu. Það er fullt af leikmönnum búnir að setja sitt á vogarskálarnar til að vinna þessa þrjá körfuboltaleiki. Það er frábært að ég sé með stráka sem skilja það.“ Sigtryggur Arnar Björnsson átti stórkostlegan leik og hann sá til þess í lokin að Tindastóll er með þrjá sigra eftir fyrstu þrjá leikina. „Þetta er bara Arnar, já. Við tölum alltaf um stigin en við megum ekki gleyma varnarvinnunni sem hann skilar af sér. Hann var klárlega sá leikmaður í dag sem dró þetta í land fyrir okkur. Það gleður mig mjög fyrir hans hönd að hann fái að gera það,“ sagði Pavel að lokum. „Ég held að það sé ekki verið að fara reka neinn“ Ólafur Ólafsson, fyrirliði Grindvíkinga, í úrslitakeppninni síðastliðið vor.Vísir/Hulda Margrét „Ég er fyrst og fremst svekktur,“ sagði Ólafur Ólafsson, fyrirliði Grindavíkur, eftir tapið gegn Tindastóli í kvöld. „Mér fannst við vera með þennan leik og við köstum honum frá okkur. Við vorum ekki að hitta og þeir voru aftur á móti að hitta úr öllu. Við vorum að spila lélegan varnarleik í lokin og það varð okkur að falli. Við vorum líka að taka lélegar ákvarðanir sóknarlega, ég tók tvær mjög lélegar ákvarðanir undir lok leiksins og það er mér að kenna,“ sagði hann jafnframt. Grindvíkingar voru lengi vel með forystuna í leiknum en þeim tókst ekki að landa sigrinum. „Við getum bara sjálfum okkur um kennt. Við hefðum getað farið inn í næstu umferð 1-2 en við erum 0-3. Það er svo sem ekkert til að hafa miklar áhyggjur af þegar þrír leikir eru búnir. Þetta var betri frammistaða heldur en síðast, en það er klárlega mjög súrt að tapa. Þetta er klárlega okkar besti leikur á tímabilinu en lélegasti endirinn.“ „Það er margt jákvætt sem við getum tekið út úr þessum leik. Það voru frábærar færslur varnarlega, við vorum að hreyfa boltann vel, fá opin skot og vorum að taka hraðaupphlaup þegar þau gáfust. Arnór var líka rosalega góður, geggjaður.“ En er þessi vonda byrjun á tímabilinu eitthvað til að hafa áhyggjur af? „Ég held að það sé ekki verið að fara reka neinn. Það er bara upp með hausinn, fara yfir það sem við gerðum og byggja á þessari frammistöðu. Það endar á því að við vinnum sigur. Það er ekki gaman að spila á móti okkur. Við vorum bara klaufar að klára þetta ekki,“ sagði Ólafur að lokum.
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti